Tíminn - 14.12.1954, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.12.1954, Blaðsíða 5
283. blað. TIMINN, þriðjudaginn 14. desember 1954. 5. Nýjar bækur á bókamarkaðinum Jónas Þorbergsson: Útgáfubækur Norðra 1954 Kristján Sigurðsson frá Brúsastöðum: Þegar veðri slotar. Bókagerð íslendinga hefir að þessu sinni tekið verulegan fjörkipp. Nýjar bækur í stríð um straumum koma nú fram í dagsljósið. — Meðal þeirra er stór fylking bóka, sem „Útgáfufélagið Norðri“ gefur út. Eru þær allar harla vand aðar að frágangi og hinar læsilegustu. — Verður hér get Ið nokkurra þessara bóka: Guðm. G. Hagalín: Blendnir menn óg kjarnakonur. Guðm. G. Hagalín er um þessar mundir afkastamestur rithöfundur okkar. Frá hans hendi koma þrjár bækur núna fyrir jólin. Tvær þeirra koma á vegum Norðra. Svo gífurleg afköst mættu vekja grun- semd um það, að eigi væri til vandað svo sem bezt má verða um efnismeðferð og ritlist Við athugun verður þó annað uppi á tengini. Guðmundur Hagalín er vandvirkari nú en hann virtist vera um skeið; stílbrögöum meira í hóf stillt og um leið styrkari og áhrifa meiri frásagnarháttur. Guð- mundur er fundvís á söguefni og persónur, sém hvorttveggja ber af hinu hversdagslega og gerir af sterkar rismyndir. Persónugerðir hans eru betur mótaðar en þær hafa stund- um verið; sjálfstæðari, fjær honum sjálfum, geðblæ hans oé orðgnótt. Þykir mér áþægjulegt að geta hér látið uppi þá skoðun mína, að Guð mundur Hagalín er enn vax- andi rithöfundur. Bók Hagalíns „Blendnir menn og kjarnakonur“ er sög ut' og þættir, sextán talsins. Kénnir þar margra grasa. Ei*u þættir þessir svo vel gerð ir: bæði um efni og frásögn, að þeir verða minnisstæðir. í sögum þessum njóta sín eink ar~ vél mikilsverð auðkenni Hagalíns sém rithöfundar: Söguefnið drukknar hvergi í málalengingum. Atburðarásin er hæfilega hröð, persónurnar eru alltáf' að, lífið er að gerast. Lesandinn kaffærist ekki í ein tali sálnanna. Persónurnar tjá sig í afmörkuðum tilsvör um og tiltektum. Eins og nafn bókarinnar bendir til eru í þáttum þessum mótaðar per sónur, ekki sízt konur, sem bera af um skaphöfn og at- orku og verða minnisstæðar. Nöfn þáttanna eru þessi: Máf urinn, Draumur og vaka, Vor menn íslands, Húsfreyjan í Sæluvík, Maðurinn með hund inn, í lífsins lander, Valds- maður og vandræðahrútur, Jólagjöfin hennar mömmu, Ragnhildur á Hraunhamri, Elliglöp, Konan að austan, Verkin hans Jóns, Feðginin á Skálará, Hallveig Eyrarsól og Gömul harmsaga, samtals 294 blaðsíður. Bókin er prentuð í prent- ver-ki Odds Björnssonar h.f. Akúreyri, og er frágangur ágætur. Guðm. G. Hagalín: Konan í dalnum og dæt urnar sjö. Hér er bók’af annarri gerð en hin fyrrnefnda. Þetta er saga húsfreyju í sveit á ís- landi, Moníku Helgadóttur á Merkigili í Austurdal í Skaga firði. Sagan fellur í þrjá meg inkafla: Á faraldsfæti, Hús- freyja á Merkigili, Bóndi og liúsfreyja. — Hagalín hefir mikla þjálfun í ævisöguritun og mun þessi bók ekki síðri öðrum ævisögum hans um fjörlega frásögn og litríka. — Hefir Moníka verið ekkja um það bil 10 ár og búið með dætr um sinum á erfiðri j örð í af dal. Hafa þær orðið að vinna öll karlmannsverk og hefir Monika Helgadóttir búnaður þeirra verið með slík um myndarbrag og afrekum að einsdæmi má kallast. Er þetta vel gerð bók um merki legt efni, 336 blaðsíður að stærð, prentuð í Prentverki Odds Björnssonar h.f. og hin vandaðasta. Næst koma þrjár bækur af þeirri gerð, sem að jafnaði nj óta vinsælda íslenzkra bóka manna, en það eru minningar og sjálfsævisögur. Þórarinn Grímsson Vik ingur: Komið víða við. Endurminningar og sagnaþættir. Þórarinn Grímsson Víking- ur er Keldhverfingur að ætt og uppruna og kennir sig viö Víkingavatn, þar sem faðir hans og forfeður bjuggu. Eru