Tíminn - 24.12.1954, Blaðsíða 10
10
JÓLABLAÐ TÍMANS 1954
LÉTT HJAL Á HRAÐRI FERÐ
Eftir Ingólf Davíðsson
Brunum yfir Borgarfjarðarhérað.
Skógarteigar, engi, ár, aldinn
Baulutindur hár. Við Gljúfurá er
glæfrabugða á vegi. Brúarhlykkir
tolla í tízku, trúlega meir af
þrjózku en nízku. Fornihvammur,
Holtavörðuheiði. Hallar norður,
horfa við Húnaflóa breiðu svið.
Tröllalkirkja sumarþoku sveipuð.
Strandafjöllin yzt við úthafsstrend-
ur, innar dalabyggð og fríðar lend-
ur. Andar köldu eftir Hrútafirði.
Rétt hjá ægi rása þar Reykjaskóla-
gemlingar. Tröllasmíði virðast
Vatnsdalshólar. Eru í þingi engi
breið, einkar frítt á þeirri leið.
Skeiðum yfir Skagafjarðarhérað.
Nú erum viö í Norðurárdal, niðar á
í grýttum sal. Er að lokum upp á
heiði snúið. Glæfrabraut um Giljár-
reit, gljúfrin djúp til hægri leit.
Drottins fingur drangar yfir
Hrauni. Skriðu Þorláks skríða tré,
skarta enn þótt gömul sé. Akur-
eyri heillabærinn hlýi. Harla víða
húsum þar hlífa vænir trjálundar.
— Langferðabíllinn fer á tölti út
Svalbarðsströndina. Æskustöðvar
Bólu-Hjálmars blasa við beggja
megin fjarðarins: Hallland, Dálks-
staðir og Dagverðareyri koma þar
mjög við sögu. Og út á firðinum
gerði Hjálmar fyrsta vísuhelming-
inn sem varðveitzt hefur eftir
hann. (Sbr. æfisögu Hjálmars).
Mætti um þau efni segja:
yið Eyjafjörð ég átti fyrstu sporin
Á Eyjafirði orti fyrsta stefið
I Eyjafirði fegurst grær á vorin
við Eyjafjörðinn var mér lífið gefið.
Hörðu taki hreif mig lífsins straum-
ur, horfinn margur ljúfur æsku-
draumur. Ennþá falla vötn til Eyja-
fjarðar þótt örlög hrektu mig i kot-
ið Skagaf j arðar.
— Utar með firðinum versnar
vegurinn. Bíllinn líkist víxluðum
húðaklár og snarstanz við túnið í
Laufási. Ekki vannst timi til að
skoða gamla bæinn, en fagurt þótti
okkur þarna og síðskeggjaður karl
kvað vísu séra Björns Halldórsson-
ar við raust:
„Laufás minn er listabær
lukkumaður sá honum nær
manni allt á móti hlær
mest á vorin þegar grær“.
Reynitrén í Laufási hafa lengi
verið fræg. Þau standa við stafn
kirkjunnar og eru meðal elztu
gróðursettra trjáa á landinu. Séra
Þormar mældi trén, að tilmælum
mínum árið 1949 og segir svo í
bréfi: „Trén eru tvö og standa á
leiðum séra Gunnars Hallgríms-
sonar og séra Gunars Gunnarsson-
ar, þ.e. afa og föður Tryggva Gunn-
arssonar. Tréð á leiði G. Gunnars-
sonar greinist í tvær álíka stórar
greinar. Þriðja og stærsta greinin
brotnaði fyrir 12 árum. Hæð trésins
er 9,40 m. Þetta tré mun vera gróð-
ursett árið 1853 eða 1854. Syðra
tréð á leiði G. Hallgrímssonar gróð-
ursetti Tryggvi Gunnarsson 1849.
Standa nú eftir tvær greinar, álika
stórar og á hinu trénu. Aðalstofn-
inn féll í ofsa krapveðri að kvöldi
30. janúar 1947. Mældist hann yfir
II metra. Trén eru nú á fallanda
fæti, tekin að fúna og hallast.
Ennþá eldri eru trén í Skriðu og
Fornhaga í Hörgárdal. Þau eru
gróðursett á árunum 1820—1830.
Hin hæstu eru nú 10—11 m. há.
Þarna eru elztu trjágarðar á ís-
landi“. —
Brátt er komið yfir Vaðlaheiði.
Bárðardalur býður oss bæði Hriflu
og Goðafoss. Dreymir flesta Detti-
foss að skoða; í feikna gljúfri fer-
legan, fossakónginn öflugann.
