Tíminn - 24.12.1954, Blaðsíða 29

Tíminn - 24.12.1954, Blaðsíða 29
JÓLABLAÐ TÍMANS 1954 29 ast, anðsj áanlega í þeim tilgangi að komast yíir skilvegginn, en var með,“ sagði Kalli og sat kert- vang, var hann dauður, hafði sennilega slegið höfðinu við í ólát- unum og rotast. „Þessir íslenzku hestar eru hrein- ustu villidýr“, tautaði umsjóhar- maðurinn þreytulega. „Sökkvið honum fyrir borð.“ ------Lítil lind ritraði með ann- arlegum liljóm gegn um gamlan helli. Vindurinn hvein í mýrarstörinni og feykti frœjum biðukollunnar á réttarveggnum langar leiðir. Jörp hryssa lét vel að háfættu, brúnu folaldi, en öðru hvoru leit hún í kring um sig, eins og hún byggist við einhverjum, og stund- um hneggjaði hún hátt og sakn- andi. Ógnandi brimgnýr barst gegn um loftiö, og skýin, sem vindurinn feykti, líktust löngum, undarlegum skipum, sem sigldu til suðurs. — Ef til vill voru þau líka nokk- urs konar skip, — skip, sem fluttu frjálsa fáka til fagurra stranda. Sœunn Bergþórs. MiiiiiinmiMiiiiiiiiiiiiiiiiiinniiuinimiiiMiiiiiiiuiiiiiuiiiiiiiiiiiiimimiiniimiimii»iiiimiiiiiiimniiiniiiiiimiiniiiimiiiiiiiiuii<iiiiii**ii Á tieimiii sinu' fann baráttu° maðisriiin örvsrgi oa gieði Framh. af bls. 22. Jafnframt túlkar hann hugrenn- ingar sínar í þessu sambandi á hrif- næman hátt. Stuttu seinna fær hann tilkynningu um, að hann sé orðinn óðalsbóndi, eigi nú góða jörð með allmiklu landrými og stórum skógi, og sé áhöfnin 50 sauðkindur, 6 hestar, 7 svín og 25 geitur. Auk þess fylgi jörðinni sel, ásamt veiði- vatni meö hólmum. Fregnin um þetta kom Björnson í mikið uppnám, og bréfum með ó- tal spurningum, áætlunum og fyrir mælum rignir yfir vini lians í Gaus- dal, Karl Seip, Kristofer Brun og Janson. Heimþráin blossar upp, og helzt af öllu kýs hann að flytja strax, og frú Karólína ennþá frem- ur. En hann er með stór verk í smíð um og þarf að hafa vinnufrið um stund. Og hálft annað ár líður, áð- ur en hann flytur á óðal sitt. Vorið 1875 er hann loksins á leiðinni heim. Vinur hans, Karl Seip, sækir hann til Lillehammer og fylgir honum heim í hans eigin vagni. Er þeir cku heim í hlað bæjar nokkurs, segir Seip:- „Nú ertu kominn til Aulestad, Björnson.“ Skáldið tekur ofan, heldur í hönd konu sinnar og segir: „í Jesú nafni.“ Upp frá þessu er Aulestad heimili Björnsons allt til æviloka, þar lifði hann margar sínar sælustu stundir með fjölskyldu sinni og vinum. Þar urðu mörg af hans merkustu verk- um. til. Aulestad vai’ð eins og mið- stöð, sem margir leituðu til og hugs- uðu um. Og þaðan barst oft raust, sem hljómaði ekki aðeins um all- an Noreg og Norðurlönd, heldur og stundum um mestan hluta heims. Eins og búast mátti við, hélt Björnson ekki alltaf kyrru fyrir á Aulestad. Hann varð ætíð öðru hverju að ferðast til annarra landa og kynnast mönnum og málefnum. Og stundum var hann allan vetur- inn í suðlægum löndum. En hann kom alltaf heim aftur, þegar vora tók. Þá greip heimþráin hann föst- um tökum. Aulestad var heimili hans. Þar, — og hvergi annars stað- ar átti hann heima. Ég nefndi áðan „bréfaregn" frá Björnson. í sambandi við það vil ég taka fram hér, að Björnson var frábær bréfritari. Til eru meira en þrjátíu þúsund bréf, sem vitað er að hann hefir skrifað, og mjög mörg þeirra eru tíu til tuttugu prentaðar siður. Sá, sem rannsakar allt þetta bréfasafn, á erfitt með að skilja, hvernig Björnson gat komið nokkru öðru i verk en bréfaskrift- um. Allt þetta, og margt fleira, kem- ur fram í hugann á leiðinni til Aulestad. En nú erum við allt i einu komin þangað. Bifreiðin nemur staðar skammt neðan við húsið, og allir fara út. Er við höfum gengið gegnum há og tíguleg trjágöng, er- um við stödd við myndarlegt tveggja hæða timburhús með svöl- um, kvisti og háu risi. Allir eru hljóðir, eins og þeir standi frammi fyrir helgidómi. Það, sem næst vek- ur athygli, er stór steindrangur, líklega fjórir