Tíminn - 09.01.1955, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.01.1955, Blaðsíða 4
TÍMINN, sunnudaginn 9. janúar 1955. -Saítí .! -6. blað. Baldur Óskarsson: Ferðaminninsar frá Zi’Teresa, veitingastaður við flóann. Það er úðarigning sunnan Brenner-Alpa. Ljósin á járn- brautarstöðinni stafa daufu skini út í ítalskt myrkur, og þetta er um áttaleytið að kvöldi, þann sjötta júli síðast Jiðinn. Kaskeittir landamæraverð- ir ryðjast um og stimpla ijög ur hundruð vegabréf. Það glymur í lestinni af sparki þeirra og látum og blekvotir stimplarnir flekka pappírinn í þessum litlu skræðum, sem gera mönnum kleift að ferð- ast landa á milli. Og þeir tauta sér fyrir munni um „Danmarca", en flest af þessu fólki er frá „den gamle Dan- mark, som skal bestá“ og hefir rauðan og hvítkrossótt an dannebrog í jakkahorni. Kálfslegur undrunarsvipur fer eins og sinueldur um sól- brún andlit þessara eftirlits manna, er þeim eru rétt tvö vegabréf með nafninu ísland. Svo rétta þeir þau og toga á milli sín og fara -með italsk- ar formælingar. Mennirnir kannast bersýnilega ekkert við þessar fjallaþúfur, sem standa upp úr úthöfum jarð- arinnar, norður undir heims skauti, og þá er víst þýðing arlaust að tala um Sturluson og Huseby. Ekki mæla þeir heldur á enska tungu, en hrista hausa yfir landabréf- unum og fleygja að lokum þessum tveim bláu heftum með áletruninni: ísland — vegabréf, út um glugga. Þetta voru ískyggileg augnablik. Samferðafólkið, sem þegar hafði fengið passa sína stimpl aða, fylgdist með af drama- tískum spenningi. Kurteisleg ur Norðmaður lét þess getið, að þvílíkir hundsrassar fynd ust ekki annars staðar í Evr- ópu og hjartagóð kona úr Dan mörku fór að bjóða okkur ís- lendingunum reyktóbak. Að lítilli stundu liðinni fengum við vegabréfin aftur. Þau voru borin inn af gáfulegum svertingja, sem talaði ensku cg kannaðist við Reykjavík. Stimplarnir skullu á pappírn um og skömmu síðar mjakað ist lestin út af stöðinni suður í nóttina. Morgunblærinn leikur tær og hressandi innum vagn- gluggann. Klukkan er eitt- hvað um sex og danski sam- ferðamaðurinn á móti vaknar og segir: E-e-eh, e-e-eh. Hann- er að bjóða góðan dag. Þetta er vörubílstjóri frá K- höfn og konan hans hrýtur ennþá værðarlega. Lestin er þegar komin niður úr fjall- lendi Norður-Ítalíu og brun ar nú um aldingarða Póslétt unnar. Landið er að vakna af svefni. Rauðbrún og illa hald in steinhús blasa við; sum eru lítið annað en rústir, en fólkið býr í þeim og það er yfir þeim einhver suðrænn og heillandi blær. Lestin stað næmist í Verona. Brotnar marmarastyttur teygja hand leggjastúfa upp úr garðholu við húshorn og minna á end urreisn, sem er liðin undir Jok. Munkur heyrist söngla morgunbæn sína í fjarska. Kona í hvítum morgunslopp kemur útá hússvalir. Hún veifar: Danmörk er að fara suður. „Aarrivederci“-far vel. Stundu síðar erum við í Feneyjum. Hún er byggð á hundrað og seytján eyjum og á hvergi sinn líka. Borg án bifreiða og reiðhjóla, laus við benzínstybbu og skítalykt olí unnar. Handan við járnbraut arstöðina tekur við skipa- skurður —Canale Grande — ein af aðal„götum“ borgarinn ar. Við snæðum morgunverð á veitingastoíu; seigt brauð og kaffi, sem minnir á kjöt- súpu. Út á strætinu bíða götu salarnir og þeir seljá strá- hatta og litaðar ljósmyndir. Sumir liafa.tileinkað sér nokk ur lýsingaro'rð úr Norðurlanda málum og bjóða vöru sína með látbragðalist og bending um. Kvenhattarnir, umfangs miklir skermar og tolla aðeins með bindingum, en lrattar karlmanna líkjast korklrjálm um þeim, sem hvítir setja á haus sér, áður en þeir fá sér spássértúr á eyöimörku. Við siglum eftir Canale Grar.de með ferju frá járn- brautarstöðinni til Markúsar torgsins. Fornar aðalshallir líða framhjá, og þær eru með marmarasúlum og pírumpári og eins og þær hafi oltið út úr ævintýri. Gondólar með stand andi ræðara smjúga um sund in, en ræðararnir hrópa söng laust hver á annan og þeir, sem héldu að líf ítalans væri ekkert nema söngur, verða ráðvilltir í svipinn og vita ekki, hvort þeir eiga að ásaka sjálfa sig eða þá, sem knýja árarnar. Fornaldarlega kirkju með nafninu Santa Maria della Salute ber fyrir augu. Kirkjan er ein af elztu bygg ingum bæjarins og sú næst fegursta. Eftir klukkutíma siglingu stígum við í land á Markúsartorgi, og sólin sortn ar af dúfum. Hér er hertoga höllin, ein hin sérkennileg- asta bygging álfunnar og hér sat Casanova fangi. Súlnarað ir mynda útveggi fyrstu og annarrar hæðar, en ferðalang ar nudda stírurnar úr augum sér og sýnist höllin svífa í nærsýnum hillingum. Markús arkirkjan, reist í minningu Markúsar guðspjallamanns, ljómar af mósaík og gulli, turnar og hvolfþök klædd spansgrænum kopar, en ótelj andi marmarasúlur bera uppi hinar ytri hvelfingar. Fjögur eirhross fara steinrunna gand reið yfir aðalinngangi kirkj- unnar og allt er þetta eitt byzantinskt tákn austræns í- burðar og glæsileika. Markús arkirkjan er fyrir austan- verðu torgi, en aðrar hliðar þess mynda konungshöllin, gamla bókhlaðan og aðrar frægilegar byggingar. Þar eru nú verzlanir og kaffihús. Yfir aJlt þetta r ís kJukkuturn kirkj unnar, staðsettur við bók- hlöðuhornið, lrærri öllum byggingum borgarinnar, hvá ðan sér vítt yfir, umferð, eyjar og sund. Hljómsveitir kaffihúsanna leika ítölsk þjóð lög og dúfur eta brauð úr lófa. — Var að f urða, þött Napóleon yrði hrifinn, þegar lrann kom hér? Það er villugjarnt í mjó- strætum Feneyja. Bogamynd aðar marmarabrýr með stuttu millibili tengja eyjarnar liverja við aðra en þvottur og auglýsingar hanga á snúrum milli glugganna yfir faðms- breiðar götur og stígi. Mislit ar mannkindur leika þar um völl'og setningur manna virð ist lrelzt sá, að selja vitgrönn um ferðamönnum verðlaust skran. En þeir eru ítalskir og elskulegir á svipinn og kon- urnar af þvi útliti og sköpu lagi, sem hleypir ólgu í blóð norrænna manna. — Kvöld í Feneyjum: Tunglsljósið flæð ir yfir ævintýraborgina og brotnar í öldunum. Báturinn rennur; söngurinn ómar. „Allar leiðir liggja til Róm“. Fimmtudagsmorguninn átt- unda júlí sjáum við útgarða þessarar fornu höfuðborgar heimsins, og Norðurlandabú- ar fyllast andagift og leigja tvíhjólaðan stríðsvagn með fretandi stóðhestum og aka til Forum. Flestir láta sér nægja að