Tíminn - 22.12.1954, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.12.1954, Blaðsíða 6
TIMINN, miðvikudaginn 22. desember 1954. 290. blaðo l .................................................. Bækur, sem | eru að seljast j upp Blemlnir mcnn ojí kjarnakonur Sögur og sagnir eftir | Guðm. G. Hagalín. Ivistn á feríS — og oftast ríðandi Ferðaminningar eftir Sigurð Jónsson frá Brún. | Konan í dalnum og dæturnar sjö Guðm. G. Hagalín 1 skrásetti. Skysíji'aizt um af heimahlaði Æviþættir Þorbjörns Björnssonar á Geitaskarði | Komið víða við Endurminningar og sagna i þættir eftir Þórarinn I Gr. Víking. | Þegar kóngsbæna- | dagurinn týndist s Sögur og þættir eftir Helga Valtýsson. I»ej£ar veðri slotarf Endurminningar Kxist- | jáns frá Brúsastöðum. | Benni í Afríku Bennabókin í ár, eftir I W. E. Johns. Trijgfið lífohur ein I taU ttður en það | rerður of seint. BOKAUTGAFAN NORÐRI tHUIUUUUHHUnUUUU»»HUUHHHUHHnUIUIIIIIIIIIIII Fyrir lieimilið: ( Cocos-dreglar, 67 cm„ 2 1 m. breiðir. Verð kr. 65, | 00—195,00. f Pluss-dreglar, 70—90 cm. I Verð 155,00, 285,00. i Plussteppi, 2x3 m., verð f frá 1.400,00. Gobljnteppi, — verð frá i 820,00. 190x290. FYRIR HERRA: - | Hattar. Verð kr. 140,00 1 Manchettskyrtur á 55,00 i Síðar nærbííxur á 30,00 | Hálferma bolir á 24,00 i Stuttar buxur á 19,50 I Bolir á 19,50 | Sokkar, nylon í hæl og tá . á 10,50 i TOLEDO | Fischerssundi. ÍSUIllHIUIIIIIIUHUUIIIIIIIUIIIUHUIIUIIIIIIinilHIIUIlllll - þættir gingarsögu þess Það leikur vart á tveim tung um, að Þjóöleikhúsið er feg- ursta og vandaðasta hús á íslandi, enda mun það eiga sér lengri og merkilegri bygg ingarsögu en önnur hús. Loks er það risið af gruxxni og hefir þegar gefið landsfólkinu mik inn auð gleði og menntar. Svo mun og fara, að þessi Draupn ir íslenzkrar leikmenntar mun af sér geta marga aöra bauga, þótt ekki verði kannske jafnhöfgir. Byggingarsaga Þjóðleikhúss ins er þó sigursaga fátækrar og fámennrar þjóðar þrátt fyrir allt, jafnvel þrátt fyrir. heideiðingu hússins um tíma. Sú saga sýnir, hverju barátta ótrauðra hugsjónamanna fær áorkaö, og hún sýnir um leið togstreitu afturhaldsaflanna í hverju þjóöfélagi. En svo undarlega bregður við, að ýms ir þeir, sem lögðu stein í götu þjóðleikhússins þegar mest reið á að sameina kraftana til átaka, haía síðar, er það var komis upp, orðið þar ráða- menn innan dyra og skipaö þann sess með vlrðingu. Hér skal ekki rakin bygging arsaga Þjöðleikhússins, h°ld- ur drepið lítillega á bók, sem er nýkomin út á vegum isa- foldar og nefnist Þjóðleikhús- ið eftir Jónas Jónsson fvá Hriflu. Þetta er falleg bók og smekklega gerð, og lieílr Gunnar Einarsson prent- smiðjustjóri, ekkert til sparaö að gera bókina sem bezt úr garði .og er það harla virðing arvert, þar sem varla mun út gáfan vera gróðafyrirtæki. Jónas Jónsson er og aJlra manna kunnugastur bygsing arsögunni einkum framan af árurn, því að hann átti í téiagi vio þá Indriða Einarsson og Guðjón Samúelsson mánna mestan þátt í því að skjóta fótum undir fi'amkvæmdirn- ár. í bókinni er fjöldi mynda, bæði af þeim mönnum, sem við sögu koma, og úr Þj óóieik húsinu sjálfu. Höfundurinn ritar formála að verkinu og rekur síðan söguna allt til vígslu Þj óðleikhússins. Er