Tíminn - 05.06.1955, Síða 4

Tíminn - 05.06.1955, Síða 4
' r':-'V ' ■ T ' ’ r • i ! ' ’H.>•»'»> r r TÍMINN, sunnudaginn 5. júní 1955. T84. Wað. Dr. Richard Beck: Merkilegt ritsafn Fyrir nokkru síðan (1953) kom út að tilhlutan Húnvetn ingafélagsins í Reykjavik þriðja bindi ritsafnsins Svipir og sagnir, sem Sögufélagið Húnvetningur hefir efnt til, og orðið er hið merkasta safn þjóðlegra fræða. Nefnist þetta nýja bindi TroSningar og tóftarbrot, og er það heiti mjög vel valið, því að hér eru þræddar gaml ar götur og grónar, og birtu brugðið yfir margt það í lið- inni tíð, atburði, byggðir og býli, sem gleymskan er nú óð um að hjúpa huliðsblæju sinni. Séra Gunnar Árnason, fram á síðustu ár prestur á Æsustöðum í Langadal, en nú sóknarprestur í Bústaðapresta kalli í Reykjavík, fylgir þessu bindi úr hlaði með greinar- góðum formála. Hefst meginmál bókarinnar síðan á þættinum „Frá Hún- vetningum fyrir 70—80 árum“ (Nokkrar æskuminninlgar) eftir hinn þjóðkunna fræða- þul Kristleif Þorsteinsson á Stóra-Kroppi; er það einhver allra síðasta ritsmíð hans, en sver sig ótvírætt í ætt um ágæta efnismeðferð og sam- bærilegt málfar. Næst er á blaði fræðimann leg og vel samin ritgerð, „Giz- ur bóndi galli í Víðidals- tungu“, eftir dr. Jón Jóhann esson; er þar tekið föstum tökum lítt rannsakað efni, og eftir því, sem hinar takmörk uðu heimildir leyfa, brugðið upp harla glöggri mynd af stórbrotnum manni, en Gizur lézt 1370, um 101 árs að aldri. Sonarsonur hans var Jón Há konarson í Víðidalstungu, er meðal annars lét rita hma frægu skinnbók, Flateyjar- bók, og vann íslenzkum bók- menntum með þeim hætti það gagn, er aldrei verður fullmetið. Næsta mikil aldarfarslýsing, og átakanleg að ýmsu leyti, felst í þættinum „Eitt ár“, er Magnús Björnsson skrifaði eftir forsögn Jónasar Illuga- sonar vorið 1951, en Jónas, sem er alveg nýlega látinn (37.7. 1954), var fræðaþulur mikill, eins og fyrri bindi um rædds ritsafns bera órækt vitni um. Má jafnframt geta þess, að hann á fjölda ná- komins frændliðs vestan hafs. Auk þess, sem Magnús Björnsson hefir fært prýðis- vel í letur fyrrgreinda frá- sögn, hefir hann af sömu prýði samið lengsta þátt rits ins, sem jafnframt er hinn gagnmerkasti, en það er „Saga Nikulásar“, er rekur raunasögu Nikulásar Guð- mundssonar, „óhamingju- manns, er margt var vel gefið, en vannst verr en skyldi úr vitsmunum sínum og hæfi- leikum‘“, eins og Magnús seg ir réttilega í þessari ýtarlegu frásögn sinni um hann, sem skrifuð er af fullri hrein- skilni, en um leið af skiln- ingsríkri samúð. Mmnisstæð mun flestum verða Guðný kona Nikulásar, sem hefir auð sjáanlega verið óvenjulega heilsteypt aö skapgerð, stór í ást sinni og órofa tryggð. Séra Sigurður Norland í Hindisvík ritar ..Nokkrar ferðaminningar", fróðlega þætti og skemmtilega úr Húnaþingi, þar sem víða er komið við og margra getið. Bjarni Jónasson leggur til ritsins tvær prýðisgóðar rit- gerðír og athyglisverðar. Fjall »r hin fyrri um „Framfarafé* lagið í Svínavatnshreppi“, en það var eitt af tveim menn- ingarfélögum þar í sveit (hitt var kvenfélag), er spruttu upp úr vakningaröldu þeirri, sem fór um hugi landsmanna í kjölfar þjóðhátíðarinnar 1874. Alls annars efnis, og stór um óhugnanlegri frá því sjón armiði, er grein Bjarna „Harð indin 1881—1887“; en mjög er þeim örlagaþunga hallær- iskáfla í sögu þjóðarinnar glöggt lýst og skilmerkilega, innan þeirra takmarka, sem höfundur hefir sett sér, en þetta er aðeins fyrri hluti rit gerðar hans um það efni. Af svipuðum toga spunnin, hvað efni snertir, er hin skipu lega og læsilega frásögn Jóns Marteinssonar, „Fjárrekstur yfir Holtavörðuheiði um sum armálin 1889“, en sá vetur var bændum i Hrútafirði sér staklega þungur í skauti. Gagnfróðleg og jafn prýðis vel í letur færð er lokaritgerð þessa bindis, „Af Laxárdal“, eftjr séra Gunnar Árnason. Lýsir höfundur þar bæði daln um sjálfum (Fremri-Laxár- dal) og bæjum