Tíminn - 09.01.1955, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.01.1955, Blaðsíða 6
TÍMINN, sunnudaginn_9._ janúar_1955.__ Steingrímur SteLnþórsson, landbúnaharráðherra: ÁVARP TIL BÆNDA Flutt í ríkisútvarpið 5. janúar 1955 Steingrímur Steinþórsson. 1S Góðir hlustendur! Ég hef verið beðinn að segja nokkur orð, er skyldu vera aramótahugleiðingar í þess- um útvarpsdagskrártíma Bún. aðarfélags íslands. Mér er :mjög ljúft við þessu að verða. Svo að segja óslitið, allt frá toarnæsku, hef ég starfað við fandbúnað, lengi fyrst sem toeinn þátttakandi í fram- ieiðslustörfunum — og síðar að öðrum störfum, er snerta taændur og landbúnað al- :mennt. Mín skoðun er sú, að engin starfsgrein sé mikilvæg- ari fyrir þjóðarbúið en land- toúnaðurinn. Störf bænda — það er sveitafólksins — sé sá tourðarás hvers þjóðfélags, er ávallt verður að vera nægi- legú sterkur og öflugur. ef vel á að fara og sæmilegt jafn- vægi eigi að nást. Saga vor hefur sannað að bændastétt íslands hefur sinnt þessu hlut verki með ágætum. Ég mun ekki flytja hér neinn annál hins liðna árs, varðandi landbúnað og afkomu hans, þótt sá háttur tíðkist nú mjög — og ekki mun ég heldur veita neitt hagfræðiyfirlit varðandi árið. Ég mun því forðast að mefna nokkrar tölur, er sýna samanburð við fyrra ár„ en halda mér við einstök fá at- :riði, er mér virðast einkenna árið, einkum frá sjónarhól þeirra er landbúnað stunda. Enn er það svo, að veðurfar veldur miklu og ef til vill .mestu um afkomu þeirra er starfa við landbúnað. — Þótt allmjög sé nú umbreytt frá því sem áður var, þegar segja mátti að bóndi ætti alla af- komu undir sólu og regni. -v- Sjaldan, og ef til vill því nær aldrei, hefur komið jafngott vor og var 1954. — Og það sem mikils var um vert, ,að það var sameign allra byggða landsjns. Þegar dró að slætti, skipti allmjög um — þannig að norðaustan lands gerði þrá- Láta rosa, kulda og regn, svo að mjög hamlaði heyskapar- störfum. Hefði fyrir fáum ár- um síðan orðið eymdarhey- skapur í þeim landshlutum, en hinar nhklu ræktunarfram- kvæmdir síðustu ára björguðu frá að svo yrði. En hið slæma tíðarfar yfir sumartímann ieiddi til þess, að sláturfénað- ar norð-austanlands reyndist með lélegasta móti. Ágæt hey- skapartíð var sunnanlands og vestan — og munu heybirgðir þar með allra mesta móti. — Og sem heild munu aldrei fyrr 1 meira en eitt þúsund ára bú- skaparsögu okkar hafa veriö svo miklar heybirgðir á haust- - nóttum og til voru s.l. haust. Þetta er hið fyrsta, er ég vil nefna af kennimerkjum árs- :ins 1954 búskaparlega séð. En það eru nokkur atriði önnur, er stefna í svipaða átt, • sem ég vil fara örfáum orðum um. Árið 1954 er ekki einungis mesta heyöflunarár í sögu þjóðar okkar, heldur er það einnig mesta framleiðsluár allt frá landnámi. Framleiðsla mjólkur og mjólkurafurða var meiri en áður og mun fara all- ört vaxandi. Eftir kreppuár sauðfjárbúskaparins, sem af sauðfjársjúkdómum þeim hin- um illu stöfuðu, hefur nú loks vofað til. Var sauðfjárslátrun verulega mikið meiri í haust