Tíminn - 25.04.1954, Side 10

Tíminn - 25.04.1954, Side 10
 1» TIMINN, sunnudaginn 25. apríl 1954. 92. blaff. \fHI> < WÓDLEIKHÚSID Ferðin til tunglsins Sýning í dag kl. 15. Síðasta sinn. Piltur og stúlka Sýning í kvöld kl. 20. Fáar sýningar eftir. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. kl. 11 til 20. Tekið á móti pönt- unum. Súni 8-2345, tvær línur. ]%ýtt hlutverk Óskar Gíslason: íslenzk talmynd gerð eftir sam neíndri smásögu Vilhjálms S. Yilhjáhnssonar. Leikstjórn: Ævar Kvaran. Kvilunyndun: Óskar Gíslason. Sýnd ki. 5, 7 og 9. Bamasýning kl. 3. Teiknimymlasafn og gamanmynda- safn NYJA BÍÓ — 1544 — Svarta rósin (The Black Rose) Æfintýrarík og mjög spennandi, amerísk stórmynd í litum. Aðalhlutverk: Tyrone Poirer, Orson Welles, Cecile Aubry. Sýnd k). 7 og 9. SíSasta sinn. Bönnuð börnum innan 12 ára Páska „Show“ Teiknimyndir. Chaplin — Dýra- myndir og fleira. Sýnd kl. 3 og 5. Síðasta sinn. TJARNARBÍO Simi 6485. Fyrsta mynd með Rosemary Clooney: Syngjandi stjörnur (The Stars are singing) | Bráðskemmtileg amerísk söngva- og músíkmynd í eðlilegum litum. Aðalhlutverk: Rosemary Clooney, sem syngur fjölda dægurlaga og þar á meðai lagið „Com on-a my house", sem gerði hana heims fræga á svipstundu. Lauritz Melchior, Sýnd ki. 5, 7 og 9. Sprellfkarlar með Jean Martin og Jerry Leiois Sýnd ki. 3. BÆJARBIO — HAFNARFIRDI - Gömul kynnl (Souvenirs Perdus) Frönsk úrvals mynd, gerð af Christian-Jaque, þeim sama, er gerði kvikmyndina Fanfan, ridd- arinn ósigrandi. í myndinni leika 6 af færustu leikurum Frakk- lands. Danieie Delorme, Gerard Phii’ne. Myndin hefir ekki verið sýnd áður hér á Jandi. Danskur skýringartexti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bími »184. ÍLEIKFEIAG! ^REYKJAVÍKUR^ f.Frænka Charleys’ Gamanleikur í 3 báttum. Sýning í kvöld kl. 20. Aðgöngumiðasala frá kl. 2 í dag. Sími 3191. AUSTURBÆJARSÍO Czardas- drottningin (Die Csardasfiirstin) Bráðskemmtileg og falleg, ný, þýzk dans- og söngvamynd tek- in í hinum fögru AGFA-litum. Myndin er byggð á hinni þekktu óperettu eftir Emmerich Kálmán Danskur exti. Aðalhlutverkið leikur hin vin- sæla leikkona: Marika Rökk, ásamt Johannes Heesters Walter Miiller. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Á grænni grein Sýnd kl. 3. Sala hefst kl. 2 e. h. GAMLA BfÓ — 1475 — Leiksýningaskipið (Shou) Boat) Kathryn Grayson, Ava Gardner, Howard Keel (úr „Annie skjóttu nú“), og skopleikarinn Joe E. Brotun. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Mjallhvít og dvergarnir sjö Sýnd kl. 3. >♦♦♦♦♦< TRIPOLI-BÍO Simi 1182. Fljótið Hrífandi fögur ensk-indversk stórmynd í eðlilegum litum. Aðalhlutverk: Nora Swinburne, Arthur Shields. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Aðgöngumiðasala frá kl. 4 e. h. HAFNARBÍÓ — Sími 6444 — Topper Afbragðs skemmtileg og fjörug, amerísk gamanmynd um Topper og afturgöngurnar. Gerð eftir hinni víðlesnu skáldsögu Thorne Smith. Aðalhlutverk: Constance Bennett, Gary Grant, Ronald Young. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Mjólkurpósturinn Hin sprenghlægiiega ameríska gamanmynd með Donald O’Connor. Sýnd kl. 3. »♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Genfarráðstefnan (Framhald af 7. siðu.) hyggilegt hafi verið af stjórn Bandaríkjanna að hefja viðræður um stofnun varnarbandalags í Suð- austur-Asíu áður en Genfarfund- urinn hófst. í því geti falizt ögrun, er geri kommúnistum örðugra að semja. Aðrir telja hins vegar, að þetta hafi verið nauðsynlegt, þvi að kommúnistar slaki aldrei til, nema þeir sjái, 'að andstæðingn- um sé það full alvara að halda máli sínu til streitu. Þannig hafi Eúss- ar ekki aflétt flutningabanninu á Berlín fyrr en eftir stofnun Atlants hafsbandalagsins og Kinverjar ekki samið um vopnahlé í Kóreu Fyrr en þeim var orðið ijóst, að áfram- haldandi styrjöld myndi ekki norga