Tíminn - 01.06.1955, Qupperneq 6

Tíminn - 01.06.1955, Qupperneq 6
D. TÍMINN, miðvikudaginn 1. júní 1955. 120. blað. I. Jónas Jónsson frá Hriflu Jiefir nýlega sent frá sér ofan- j.iefnt ritverk, en Menntamála j;áð og Þjóðvinafélag gefið út. ,'3ók þessi er 464 bls. að stærð; prýdd og auðguö 84 myndum. Bókin fjallar um forsögu og oildrög íslenzkrar endurvakn- ;;ngár á 19. öld og torsótta við- jieitni ísjendinga að koma af jaýj'u fyrir sig fótum og sækja ifram til endurreisnar þjóð- menningu og sjálfsforræðis. ,'Sru tilteknir þættir svo sem jsirkjumál, skólamál, bók- .nenntir, vísindi og listir, bjöð og tímarit, raktir til hlítar á jpessu skeiði. Aðrir þættir, svo ,sem dómsmál, heilbrigðismál, atvinnumáJ, verzlun o. fl. bíða uíðara hluta þessa bindis. Eins og að ljkum lætur gengur sj álf stæðisbarátta íslendinga í and Jlegum, fjárhagslegum og ,'stjórnarfarglegum efnum eins og rauðijr þráöur gegnum alla jpessa sögu. Höíundur hefir í formála :fyrir þessu bindi rakið tildrög jpess, aþ hafin var ritun og út- gáfa þessarar Sögu í^lendinga. „i Alþingj 1928 voru sett lög ■'jm Menntamálaráð Qg Menn- ingarsjóð og hófu þessar stofnanir útgáfu. bóka, er færð :ist í aukana, eftir því sem stundir liðu fram. Skömmu :fyrir síðustu heimsstyrjöld kom Dr. Þorkell Jóhannesson, er þá var landsbókavörður, að :máli við Jónas Jónsson með jþá tillögu, að rituð yrði og gef- íin-út saga íslendinga í 10 bind am. Jónas Jónsson átti frum- ikvæði að stofnun MenntamáJa :ráðs og Menningarsjóðs. Síð- ar kom hann því til Jeiðar, að samstarf hófst um bókaút- gáfu með Menntamájaráði og Þjóðvinaféláginu. En Þjóðvjna '.Eéiagið á upphaf sjtt og rgetur að rekja allá götp aftur í s.jálf stæðisbaráttu Í9. aldar, stofn- að 1871. Um þær mundir, er 'Dr. Þorkell bar fram' tillögu :sína, yaj- Jónas. Jónsson for- :maður beggja þessara stofn- nna: Menntamálaráðs og Þjóð vinafélagsins. Greip Jrann til- iögu Þorkels þegar á loíti og :með alkunnum eldmóði sínum og dugnaði fylkti hann liði til atarfs. Tóku ' nokkrir helztu isagnfræðipgar að sér, að rita um ákveðin skeið í sögu þjóð- arinnar, eftir því sem nánar e.r rakið í þessum formála. Ár- angurinn hefir orðið sá, að þeg ar eru út komin 4., 5., 6., 7. og jpessi fyrri hluti 8. bindis sög- anpar. II. Jónas Jónsson hefir í for- tnála sett fram skoðanir sínar um eðli og gildi tveggja ólíkra ,'nátta sögyritunar og ættfærir jþá til tveggja af meginíyrir- taærum tilverunnar: efnis og anda. Hann segir: „f sögurit- uh Vesturlanda er um þessar mijndír um að ræða tvær að- :ærðir um meðferð efnisins. Önnur og eldri aðferðin .bygg- :;r á því, að skýra sögulega við- taurði og andlegt líf, með þvi að lýsa yfirburðum foryztu- :.nanna þjóðanna á hverjum ntað og tíma. Hin aðferðin er ,iíðar fram komin. Þar er gert "áð fyrir, að saga þjóðanna Jkist- framrás skriðjökla nið- ur fjallagljúfur. Mannlífs- otraumurinn sígur undan sín- im eigin þunga. Saga þjóð- :mna verður þá bæði nafnlaus og persónulaus. Atvinnu- og ::'ramleiðsjuskilyrði ráða rás ntburðanna en ekki andleg á- ;ök skörunganna o. s. frv.