Tíminn - 09.01.1955, Blaðsíða 9
TÍMINN, sunnudaginn 9. janúar 1955.
91' ,
_ il||||||iiiiiiiiii|||||||||||||f ||||mi II uil 1111IIIIIIIIII llllll IIIHIIIIII111111111111111 IHHIIIHIHnniinillH IIIIII HHIHIHIHIIHHHHin 1111HHIIIIIIIIII1111HHIII IIIIIIIIIIIIIIIIUII.......||||llllllllllllllllllllllllllllllÍMtÍIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIimilllllllllllllllllllllllllllHIIIIIIIIIIIHIIIIIIIHIIIHIIIIIIHIIHIHIIIIIIIHHIIII-
EINKASALAR OG UMBOÐSMENN HÉR FYRIR.
The Oster Manufacturing Co., Cleveland
Bolta- og pípusnittvélar,
„Bull Dog“ pípusnittklúbbar, snittolía.
The Black & Decker MFG. Co., Towson
Rafknúin verkfæri.
A. P. Newall & Co. Ltd., Glasgow
„Hitensile“ stálboltar og rær.
James Walker & Co. Ltd., Woking
„Lion“ vélaþétti.
The Yorkshire Copper Works Ltd., Leeds
Eir- og koparpípur, koparfittings.
■■ ,-^v’v V
IIÖFUM ENNFRE3VIUR FYRIRLIGG JANDI:
Vélareimar,V-reimskífur, Smergelskífur, Smergelléreft, Smergel-
duft, Skrúfbolta, Rær, Skífur, Maskínuskrúfur, Gas- og Rafsuðu-
vír, Silfurslaglóð, Tin, Hvítmálma, Ketilzink, Plötublý, Kopar og
Eir í plötum og stöngum, Nýsilfur, Þrýstimæla, Yfirhitunarmæla,
Hitamæla, Ventla og Krana, Verkfæri og Mælitæki ýmis konar
fyrir vélsmiði og fleiri.
Útvegum beint frá verksmiðjum: Smíðajárn og stál, verkærastál,
chrome-nickel stál, ryðfrítt stál.
Vörur okkar eru keyptar beint frá 1. flokks verksmiðjum. Það
tryggir viðskiptavinum okkar gæðin og bezt fáanlegt verð.
— HllliniHlllinilinilinUIIHIIIHIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHHIHIIIHIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIinHHIIII UHUHHUHUHUHUHUHHHUHUHHUUHUUUHIHUHUHHUUUHHHHUUHUUUUHUUHUUUIU
IIIIIIIIIIHIUIIIIIIIUIUIUIIIIIIHHU
IIIIIIHHHH -
I Frá Sundhöll Reykjavíkur
í SundhöIIin veröur opnuö kl. 8 árdegis í dag, sunnudag.
I Sund skólanemenda og íþróttafélaga hefst á mánudag
■: 10. janúar.
Sértímar kvenna verða á þriðjudags- og fimmtudags-
kvöldum. — Upplýsingar í síma 4059.
Ungllng
vantar til blaðburðar á
. Langholtsvetf.
Afgreiðsla Tímans
Sími 2323.
Ferðaminningar
(Framhald aí 4. síðu).
sér á lítiö oþ og bátar hverfa
þar inn, en aðrir koma 1 stað
inn. Ofanvið munnann er
helgimynd til verndar sjófar
endum. Ræðarinn treður far
þegum sínum undir þóftu og
ileytan smýgur opið. Svo rísa
þeir upp og nudda stírurnar
úr augunum og undrast, hve
állt er blátt. Þetta er Blái hell
irinn. Hér hafa Ránardætur
reist sér musteri, hálft á hafs
botni og hálft ofan sjávar, en
birtan kemur inn í gegnum
sjóinn og málar allt með blá
um lit. Og við rekum hendur
okkar niður í lýsandi vatnið
og sjáum þær verða bláar.
Ræðararnir taka lagið og
knýjá árarnar — eftir
skamma síund erum við aftur
komnir útí sólskinið.
Það er að vernsa í sjóinn og
farþegarnir flýta sér i vélbát
ana, sem bíða fyrir utan.
Konutetur frá Sikiley fer að
gubba, en bátsmaðurinn þen
ur vélina gegnum hvítfyss-
andi öldurnar. Konan gubbar.
Andlit hennar er frítt, en er
nú náfölt af sjóveiki. Svo
leggst hún á botn bátsins og
lætur breiða yfir sig. Hálf-
tíma síðar tökum við land við
Marina Grande, aðalhöfn eyj
arinnar. Og við förum með
taumhjólabraut um fjallahlíð
ina og komum til aðalborgar
innar, Caprí, sem ber nafn
eyjarinnar. Borgin er furðu
legur heimur með öngstræt-
um, þar sem skósmiðurinn
syngur við vinnu sína og fjáð
ir heimsborgarar leiða stríp-
aðar konur við hönd sér. Hér
;setjast menn að drykkju og
.þarnba hálfpott af koníaki
fyrir fimmtán krönur og
hcría á velskinnaöa mektar
menn sitja með mörfyllur sin
ar milli hnjánna. Margar kon
ur vilja sjá Farúk og fyllast
óyndi, er þær heyra, að hann
sé farinn til Ríveríunnar. Sum
ir fara í banka og kaupa lír-
ur fyrir danska mynt og fá
þær, falskar eða nothæfar
eins og gengur. Nokkrir fara
í bíla og aka með þeim upp til
Annacaprí, sem er lítið þorp
ofarlega á eynni. Leiðin er
brött og hlykkjótt eins og veg
urinn upp á Reynisfjall í Mýr
dal, en ítalirnir skeyta engu
nema hraðanum og þjóta
þetta upp og niður með benz-
inið í botni, en farþegarnir
blikna og blána. Frá Anna-
caprí liggur gangstígur vestur
um eyna og vindur sig um
klettarið og krákustíga. Þar
er höllin St. Michele úr hvít
um marmara og stendur á
klettasnös yzt við sjó. Matar-
leifar og önnur vegsummerki
ferðamanna dreifðar um
brekkurnar innan um gróður
inn, og Ave María úr steini
stendur upp í brekku og horfir
út á flóann. Henni hafa verið
færð blóm. Nú er farið að
rigna. Stórir, þungir regndrop
ar koma fljúgandi; þeir dynja
á hlíðunum og innan stund
ar löðrar allt í vatni. Niður í
Caprí sitja Danir og drekka,
— istrubelgirnir hafa dregið
sig í skjólið.