en mörg undanfarin ár. — Og munu nú kjötbirgðir nægja til íinnanlandsþarfa þar til slátr- un hefst að nýju á þessu ári. Þó mun sauðfé hafa fjölgað mikið nú í haust, þar sem bændur hafa sett á miklu íleiri lömb en undanfarið. Uppskera garðávaxta og græn isietis mun hafa orðið sem heild yfir meðallag, þótt nokk | uð ónýttist í sumum landshlut um í hrakviðrum og frostum vanstilltrar haustveðráttu. Án þess að rökstyðja frekar fyrri ummæli nhn, má óhik- að slá því föstu að bændur og aðrir þeir, er við landbúnað starfa, hafa framleitt meira afurðamagn — meiri verð- mæti úr skauti íslenzkrar moldar, en nokkru sinni fyrr. — Það er staðreynd. Þá vil ég nefna enn eitt kennimerki hins liðna árs. Framkvœmdir — eða eins og það nú er oft nefnt fjárfest- ing vegna landbúnaðarfram- kvœmda hefur aldrei fyrr orð- ið þvílík og á þessu ári. Fram- ræsla og ræktunarfram- kvæmdir aðrar voru með allra mesta móti. íbúðarhúsabygg- ingar munu vera svipaðar og þær hafa mestar orðið áður. En framkvæmdir við að reisa útihús s. s. fjós, fjárhús, hey- hlöður, votheysgeymslur, verk færahús og þvíumlíkt eru miklum mun meiri en nokkru sinni fyrr. Ræktunarsjóður hefur aldrei lánað neitt svip- að því jafnmikið til þessara framkvæmda og síðastliðið ár — og brestur þó allmjög á, að hann hafi getað fullnægt þörf allra. En lánveitingar Rækt- unarsjóðs er gleggstur mæli- kvarði á magn þessara fram- kvæmda áður en nákvæmar skýrslur liggja fyrir. Það er mikið afrek, sem hin íslenzka bæntíastétt hér hefur unnið, þegar það er aðgætt, að aldrei hafa færri hendur að land- búnaði starfað en þetta síð- asta ár, og er það eitt mesta áhyggjuefni hvernig eigi að tryggja bændum næga starfs- krafta til búreksturs, en það verður ekki frekar rætt að þessu sinni. Mjög er það venjulegt bæði í ræðu og riti að tala um tíma- mót. — Segja að nú stöndum vér á tímamótum varðandi flest er nöfnum tjáir að nefna. Hvorki er frumlegt né í raun- inni eðlilegt að nota slíkt orða lag að ráði. Stundin, sem er að líða — þ. e. nútíðin, — er að sjálfsögðu ávallt tímamót milli fortíðar og framtíðar. Ég ætla þó nú að viðhafa hið al- menna flata orðalag — og segja: íslenzkur landbúnaður er nú á mjög mikilvœgum timamótum varöandi ýmsa veigamestu þætti landbúnað- arins. Undanfarna áratugi hefur framleiðsla landbúnað- ar-vara því nær eingöngu verið notuð til innanlands- þarfa. — Lítilsháttar af ull og gærum hefur að vísu verið flutt út og selt á erlendum markaði, en aðrar vörur ekki svo neinu nemi. — Verðlags- ákvörðun landbúnaðarvara og önnur atriði varðandi meðferð og skipulag landbúnaðarvara hefur svo„ eins og sjálfsagt og eðlilegt er„ eingöngu verið miðað við það að vörur þessar fóru því nær' eingöngu á inn- anlandsmarkað. Nú mun þetta breytast óðfluga hin næstu ár. Nú þegar á þessu ári þarf án efa að flytja út allmikið af diikakjöti — og vaxandi magn hin næstu ár, komi engin ó- vænt óhöpp fyrir. — Landbún aðurinn er því nú að sprengja af sér þá spennitreyju,, er hann hefur verið í færður að undanförnu. Hann er í þann