Tíminn - 14.12.1954, Blaðsíða 11

Tíminn - 14.12.1954, Blaðsíða 11
283. blað. TÍMINN, þriðjudaginn 14. desember 1954. 11 Hvar eru. skipin Sambandsskip. Hvassafell er í Methil. Arnarfell er f Ventspils. Jökulfell er á Aust- fjörðum. Dísarfell er i Þorlákshöfn. Litlafell er í Reykjavík. Helgafell er í Hamina. Bíkisskip. Hekla fer frá Reykjavík á mið- vikudaginn austur um land til Ak- ureyrar. Esja er væntanleg til R- víkur árdegis í dag að austan úr hringferð. Heröubreið er á leið frá Austfjörðum til Reykjavíkur. Skjald breið er í Reykjavík. Þyrili átti að fara frá Reykjavík í morgun vest- ur og norður. Skaftfellingur fer frá Reykjavík í dag til Vestmanna- eyja. Baldur fór frá Reykjavík í gærkvöldi til Breiðafjarðar. Eimskip. Brúarfoss fór frá Akranesi 12.12. til Aberdeen, HuU, London, Rott- erdam og Hamborgar. Dettifoss kom til Reykjavíkur 12.12. frá New York. Fjallfoss kom til Antwerpen 13.12. fer þaðan til Hull og Reykjavíkur. Goðafoss fór frá New York 10.12. til Reykjavíkur. Gullfoss fór frá Kristiansand 12.12. til Leith og R- víkur. Lagarfoss fer frá Ventspils 14.12. til Kotka, Wismar, Rotter- dam og Reykjavíkur. Reykjafoss fer frá Hull í kvöld 13.12. til Reykja víkur. Selfoss fer frá Akureyri í dag 13.12. til Siglufjarðar, ísafjarð ar, Patreksfjarðar og Reykjavíkur. Tröllafóss kom til Reykjavíkur 12. 12. frá Gautaborg. Tungufoss fór frá Tangier 10.12. til Reykjavíkur. Tres fór frá Rotterdam í gærmorg un 12.12. til Reykjavíkur. Flugferðir Flugfélagið. Millilandaflug: Gullfaxi er vænt anlegur til Reykjavíkur frá Prest- vík og London kl. 16,45 í dag. Innanlandsflug: í dag eru ráð- gerðar flugferðir til Akureyrar, Blönduóss, Egilsstaða, Plateyrar, Sauðárkróks, Vestmannaeyja og Þingeyrar. Á morgun er áætlað, að fljúga til Akureyrar, ísafjarðar, Sands, Siglufjarðar, Vestmanna- eyja og Grímseyjar. Flugferð verð- ur einnig milii Akureyrar og Gríms eyjar. Úr ýmsum áttum Gestir í bænum. Ellert Jónsson, bóndi, Akrakoti. Helgi Benediktsson, útgm., Vest- mannaeyjum. Jón Óskar Ágústsson, vkm., Svalbarði. Gunnar A. Jóns- son, verzlm., Selfossi. Munið jólasöfnun mæðra- styrksnefndar. Áhcit á Strandarkirkju. Frá Sigríði Sigurðardóttur kr. 50, Konu á Seyðisfirði 50, Gísla Tómas syni, Melhól 100. Áheit á Norðfjarðarkirkju. Frá N. N. kr. 50. Kvenfélag Langholtssóknar. Fundur í kvöld kl. 8,30 í sam- komusal Laugarneskirkju. 517 krónur fyrir 10 rétta. Bezti árangur reyndist 10 réttir, sem reyndust á 3 seðlum, koma 517 kr„ fyrir annan en 435 fyrir hinn. Vinningar skiptust þannig: 1. vinningur 271 kr. fyrir 10 rétta (3). 2. vinningur 41 kr. fyrir 9 rétta (39). Jólasöfnun mæðrastyrksnefndar. Skrifstofan f Ingólfsstræti 9b er opin alla virka daga kl. 2—6 síð- degis. Söfnunarlista verður vitjað hjá fyrirtækjum næstu daga. Æski legt er að fatnaðargjafir berist sem fyrst. Munið jólasöfnun mæðra- styrksnefndar. Frá Alþiiagi (Framhald aí 1- siðu). fyrir hendi, heldur vegna þess að vígbúnaðurinn hefir of- boðið efnahagsgetu þeirra. Þá vék ráðherrann að því, að það væri margra álit, að því sterkari sem varnirnar væru i Vestur-Evrópu því viðtalshæfari mundu Rússar verða um alhliða afvopnun. Jafnaðarmenn í V-Evrópu fylgjandí inngóngu Þjóðv. Því næst minntist Ey- steinn Jónsson, fjármála- ráðherra á það, að því væri mjög- á lofti haldið hér i limræftum, að jjfcfnaðar- menn í Vestur-Evrópu, frjálslyndir menn og aðrir lýðræðissinnar beittu sér mjög gegn endurvígbúnaði hjóðverja og aðild þeirra að Atlantshafsbandalaginu. Þetta kvað ráðherrann hina mestu fímt, sem ekki mætti vera ómótmælt. Gat hann þess að jafnaðarmenn í Englandi, Frakklami, Norðurlöndum og sennilega einnig i Hollandi og Belgíu heíCu lýst fylgi sínu við inngöngu Vestur-Þýzka- lands i Atlantshafsbanda- lagið. Þá sagði ráð'herrann, að það væri staðreynd, að til lengdar yrði ekki hægt að standa á móti þvi, að Vestur- Þjóðverjar hervæddust. VitaS væri t. d. að Bretar teldu sér hag í því að Þjóðverjar yrðu endurvopnaðir, enda þótt þeir fengi ekki inugöngu í A- bandalagið. Betra að Þjóðverjar séu innan NATO en