það harla litrík og lærdomsrík saga og írásagnarhátt höfund arins þekkja allir. Það mun mörgum þykja at hyglisvert, þegar litið er yfir farinn veg á þessum vett- vangi, að sterkustu og traust ustu stuöningsmenn Þjóðieik hússmálsins þegar mest- lá viö voru einmitt þingmenn sveita kjördæma, og stóö Framsókn arflokkurinn þar óhvikulast- ur og heilastur að baki. Það getur virzt undarlegt, að ein mitt þingmennirnir utan af landsbyggðinni skyldu ieggja á það mestan hug að byggja leikhús í höfuðstaðnum. En þannig var þessu varið. 5n Þjóðleikhúsið á þjóðin öll, og það skildu þessir menn, og þeir skildu þeinnig, að dreifð ar byggðir landsins mundu síðar njóta ávaxta af slíkri framkvæmd í höfuðstaðnum i ríkum mæli. Þetta er nú að sannast'áþreifanlega í mynd hinna mörgu og glæsilegu félagsheimila í sveit og kaup- stað. Aö vísu er þar um nýtt og öflugt átak og að nokkru annarra forvígismanna en þeirra, sem hrundu byggingu Þj óðleikhússins af stað, én sigurinn sem þar vannst hef ir orðið lyftistöng, aukið skiln inginn á gildi leiklistarinnar og starfið sem hófst með Þjóð leikhúsbyggingunni heldur áfram við félagsheimilin. í framtíðihni mun Þjóðleik húsið og leikai'ar þess og starísfólk verða aðalheimili íslenzkrar leiklistar og þaðan munu berast áhrif og styrkur til litlú leiksvi'ðanna i byggð um landsins. Með í styrk getur þróazt þar góð leiklist áhugafólks er verður félagsstarfi og menningu byggðanna ómetanlegur styrk ur. Hin vandaða bók urn bygg- ingarsögu Þjóðleikhússins verður vafalaust kærkomin öllum þeim, sem vilja um þessi mál hugsa, og þeir eru margir og fer fjölgandi með árum. Það mun óhætt að full yrða, að dagsbrún þróttmikils tímabils í íslenzkri leiklist sé að hef jast og sú mennt muni á komandi áratugum ná meiri reisn en nokkru sinni fyrr í sögu þjóðarinnar, enda eru nú í fyrsta sinni að skapast skilyrði til þess, að svo geti orðið. Þar á þjóðin mikinn ak- ur ósáinn og nokkuð langt i land til að ná öndvegisþjóðum leiklistar, en enginn vafi er á því, að næstu áratugir munu skila henni langt áleiðis. Þá mun byggingarsaga Þjóð leikhússins rifjuð upp aftur og aftur og teljast meðal merkustu kafla íslenzkrar menningarsögu á tuttugustu öld. Þá mun þessi bók fá enn aukið gildi. AK. Sveinn frá Fossi sendir eftirfar- andi: „G. desember þ. m. var útrunn- inn umsóknarfrestur sandgræöslu- stjóraembættis íslands. Einn um- sækjandli: Páil Sveinsson, settur sandgræöslustjóri í Gunnarsholti. Er því trúlegt, að hann verði skip- aöur í það embætti fyrr en síðar. Annað, sem ég vildi segja, er það, að mér finnst það eiga vel við að við þessir eldri menn, sem hættir erum að starfa áreynsluvinnu, skrif um dálítið um reynslu okkar af líf inu, ef það gæti orðið yngra fólk- inu til leiðbeiningar. Ég hef áður um það skrifað, að ýmsu leyti, og verið vinsælt og lesið. Stundum hef ég dregið fram í dæmum, má'i mínu til skýringar. En ég á ótalað um það, hvað sumt fólk er hirðu- laust með að læsa íveruhúsum sín- um og geymsluhúsum — um nætur. Og með því gefið tækifæri þeim mönnum, sem gefnir eru fyrir þann ósóma að stela, ef þeir komast i tækifæri með það. En færri munu þeir vera, sem brjóta upp húsin, ef þau eru læst. TJm það ern víst