veginn að verða útflutnings- atvinnuvegur jafnhliða því, sem hann ávallt hlýtur að sinna því megin hlutverki sínu að byrgja þjóðina nægi- lega til eigin notkunar, af hin- um ágætu og hollu afurðum, sem landbúnaðurinn fram- leiðir. Þessi þróun, sem nú er í að- sigi, er mér mikið gleðiefni. Það er nauðsynlegt að. land- búnaður eflist svo, að veru- legt magn landbúnaðaraf- urða verði flutt á erlendan markað. Þeirri hugsun hefur skotið upp — og það hjá sum- um bændum — að ekki væri rétt að auka landbúna/ðar- vöruframleiðslu að verulegu fram yfir þarfir þjóðarinnar til eigin notkunar. Þetta er kúldurshugsunarháttur — og bændur mega alls ekki hugsa á þann veg, hvað þá láta það í ljós. Hvað á að gera með þær miklu ræktunarframkvæmdir og aðrar umbætur í búnaði, sem gerðar hafa verið síðustu árin og er grundvöllur að geysimikilli framleiðsluaukn- ingu, ef ekki á að hugsa um verulegan útflutning land- búnaðarvara? Verið stórhuga íslenzkir bændur! Haldið áfram hinum miklu ræktunarframkvæmd- um! Gerið það með þeirri vissu að þið stefnið að mik- illi framleiðsluaukningu og verulegum útflutningi ýmissa landbúnaðarvara! — Þá fyrst skipar landbúnaðurinn þann þann sess i þjóðfélaginu, sem honum ber. Að því eiga bænd- ur að stefna algjörlega vit- andi vits hvað þeir eru aö gera. Þess er að vísu ekki að dylj - ast, að margir erfiðleikar verða hér í vegi — s. s. að afla markaöa, efla vöruvöndun, jafnvel vinna nýjar fram- leiðsluvörur til útflutnings, svo og að viðhlítandi verð fá- ist. Allt er þetta og fleira mætti nefna, erfitt viðureign- ar. En þó eru það ekki meiri erfiðleikar en sigrast má á. Það verður eitt meginhlutverk félagssamtaka landbúnaðar- ins á næstu árum að kljást við þetta og sigrast á því. Margir óttast, að þó allt annað væri í sæmilegu lagi varðandi útflutning landbún- aðarvara þá mundi þó verðlag ið hindra að um útflutning gæti orðið að ræða. Ég óttast það ekki. Ég þykist þess full- viss, að ef landbúnaðarvörur — og þá fyrst og fremst kjöt — fengju svipaða fyrirgreiðslu til útflutnings og helztu út- flutningsvörur þjóðar okkar njóta nú, þá mundi landbún- aðurinn reynast samkeppnis- fær á því sviði. Ég hef farið nokkrum orðum um þessi út- flutnings- og markaðsmál hér, vegna þess að ég er þess full- viss, að bændur verða að taka þau til meðferðar og úrlausn- ar hin allra næstu ár. Þær fáu mínútur, sem ég hef til umráða, leyfa ekki að ég ræði að ráði félagsstarf- semi landbúnaðarins — og hefði ég þó löngun til þess. Mesta nýjung í þeim efnum, á siðasta ári„ var hið nýja fræðslu- og leiðbeiningastarf, sem Búnaðarfélag íslands hóf. Þar sem ráðunautar ferðuð- ust í hvern hrepp, höfðu fundi með bændum og settu niður á- burðar-sýnisreiti á einum stað í hverjum hreppi. Þessi starf- semi hefur vakið mikla at- hygli og bændur notfært sér þessa fræðslu ágætlega. Þess- ari starfsemi verður haldið á- fram á þessu ári. Þá vil ég leyfa mér að geta þess og benda bændum á, og jafnframt öðrum, er landbún- aðarmál vilja kynna sér,„ að fimmti árg. af „,Handbók