þeir albræður séra Sveinn Vík ingur biskupsritari og hann. — Kvæntur er Þórarinn Ástríði Eggertsdóttur Jochumssonar frá Skógum í Þorskafirði. — Þórarinn segir í formála, að hann fyrir áeggj an margra vina sinna hafi ráðizt í það á gamals aldri, að rita þessar minningar sín ar og megi vera, að elliglöp valdi áræðinu og svo gerð bókarinnar. — En ég tel af- sökun Þórarins óþarfa. — Höf undur þessarar bókar er prýði lega gefinn og honum er ís- lenzk tunga tiltæk eins og bezt gerist um alþýðumenn. En hjá greiiidum alþýðumönn um er íslenzk tunga að jafn aði bezt geymd og hefir verið það alla stund. Málsmekkur og stílbrögð verður hvorugt lært svo til hlítar lærist. Hvorttveggja er móðurarfur og föðurleifð. Þórarinn hefir frá mörgu að segja frábrugðnu því, sem almennt gerist í lífi manna. Hann hefir ratað í ævintýri og sum nokkuð tvísýn. Frá- sögnin er öll hin ljósasta, hispurslaus og kímileg, eink- um þar sem hann á sjálfur í hlut. Bókin er einkar skemmti leg til lestui-s. Hún er 252 blað síður að stærð, prentuð ' í prentsmiðjunni Eddu h.f. Frá gangur bókarinnar er ágætur. Kristján Sigurðsson kenn- ari frá Brúsastöðum í Vatns- dal i Húnavatnssýslu er Þing- eyingur í báðar ættir, fæddur í Pálsgeröi í Dalsmynni árið 1883. Foreldrar hans voru mjög fátæk eins og títt var um þær mundir og hröktust milli örreitiskota. Fór því svo, að barnahópurinn tvístraðist snemma og fóru börnin í dvöl til skyldmenna eða á vistir jafnhraðan og þau komust til nokkurs þroska. Fór Kristján að heiman 13 ára gamall og réðst smali að Störuvöllum í Bárðardal til Karls Friðriks- sonar, er þar bjó. Mun Krist- ján hafa talið sér það verið hafa lán í óláni, að hann komst í slíka vist, þvi Stóru vallaheimili var þá, fyrir margra hluta sakir, eitt mesta og merkasta heimili í Þiiigeyj arsýslu, en Kristján greindur og eftirtektarsamur. Getur Kristján þess í bók sinni, að lengi hafi það fyrir sér vakað, að rita um Stóruvelli í Bárðar dal og varð það úr, er hann loks í það réðist, að hann rit aði ævisögu sína alla. Ekki er Kristján Sigwrffsson saga Kristjáns langdregin í meðferð hans, en einkar skil merkileg og fróðleg, rituð á kjarngóðu og áferðarfögru al- þýðumáli. Mun mörgum, eink um þeim er til þekkja, verða bók þessi góður fengur. — Kristján er skáldmæltur og er síðasti hluti bókarinnar ljóð- mæli hans, er hann nefnir: Ljóð úr dalnum. Bók Kristjáns er 187 bls. að stærð, prentuð í Prentsmiðj- unni Eddu h. f. Útgáfan er vönduð. Þorbjörn Björnsson, Geita- skarði: Skyggnst um af heimahlaði. "Þorbjörn Björnsson bóndi á Geitaskarði í Langadal í Húna vatnssýslu er einn hinna nafn kunnu Veðramótssystkina, sonur Björns á Veðramóti Jónssonar og konu hans Þor- bjargar Stefánsdóttur frá Heiöi í Gönguskörðum, systur Stefáns skólameistara. — Þor björn kvongaðist Sigríði dótt ur Árna Þorkelssonar á Geita skarði og hóf búskap á Heiði. Fluttist hann síðan að Geita skarði og tók þar við búi. Þorbjörn hefir verið mikill búhöldur, atorkusamur og á- hugamaður ekki einvörðungu um landbúnað heldur og um þjóðmál yfirleitt og mannfé- lagsmál. Bók hans, Skyggnst um af heimahlaði, er stutt ágrip af æviminningum hans og i öðru lagi safn stuttra rit gerða, er sumar hafa áður birzt í blöðum á víð og dreif. Votta ritgerðir þessar um á- huga bóndans, sem lætur sér vera fátt mannlegt óviðkom- andi. Helgi Valtýsson: Þegar kóngsbænadagurinn týnd- ist og affrar sögur. Helga Valtýsson þarf ekki að kynna. Hann hefir verið yrkjandi og ritandi í næstum hálfa öld. Þessi síðasta bók Helga er um flest lík hinum fyrri, er komið hafa frá hendi hans. Helgi er snillingur með pennan og bregður upp skýr- um myndum úr lífinu i smá söguformi margbreytilegum að efni og blæbrigðum. Hjarta Helga sjálfs