sig. Ýmsir þeirra, sem um þessi mál skrifa í heimsblöðin, telja ekki ó- sennilegt, að styrjöldin í Indó- Kína færist út, ef ekki tekst að ná samkomulagi um Indó-Kína. Vest- urveldin og þá Bandaríkin fyrst og fremst, telja það ekki mega koma fyrir, að kommúnistar sigri í Indó- Kína. Slíkt myndi styrkja svo að- aðeins geti þeir fylgt fyrirhuguðu stöðu þeirra og áiit, að þeir myndu eftir það vinna auðunninn sigur með neðanjarðaráróðri og uppreisn í öllum löndum Suðaustur-Asiu, þ. e. i Thailandi, Burma, á Malakka- skaga og i Indonesíu. Slík útþensla á yíirráðum kommúnista myndi fyrr en síðar ieiða til styrjaldar og betra sé þá af tvennu illu að láta strax skeika að sköpuðu en að eiga það yfir höfði sér síðar. Meðal þeirra, sem nýlega haía lát ið svo ummælt, að Bandaríkin geti neyðzt til að senda herlið til Indó- Kína, er Nixon varaforseti. Þá er yfirleitt af hálfu Banda- ríkjastjórnar lögð áherzla á, að styrjöldin í Indó-Kína geti ekki unnizt, nema íbúunum sé gert ljóst, að allri nýlendustjórn þar sé lokið og þeir séu því að berjast fyrir eigin frelsi. Þá fyrst rnunu þeir fást til að berjast gegn kommún- istum, líkt og átt hefir sér stað i Kóreu. Hingað til heíir strandað á Frökkum að lýsa yfir afnámi nýlendustjórnarinnar og breyta stjórnarháttunum samkvæmt því. Nú er hins vegar að ijúka samn- ingum í París milli stjórnar Viet- nam og Frakka, og er talið lík- legt, að samkvæmt þeim veiti Frakkar Vietnam fullt frelsi. Af hálfu brezkra jaínaðarmanna hefir því verið iýst yfir, að þvi varnarbandalagi Suðaustur-Asíu, að því verði hvergi beitt til að við- halda nýlendukúgun. Undir þetta er tekið af Bandarfkjamönnum. Næst samkomulag: í Genf? Eins og sakir standa, virðist tak- mörkuð trú á það, að samkomu- lag náist um mál Indó-Kína á Genf arfundinum. Fyrst mun verða reynt að semja um vopnahlé, en samningar um það eru miklu erf- iðari en í Kóreu, því að engin víg- lína er til í Indó-Kina, sem hægt er að fara eftir. Ýmsir gizka á, að Kínverjar myndu faiiast á að hætta að styrkja uppreisnarmenn, ef þeir fengju sæti Kina í S. Þ. og við- skiptabanninu yrði létt af Kína. Aðrir telja þetta ólík’egt, því að Kínverjar myndu telja það álits- hnekki íyrir sig að hætta að styðja uppreisnarhreyfinguna. Bandarík- in telji sig iíka ekkí geta afnumið viðskiptabannið á Kína meðan ó- samið sé um írið \ Kóreu. Það ætti hins vegar að geta haft nokkur áhrif á viðhorf ráðstefn- unnar, að síðan styrjöldin í Indó- Kína hófst fyrir rúmum sjö árum hefir hún aldrei virzt nær því en nú að verða að stóni ófriðarbáli. Þess vegna beinist nú athygli manna að Genfarráðstefnunni í von um, að henni megi auðnast að finna ráð tii að aístýra þeirri miklu hættu, sem hér er yfirvoíandi. Metjur SKÓGARINS eftir J O. CURWOOD 44. inn hjálpaði Antoinette ofan á brautarpallinn, og það var Gaspard, sem fyrstur kom auga á Clifton og starði á hann , eins og hann væri vofa. En í sama bili þekkti Bim Clif ton og rauk til hans roeð svo miklu írafári, að nærri lá að hann ,velti gamla manninum með eggjakörfuna um koll. Joe., sem hélt í bandið, rauk um koll, og áður en honum tókst að koma fyrir sig fótum aftur, hafði Gaspard fleygt frá sér [ hafurtaskinu. Hatturinn hafði fallið af Clifton, þegar Bim rauk á hann. Gaspard breiddi út faðminn, og skyggði nú alveg á systur sína fyrir Clifton. Þar með fór öll áætlun Cliftons út í veður og vind. Antoinette hafði náð hatti hans og rétti honum hann bros- ' andi án þess að virðast nokkuð undrandi. — Með svolitlum benzíndropa má vafalaust ná olíublettinum af honum. Það væri tjón að hann eyðilegðist. Svo sneri hún baki við honum án kveðjuorða og án þess að bjóða hann velkominn og sté upp í vagninn hjá gamla gráskeggnum. I, Cemia-Desinfector ,1 er vellyktanal sótthrelnsandl ' 'vökvl nauðsynlegur á hverju heimíli til sótthreinsunar A munum, rúmfötum, húsgögnum.i