“ (bls. XII). Jónas Jónsson aðhyllist ninn fyrrnefnda og eldra hátt oöguritunar, að skipa persónu í :ögunni í öndvegi, með því að iiiennirnir skapi söguna með Jónas Þorbergsson: a ísBendinga FyrrS liltsíi úUsmala Mmlis. TÍMabiIiS 1830-1874. FjöIiiisinenM og Jóii Sigwrðssoa verkum sínum og andlegum yfirburðum og öll menningar- þróun sé og hafi ávallt verið háð framtaki og forystu afreks mapna. — Tæplega mun, um þetta vera uppi ágreiningur, svo rík sem er hetjudýrkunin í eðli allra manna. Hitt mun fremur orka tvímælis og bregða til beggja vona, liversu sagnriturum ýmsum lætur það að skoða Pg skijgrejna' skap- höfn og persónuleik þeirra manna, sem valda þróun mála og söguna skapa. Jónasi Jóns- syni lætur þetta flestum bet- ur. íslandssaga hans handa börnum og unglingum, sem hann reit snemtna á árum, lilaut mikjar vinsældir. C-g i þessu verki sínu hefir hann uppi hina spmu viðleitni og leiðir frásagnarhátt sinn til þeirrar niðurstöðu, er Irann sjálfur orðar svo á öðrum stað í formála, áð saga íslendinga eigi aldrei að vera annað en lesbók þjóðarinnar, þar sem kynslóð eftir kynslóð sér for- feöur s}na og þeirra athafnir eins og skuggamyndir á tjaldi. Með þeim hætti ejnum sé von um, að þjóðin varðveiti rétta trú á gildi sínu. (bls. XV). III. Nú hefir það fallið í hlut Jónasar Jónssonar, að rita um það skeið í sögu íslendinga, spm merkapt er, þegar frá er talin landnáms- og sögu- öld og allt til loka ritald- ar. Saga íslendinga á ára- bilinu frá 1830 til 1874 er saga þeirra afreksmanna, er fyrstir reistu þjóðina af knjám frá mestu andlegri og efna- hagslegri niðurjægingu, sem yfir hana hafa gengið, eftir aldalanga verzlunarþrælkun, Ivíóöuharöindin og aldamóta- harðindjn. íslenzkir afreks- menn á 16. öld brutú af þjóð- inni verzlunarfjötrana.hrundu viðbjóðslegri ágengni danskr- gr tungu og unnu megin- áfanga sjálfstæðisbaráttunn- ar. í kjölfar þessara stórsigra fpr síðan efnahagsJeg viðreisn með stórsókn í sjávarútvegi, ræktunai’málum og verzlun á fyrstu tugum 20. aldar, ásamt fuHri endurheimt stjórnar- farslegs sjálfstæðis fyrir miðja öldina. — Nítjánda öld- ip er tími mestu andlegra vor- gróinda í íslenzku þjóðlífi eft- ir íangan og dimman vetur. Frelsishreyfingin, sem hristi ajla NorðuráJfu á 19. öld, náði einnig lringað og öldin ein- kennist af vaxandi þjóðar- sársauka og sterkum átökum. Vísindalegar sögurannsóknir hefjast, skáldfylking aldarinn ar ryðst fram, tímarit og blöð reka hvað annað, þar sem sótt er og varist um málstaö stjórn frelsis og þjóðframfara. — „Þá er það víst, að beztu blómin gróa í brjóstum, sem að geta fundið til,“ kvað Jónas Hall- grímsson á 19. öld. Sársaukinn yfir því, er glatast hafði af þjóðlegri reisn sögualdar; yfir kúgun og rangsleitni genginna alda varð frumvaki mikilla liugsjóna og sterkra átaka. Þjóðarsársciuki leiðir ávallt fram stór mál og sterka menn til afreka. — Saga slíkrar ald- ar, rétt samin, verður fyrst og fremst persónusaga, þar sem afreksmenn, hver í sinni grein, ganga fyrir sjónir les- andans, eiiis og skuggamynd- ir á tjajdi, svo sem höfundur sjálfur kemst að orði. Mér þykir vel fallið, að -Jón- as Jónsson frá Hriflu hefir valizt til þess að rita afreka- sögu 19. aldar. Ungur kaus Jónas sér vopn úr hendi Jóns Sigurðssonar og fleiri afreks- manna aldarinnar, er sum höfðu niður fallið, en önnur verið um of lítt hreyfð 1 lang- drengnu þjarki íslendinga við Dani um landsréttindin. í Skinfaxagreinum sínum hóf Jónas Jónsson nýja raust í landinu og um fulla tvo tugi ára fylkti hann liði til sóknar í framfaramálum íslands með meiri glæsibrag og meiri ár- angri en áður hafði þekkzt í sögu landsins. — Jónas Jóns- son er því með nokkrum hætti arftaki þeirra manna, sem á 19. öldinni hófu merki hug- sjónanna hæst á loft. — Saga Jónasar og afreka hans verð- ur ekki til