utan. — Sagði ráðherrann, að betra væri, að endurvígbún aður Þjóðverja færi fram innan Atlantshafsbanda- lagsins en utan þess. Og frá sjóiuarmiði íslendinga má það vera æskilegt, að sem flestar pjóðir séu inn- an vébanda Atlaníshafs- banc'álagsins. Það er því elckert því til fyrirstöðu, að við fullgildum samninginn um aðild Þjóðverja nú þeg ar. Enda ber til þess nokkra nausyn, þar sem Alþingi mun nú Ijúka störfwm fyr- ir jól og kemur ekki saman fyrr en í febrúar n. k. Er því æskilegt, að þingmenn geri þetta upp við sig fyrir jóla- leyfið. Umræðu málsins var frest- að„ og verður þag tekið fyrir að nýju á fundi sameinaðs Alþingis í dag. Bangsi og flugan kr. 5,00 Börnin hans Bamba — 8,00 Ella litla — 20,00 Kári litli í sveit — 22,50 Litla bangsabókin — 5,00 Nú er gaman — 12,00 Palli var einn i heim. — 15,00 Selurinn Snorri — 22,00 Snati og Snotra — 11,00 Sveitin heillar — 20,00 Þrjár tólf ára tclpur — 11,00 Ævintýri í skerjag. — 14,00 SKEMMTILEGU SMÁBABNABÆKURNAR: 1. Bláa kannan kr. 6,00 2. Græni hattarinn — 6,00 3. Benni og Bára — 10,00 4. Stubbur — 7,00 5. Tralli — 5,00 6. Stúfur — 12,00 Gefið börnunum Bjarkarbæk urnar. Þær eru trygging fyrir fallegum og skemmtilegum barnabókum og þær ódýrustu Bókaútgáfan BJÖRK. Lísa í Undralandi pftlr Letves Carroll er ein af perlum heimsbókmenntanna. Þeir eru fáir, sem ekki kannast við þessa gullfallegu ævintýrabók, sem nú kemur fyrii augu íslenzkra lesenda í fallegri, mynd- skreyttri útgáfu. — LÍSA í UNDRALANDI, með öllum sínum kynjamyndum og skrítnu fyrirbærum, töfrandi ævintyrum og heillandi frásögn verður ógleymanleg öllum börnum og unglingum LÍSA í UNDRALANDI er þýdd af Halldóri G. Ólafssyni, kennara. LÍSA í UNDRALANDI er úrvals barnabók. Verð kr. 35,00 Rósa Bennett í flugjíjjónustu Rósa Bennett hefir hin síðari ár eignast fjölda vin- stúlkr.a á íslandi. Hér segir frá nýrri og spennandi hlið á starfi Rósu. þar sem hún er komin í flugþjónustuna. Ævintýrin gerast ekki síður í háloftunum en á jörðu niðri og Rósa fer sannarlega ekki á mis við þau. Flugið og flugþjónustan er heillandi og tiltölulega óþekkt æv- intýri fyrir íslenzkar stúlkur, en Rósa Bennett og flug- þjónusta hennar gefur þeim góða hugmynd um töfr- andi ævintýri háloftanna. RÓSA BENNETT í FLUGÞJÓNUSTU Er þýdd af Stefáni Júlíussyni, yfirkennara. Verð kr. 38.00. Hvíta Antilópa sonur Indtánahöfðintfjjans er nú bók um Rikka litla Miller, sem flestk drengir kann ast við úr sögunni „Indíánarnir koma,“ sem út kom í ^yrra, Þetta er saga um vináttu drengjanna litlu, hvíta piltsins Rikka Miller og indíánadrengsins Hvítu Antilópu frásagnir af veiðiför beirra félaga til vatnanna miklu og lýsing á snairæði Rikka er hann bjargar vini sínum úr hinum mesta lífsháska. — Drengskapur og innileiki vináttu þessara ólíku pilta hrífur alla drengi. Verð kr. 30,00. Dimmalimm cftir Gu&mund Thorsteinsson Dimmálimm, gullfallega ævintýrið hans Muggs, um kóngsdótturina litlu og fögru er engri annarri bók lik. „Engin er eins þæg og góð og Dimma-limma-limm, og engin er eins hýr og rj óð og Dimma-limma-limm.“ Það getur engin bók komið í staðinn fyrir Ævintýrið um Dimmalimm kóngsdóttur. DIMMALIMM verður jólabók allra litlu barnanna í ár. DIMMALIMM kostar kr. 20,00. VID BJÓÐUM VÐUR ÞAÐ bezta OUufélagið 1.1. SÍMI 81600 Öruéé oé ánægð með tryééiuáurta hjá oss í Gæfa fylgir hringunum frá SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4. Margar gerðir fyrirliggjandi. | Sendum gegn póstkröfu. •miiiiiiiimiiitmitiiitmiTi-nnfiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiliiiiuiia ................ s - IJ ........... ' 1 "" r'T—_r ' ' Y~ PILTAR ef þið elgið ctúlk- una, þá á ég HRINGANA. f Kjartan Ásmundsson 1 gullsmiður, - Aðalstræti 8 f Síml 1290 Reykjavík ■uiuuiiiiiiiiuuuiiuiiimuiMiamuiMmiuuMiwiiuum þftRABtltlljÖMSSOH IÖGGIITUR SkJALAWÐANDI • OG DÖMT01K.UR IENSRU • mimmi-árn suss i5«35SS$SSSSSSSSSSSSS55SSSiSS$S$$SS$SSSSÍS«SSS$$SSSaK55í$S5$S$SS5SSSSSSSS5«SSSSSSSSS .miMuiuiiiuuiiuiuiiuiufuiuiHiuiuiiiiiiiiuiuuuimiuui

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.