bœnda“ er nú að koma út og fæst hjá Búnaðarfélagi fs- lands. Þar er að finna afar- miklar upplýsingar um land- búnaðinn. Enginn bóndi ætti að láta hjá líða að fá sér þessa bók. En raunveruleikinn mun vera sá, að einungis um það bil annar hver bóndi kaupir ______________________6.bla3. handbókina. Það er allt of lít- ið. í hverjum árg. er alltaf mikið af nýju efni., Eins og það ber með sér, sem ég hef hér tekið frarn,, lít ég björtum augum á framtíð landbúnaðar hér á landi og virðist margt benda til að hann muni blómgast og eflast, þrátt fyrir margvíslega erfið- leika, sem áð steðja, en sem ég af yfirlögðu ráði hef minna dvalið við nú„ því að mér virð ast þeir alltaf nægilega marg- ir, sem vilja og eru tilbúnir til þess að mála svörtu hlið hvers máls og jafnvel sverta þá stundum um of. Svo má að lokum spyrja: Hverju og hverjum er það að- allega að þakka hve mikil framsókn hefur verið á sviðL landbúnaðar nú hina siðustu áratugi? Ég svara því þann- ig: Fyrir stjórnmálabaráttu hefur sá sjálfsagðl árangur náðst, að ríkið styður með fjárframlögum og á annan hátt — mjög myndarlega — mörg helztu framfaramál landbúnaðarins. — En það sem mestu veldur og að mín- um dómi hefur fyrst og fremst úrslitaþýðingu, er að bændur hafa skipað sér saman til sóknar og varnar undir merki frjáls félagsskapar. — Sam- vinnufélög, búnaðarfélög og annar slíkur félagsskapur, er af sömu rót runninn og hefur í höndum bænda orðið aflvaki til hinna margvíslegu búnað- arframkvæmda. Það var gæfa bændastéttarinnar íslenzku, að þeir í upphafi, fyrlr meira en 100 árum síðan, fundu hið rétta „form“ á félagssamtök- um sínum, en hugsjón sam- vinnustefnunnar hefur ávallt verið þar sá aflvaki, er stefn- unni hefur ráðið. Orð Hjálm- ars skálds í Bólu í kvæði því, er hann orti við stofnun fyrsta Hreppabúnaðarfélags- ins árið 1842, hafa reynzt for- spá og orðið að áhrínsorðum: „Mikið sá vann, sem von- arisinn braut með súrum sveita. Hægra mun síðan að halda þíðri heilla veiði- vök“. Hinn frjálsi félagsskapur bænda hefur sannarlega orð- ið bændastétt vorri og land- búnaðinum heillaveiðivök. Gætið þess að hana leggl aldrei, heldur að hún verði uppspretta og aflvaki fram- fara og hagsældar fyrir bænda stétt landsins og landbúnað- inn. Verði svo, sem ég bæði vona og trúi, þá munu um alla framtíð hin spöku ummæli Jónasar Hallgrímssonar halda fullu gildi og verða sannmæli í enn ríkafa mæli en verið hefur, og hefur þó ekki á það brostið að svo hafi verið. Bóndi er bústólpi. ‘ ' Bú er landstólpi, þvi skal hann virður vel. Með þessum ummælum óska ég bændastétt vorri, en þó jafnframt öllum landsmönn- um, árs og friðar. Lóðanefnd | RÍKISINS KÓPAVOGSHREPPI óskar eftir skrifstofuherbergi í Kópavogi, sem næst 1 Hafnarfj arðarvegi. Tilboð sendist formanni nefndar- •: innar, Hannesi Jónssyni, Álfhólsveg 20, Kópavogi. — | Upplýsingar í síma 6092. | LÓÐANEFND RÍKISINS, KÓPAVOGI. SSSS$SSS$$$$$5SS5$$S$$$$$SSSS$SSS5SSS$S$$SS$$S$$$SSS$$$$$SS$$$$$$$$SS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.