Tíminn - 22.12.1954, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.12.1954, Blaðsíða 7
290. blaff. TÍMINN, miðvikudaginn 22. dcscmber 1954. Bók handa hugsandi fólki Miðmkud. 22. des. ..................... ■ Raforkumát Austur- og Vesturlands Stórfelldar framkvæmdir í raforkumálum hafa nú verið ákveðnar á Austurlandi og Vesturlandi. Betri jólagjöf gátu íbúar þessara landsliluta ekki feng ið en ákvörðun þessa. Á Austurlandi verður Gríms árfoss virkjaður og í beinu framhaldi af því lögð lína til Laxárvirkj unarinnar. Með þessu er tryggt mynd árlegt orkuver á Austurlandi og þar með það öryggi fyrir raforkukerfi fjórðungsins, sem fulltrúar Austfirðinga hafa gert kröfu til. Jafnframt er ákveðið að tengjá saman Austfjarðakerfið og Norður- landskerfið og tryggir það viðbótarorku austur, eftir þörfum. Þessi samtenging raforku- kerfisins austan og norðan, gerir það að verkum, að næst þegar virkja þarf, verður hægt að taka það úrræði, 'Sem hagkvæmast reynist. Koma þá til álita fallvötn á Norður- og Austurlandi. Er talið að Laígarfóissvírkjun komi þá mjög til greiiia. En Liagarfoss er ekki hagfellt að virkja í minna en 14 þús. kw. orkuveri, og er það margföld sú orka, sem nú þarf á að halda. OrkuVer þau, sem nú eru reist fyrir Austurland og Vest urland eru á hinn bóginn 2500 —2800 kw. að stærð. Á Vesturlandi verða Mjólk árnar virkjaðar og Fossá í Bolungarvík. Gefa þessar virkjanir fullnægjandi orku fyrir Vestfirði. Dynjandi hef ir verið umræddur í sambandi við virkjunina á Vestfjörðum, en hagkvæm virkjun þar er eins og nú stendur of stór og of dýr. Það er ekki fært að leggja nú í einstákar raforkufram- kvæmdir marga milijónatugi, umfram það, sem brýn nauð syn krefur. Væri slíkt gert, mundi það verða til þess að fjármagn það, sem hægt er að ná saman, mundi hvergi nærri hrökkva til þeirrar dreifingar á raforkunni, sem koma þarf. Þá mundu íslendingar að vísu eiga .stór raforkuver, en engin tök hafa á því að dreifa raforkunni, svo sem þyrfti. Á Austurlandi verða lagðar háspennulínur allt norður í Vopnafjörð og Borgarfjörð og •suður á Djúpavog. Veldur það áreiðanlega miklum fögnuði, að ákveðið er að leggja línur svo langt suður og norður á bóginn. Fram að þessu hafa menn ver ið nokkuö uggandi um þessi mál í suðurhluta Suður-Múla sýsl og norðurhluta Norður- Múlasýslu. Við þessa ákvörð un er því miklum áhyggjum af mönnum létt í þessum byggöarlögum. Á Vestfjörðum verða há- spennulínur lagðar allt suðúr á Patreksfjörð og norður til Súðavíkur. Koma þar með í fyrstu lotu öll kauptún á þessu svæði. Þá verða lagðar línur um sveitir útfrá þessu kerfi, bæði eystra og vestra, eftir því, sem nánar verður ákveöið. Það er ánægjulegast við þess Sigurbj örn Einarsson, prófessor: Trúarbrögð maimkyns. ísafoldar- prentsmiðja h. f., Rvík 1954..;. „Þú kallar engan hugsandi mann, nema hann hugsi um trúmál,“ sagði skólabróðir minn við mig einu sinni. Við höfðum hnakkrifist góða stund um andleg mál, og vini mínum fannst. ég vera ósann- gjarn við þá menn, sem hugsa um landSins gagn og nauð- synjar, en láta sig trúmálin litlu skifta. — Auðvitað er hugsun alltaf hugsun, ,að hverju sem ..hún beinist, en mér virðist það liggja í hlut- arins eðli, að varla sé hægt að lifa svo lífinu, Að ménn reyni ekki að mynda sér eitthvað lifsviðhorf. Og það mun þá verða erfitt að komast fram- hjá þeim vandamálum, sem trúarbrögðin fjalla um. En það er ..líka til önnur