Tíminn - 24.12.1954, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.12.1954, Blaðsíða 1
hmtinóiná ci t/ecýi JÓLAHUGLEIÐING eftir séxa Einar Guðnason, Reykholti cmnncip Þetta er að þakka hjartgróinni miskunn Guðs vors; l fyrir hana mun Ijós af hœðum vitja vor, til að beina fótum vorum á friðarveg. i til að lýsa þeim, sem sitja í myrkri og skugga dauðans, (Lúk. 1, 78—79) Öll munum við söguna um Sakaría, prestinn frá Júde, sem ekki trúði, þegar engill Guðs flutti honum mikinn persónulegan fögnuð. Vantrú hans bakaði honum þunga raun um stund. En svo rættist boðskajntr engilsins og honum fædd- ist sonunnn Jóhannes, er skyldi ganga fyrir Drottni, til að greiða vegu hans. Fögnuður hins aldna prests var einskær, því að nú sá hann, að allt var að rætast, sem hon- um hafði verið boðað. Og hann sá meira. — Hann sá, að fylling tímans var komin. Messías var að koma. Og sonur hans átti að ganga fyrir honum og gera beinar brautir hans. Og af spámannlegri andagift mælti hann fram orðin ógleymanlegu: Þetta er að þakka hjartgróinni miskunn Guðs vors; fyfir hana mun Ijós af hæðum vitja vor, til að lýsa þeim, sem sitja i myrkri og skugga dauðans, til að beina fótum vorum á friðarveg. Sakaríavæntifrelsara þjóðar sinnar. Vér vit- um nú, að hann sá þar of skammt. Allt um það eru orð hans eilífur sannleikur. Án þess að vita flytur hann öllu mannkyni jólaboð- skapinn. Ekki síz t eiga orð hans við á vorum tímum. Ok Rómverja hvíldi þungt á Gyðingum. Þeir þráðu því umfram allt frelsi og frið. Þetta átti Messías að veita þeim, þegar hann kæmi. Vér nútímamenn þráum líka að Ijós frelsis og friðar breiðist yfir öll lönd jarðar. Vér þráum, að eitthvað það komi fyrir, sem sýni oss og sanni, að nú sé nýr og betri tími í vændum. XJm þetta er rætt hátt og í hljóði, einslega og opinberlega. Og svo varpa menn öndinni mæðilega og sjá ekki nema vonbrigði og myrkur. Hvernig geta menn verið svona, þeg- ar Ijósið skín í myrkrinu — og er búið að lýsa yfir oss i meir en 1900 ár? Ljósið kom til að vitja vor allra. Það hefur lýst feðrum vorum og mæðrum. Það hefur borið yl og birtu inn í hvern kima mannlegs lífs. Og það lýsir yfir oss, sem nú lifum, birt- ir os eilífa náð Guðs, elsku hans og umhyggju. Alldrei er birta þess sterkari en á alvörutím- unum, þegar reynt er að láta myrkrið hylja það. Þá sýnir það betur en nokkru sinni eilífð- armátt sinn, að það er komið af himinhæðum til að vitja vor. Salcaría presti liefur oft verið álasað fyrir það, að hann trúði ekki, er engill Guðs færði honum mikinn fögnuð. En erum vér nútíma- menn honum frernri? Iiefur ekki engill Drott- ins talað til vor um hver jól og boðað oss, að frelsari mannkynsins væri fæddur. Sakaría prestur leið nauð fyrir vantrú sína. Er það þá að furða þótt nokkur nauð hvílí á herðum þess mannkyns, sem enn hlýðir efa- blandið á, þegar engill Drottins boðar, að því sé frelsari fæddur, og að aðeins í fylgd með honum og fyrir lians frelsandi mátt megi það rata út úr myrkrinu og beina fótum á frið- arveg? Ástand vorra tíma er alvarlegt. En ekkert er að óttast, ef Ijósið af hæðum fær. að lýsa upp framtíðarveginn. Jólin eru að koma. Boðskapur engilsins óm- ar í hjörtum vorum og í hjörtum miUjónanna: Yður er ídag frelsan fæddur, sem er KHstur Drottinn. Enn vakir vor himneski faðir yfir oss af sinni óumræðilegu elsku. Lítið barn í jötu er tákn um hans framréttu hönd. Vissidega rétt- um vér fram hendur vorar og meðtökum með barnslegn gleði hina himnesku hjálp. Myrknð leggur á flótta. Hvarvetna er jólafriður — jóladýrð. Það er sigurstund hins góða. Vegur framtíðar er upplýstur af Ijósi himinsins, — þangað beinum vér vorri för — og jólagleði vor verður fidlkomin. Gieðileg jói!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.