Tíminn - 14.12.1954, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.12.1954, Blaðsíða 2
TÍMINN, þrigjudaginn 14. desember 1954. 283. blaff, £ „Stillt er legurúmið mitt núna”, sagði formaðurinn er fíutti Eggert úr Skor í Árbók Barffastrandarsýslu frá árinu 1952 er frásögn eftir Jón G. Jónsson af drukknun Eggerts Ólafssonar. Frásögn ;i>essi er tekin saman og skráð eftir munnmælum, því er gamlir menn höfðu að segja af þessum atburði. Er hér um að ræða hina ágætustu grein, er þyrfti að komast fyrir augu ;sem ílestra og birtir Tíminn því endursögn hennar, þar sem greinin í heild er lengri en svo, að hún kcmist hér fyrir með góðu móti. Jón hefir ritað þetta 18. maí 1953 og jhefur máls á því, að fyrir réttum 185 árum hafi stærsti átt æringur, er til var undir Jökli, lagt frá landi úr Rifi norð uir við Breiðafjörð. Erindið var að sækja þau hjón /Sggert vísilögmann Ólafsson og :'rú Ingibjörgu konu hans með fylgd þeirra og fé. Hugðu menn, að frú Ingibjörg hefði þá verið kona eigi einsömul. jFyrirboði. Áttæringinn átti Jón Arason á Xngjaldshóli, sýslumaður Snæfell- :nga. Sagt er, að hann hafi eigi yiljaö lána seglið. Kvað hann óvíst livort hann sæi skipið aftur, en gæti bætt sér þann skaöa, en ekki missi seglsins. Var því fengið lán- að segl. Pormaður skipsins hét Giss ■jr Pálsson, aðfaramaður mikill og .'óásetar hétu: Jón Arason, Guð- mundur Gunnlaugsson, Jón Þor- /iteinsson, Guðmundur Jónsson, Ei- ::íkur Teitsson, Sigmundur Jóns- son og Jón Guðmundsson. Fengu Ipeir erfiða ferð, en komust þó iilakklaust til lands í Skor eftir tveggja daga útivist. Atgeir Gunnars. Settu þeir upp skipið og hvíldust um daginn, en gengu um kvöldið að Sauðlauksdal og voru þar um avítasunnuna. Síðan fóru þeir í Skor og fluttu skipið til Keflavíkur, en þangað var farangur Eggerts kominn,' talinn yfir 600 rd. virði. 'Voru þar mörg hantirit og foru- Öækúr, og atgeir sá, er talið var að Gunnar á Hlíðarenda hefði átt. Hafði Eggert eignazt hann fyrir íáum árum. r,StilIt er legurúmið “ Á trinitatissunnudag fóru þau /Eggert og frú hans frá Sauðlauks- dal með fylgd sinni, og hlýddu messu að Bæ á Rauðasandi. Allan daginn var hiti, logn og sólskin, og Útvarpíd 'iÖtvarpið í dag. Pastir liðir eins og venjulega. H0.30 Erindi: Áhrif fljótanna á heimsmenninguna; síðai'a er- indi (Óskar Magnússon sagn- fræðingur frá Tungunesi). ýSO.55 Prá tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar í Þjóðleikhúsinu 9. þ. m. Stjórnandi: Róbert Abraham Ottósson. 21.35 Lestur fornrita: Sverris saga; VII. (Lárus H. Blöndal bóka- vörður). 22.10 Úr heimi myndlistarinnar. — Björn Th. Björnsson listfræð- ingur sér um þáttinn. 22.30 Daglegt mál (Árni Böðvars- son eand. mag.). 22.35 Léttir tónar. — Jónas Jónas- son sér um þáttinn. .23.10 Dagskrárlok. 'Ötvarpið á morgun. Pastir liðir eins og venjulega. j 8.55 íþróttaþáttur (Atli Steinars- son blaðamaður). 2.0.30 Upplestur: Einar Ól. Sveins- son prófessor. 21.00 Óskastund (Benedikt Gröndal l'itstjóri). .22.10 Útvarpssagan: „Brotið úr töfraspeglinum" eftir Sigrid Undset; XII. (Arnheiður Sig- Urðardóttir). 22.35 Ilarmoníkan hljómar. — Karl Jónatansson kynnir harman- Ikulög. 23.10 Dagskrárlok. óskuðu margir byrjar. Mælt er, að þegar formaðurinn, Gissur Pálsson, kom út úr kirkjunni, hafi hann litið á sjóinn og sagt: „Stilit er legurúmið mitt núna.