sterkt og heitt og tiifinningasamt slær þungum slögum gegnum allar frásagn ir. Hann er ekki einungis mannvinur; hann er vinur alls, sem berst til lífs og þroska í áttina til ljóssins og heiðríkjunnar, enda var Helgi ungur smali í Aust- fjarðaþokunni. — Enda þótt Helgi sé nú nokkuð við aldur verða ekki ellimörk séð né aft urför á stíl hans, frásagnar hætti né efnisvali: — Sama fjöriff og margbreytnin sem jafnan áður á smásagnabók- um hans. Einni aðfinnslu verð ég að koma hér að. Helgi Valtýsson og Þórarinn Grímsson Víking ur nota þágufall hvorugkyns fornafnsins „annaðhvort“, þar sem á að rita tíðaratviks orðið „öðruhverju“. Þeir rita alltaf öffruhvoru í stað öffrú- hverju. Öðruhvoru er í réttu máli notað um annað af tvennu í rúminu. Öðruhverju um það, sem endurtekur sig i tímanum. — Hér er að vísu um að ræða algenga málvillu í mæltu máli og rituðu en hún vekur sterkari eftlirtekt og særir, ef um vandað ritmál er að ræða, eins og á bókum þeirra Þórarins og Helga. Gunnar Dal: Þe*r spáffu í stjörnurnar. Gunnar Dal er ungur rit- höfundur og Ijóðskáld, sem I leggur stund a heimspeki. Hann hefir gefið út tvær ljóðabækur: Vera 1949 og Sfinxinn og hamingjan 1953 og sem kemur í annari út- gáfu nú í ár. Rit um ind- verska dulspeki kom út í fyrra og nefndist: Rödd Ind- lands. Þessi síðasta bók fjall ar um tólf spekinga Vestur- landa og eru þeir þessir: Heilagur Augustinus, Pierre Abelard, Tomas Aquinas, Gi- ordano Bruno, René Descar- tes, Benedikt Spinoza, Wil- helm Leibnig, John Loeke, George Berkeley, David Hu- me, Immánuel Kant og Ge- orge Hegel. — Um hvern þessara tólf spekinga er ævi- söguágrip þeirra og yfirlits- grein um heimspekikerfi það er hver og einn aðhylltist. Gunnar Dal er prýðilega ritfær og sýnt um að rita al- þýðlega um hin þyngstu efni. — Bókin er fræöirit, ætlað þeim er kynnast vilja hærri speki og stærstu hugs- uðum mannanna, án þess að höfundur geri sér far um að þvinga neinu kerfi eða kenni setningum upp á lesandann. — Djúphyggja og speki stærstu mannsanda er sam- eíginlegur arfur mannanna, enda er viðsýni og umburð- arlyndi gagnvart annarra manna skoðunum aðalsmark hins frjálsa og geiglausa anda. Jón Björnsson: Dauðsmannskleif. í þessari bók eru sjö sagna þættir, sem höfundurinn seg Jón Björnsson ir sjálfur, að séu reistir & munnmælum og frásögnum annála. Allir gerast þeir á þeim öldum, er þjóðin átti örðugast uppdráttar vegna. stórra áfalla af völdum nátt- úruhamfara og erlendrar kúg^ unarstjórnar. Þættirnir heita Dauðsmannskleif, Hefndin, Hervæðing, Uni danski, Gísli boli, Nágrannar og Andi fljótsins. Þætti’- þessir eru upphaflega ritaðir á dönsku og birtir í erlendum blöðum. Jón Björnsson: Bergljót, skáldsaga. Höfundur þessarar skáld- sögu vekur sér sögusvið úr fyrri öldum og gerist sagan bæði á íslandi og í Kaup- mannahöfn á tímum Bessa- (Framhald á 6. síðu) Saga af drengjum og týndri flugvél Ármann Kr. Einarsson: Týnda flugvélin. Bóka- forlag Oþds Björnsson- ar. Akureyri 1954. í fyrra gaf Bókaforlag Odds Björnssonar út unglingabók: eftir Ármann Kr. Einarsson, er nefndist „Falinn fjársjóð- ur“, og segja útgefendur, að hún hafi selzt mjög vel. Nú kemur á markaðinn önnur unglingabók eftir sama höí- und og er sú bók nokkurs kon ar framhald af bók hans í fyrra. Aðalpersónurnar eru hinar sömu í báðum bókunum en í seinni bókinni koma nýir menn til sögunnar. Einna skemmtilegastur þeirra þykir mér Simbi gamli. Höfundin- um tekst vel að gera hann lesendum minnisstæðan. Sannast að segja er hann svo bráðlifandi, að ég þykist kann ast við hann frá vegavinnu- árum mínum. — Ármann hef ir gaman að segja frá. Frá- sagnargleði er einn kostur (Framhald á 6. siðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.