hlið á þessu máli. Jafnvel trú- laus maður kemst ekki hjá því að heyra talað um trúmál, og ekki verður þverfótað i bók- mentun veraldarinnar án mynda, samlíkinga og orðatil- tækja, sem eiga rót sína að rekja til trúarbragðanna. Það er ekki einu sinni hægt að átta sig á daglegum fréttum í blöðum og útvarpi, án þess að vita deili á trúrænum hug- tökum og helztu einkennum þeirra trúarbragða, sem mann kynið að hyllist. — Loks er þess að gæta at heimurmn er orðinn miklu minni en hann var fyrir 40—50 árum. Þjóðir, sem við vissum varla þá, að væru til, eru farnar að hafa áhrif á vorn eigin hugsunar- hátt, og ýmsar trúarkenning- ar, sem við í æsku töldum al- gerlega tilheyra liðinni tíð, eru nú boðaðar alveg fast við okkar eigin bæjarvegg. Af þessu öllu leiðir, að hugs andi menn komast ekki hjá því að hugsa um trúmál, svo að ég leyfi mér enn að standa við það, sem ég hélt fram á skólaárunum, það er ekki hugsandi maður, sem ekki hugsar um trúmál. Bók sú, sem hér um rœðir, er þess vegna bók handa hugs andi fólki. Hún er skrifuð af prófessor við háskólann og ætluö stúdentum í guðfræði- deild fyrst og fremst. Mér er sagt, að þeir „hámi hana í sig“. Ekki er það þó af því, að hún sé svo létt námsefni, því að ekki öfunda ég neinn af að ganga upp til prófs i þess- um vísindum. Svo fjölþætt eru þau og margslungin. En það sýnir betur kosti bókarinnar en flest annað, að ungir menntamenn skuli vera sólgn- ir í að kynna sér efni hennsir. En guðfræðistúdentar eru eng an veginn einu hugsandi mennirnir í landinu, og það má þvi gera ráð fyrir, að fjöldi annarra manna hafi löngun til að kynna sér efni hennar. \ Það er mikill vandi að skrifa svo um sérfræðileg efni, að það fullnægi hvorutveggjum fræðimönnum og almenningi. Til þess þarf fyrst- og fremst skarpleika til þess að greina sem bezt milli aðal-atriða og aukaatriða. Stúdentarnir þurfa þess með, að þeim sé veitt sú undirstöðuþekking sem nægir til sjálfstæðari lestrar og rannsókna á eigin spýtur. Skiptir þá mestu, að grundvallaratriðin séu svo vel og svo rétt dregin fram, að menntamaðurinn fái ákveðiö stefnumið, og komist inn í rannsóknaraðferðir þeirrar vísindagreinar, sem um er að ræða, og um leið svo glögga yfirsýn, að hann geti ótrauð- ur kynnt sér nánar hin ein- stöku atriði, án þess að missa sjónar á heildinni. Það er þvi mikils virði, að slíkum ritum sem þessu fylgi góð og ítarleg heimildaskrá. Bókaskrá sú, sem er aftan við ritið, sýnir vel, hve mikla vinnu höfund- urinn hefir lagt í það að afla sér sem víðtækastrar þekk- ingar á viðfangsefninu, og ætti það meðal annars að vera stúdentum hans til hjálpar, ef þeir vilja kynna sér eitt- hvert sérnefnið nánar. Enginn skyldi ætla, að höf undur, sem vinnur að slíkri bók sem þessari þurfi ekki að inna af hendi neitt sjálf- stætt vísindastarf. Vísinda- starf má vinna með tvennum hætti. Stundum er það fólg- ið í því að eihbeita athugun sinni við eitthvert eitt atriði, beina smásjánni að litlum depli, án þess að vitað verði rækilega um samband hans við víðtækari og fjarlægari fyrirbæri. En að svo búnu þarf að finna hieildarmynd eða heildarlögmál hinna mörgu og ólíku fyrirbæra, svo framarlega sem eitthvert sam band er þeirra á milli. Þessi vinnubrögð eru naúðsynleg, þegar rita skal um trúarbrögð mannkynsins sem eina heild. Sá maður, sem tekur sér það STÓRT OG SMÁTT: ar úrlausnir, að dreifing raf- magnsins frá orkuverunum verður ennþá víðtækari