hlítar skráð né rétti lega metin af samtíðarmanni. Þó hygg ég það vera falslaust og áhættulaust, að skjóta und ir mat framtíðarinnar þeim dómi um Jónas Jónsson, að hann hafi um hugsjónir, elju- sernj og afrek borið langt af öllum þeim mönnum, sem mót að hafa sögu íslendinga á fyrri hluta 20. aldar. IV. Með þessar forsendur í liuga og þá að auki, að Jónas Jóns- son er ritsnjall maður svo af ber, munu vandfýsnir lesend- ur vænta mikils frá hans hendi um sögu 19. aldar. Verð- ur þessu næst leitast við að rekja hér, hversu hann býgg- ir upp þessa bók sína. Er þess fyrst að geta, aö þessi fyrri hluti sögunnar fjallar um þær greinir mála, er sízt voru háð- ar danskri einvaldsstjórn, valdboði og ágengni, en það eru kirkjan og latínuskólinn, skáld og rithöfundar, vísinda- menn og listamenn. Mun í síð- ara hluta bindis þessa draga til stærri tíöinda, er til sög- unnar koma verzlunarmálin, atvinnumálin og frelsisbarátt- an. Höfundur byrjar mál sitt á því, að gera nokkura grein fyr ir þeim meginbreytingum, sem verða á hugum og högum manna í vesturlöndum á síð- ari hluta 18. aldar með iðnbylt ingunni brezku og tilkomu rómantísku stefnunnar í list- um og skáldskap. Iðnvæðingin hefst, þegar eimvélin er fund- in og borgarastéttin eflist til auðs og valda. Áhrifin frá þingstjórnarskipun Breta vaxa og berast í fari þessara meginstrauma og hugur þegna og þjóða rís gegn sjálf- teknu einræðisvaldi stólkon- unga og yfirgangi spilltra forréttindastétta: aðals og klerka. Þegar líður fram á 19. öldina öndverða velta holskefl ur byltinganna yfir FrakkJand og orka slíkri hreyfingu í flest um löndum Norðurálfu, að einræðisherrarnir verða að slaka á klónni og hverfa til meiri og minni þingstjórnar- skipunar í löndum sínum. Þessu næst kemur yfirlits- grein höfundar um einvalds- konunga Danmerkur og ein- valdsstjórn á árabilinu 1830 til 1874 og önnur um danska valdamenn á þessu sama skeiði. Taka þeir báðir saman yfir um 60 blaðsíður bókar- innar. Enda þótt ekki verði í slíkri sögu sem þessari hjá því komist að greina frá gangi! mála hjá Dönum og þeimj mönnum dönskum, sem íslend1 ingar áttu við að skifta, má efi til vill segja, að höfundur hefði með meiri yfirlegu get- að og að skaðlausu mátt hafa þessa kafla nokkru styttri. Er ekki laust við að upp vekist við lestur þeirra gömul óbeit á sögustagli um danska kon- unga frá öndverðri þessari öld. Næstu kaflar eru um kirkju mál og skólamál á íslandi á fyrrnefndu árabili og fylla um 58 blaðsíður. Eru þeir kafjar báðir og ekki sízt hinn síðar nefndi næsta lærdómsríkir og prýðilega gerðir frá höfund- arins hendi. Gáfur Jónasar Jónssonar, söguleg innsýn og þjóðmálastarf hefir allt til samans gætt hann yfirburð- um um skilgreiningu megin- atriða og lýsingu þeirra manna, er yfir rísa og hæst ber og valda gangi sögunnar. Hefst þessu næst sá kafli bókarinnar, er mun verða les- bók þeirra íslendinga, sem í framtíðinni hirða um að vita nokkur skij þeirra manna, sem á undangenginni öld ruddu þá götu, er þeir sjálfir ganga, en það er persónusaga 19. aldar og tekur yfir nálega 200 blað- Síður bókarinnar. — Sam- kvæmt skoðun höfundar, þeirri, er fyrr var lýst, um þann hátt söguritunar, er mestu varði, er atburðarás og sögustaöreyndum ekki skipað hér í öndvegi frásagnarinnar, heldur eru afreksmenn aldar- innar i skáldskap, bókmennt- um, listum og vísindum einn af öðrum leiddir fyrir á tjaldi sögunnar, rakinn uppruni þeirra og