Tíminn - 22.04.1954, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.04.1954, Blaðsíða 12
12 TIMINN, fimmtudaginn 22. apríl 1954. 90. hlaff. Gleðilegt sumar! Prentsmiðjan EDDA h.f. Gleðilegt sumar! S. Árnason & Go. Gleðilegt sumar! Bernhard Petersen. Gleðilegt sumar! ÍUlitUZldL Gleðilegt sumar! Ásgeir ólafsson, Vonarstræti 12. Gleðilegt sumar! Kexverksmiðjan Frón. Gleðilegt sumar! Hvannbergsbræður. Gleðilegt sumar! Almennar tryggingar h. f. Gleðilegt sumar! Á. Einarsson & Funk, Nora magasin. Gleðilegt sumar! Klæðaverzl. Andr. Andréssonar h. f. Gleðilegt sumar Hótel Vík. Gleðilegt sumar! Olíuverzlun Islands h.f. * Anægjuleg söng- skemratun Enda þótt það sé að bera í bakkafullan lækinn að fara að skrifa frekar um hina ánægjulegu söngskemmtun ungfrú Guðrúnar Á. Símonar 7. þ. m., langar mig frá leik- mannssjónarmiði til þess að fara um hana nokkrum orð- um. I Þess varð strax vart í fyrstu lögunum, að rödd Guðrúnar hefir tekið miklum breyting- um frá því er hún söng hér síðast, haustið 1952. Virðist hinn ítalski skóli hafa losað um röddina og beint henni inn á breiðari farveg. Hún er nú mýkri, hlýrri og blæbrigða ríkari en áður, hæð og dýpt hljómmeiri og tjáningarhæfi- leikinn þroskaðri. Þá hefir Guðrún nú öðlazt enn meira vald yfir röddinni og virðist jafnvíg á hina fíngerðustu tóna ljóðrænu laganna og hinn dökka mezzoblæ hinna dramatísku óperuaría. | Er auðsýnt, að hún hefir notað vel Ítalíu-dvölina til þess að þroska og þjálfa sem mest rödd sína og tileinka sér það bezta úr ítalskri söng mennt. j Enda þótt Guðrún gerði hin um ólíku viðfangsefnum yfir leitt ágæt skil, get ég ekki stillt mig um að vekja athygli á meðferð hennar á „Povera Rosa“ eftir Marchesi, „Dein blaues Auge“ eftir Brahms og I hinni undurfögru vögguvísu eftir Þórarin Jónsson, sem jmun hafa snortið flesta við- stadda. Einna bezt naut Guð- : rún sín þó í óperuaríunum og þá ekki sízt í „Voi lo sapetr“ úr Cavalleria Rusticana eftir Mascagni, sem hún söng sem aukalag. Vakti söngur hennar þar svo mikla hrifningu, að fagnaðarlátunum ætlaði aldr- ei að linna. Enda mun óhætt ; að fullyrða, að meðferð henn- , ar á þessari aríu a. m. k. hafi I verið boðleg hvar sem er er- lendis. j j Er leiðínlegt til þess að vita, að hér heima skuli vera hikað við það að færa upp þessa glæsilegu óperu, þótt við höf- um á að skipa mjög frambæri legum söngkröftum I öll aðal- hlutverkin. j Við íslendingar getum ahs ekki búizt við því að eignast nokkurn tíman boðlega söngv ara eða söngkonur „á heims- mælikvarða" meðan við bú- um jafnilla að þeim og raun ber vitni. Hér heima ættu að geta verið nóg verkefni fyrir okkar beztu einsöngvara, svo framarlega sem forráðamenn söng- og músikmálanna hefðu augun opin fyrir þvi, sem er raunverulega að gerast í þess um efnum. Þessi söngskemmtun Guð- rúnar Á. Símonar ætti að minna okkur á það, að við höfum skyldum að gegna gagn vart okkar fremstu söngvur- um og söngkonum, að við eig- um fyrst og fremst að hugsa um velgengni þeirra og frama í stað þess að vera síknt og heilagt að eltast við það, sem útlent er. t Að lokum vænti ég þess, að ungfrú Guðrún Símonar sjái sér fært að endurtaka söng- skemmtunina, svo að þeir, sem voru svo óheppnir að missa af henni 7. þ. m., fái tækifæri til þess að njóta þeirrar ánægju, sem þeir fóru þá á mis við. Söngvinur. Auglýsið í Tímanum Gleðilegt sumar! V átryggingarskrifstof a Sigfúsar Sighvatssonar. Gleðilegt sumar! Verzlunin Brynja. Gleðilegt sumar! Efnalaug Reykjavíkur. Gleðilegt sumar! Heildverzlun Ásgeirs Sigurðssonar, Verzlunin Edinborg. Gleðilegt sumar! H. f. Eimskipafélag Islands. Gleðilegt sumar! H. f. Hreinn, H. f. Nói, H. f. Sirius. Gleðilegt sumar! Ragnar Blöndal h. f. Gleðilegt sumar! Jóhann Rönning h. f. Gleðilegt sumar! Ullarverksmiðjan Gefjun. Gleðilegt sumar! Kexverksmiðjan Esja h. f. Gleðilegí sumar! Húsgagnaverzl. Guðm. Guðm.sonar Laugavegi 166. Gleðilegt sumar! Vélasalan h. f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.