en búizt var við til skamms tíma að orðið gæti. Kemur hér til hjálpar hin nýja tækni við flutning raforku langar leið ir. Stjórnarandstæðingar hafa valið sér einkennilegt hlut- skipti í þessum málurn. Þeir fagna ekki með Austfirðing- um og Vestfirðingum útaf því að þeim háfa nú verið tryggð ar framkvæmdir í raforku- málunum. Ekkert slíkt er þeim í huga. Alþýðublaðið ræður sér t. d. ekki fyrir geðvonzku. Það tal ar um svik í raforkumálum Austfirðinga og Vestfirðinga. Býr blaðið síðan til langa lyga sögu um loforð, sem ekki hafi verið staðið við. Allt þetta tal er út í hött og vísað heim til föðurhúsanna. Ráðherra raforkumála hef ir haft náið samráð við full inga um þessi mál og staðið við öll sín fyrirheit. Leitað hefir verið að leið um, sem gæfu tryggingu fyrir fullhægjandi raforku, en væru samt ekki ofviða fjár- hagslega. Hvað Austfirðinga snertir, leitaði ráðherra raforkumála að leið, sem sameinað gæti það tvennt, að í Austfirðinga fjórðungi yrði byggt raforku ver, sem gæfi fullnægjandi ör yggi fyrir fjórðunginn og jafn framt að kerfið eystra yrði tengt rafcrkukerfi Norður- lands. Gremja stjórnarandstæð- inga, sem vafalaust er sprott in af þeim misskilningi, að þeim sé nánast skylt að finna að öllu, sem stjórnin gerir, hefir enga varanlega þýðingu. Raforkuframkvæmdir þær, sem ákveðnar hafa verið á Austurlandi og Vesturlandi munu á hinn bóginn gera lífið léttara og fegurra í tveimur trúa Vestfirðinga og Austfirð I landsfjórðungum. fyrir hendur, verður því að meta sjálfur og vega bæði heimildir, röksemdir og álykt- anir annarra vísindamanna, svo framarlega sem verkið á ekki að einkennast af glund- roða samtimingsins. Auðfundið er, að höfundur þessarar bókar hefir gert sér hið ítrasta far um að hugsa sjálfstætt og leiöa kjarna efn- isins svo glöggt fram, að les- endur finni, hvernig straum- arnir liggja í hinu víðáttu- mikla hafi, sem horft er yfir. Einn af höfuökostum bókar- innar er einmitt þetta, hvern- ig hún bregður birtu hlut- lausrar rökvísi yfir vandamál- in, svo unnt er að sjá, hvern- ig eitt tekur við af öðru fyrir verkan orsaka og afleiðinga. Það veröur skemmtilega ljóst af þessarri bók, hvernig ólík viðhorf til einhvers atriðis í trúarreynslu mannanna geta leitt af sér ólíka háttu,, ólíkt siðferði og lífsviðhorf um hundrúð, ef ekki þúsundir ára. Og annað, sem er engu síður eftirtektarvert, er sú stað- reynd, að trúrænar kenning- ar verða ekki til út í bláinn sem eitthvert dund eða leik- fang mannshugans, heldur sem svör við brennandi spurn ingum hugsandi fólks. Hið síðastnefnda atriði verð ur ekki sízt ljóst af kaflanum um Hellenismann, þar sem vatnaskilin verða milli aust- urs og vestur, milli Evrópu og Asíu (Indlands) í trúarsögu- legu tilliti við tilkomu kristin dómsins. Við lestur þess kafla vaknaði hjá mér sú hugsun, að okkur íslendinga skorti mjög bók um dogmusögu kristinnar kirkju, — um þró- un kirkj ukenninganna gegn- um aldirnar, því að einnig þær eru að sjálfsögðu andsvar við spurningum hvers tíma, og verða þá fyrst skiljanlegar, þegar þær eru skoðaðar í ljósi þess tíma, er þær eru orðnar til á. Hellenisminn skýrir til veru sumra atriða kristologíu kirkjunnar. Prófessor Sigurbjörn hefir raunar hvorki tekið með í bók sína kristindóm né gyðing- dóm. Mig fyrir mitt leyti hefði langað til að fá að bókarlok- um sérstakan kafla um sam- anburð á megin-hugsunum hinna helztu trúarbragða við