standa í sporvagni niður til Tíber og gefa sér góð an tíma, til að horfa á þetta slýgræna og sögufræga fljót sníglast undir ótal brýr og lrverfa við ný borgarhverfi. Við göngum vestur yfir fljótið yfir eina þessara brúa, skreytta fornum höggmynd- um og erum stödd í ríki páf ans. Og framundan blasir við eitt heimsins furðuverk, Pét- urskirkjan, sú stærsta sem til er, teiknuð af Rafael, en lrvolf þakið byggt af Michelangelo. Ferföld súlnaröð umlykur liringmyodað torg framan kirkjunnar, og séð frá stein súiunni miklu, á miðju torgi, renna allar samstæðurnar saman ,í eitt, svo að röðin sýn ist einföld. Risastærð þessarar kirkju yfirstígur allar geran- legar hugmyndir; gólfflötur 15160 fermetrg.r, en hæðin 132 metrar og þar gætu Reyk víkingar hlýtt messu í eina mund. Hér eru listaverk eftir Michelangelo og liér er táin á Sankti Pétri, sem er slitin af kossum. Við göngum í Vatí- kanið, lítum í glugga páfans og skoðum nokkuð af dýrgrip ulh þeim, sem þessir mestu nurlarar heimsins hafa viðað að sér með elju í þúsund ár. Og við heimsækjum Sankti Pálskirkjuna og horfum á gyllta gafla guðsliússins með litrofnu steinmynstri. (Það er ekki langt til strandar, þar sem kroppurinn af Vilmu sál ugu Montesí fannst umleikinn á fjörunni.) „Gullbrúnir vegg ir, sól og blár himinn, það er Ítalía“, hrökk út úr konu einni danskri. En sínum aug um lítur hver á silfrið og sum ir sjá ekki sólina fyrir áhyggj um, því fingrafimir vasaþjóf ar hafa tínt flest fémæti upp úr vösum þeirra. Slíkir atburð ir gerðust helzt á kirkjutröpp um. Forum Romanum, — ráð- hús senatoranna. Þar stóð Cæsar, keisari Rómaveldis, og þar var hann veginn. Coloss- eum, — þar sátu keisararnir og horfðu á Jjón og tígrisdýr rífa sundur kristna menn og aðra og skemmtu sér ákaf- lega. Áhrifin af þessum fornu leiksviðsrústum eru í senn hrikaleg og örlagaþrungin og kaþólskir signa sig, en aðrir syngja hér sálma. En gras skýtur rótum um blóöidrifnar leiksviðsrústir keisaranna, og lífsins vald brosir. Næsti áfangastaður er Napólí. „Nú andar suðrið sæla vindum þýðum“. Loksins er- um við komin til þessarar nafntoguðu Suðurlandaborg- ar, þar sem ibúarnir leika hinn alþjóðlega dúett alls- nægta og umkomuleysis fyrir opnum tjöldum. Skitugt fólk treður farangri okkar inn í bíla og ekur með hann til gisti húsanna, hvar okkur er bú- inn náttstaður. Garibaldi úr steini stendur á miklu torgi, sem við hann er kennt og horf ir á þjóð sína. Austan við torg ið er anddyri gistihúss, og yfir bogadregnum dyrunum stend ur eftirfarandi áletrun: Hotel de la Gare. Syfjulegur dyra- vörður í fitugum einkennis- búningi bókfærir nöfn okkar; herbergin eru á fimmtu og sjöttu hæð, íbujðarlaus, en eklú. óvistleg. Húsið sjálft er ferhyrnd bygging með liúsa garð í miðju, en þvottur liang ir milli glugganna. Og niðri i garðinum bregður fyrir ýmsu affalli, sem þjónustu- stúlkan okkar tínir út um gluggana. Hún er á sextugs aldri, klædd dökkum kyrtli, sem hvergi veit sinn uppruna lega lit, og liún rólar um stig ana og bælir niður stunurnar sem gigtin leggur upp í háls- inn á henni. Launin eru of mikil, til þess hún geti fyrir