Goðafoss ég áður undrast hafði,
sem friðleiksbarn í faðmi móður
finnst mér hann hjá vöxnum bróð-
í Breiðdal skoðaði ég elzta trjá-
garðinn þar í sveit — í Höskulds-
staðaseli. Árið 1914 fékk Björn
Eiríksson reynifræ í bréfi frá Ein-
ari Helgasyni. Fræin týndust nema
tvö, en upp af þeim eru vaxnar
vænar hríslur. Tólf voru fengnar
til viðbótar frá Hallormsstað fáum
árum síðar. Nú eru hríslurnar um
og yfir 5 metra háar. Að Ásunnar-
stöðum er næstelzti garðurinn,
gerður um 1930. Hefur þar oft ver-
ið blómskrúð mikið. Tré vaxa einn-
ig að Ósi og víðar i Breiðdal og ösp
vex á tveim stöðum í landi Jórvík-
ur. Hefur ösp sjálfsagt vaxið víða
um landið á landnámstíð. En sauð-
fé er mjög sólgið í hana.
í Hafsdal, inn af Álftafirði mun
vera mesti skógur á Austfjörðum.
í hlíðunum næst bæjum sjást að-
eins einstaka hríslur á stangli, nag-
aðar af sauðfé og dvergvaxnar. En
þegar fjær dregur bæ og beitar-
húsum fara að sjást birkirunnar
hér og hvar og loks tekur við sam-
felldur skógur, einkum norðan ár.
Skógurinn er víða stórvaxinn og
blómlegur langt upp eftir hlíðum
og niður að á. Nokkrar skógartorf-
ur sjást enn sunnar ár, en víðast
er bert og blásið land þeim megin,
enda snjóléttara þar. Mörg hrika-
leg og krókótt gil kljúfa dalhliðarn-
ar. Lækir bera aur og skriður fram
úr hamragiljunum vor og haust og
mynda stórar urðarbungur á lág-
lendinu, m.a. heim að túni á Hofi.
Hofsskógur mun vera 4—6 m hár
að jafnaði og þekur allstórt svæði
allt inn að fossi einum í Hofsá.
Talsvert sést af ungum hríslum í
uppvexti. Blágresi og hrútaber lita
skógsvörðin og þar er sterkur reyr-
ilmur úr grasi. Bóndinn kvað skóg-
inn rífa ullina af fénu og vandræði
væru að leita kinda í honum. En
skjólsamt er þar og gott beitiland.
Ég var þarna á ferð í stormi og
rigningu. Þaðþaut og hvein í skóg-
arliminu, en logn var undir hrísl-
unum og þar var féð á beit í næði
og leitaði allt í skóginn undan veör-
inu. Grunnt er hér á grjóti. Mundi
landið eflaust blása upp ef skóg-
urinn væri eyddur. Hinir fjármörgu
myndarbændur á þessum slóðum
ættu að syngja björkinni lof og fara
vel með hana. Sumir bændur telja
féð ganga harðara að lyngi og
kvistlendi en áður, síðan farið var
að gefa síldarmjöl með vetrarbeit-
inni.
Um Tröllatjörn við Geithellnaár-
brú hafa spunnizt þjóðsögur. Tjörn-
in er líka einkennileg og liggur í
draugalegu gili, sem áin einhvern-
tíma hefur brotið í bergið. „Stein-
runnin mannshöfiið" koma víða
fram í bergbrúnunum cg virðast
horfa á vegfarendur, og sumstaðar
er engu líkara en bergrisar séu að
stíga út úr hömrunum. Dökkir og
ljósir blettir koma fram í tjörninni
á einkennilegan hátt. Veldur því
bæði gróður á botninum og bjarg-
skuggarnir. (Dökkur síkjamar og
nykra). Geithellnaá rann fyrrum
gegnum tjörnina og fallegan stein-
boga. Þá var silungaveiði i tjörn-
inni. Þegar áin breytti um farveg,
hvarf veiðin og kenndu menn það
tröllvættum. Eða kannske hefur
einhver gamansamur náungi búið
til söguna. Menn voru glettnir í
gamla daga engu síður en nú. —
Reykjavík dregur fólkið að sér eins
og segull, segði einn óðalsbóndinn.
Fyrst fara ungu stúlkurnar og ég
get ekki láð ungum piltum þó að
þeir eiri illa heima kvenmanns-
lausir. Ef einhver veikist alvarlega,
væri eins gott að rista strax fram
úr honum, því að hver er til að
hjúkra? Myndarleg heimasæta
héðan úr sveit varð efstr í sínum
bekk í Reykjavík s.l. vor, en svo
réð hún sig til að stoppa sokka fyr-
ir Reykvíkinga. Til þess þurfti hún
varla að taka hátt próf bætti hann
við í hálfkæring, en hló þó við.
TIMINN
óskar
öllum
lesendum
sínum
íeÍiL
.J
ec^rci jolci
■iiiimiiitiiiimiMiiiiiiiiiiiiniiiMiiiiiiiiiiiiiMMiiniiiiiiiHiiiiuiiiiMiiiiiii mmimmmmmmiMiiitHmmmimiimmmiiimmiimma
ur.
Laufás viff Eyjafjörff. Trén eru gróffursett um miffja 19. öld,