Tíminn - 24.12.1954, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.12.1954, Blaðsíða 15
15 JÓLABLAÐ TÍMANS 1954 Það var gott að komast út úr járnbrautarlestinni og á leiðar- enda. í þetta skipti var London þokulaus, iðandi af ljósadýrð og fólksmergð. Þetta var rétt fyrir jólin. Ég var full af eftirvæntingu Við ætluðum að vera gestir læknis- hjóna um jólin. Ég hafði oft komið til þeirra áður og þekkti þau. Það var ánægjulegt að koma á þetta heimili. Þar var sérstaklega gott samræmi í öllu, og andrúms- loftið gott. Læknishjónin voru bæði orðin roskin; læknirinn þó nokkru eldri en kona hans, og hvítur fyrir hærum. Þau áttu þrjú mannvænleg börn, sem voru alin upp í trúrækni og reglusemi. Heimilislífið var heil- brigt og gott. En fátt var þar, sem minnti á læknisstarfið. Um það var ekki talað á heimilinu, og þar var læknirinn aldrei nefnduí ann- að en húsbóndinn. ★ ★ ★ Ég sá hann í anda sem ungan mann, háan og vel vaxinn, dökk- hærðan, með dökk augu, tindrandi af lífsfjöri. Hann var einbirni, vel ættaður og mjög ríkur. Hann hafði nýlega lokið prófi og sett á stofn lækningastofu á góðum stað í Lundúnaborg. Lækningastofa hans var nýtískuleg og vel búin að tækj - um, og þangað kom aðallega efnað fólk. Kvöld eitt, skömmu eftir að læknirinn hóf starf sitt, komu tveir skólabræður hans í heimsókn. Þeim kom saman um að fara út og skoða borgarlífið. Þeir fóru á veitingastað og fengu sér þar kvöldverð, en þaðan fóru þeir á leiksýningu í einu af beztu leik- húsum borgarinnar. Þeir sáu þar enskan aðal, tigna menn og konur í skartklæðum, prýddar demöntum og skrauti. Er leiksýningunni var lokið, stakk læknirinn upp á því, að þeir ferðuðust um eitthvert fá- tækrahverfið, til þess að sjá and- stæðurnar ,svo að þeir ofmetnuðust síður af glæsileik borgarinnar. Þeir fóru í bifreið læknisins og óku af stað. Þeir fengu fljótlega nóg af því, sem fyrir augu bar, og snéru heim á leið. En hvaða hljóð var þetta, sem barst að eyrum þeirra? Það var ekki grátur né venjuiegt sársauka- vein; það var ýlfur, eins og í viltu dýri. Ungi læknirinn snéri bifreið- inni við og ók þangað, sem þeim virtist hljóðð .eiga upptök sín. Þeg- ar þangað kom, sáu þeir lítinn dreng, á að gizka ' 8 ára gamlan, liggjandi á götunni. Yfir honum stóð ung kona, á háhæluðum skóm, og sparkaði í hann hvað eftir ann- að. Læknirinn vatt sér út úr bif- reiðinni, hljóp til- þeirra og spurði konuna hvort hún ætlaði að drepa drenginn. Konan, sem var allmikið drukkin, svaraði fullum hálsi. Hún sagði meðal annars að svona-ormar ættu ekki að stela sætum frá kven- fólki hér á bekkjunum, um leið og hún benti á bekk þar hjá, sem hún ætlaði að setjast á. Drengurinn lá illa leikinn og hljóöandi á götunni. Læknirinn tók hann og bar nann inn í bifreiðina. Ekki gat drengur- inn gefið upp heimilisfang, og þar sem nú var mjög liðið á kvöldið og dimmviðri, fór læknirinn með hann á drengjaheimili í borginni, sem hann þekkti af afspurn, kom hon- um þar fyrir og borgaði fyrir hann til bráðabirgða. Þegar ungi læknirinn kom aftur í bifreiðina til félaga sinna, létu þeir á sér skilja, að þeim þætti nóg um hjálpsemi hans. Þeir sögðu að þetta væri þýðingarlaust; ef hann færi út á þessa braut, mundi það taka allan hans tíma og pen- inga hans líka. Tíminn leið. Ungi læknirinn varð brátt vel kunnur í sinu starfi, og vel metinn, enda var hann mjög samvizkusamur. En eitt var það, sem ónáðaði hinn unga lækni oft að loknu dagsverki, þegar hann var kominn heim til sín og" ætlaði að taka sér hvíld. Þá ásóttu hann átakanleg hljóð, lík því, sem hann heyrði þegar hann var á kvöldferðinni með skóla- bræðrum sínum. Hann tók þá bif- reið sína og ók um fátækrahverfi borgarinnar. Þeim fjölgaði stöðugt, drengjun- um hans, sem hann borgaði fyrir á drengjaheimilinu. Eitt sinn fékk hann að vita, að drengjaheimilið væri í fjárhagsörðugleikum og gæti ekki haldið áfram að starfa nema því bærist skjót hjálp. Hvað átti læknirinn að gera? Ýmsar spurningar ásóttu hann á hvildartímum að loknu dagsverki, t.d. þessar: Hvað er lífið? Hvers þjónn er ég? Er ég gagnlegur þjóð- félaginu með starfi mínu? Hvaða sjúklingarkoma á mína fullkomnu lækningastofu? Það