“ Prá Bæ riðu þau Epgert og frú hans með fylgdarliði s:nu til Keflavíkur seint um kvöldið, ásamt nokkrum mönn um öðrum. Var Eggert ásamt frú sinni og fylgdarliði sunginn úr landi, er hann gekk til skips, með mikilli viðhöfn og virðingu. Lét hann bera yfir sér regnhimin (regnhlíf), en atgeirinn lét hann bera á undan sér, og gerði það Ófeigur þjónn hans. Tvö skip í förum. Tvö skip voru í förum og var Jón Arason með annað, það minna og var í því fénaður. Stóra skipið var mjög hlaðið og háfermt, ullar- sekkjum hlaðið aftur á. Hleðslan var gerð með ráði Eggerts, en for- maðurinn fékk ekki að ráða. Egg- ert hafði áður ætlað landveg, en brá snögglega ætlan sinni. Gekk hann fyrstur á skip. Hann var þá 42 ára, en frúin 35 ára. Lögðu bæði skipin frá landi í Kefiavík um kvöldið, en logn og hitasólskin hafði vei'ið allan daginn. Héldu bæði skipin fyrir framan Rauða- sand og suður í Skor. Minna skipið gekk miklu hraðara. Þótti Jóni Arasyni stýri þess og keipar lítt nýtt. Lenti hann í Skor um eld- ing nætur og kom brátt stærra skipið og lenti þar líka. Flest allir fóru í land og konurnar líka. Egg- ert tók þar nokkrar burknarætur blómgaðar og lét bera á skip handa konunum að lykta af, ef þeim yrði óglatt á sjónum. VeSrabrigði í lofti. Jón Arason gekk á tai við Eggert og afsagði að hafa útbúnað þann, er fylgdi skipinu, sem hann stjórn aði, en Eggert sagði það skyldi bætt úr því. Um þann mund, er þeir lentu í Skor, sáu menn veðra brigði í lofti. Dró upp myrkva og mistur úr Gilsfjarðarbotni og Breiðafjarðardölum. Var þá farið að hvessa. Jón Arason leit þá til lofts og mælti: „Nú er uppgangs- veður i lofti og væri betra að bíða hér í góðri höfn, en komast í háska á rúmsjó." „Þú sérð það ekki betur en vér.“ Eggert hafði gler eitt (loftvog) leit á það og mælti við Jón: „Það kemur ekki i dag. Þú sérð það ekki betur en vér.“ Þeir menn, sem voru þá til róðra í Skor, réru þá ekki, og þótti þeim útlitið ljótt og veður vaxandi. Löttu Skorarmenn fararinnar cg Gissur formaður einnig. Þá er mælt að Eggert hafi sagt: „Það er mikið, að mér skyidi vera sendur mesti formaður undan Jókli og hann skuli hræðast sjó- irin.“ En þegar hinir heyrðu, að Eggert var svo mótfallinn því að bíða, varð ekki fi'ekar af biðinni. Jóni Arasyni var mjög nauðugt að fara. Eggert settist við stjórn á stærra skipinu. Þá var sól skammt farin, er þeir lögðu á flóann hinn 30. maí 1768. Ingibjörgu tekur út. Er þéir voru komnir sem svaraði viku sjávar frá landi, tók mjög að hvessa. Felldu þeir á minna skipinu segl og biðu stóra skipsins, sem var orðið langt á eftir. Kom það og sigldi framhjá. Eggert sjálfur stýrði, en Ingibjörg sat í söðli uppí á farminum aftur á skipinu. Veðr- ið jókst stöðugt og sjór fór vax- andi. Skipti engum togum, að stór sjór reið að skipinu og kastaðist söðullinn með Ingibjörgu útbyrðis. Eggert spratt upp og sleppti stjórn taumunum og náði í yfirhöfn henn ar. En er skipið missti stjórnar, lagðist það flatt upp í vindinn og fyllti, en hvolfdi síðan. Sleppti þá Eggert taki á frú sinni og snei'i sér fimlega við í.stafninum, þá er skip inu hvolfdi og komst upp eftir stj'r inu á kjölinn. Ófeigur, þjónn hans komst einnig á kjöl. Strax og skip inu hvolfdi fórst allt, sem var inn- anborðs, bæði menn og fai-mur, nema þeir Eggert og Ófeigur. Skip inu hvolfdi hvað eftir annað og komust þeir tvisvar á kjöl, en er því sneri i þriðja sinn, misstu þeir tak á því og