Klukkan er að verða sex.
Það styttir upp; sól er að
lækka á lofti. Gufuskipið sem
ber okkur til strandarinnar
veltur mjúklega í öldunum,
sem dökkna og blána meðan
birtan þverr.
Daginn eftir yfirgáfum við
Napólí og héldum í átt Norðra.
— — — Það var maðurinn
með brotnu tengurnar pg
þjalarstúfana. Hann er full
trúi þessarar borgar, — borg
ar, sem ber suðrið og viðhorf
þess í sjálfri sér.
„Vespurnar44 , . .
(Framhald aí 7. síðu.)
íélög í Ítalíu, 117 í Frakklandi, 96
í Þýzkalandi, 59 í Sviss, fjöidi á
fleiri stöðum. Sumir gistihúsaeig-
endur hafa stóraukið viðskipti s:n
með því að gefa meðlimum Vespu-
félaganna afslátt á gistingu og
fæði. Og stundum sjáum við minnzt
á Vespuferðalög á forsíðum blað-
anna, dönsk systkini fóru á Vespu
frá Kaupmannahöfn til Indlands,
Frakki nokkur frá Indókína til
Parísar, og annar yfir Ermarsundið
með því að setja flatbytnu undir
Vespuna og koma skrúíu í samband
við afturhjólið.
Ntf hefir fjöldi fyrirtækja hafið
framleiðslu á Vespum og hafa sum
útibú í öðrum löndum. Fyrirtæki
Piaggio er nú samt í fararbroddi.
Þegar sýnt var hverjar viðtökur
Vespan mj’ndi fá, hóf Piaggio til
reynslu framleiðslu á þríhjóla Vespu
og svo að segja um leið og þær
komu í verzlanir fóru pantanir að
berast í stríðum straumum. S:ma-
félög keyptu þær fyrir viðgerðar-
menn, bændur til að draga afuröirn
ar á markað, verzlanir fvrir sendi-
svemana og ílugfélögin til nota á
flugvöllum.
Þúsundir starfsmanna.
Það eru ekki svo fá þúsund at-
vinnuiausra, sem fengið hafa vinnu
við framleiðslu Vespanna, Fyrir-
tækið hefir 4200 fasta starfsmenn í
aðalverksmiðjunni, en auk þess 10
þús. manns víðs vegar um heim.
Og þúsundir annarra manna starfa
við framleiðslu vagna til að hengja
aftan í Vespur, hliðarvagna, vind-
hlífar og ails konar körfur.
Piaggio heldur því fram, að fram
leiðsla Vespanna hafi haft mikla
þýðingu í baráttunni við kommún-
ismann. Fólk, sem aidrei hefði getað
keypt sér bifreið, hefir getað aurað
saman fyrir Vespu. Að eiga sitt eigið
farartæki vekur sjálfstraust hjá
manninum, og í stað þess að hangá
á vínstofum á sunnudögum, fer
hann með fjölskylduna út í sveit.
Hærra kaup — meiri afköst.
En það er fleira, sem Piaggio hefir
lagt til baráttunnar við kommún-
ismann. Verksmiðjan hans, sem
einu sinni var í rúst, er nú ein hin
glæsilegasta í Evrópu. Hann fer
eftir hinni amerísku reglu um
hærra kaup — meiri afköst. í síð-
asta, verkfalli, sem kommúnistar
stóðu fyrir, héldu 82 af hundraði
verkámanna í Vespu-fyrirtækinu
áfram vinnu.
Árið 1951 hóf fyrirtækið fram-
leiðslu á Vespum í Frakklandi, og
þegar fyrstu þrjú árin seldust rúm-
lega 90 þúsund Vespur — iíklega
aígert me£ i 'Évrópulandi. í Eiiglandi
var mótorhjólafyrirtæki veittur rétt
ur til framleiðslunnar, Piaggio er
staðráðinn i að ná mikilli sölu á
Spáni, þar sem nú er aöeins eitt
vélknúið farartæki á hverja 158
íbúa. Verksmiðjan í Madrid fram-
leiðir nú þúsund Vespur á mánuði.
Markaður í Banda-
ríkjtmum.
Piag?io býst þannig við miklum
markaði i Bandaríkjunum, þar sem
fyrirtæki nokkuð seldi 20 þúsund
Vespur á skömmum tíma. Búizt er
við fjölda kaupenda meðal bænda,
stúdenta og lítilla fjölskj’ldna. Einn
ig heldur Piaggio því fram, að Vesp
an sé einmitt lausnin á hinum sí-
vaxandi umferðarvandamálum í
iiinum stærri borgum.