fullt og allt lokið stigagöngu sinni, en mátulega lítil, til þess að lialda bennit víð. Og þetta er um átíaiéytið að kvöldi og bærinn dunar af áfengum fögnuði. Úti á stræt inu eru nokkrir unglingar, er syngja og spila danslög á harmóníku. Menn staldra við og hlusta á þá; sumir' fleygja fimm lírum í hattkúf, sem liggur á götunni og stúlkurn ar stinga vísifingri í lófann og bera fram klæmnar spúrhing ar á ensku. Verzlun fer aðal lega fram á götunni og marg ir hafa „opið“ alla ncttina í kassa -ávaxtasalans glittir á rykuga banana, og maðurinn, sem selur brotnar tengúr og ryðgaðar þjalir, situr þolin- móður og skrafar við fjöl- skyldu sína. í hliðarstræti, þar sem kettir, dauðir óg lif andi, þvælast fyrir fótum manns, stendur húðarjálkur og naslar að hálmbing. Ak- tygin eru á honum og tíánn' er með hrúgu af volgu taði fyrir aftan sig. í vágriimim liggur ekillinn og se'fílr. Smá snáðar bjóða kverifólk og betla sígarettur. Hiiium meg in við hornið stendur éitt- hvað, sem einhvern tíma var kona. Það heltíur á barni, sem sýgur eitthvað, sem ein- hvern tima var brjóst, — tíu lírur. En armslengd handan við múrinn brunar „dollara- grín ‘54“ á uppljómuðu stræti. Gatan er heimur Napólíbúans og heimili, himinn, lielvíti og jörð. Napólíbúinn etur á göt unni, fieygir matarleifúnum á götuna, klæðir af sér óg sefur á götunni; á morgnana vakn ar hann aftur á sama stað og lífið heldur áfram. Daginn eftir ökum Við und hlíðum Vesúvíusar. Við eydd um tveimur tímum í Pompei og grúskuðum í málefnum fólks, sem varð að steihi árið 79 e. Kr. Eitraðar gastegundir úr fjallinu hafa tortímt lífi þeirra tuttugu þúsunda, sem hér bjuggu, en askan og vik urinn jarðað 'állt af mestu vandvirkni. Dórískar súlur dominera í flestum bygging- um, en ýmis veggmálverk, er staðið hafa af sér hita goss- ins og ösku aldanna, draga að sér verðskuldaða athygli. Mikil frjósemisdýrkun hefir verið í borginni, og sér þess víða merki í skreytingum, á- höldum og alls konár kroti. En ítalir eru teprulegir og hlifast við að sýna ferða- mönnum þessa hluti, einkum kvenfólki. Nokkrir fuiltrúar hinna löngu liðnu íbúa liggja nú í glerkistum, sumir uppí loft og aðrir á grúfu ög verða forvitnum aökomumönnum að augnaæti. Sorrentotanginn lokar Nap ólíflóanum að sunnan. Og hver man ekki „Torna a Sorr ento“, lagið, sem Gigli syng- ur. Sorento er lítil fjallaborg við ströndina. Iitlir hestar með fjaðraskúf á enni hlaupa fyrir vögnum og konurnar bera sólskinið i svörtu hár- inu. Og það er þægilegt að baða sig í blárri seltu Mið- jarðarliafsins. Götusalarnir bjóða upptrekktar spiladósir með þjóðlögum og þeir raula fyrir munni sér lagiö, sem dósin leikúr, meðan gistivinir borgarinnar þamba suðræn vín í kvöldsvalanum. Slík er Sorrento. Stundin er um tólf á há- degi á laugardag. Óteljandi bátar vaggast undir kléttum á lítilli vík, og mannfjöldinn er hljóður af eftirvæntingu. Það er eyjan Caprí, yndi milj óna mæringa og augasteinn Miðjarðarhafsins; það er þangaö' sem við erúm róin. Þar sem berg og vatn mætast, Kramh. á 9. síðu. Forum í Pompei.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.