æfiágrip, afrekum þeirra lýst og saga þeirra og verk tengd umhverfi, atburð- um og þróun sögunnar. Hið sama má og segja um síðasta meginkafla bókarinnar, er fjallar um blöð og tímarit og hefst á frásögn um „Ármann á alþingi“ Baldvins Einarsson ar. Er sá kafli 118 blaðsíður aö lengd. — Þessir tveir megin- þættir bókarinnar eru glögg- lega mótaðir skoðunarhætti höfundarins um það, hversu sögu skuli rita svo, að hún verði bæði fróðleg og forvitni- leg, þar sem sögupersónur rísa í gerð sinni, gildi sínu og verk um, fJestar úr örbirgð og marg ar úr umkomuleysi, en orka hver á sinn hátt og allar sam- an aldahvörfum. — Jónas Jónsson hefir hér gert merki- lega tilraun, að snúa sögurit- un til þess háttar, er kusu höf undar íslendingasagna, þar sem sögulietjan er ávallt í fyr- irrúmi, en atburðir og örlög verða afleiðingar verka þeirra og persónugerðar. Þessi fyrri hluti bókarinnar fullnægir þvl til hlítar þeim kröfum, sem gera verður til lesbókar, fróð- legrar og jafnframt skemmti- legrar. Hann verður og um leið handhæg uppsláttarbók þeim lesendum, sem af einu eða öðru tilefni óska, að fræðast um afreksmenn 19. aldar. — Ritstíll Jónasar Jónssonar er vel kunnur, runninn af vörum alþýðu manna í Þingeyjar- svsju á 19. öld, látlaus, en þó litríkur, myndauðugur og safa mikill. V. Ekki verður hér dæmt um sanngildi og nákvæmni frá- sagna þessarar bókar í ein- stökum atriðum. Hún er ekki gerð sem vísindarit, heldur fræðibók og skemmtileg les- bók. Fullnaðardómur verður og ekki lagöur á verk, sem að- eins er hálfnað. En af þessum fyrri hluta bókarinnar má mikils vænta um áframhald- ið, þegar til sögunnar kemur slíkur maður sem Skúli Magn- ússon og aðrir baráttumenn í verzlunarmálum og atvinnu- málum og saga Jóns Sigurðs- sonar og frelsisbaráttunnar verður sögð á fyllri hátt, VI. Höfundur þessarar bókar hefir í formála hennar eins og svo oft og víða annars staðar látið uppi áhyggjur sínar yfir þverrandi áhuga æskumanna landsins á sögu þjóðarinnar. Hann hefir hér gert tilraun til úrbótar, með því að rita hand- hæga lesbók um eitt merkasta skeið sögunnar, fróðlega og fýsilega til lestrar. — En mér er spurn: Mun það duga til? Áhugi fyrir þjóðarsögu vaknar þá fyrst, er þjóðin verður grip in miklum sársauka eins og sögurannsóknir 19. aldar votta. — Nú finna fáir til eða engjr á þann hátt sem gerðu þeir menn, er á 19. öld hófu viðrejsnarstarfið og brutu af þjóðinni aldagamla fjötra. Við njótum nú verka þeirra og er það mest í mun að „lifa í vel- lystingum praktuglega". ís- lenzka þjóðin og framtiðar- saga hennar hefir nú fyrir ómótstæðilegt afl tækniþróun arinnar borizt inn í flaum heimsmálanna, svo við fáum við ekkert ráðið og vitum ekki, hvort til glötunar stefnir eða gengis. íslenzkir æskumenn, sem aldir eru upp við áhrif tveggja heimsstyrjajda, verða, með sáralitlum undantekning um, ófúsir að lesa íslandssögu, hversu sem hún er rituð. Og þeir verða, einnig með sárfá- um undantekningum, þrátt fyrir alla skólagöngu, ófróðir (Framhald & B. Blðu.) ■ ■ VATNSAFLSTOÐ til sölu Vatnsaflsstöðín við Leirá í Leirársveit, BorgarfirCi, er til sölu. VATNSVÉL: Francis túrbína, gerð fyrir 12 m. fallhseð og 150 1/sek. RAFALL: ASEA jafnstraumsrafall, 13 kw, 230 v., 800 sn/mín. ÞRÝSTIVATNSPÍPA: 70 m löng og 50 sm víð, járnpipa Nánari upplýsingar fást hjá Júlíusi Bjarnasyni, Leirá, eða hjá raforkumálaskrifstofunni í Reykjavik. .

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.