er víst, að einn af hverjum fjórum, sem leita til mín, þurfa ekki læknis við. Það er í tísku að gaiiga á lækningastofur. Ungi læknirinn háði örðuga bar- áttu við sjálfan sig. Hann var ekki einn síns liðs. Hann átti aldraða móður, og hann varð að taka tillit til hennar. Hún átti engan annan aö, því að faðir hans var dáinn. Hvernig mundi hún taka áhuga- máli hans? Mundi hún skilja hann? Hún var kona hins gamla tíma, uppalin og mentuð til þess að verða hefðarkona. Hún hafði aldrei kynnst öðru, nema af lestri bóka; þau kynni voru allt annað en lífs- ins skóli, það vissi hann nú. En hún var heilsteypt kona, ljúf og góð, sem allt vildi bæta. Hún hlaut að skilja viðhorf hans í lífinu og hans heitustu ósk, að hjálpa drengjun- um til þess að verða góðir menn og nýtir þjóðfélagsþegnar. Þetta þoldi enga bið. Hann varð að tala við móður sína án tafar. Næsta sunnudag, er þau gengu heim frá kirkju, sagði hann móður sinni að hann þyrfti að tala við hana um einkamál sín, er þau kæmu heim. Móðir hans varð harla glöð, og sagðist lengi hafa þráð þá stund. Hún sagði, að sig væri fyrir löngu farið að langa til þess að verða amma. Hún sagði líka, að nú vildi svo vel til, að til sölu væri falleg landareign í ná- grenninu. Þar væri glæsilegt íbúð- arhús og fagur garður umhverfis. „En móðir mín“, sagði læknirinn, „mér þykir leitt að valda þér von- brigðum; ég hefi ekki enn hitt neina konu, sem ég hefi löngun til að kvænast". Síðan fór hann að segja henni frá drengjunum. Þeir hefðu fæðst i þessa veröld, en ættu enga að, sem gætu séð fyrir þeim og hjálpað þeim til að verða að nýtum og góðum mönnum. „Ég veit að þú skilur mig, móðir mín“, sagði læknirinn. „Þú kenndir mér ungum, að ég ætti að vera ljósberi á lífsbrautinni, og ég finn að það er ekki hægt að vinna af alhug fyr- ir aðra nema gleyma sjálfum sér“. Móðir hans stundi við og spurði hvort hann ætlaði þá aldrei að kjvænast. „Ég hefi ekki ákveðið neitt í því efni“, sagði sonur henn- ar, „en ef ég finn einhverntíma konu, sem hefur eins heilbrigðar hugsanir og er eins góð og þú, móð- ir mín, þá mátt þú búast við að ég reyni að fá hana til að giftast mér“. „En sérð þú ekki sonur minn“, sagði móðir hans, að ef þú eyðir eignum þínum að mestu til að hjálpa drengjunum, þá hefur þú lítið að bjóða konunni?“ „Ef hún vill ekki búa með mér við litil efni, þá er hún ekki eftirsóknarverð", svaraði læknirinn. Læknirinn seldi lækningastofuna og bifreiðina, fluttist á drengja- heimilið og afhenti því mestan hluta eigna sinna. Það fólk sem hann hafði áður umgengist hvarf honum smám saman, en nóg var að starfa, að hann var ánægður. Aldrei tók hann kaup fyrir vinnu sína á drengjaheimilinu né nokkra þóknun. Rekstur heimilisins gekk vel. Árin liðu. Eitt sinn réðist ung og vel menntuð kona til ritarastarfa á drengjaheimilinu. Hún varð síðar eiginkona læknisins. Nú voru þau búin að vera í hjónabandi í mörg ár, og áttu lítið en snoturt hús í borginni. Einu sinni átti að aðla læknirinn, en hann bað um að það yrði ekki gert. ★ ★ ★ Það var auðfundið ,að húsmóðir- in var vel fær í sinni stöðu, og það var ánægjulegt að dvelja hjá þeim hjónunum um jólahátíðina. Á jóla- daginn fórum við með þeim til kirkju. Eftir messu óskaði fólk hvort öðru gleðilegra jóla. Ég sá, að margir af kirkjugestunum þekktu læknishjónin og ávörpuðu þau einkar hlýlega. Er við gengum út, stóð lítil stúlka, á að gizka 6 ára, á kirkjugólfinu og beið eftir foreldrum sínum. Læknirinn bauð henni gleðilegra jóla með handa- bandi, og spurði hana að heiti. „Ég heiti María, svaraði litla stúlk- an. „Það er dásamlegt að heita því nafni á jólunum", sagði læknirinn, um leið og hann klappaði á kollinn á telpunni, og fólkið í kring leit brosandi til þeirra. ★ ★ ★ Læknirinn fór á hverjum degi með strætisvagni til vinnu sinnar á drengjaheimilinu. Dag nokkurn, þegar hann var á leið þangað, varð hann bráðkvaddur. Þá var hann rúmlega áttræður að aldri. Mér kemur gamli læknirinn í hug, þegar ég les ritningarorðin: „Gjaldið keisaranum það sem keisarans er, og Guði það, sem Guðs er“. Prentsmiðjan Edda h.f. Saga eftir Antoníu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.