týndust báðir. Hinir á minna skipinu voru skammt frá, en gátu ekkert aðhafzt til bjargar eða við neitt ráðið, enda komið af- takaveður. Sneru þeir aftur og komust við illan leik í Skor miðjan sama dag. Höfðar mál (FTamhald af 1. slðu). hana, og verði henni þá val- inn staður í bænum í sam- ráði við Lúðvig, með þvi einu skilyrði að hún verði utan við lóðartakmörk Þjóðleik- hússins, og helzt sem fjarst því. Hefir Lúðvig tilkynnt borgarstjóra þessa. ákvörðun sína, og var Tómas Guðmunds son, formaður listaverka- nefndar bæjarins, í því til- efni viðstaddur blaðamanna- fundinn í gær. Þýfinu skilað (Framhald af 1. Biðu). ingunum hafi verið skilað, vegna þess að kvisast hafi Km þennan varnagla. Hvergi varð vart seðla úr þýfinu í verzlunum á Suðureyri, enda hefir nú allt komið til skila og engu verið eytt. Trúði ekki drawmnum. Sá er á peningana, Guðni Guðmundsson, útgerðar- maður á Suðureyri, má vel wna við þéssi málalok. Pen ingarnir hurfu hljóðlaust og án húsbrots og komu aft ur með sama hætti. Pen- ingana fann Guðni klukk- an fjögur á sunnudag og hafði hann þá dreymt um nóttina, að þýfið væri að finna í gamla harmóníku- kassanwm. Ekki trúði Guðni draumnum og hugsaði ekki frekar um hann, fyrr en síðar um t'aginn. Sannaðist þá draumwrinn, því að í kassanum var fé hans; sparisjóðsbækurnar tvær og peningarnir, sem til sam- ans er eitthvað um áttatíu þúsund krónwr. Skýringin á því, hvernig þetta hefir gferzt, án þess að fólk í húsinu yrði vart ferða þeirra, er um féð hafa fjall að, kann að liggja í því, að Guðni fer oft að heiman um klukkan sex á morgn- ana, eða tveimwr tímum áð ur en aðrir í húsinu fara á fætur. Er það vitanlega nægur tími til athafna sem þessara, einkanlega þegar húsið er opið. í gær hafði blaðið tal af Jóhanni Guunari Ólafs- syni, bæjarfógeta á ísafirði og sagði hann að rannsókn málsins væri enn ekki lok- ið. ÍltbreWW TÍWAVV ÞorkellKristjánsson Nýlátinn er Þorkell Kristjánsson frá Álfsnesi á Kjalarnesi og verður hann jarðsettur frá kapellunni í Possvogi kl. 10,30 f. h. í dag. > Þorkell var fæddur i Álfsnesi 1897, sonur hjónanna þar, Sigriðar Þor- láksdóttur frá Varmadal og Krist- jáns Þorkelssonar, hreppstjóra. Hann ólst upp hjá íoreldrum sín- um í glöðum og mannvænlegum fimmtán systkina hópi. Ungur gerðist hann bóndi i Víði- nesi og bjó þar nokkur ár, en flutt ist síðan til Reykjavíkur og gift- ist þar eftirlifandi konu sinni, Maríu Finnbjörnsdóttur frá ísa- firði. Eignuðust þau einn son, sem nú er 12 ára gamall. Síðast liðin 12 ár var Þorkell vaktmaður hjá Shellfélaglnu við Skerjafjörð. Hann gat sér hvar- vetixa hinn bezta orðstir fyrir dyggð og trúmennsku. Var hann lengi mjög áhugasamur ungmennafélagi og jafnan elskur að sveitunum og félagsskap bænda, er miðaði þeim til velfarnaðar. Nú við vistaskiptin íylgja hon- um hlýjar þakkir fyrir góða Sam- fylgd á lífsleiðinni frá konu, syni og 13 eftii'lifandi systkinum, er sakna látins vinar og svo yfirleitt frá öllum, er þekktu Þorkel — því það var ætíð að öllu góðu. TJngmennafélagi. Aðeins 10 dagar til jóla Rjúpur Dragið ekki Svínakjöt að gera Hangikjöt jéiainnkaupin í hátíðamatinn Við sendum Gerið pantanir yður vörurnar | sem fyrst heim Kjötbúðir^ Matvörubúðir w * ffygsssgswsasssssssssæssssssssgsssftsssiwssssssrasssssssasssssasaiæsssssssœææssssssssssaastsssisssssssa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.