mörg dæmi í Reykjavík, og þau eru líka til í sveitinni, sem nú skal greina. Dæmi: Bóndi nokkur sem raflýsti heimili sitt til allra hluta, fékk þá jafnframt betri aðstöðu með eldi- við, til að reykja kjöt sitt í reyk- húsi, en komst þá líka ekki hjá því að reykja kjöt fyrir aðra sem ekki höfðu aðstöðu til þess sjálfir. Enn eins og kunnugt er, þá er hangikiöt, vel reykt, þjóðarréttur, til hátíða og allra meiri háttar tylli daga. Níi var bað eitt haust sem oftar. að reykhusið var fullt af kjöti. En þegar komið var fram á veturinn, sá bóndinn, að mjög mikið var horf ið af kjötinu úr reykhúsinu. Þetta tjóh var ekki hæg-t að bæta upp aftur á þeim tíma árs, og var þvi mjög bagalegt, og leiðinlegt, vegna þeirra, sem áttu þar kjöt í reyk. En fyrir tvö atvik þessu skyld, komst bóndinn að því dálltið slð- ar, hver hafði stolið kjötinu, en hann var samt í vanda staddur, hvað gera skyldi í þessu máli, því hann langaði ekki til að klekkja á þeim seka, og í því traustl að eig endur grunuðu ekki hann sjálfan, þá lét hann málið kyrrt liggja. En enn í dag veit hann ekki, hvort hann hefir gert rétt eða rangt með þessari aðferð. En eftir þetta var þess gætt að hafa reykhúsið ramm læst, enda dugði það til þess, að þetta kæmi ekki fyrir aftur, Þetta dæmi er dregið hér fram til þess að hvetja fólk að læsa húsum sín- um, um nætur. Annað, sem ég vildi líka segja hér, er um drengskaparmál í við- skiptum manna á milli. Dæmi: Bóndi, sem hafði sameign við tvo menn, þó ekki sömu eignina, sem þurfti að skipta á ákveðnum tíma. En bóndinn hafði þá ekkl ástæður til að mæta á þeim tfma, sem hin- um hvorum um sig hentaði, enda nokkur vegur á milli. Bóndinn gaf þeim því sjálfdæmi við skiptin, svo þeir hefðu ekki baga af drættin- um. En svo þegar til kom, reynd- ust skiþtin mjög neikvæð i garð bóndans, sem sýndi það, að hvor- ugur þessara manna var þess verð ugur, að trúa þeim fyrir sjálfdæmi. T*etta dæmi er lika dregið hér fram til þess að vara menn við að gefa öðrum sjálfdæmi, nema að nauðþekkja manninn að drengskap og heiðarleik. Og alla tíð hefir það þótt eitt af þvi lélegasta i fari manna að bregðast því traustl. í skólum landsins ættu kennarar að brýna þetta fyrir nemendum sín- um. Þeir kannske gera það?" Hér lýlrur hugvekju Svelns Sveins sonar frá Fossi. Starkaður. SKIPAUTGCRD RlKISIflS Skjaldbreið fer til Snæfells neshafna og Flateyjar hinn 27. þ. m. Tekið á móti flutn- ing^ dag.^ ^ ^ áuqífyMð t Tímétmm Feröir strætisvagnanna yfir hátíðarnar: Þorláksmessu: Ekið til kl. 1 eftir miðnætti. Aðfangadag jóla: Ekið til kl. 17,30 e. h. — Ath. Þeir vagnar, seni hafa burtfarartíma 17,32, 17,33 og 17,35 (o. s. frv.), fara ekki. Jóladag: Ekið frá kl. 14—24. Annan jóladag: Ekið frá kl. 9—1 eftir miðnætti. Gamlársdag: Ekið til kl. 17,30. Nýársdag: Ekið frá kl. 14—24. Lækjarliotnar: Aðfangadag jóla: Síðasta ferð kl. 16,15. Jóladag: Ekið kl. 14,15, 17,15, 19,15, 21,15, 23,15. Annan jóiadag: Ekið kl. 10,15, 13,15, 17,15, 19,15, 21,15 og 23,15. Gamlársdag: Síðasta ferð kl. 16,15. Nýársdag: Ekið kl. 14,15, 17,15, 19,15, 21,15 og 23,15. ■æwssssssssæwssssssssssssssssssææssssæssssssssssssssssssresatssssaB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.