til fimm metrar á hæð, með fánastöng, — minnisvarði um skáldið og konu nans. Á hann miðj - an eru mótaðar andlitsmyndir þeirra og nöfn, en yfir þeim er greypt þessi áletrun úr einu kvæði skáldsins: Her er sommersol nokk, her er sædejord nokk, bare vi, bare vi havde kjærlighet nokk. Er við höfðum virt fyrir okkur um stund minnisvarðann, íbúðarhúsið og staðsetningu útihúsa, var okkur boðið inn. Hópurinn cr svo stór, að honum er skipt í tvennt, og fá nú báðir h!utar öruggan og þaulkunn- ugan leiðbeinanca. Síðan göngum við um allt húsið, herbergi úr her- bergi og hæð af bæð, og hlýðum á frásögn leiðbeinandans. Og áður en maður veit af, höfum við gengið um allt húsið — og tírninn þrotinn. Ég les í andlitum allra, að þeir óska þess innilega aö fá að dvelja þarna . lengur, eða a.m.k. að ganga aðra ferð um húsið. En því miður er þess enginn kostur. Nú er röðin komin að næstu hópum. Samt sem áður eru menn þakklátir fyrir hina allt of stuttu dvöl á heimili stórskálds- ins, og endurminningin um hana mun vafalaust fylgja þeim meðan ævi endist. -----Það er vissulega mjög erf- itt, og í rauninni ógjörlegt, að gefa fullnægiandi mynda af þessu fræga og merkilega heimili, eftir svo stutta heimsókn. Ég mun því hér aðeins draga fram örfá brot. Heimilið er með nákvæmlega sömu ummerkjum og það var síð- ustu árin, sem skáldið lifði. Það er með mjög líkri innréttingu og tíðk- iiiii(iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiii*ii»i*i*t****i ii i n iii • iiiiiiii in i iii 111111111111 iii iiiii :111II11111111 111111111111111111111*111111111111111111111111 llllII 11111111111111111II1111111111111111111111111111111111111111111II11111111111111111111111111111IIIllllllll1111111111 lalllllllllllllllllllllllltlllllllllllllllllllllHIIIIIIHII Jólaleyfi í Englandi Framh. af bls. 7. Rómaði hún mjög gáfur hans og námshæfileika. Eitt sinn bauð hún honum og systur hans tií te- drykkju. Hafði hann látið í ljós áhuga á rúss- neskum list dansi, og hugsaði hún sér að dansa fyrir hann og æfði sig marga daga á undan, en ég lék undir fyrir hana Chopinsvalsa á flygilinn. I samkvæminu barst talið að listdansi, og var hún ekki sein á sér að bjóðast til að sýna hann. Hvarf hún út úr stofunni, en kom eftir drykk- langa stund aftur, klædd yndislegum ballkjól úr þunnu ljósrauðu silkiefni. Svo hóf hún dansinn, en ég lék undir. Hún dansaði á tábroddunum, berfætt, og gerði það snilldarlega. Margt sagði Sonja mér af högum fjölskyldu sinnar. Að hennar sögn höfðu þau lent í ótrú- legustu æfintýrum. Þegar faðir hennar var ný- giftur, var hann sendur til Síberíu, sakaður um uppreisnarstarfsemi, og var þar í sex mánuði. Þá hafði sakleysi hans sannazt og var hann lát- inn laus, og Zarinn sjálfur bað hann afsökunar. En á meðan hann var í Síberíu, hafði móður hennar fellt hug til annars manns, og lá við sjálft, að hörmungar hlytust af. A stríðsárunum hiifðu þau orðið að flýja frá Rússlandi. Höfðu þau lent í miklum hættum og mannraunum á flóttanum, því faðir hennar hafði meðferðis hernaðarlega mikilvæga uppgötvun, sem liann ætlaði að selja í hendur bandamönnum. Þau höfðu misst allar eigur sínar í Rússlandi, og urðu nú að lifa sem útlagar í Englandi. Auk þess bárust prófessornum stöðugt hjálparbeiðnir frá vinum hans, sem voru allslausir í Englandi eða Frakklandi, og frá móður lians, sem líka var efnafræðingur, bárust orðsendingar um að frelsa liana úr því helvíti, sem Rússland ýæri núna. Einn vinur prófessors Ellis var daglegur gest- ur þar á heimilinu. Var það prófessor Petroff. Hann var 38 ára að aldri, myndarlegur, ljós- hærður maður, risi að vexti. Sonja sagði, að hann væri mjög duglegitr efnafræðingur. Hefði hann fyrir stríð verið orðinn stjórnandi stórr- ar rannsóknarstöðvar í Jekaterinburg. Á náms- árunum hefði hann verið mikið kvennagidl lí samkvæmissölum Pétursborgar. Sagði hún það vera