símaáhöldum, andrúmslofti c.j i ,s. frv. — Bæst i öllum iyfj&buð-J i ,um og snvrtivöruverzlunum. fittflfy&iií Tínurhm Sextándi kafli. Þetta er ekki einleikið, hrópaði Gaspard. Þú varst þá í flugvélinni, sem var að endasendast í loftinu yfir okkur eins og ástsjúkur lómur á vordegi. Systir mín hlýtur að hafa getið sér þess til, þótt hún segði ekki eitt einasta orð um það, en hún varð náföl og titrandi eins og hún væri í lífshættu. — Antoinette er ekki eins treggefin og bróðir hennar, ég held, að hún hafi getið sér þess til, sagði munkurinn. — Ef hún hefir fölnað, hlýtur það að hafa verið -vegna Jeannots, því að ekki gat hana grunað, að ég væri þar með. Litli munkurinn hló. Clifton gekk þögull við hlið Gaspards. Allar áætlanir hans voru orðnar að engu. Hann hafði vænzt þess, að þetta kapp- hlaup við lestina mundi hafa önnur og dýpri áhrif á stúlkuna. Antoinette var setzt í vagninn og Joe hjá henni. Þau hlógu bæði að Bim, sem gekk illa að komast upp til þeirra. Svo tók gamli gráskeggurinn við farangri þeim, sem Gaspard bar, og hann hló í barminn, virtist fara nærri um það nú, hvers vegna Clifton hefði spurt svo heimskulega fyrir lítilli stundu. Antoinette leit við og horfði snöggvast á hann. Hann sá sem snöggvast hvítar tennur hennar, eins og hún hefði brosað, en þegar Gaspard leiddi hana að vagninum, var hún kuldaleg í viðmóti. Svo var eins og henni dytti eitt- hvað í hug og sneri sér að bróður sínum: — Taktu Joe og Bim með þér. Ég ætla að aka ein með Brant. Ég þarf að ræða við hann alvarlegt mál. Hjarta Cliftons fór að slá ákaft. Hann heyrði sem í fjarska að Gaspard gaf einhver fyrirmæli. Svo sagði hann við Clifton: — Systir mín hatar gistihús og daunillar og dimmar stofur. Þess vegna gistum við i tjöldum undir berum himni. Barnabe og matreiðslumaðurinn okkar hafa þegar slegið tjaldbúðum og undirbúið komu okkar. Ég vona að kvöldverðurinn sé til •reiðu. Þið skuluð hraða ykkur, svo að við Joe verðum ekki á undan ykkur. Clifton klöngraðist upp í vagninn. Unga stúlkan hafði vikið sér eins langt til hliðar og hún gat, svo að sem allra mest autt rúm yrði á milli þeirra, fannst honum eölilegasta skýr- ingin. Barnabe, gamli gráskeggurinn, var að koma síðustu far- angurspinklunum fyrir aftan á vagninum. Gaspard spurði Clifton: — Hvar er farangur þinn? — í skrifstofu Price Brotbers. — Þá getið þið komið þar við og tekið hann með ykkur. — Svo lengi læt ég herra Brant ekki sitja hér í vagninum. Ég sleppi honum eftir nokkrar mínútur, sagði ungfrú Antoinette blíðlega en ákveðin. Hún hottaði á brúna klárinn fyrir vagninum. Clifton dirfð- ist að líta á hana, en hattbarðið byrgði alveg andlit hennar fyrir honum. — Mér þykir þetta leitt, sagði hann lágt. Hún sat bein og hreyfingarlaus og kreisti taumana fastar en nauðsynlegt var. — Hvað fellur yður miður? sagði hún harðlega. — Að þér kunnið ekki að haga yður eins og heiðursmanni sæmir? — Nei, að ég sté ekki upp í vagninn hinum meginn, því að hatturinn yðar felur yður alveg fyrir mér hérna megin, svo að ég sé ekki annað en hökuna og nefbroddinn, og hvort tveggja ber svo mikinn reiðisvip, að ég er orðinn lafhræddur. Væri ekki réttast að við skiptum um sæti? — Sama er mér. Honum kom á óvart, að hún skyldi samþykkja þetta þegar, og hann fann, að blóðið steig fram í kinnar hans. Rósemi hennar og meðaumkunarbrosið, sem honum fannst leika um varir hennar, gerði hann óstyrkan. En fögur var hun. Hár hennar ljómaði í kvöldsólinni, og varir hennar voru rósrauðar, en augun voru ísköld og háðsleg. Þau óku áfram fram hjá skrifstofu Price Brothers út úr bænum með fram St. John- vatninu. Clifton stalst til að gtífa henni hornauga öðru hverju, og hann þóttist sjá, að fegurð kvöldsins hefði haft djúp áhrif á hana og gefið henni roða í vanga. \ ..^

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.