kristindóminn. Ef einhver kynni að spyrja hins sama og ég, tel ég rétt að gera grein fyrir ástæðum þeim, sem höf- undurinn hefir skýrt mér frá í viðtali. í fyrsta lagi fá guð- fræðistúdentar fræðslu um þessi efni í sambandi yið aðrar vísindagreinar. í öðru lagi hefði bókin þá orðið allt of stór. Og í þriðja og síðasta lagi hafði höfundurinn ekki hugsað sér þessa bók sem mál færzlu, þar sem ein trúar- brögðin væru metin til sam- anburðar við önnur, heldur hlutlausa og vísindalega lýs- ingú, sem hver lesandi gæti siðan dregið ályktanir sínar af. Þegar svo er að farið, ríður mikið á því, að sér- kenni hvers trúarkerfis eða hverrar stefnu komi sem skýrast í ljós, og fæst það ekki nema með einlægri innlifun í hugsun þeirra og anda. — Próf. Sigurbjörn Einarsson er ekki aðeins trú maður, heldur maður með skáldanda og listatilfinningu og tekst honum því að lifa sig inn í hugsunarhátt fólks sem þó er af annarri trúar- gerð en hann sjálfur. Höf. á oað frjalslyndi til að bera Ný flugvél kemDr til landsins í dag kemur til landsins ný millilanc'toflugvél, sem Flugfélag íslands á. Er húra keypt frá Noregi, en kemur hingað frá Kawpmannahöfn þar sem hún hefir verið til m eftirlits og breytinga. Flugvél þessi er aí svip- fiðri gerð og Gullfaxi, milli- landaflugvél Flugfélagsins, sem haldið hefir uppi ntan- Iandsflugi félagsins að und- anförnu við góðan og vax- andi orðstír og auknar vin- sældir. I'ramfarir hafa orðið mikl ar í flngmálum okkar íslend inga að undanförnu og er flugið nú orðið einn af helztu þáttnm þjóðlífsins og sá þáttur, sem lengst og víð- ast ber orðstír hinna íslensku man na. Því er það fagnaðarefni, er ný flugvél bætist í flng- flota landsmanna og tekur upp flug til annarra landa. Margir telja að á sviði flug- málanna eigi íslenc'fingar von sinna stærstn sigra í fram- tíðinni. Að þvf þurfa allir að stuðla eftir mætti með hverjum “* þeim ráðum, sem hagkvæm revnast. Einn þáttur þess ern kaup hinna nýju flugvéla, sem síð an taka upp flug á nýjnm Ieiðum utanlands og innan. Þess vegna bjóða allir ís- lendmgar hina nvju flngvél Flugfélagsins velkomna til Iandsins og óska þess að gæfa fylgi henni á ferðum henn- ar, hvar sem leiðir hennar Iiffgja. Launamál opinberra starfsmanna Alþýðublaðið er að reka npp hróp í tilefni af launa- bótum þeim, er opinberir starfsmenn fengu samkvæmt ákvörðun Alþingis nú á dög- unum. Talar blaðið með Þjóðvilja- orðalagi um smánarbætur, t svik o. s. frv. Launauppbætur opinberra starfsmanna nema nú sam- kvæmt hinum nýju ákvæð- nm 20%. Síðan launalögin voru sett hafa grunnlaun verkamanna, ið7taðarmanna og annarra hækkað að með altali um 23,6%. Eru því opinberir starfsmenn 3,6% lægri í grnnnlaunahækkun en þeir. Þar á móti kemur svo það, að opinberir starfs- menn hafa á því tímabili, sem um ræðir fengið ýmsar kjarabætur og aukinn rétt og ýmis hlunnindi með lög- nm um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Jafn ar það metin að nokkru. Þess vegna er gaspur Al- þýðublaðsins aðeins hjal, er menn taka ekki of mikið mark á og láta sér í léttu rúmi iiggja. cg svo mikla virðingu fyrir trúhneigð mannssálarinnar, hvar sem hún birtist, að bók in gefur ekki aðeins til kynna hið ytra form, held- ur inrri hugsun þeirra trú- arkerfa, sem um er að ræða, og er rituð af þeirri samúð og sannleiksást, er engum gerir rangt til. Hver spámaður, Framh. á 9. slðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.