hefð, að allar ungar stúlkur, sem kæmu til Silvermere yrðu skotnar í honum. Nú vann hann á rannsóknarstofu hjá enskum vini sínum fyrir ekki neitt. Hann bjó hjá ekkju þar í þorp- inu, og sagði Sonja, að hann héldi við hana. Þegar ég lét í Ijós undrun mína — og hneykslun — yfir því, að hann gæti haldið við hana, svo gamla og ljóta, sagði hún, að það væri af hag- sýnisástæðum, — og ekki þyrfti hann að óttast neinar afleiðingar, bætti hún brosandi við. Prófessor Ellis var hámenntaður maður og margfróður. Hann kvaðst hafa mikinn áhuga á íslandi, og langaði sig að koma liingað, ef hann fengi einhvern tíma tækifæri til þess. Hann kvaðst þess fullviss, að hér væri gull að finna, landið lægi einmitt í slíku jarðbelti, þar sem þess væri að vænta. Sonja kenndi mér rússneska stafrófið. Annað lærði ég ekki í rússnesku. En einkennilegt fannst mér að lieyra rússneskuna hljóma í kring um mig sí og æ, og mikið hefði ég viljað gefa fyrir að skilja eitthvað í henni. Oft varð fólkið æst og bar þá mjög óðan á. Virtist mér sem lítið þyrfti út af að bera, svo allt kæmist í uppnám. Stundum báru þau vandamál sín undir mig. Þegar ég hafði orð á því við Sonju, að mér þætti það slcrítið, sagði hún: „Uss, þau spyrja alla ráða. Oft leita þau ráða hjá Emily.“ Stund- um komu rússneskir gestir, og var þá auðvitað alltaf töluð rússneska. SVo leið jólaleyfið, og ég hélt aftur heim til Westfield. Það var aldrei af því, að Sonja kæmi þangað. Ilún ávann sér námsstyrk í frönsku við Oxford háskóla, en ekki lauk hún námi þar. Ég liitti hana stundum í London, og í hvert sinn, er ég hitti hana, var hugur hennar og hjarta heillað af nýrri ást. Ég hitti föður hennar á rann- sóknastofu hans á University College. Móðir hennar bauð mér með sér í leikhús. Oft var mér boðið að dvelja á Silvermere um helgar. Eitt sinn, er ég kom til Silvermere var að sumarlagi. Þá var garðurinn og skógarnir í sínu fegursta skrúði, og loftið þrungið rósailmi. Um nóttina söng næturgali í skóginum. Þegar ég hallaðist út um svefnherbergisgluggann minn til þess að hlýða á næturgalasönginn, varð ég hugfangin af stjömuhimninum. Aldrei hafði ég fyrr séð stjörnur svo stórar og skærar, né slíkan aragrúa af þeim, eins og nú blasti við mér á koldimmuxn næturhimninum þessa ilmþrungnu sumarnótt. Síðustu fundir okkar Sonju voru í júnímán- uði 1922. Þá hringdi hún til mín og bað mig að hitta sig inni í borginni. Við snæddum hádegis- verð saman á matsölustað í Piccadilly, sem ef- laust var dýrari en hollt var fyrir pyngjur okk- ar. Svo fór ég með Sonju í búðir. Meðal annars þurfti hún að kaupa sér ballet skó. í búð einni í Strandgötu fann hún skó, sem henni líkaði. Þá átti hún ekki eftir nóga peninga til þess að borga þá. Varð þá úr, að ég lánaði henni það, sem ég átti eftir af peningum. Sonja fékk skóna, en ég átti ekki eftir peninga fyrir fargjaldinu heim til Hampstead. Varð ég því að ganga rúma 10 ldlómetra á heitu malbikinu í steikjandi sólar- hita. Skildist mér þá til fulls, hve umkomulausir þeir eru, sem eru peningalausir í framandi landi, og að hvergi er maður eins einmana og í mann- hafi stórborganna. Þegar ég var lcomin heim til Islands, fékk ég bréf frá prófessor Ellis, þar sem hann skýrði mér frá, að í hönd færi brúðkaup Sonju dóttur hans og Venners höfuðsmanns. Venner höfuðsmanns hafði ég aldrei heyrt getið áður. Eg skrifaði um hæl og sendi hamingjuóskir mínar. Síðan hef ég ekkert frétt af Ellis-fjölskyldunni. Þegar ég kom til London sumarið 1925 var hún flutt burt frá Silvermere, og hvernig sem ég reyndi, tókst mér ekki að fá spurnir af henni. Mér þótti leiðinlegt að missa þannig sjónar af þessu fólki. Það er mér minnisstæðast af þeim mörgu fjölskyldum, sem ég kynntist á útivistarárum mínum, og með- an ég hafði nokkur kynni af því, reyndist það mér sannir vinir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.