þar, og segir jafnframt sögu margra bú- enda þar á síðari og síðustu árum. Koma þar ýmsir merkir menn og þjóðkunnir við frá- sögnina, er áttu sér' við hlið samboðnar konur og frásagn arveröar. Raunsönn og mjög snjöll sýnist mér lýsingin á Brynjólfi Bjarnasyni í Þver- árdal, sem ég kynntist á skóla árum mínum á Akureyri. Verð ur honum ekki auðveldlega betur lýst í stuttu máli en gert er í þessum orðum:, „Brynjólfur var fæddur glæsi legur hirðmaður. Listgáfa ætt arinnar tindraði í eðli hans eins og kristallar í bergi“. Hinni opinberu heimsókn til Noregskonungs er nú lok- ið, og í dag hefst ferð mín um landið í boði ríkisstjórn- arinnar. Ég er mjög þakklát- ur ríkisstjórninni fyrir þetta einstaka tækifæri til að skoða landið og hitta fólkið. Það er vel th fallið og far- arhe'll, að fyrsti áfangastað- urinn er hér á Eiðsvelli, og ég þakka yður fyrir ágætar við- tökur. Eiðsvöllur er eins konar Þingvöllur á voru máli, stað- urinn þar sem Grundvallar- lög ríkisins voru samm og sett. Ég hefi lesið þá sögu frá 1814 með mikilli athygli, og aðdáun á þeim mönnum, sem bá stóðu í fylkingarbrjósti sinnar þjóðar. Sjaldan hefir iafn giftusamlega tekist að breyti ósigri í sigur. Hér voru sett hin frjálsustu og beztu grundvallarlög sinn- ar samtíðar, og reyndust líka e’ns og Björnsson lýsir því: „Grnndvallarlógin voru eins og komakur, og hver lína eins og píogfar, fullt af frækorn- um “ I-etta var einstætt og clæsUegt upphaf á ö,d fiam- faranua. I plógfarir.u lá einn ig dulið frækorn hins full- komna sjálfstæðis. Eiðsvallamennirnir voru lærðir menn og þjóðræknir, þeir þekktu til hlýtar alla stjórnlagafræði samtíðarinn- e*. En ræturnar liggja þó Minna má á það, að þessi mælskusjör og gleðigjafi á mannfundum, var dótturson- ur Bjarna Thorarensens skálds. Baldvin Helgason, hinn snjalli hagyrðingur, sem ís- lendingar vestan hafs kann- ast vel við, kemur hér einnig við sögu, ennfremur hinn þjóðkunni skáldbróðir hans í alþýðustétt, Sveinn Hannes- son frá Elivogum. Er felldur inn í frásögnina alllangur kaúi úr fallegu og vel ortu kvæði eftir hann, „Dalabónd- inn“, og fara hér á eftir tvær vísur úr því sem sýnishorn þess, hvernig þessi dalabóndi gat strokið strengi ljóðahörp- unnar: Þá allt er fullt af grósku og angan vorsms daga frá efstu fjallabrúnum til lægsta fjörusands, þá virðist manni næstum sú sannreynd lygasaga, að solÞð hafi þjóðin í byggð- um þessa lands. Og gamli bóndinn fnnur, hvað guðsríkið er nærri, á göfgi ög fegurð lífsins hann verður næsta skyggn. í sinni eigin vitund og verkum nokkru stærri, já, vorið, það er máttugt í sinni stærstu tign. Hér hefir verið stiklað á stóru, en eigi að síður auðsætt, að bók þessi er fjölbreytt að efni, og að þar kennh góðra grasa. Má því óhætt segja, að þeir, sem þjóðlegum fræðum unna og sögulegum, skuldi fé- lögum þeim og höfundum, er að útgáfu hennar standa, þökk fyrir viðleitni þeirra, og tekur það emnig til fyrri binda ritsafnsins. dýpra. íslenzka þjóðveldið var stofnað með hliðsjón af Gulaþingslögum. Hér á Eiðs- vellí var háð Eiðsifaþmg, og í fornum lögum, fornri og frjálsri stjórnskipan, eiga bæði norsk og íslenzk stjórn- skipan sína dýpstu rót. „Að íornum lögum,“ var gömul krafa — og þrungin að merk- ingu. Hin forna þingstjórn Norðurlanda og Engilsaxa var endurreist-á Englandi og end urbætt af vitrum mönnum í Frakklandi og Bandaríkjun- um. Grundvallarlögin voru enginn útlendingur, heldur líkt og langferðamaður, sem kemur aftur heim á fornar slóðir. Hér um slóðir ríkti Hálfdán svarti faðir Haraldar hár- fagra, en um hann segir Snorri: „Hálfdán Jronungur var yitur maður og sannenda maður td jafnaðar ok setti lög og hélt sjálfur, ok lét aðra halda, svá at eigi mætti oísi steypa lögunum.“ Og um þessar byggðir fór fyrir fimm tán árum konungur Norð- manna á undanhaldi og í vörn fyrir Grundvallarlögum ríkisins. Þannig er réttarríki varðveitt og stofnað. Og enn hafa lögin og rétturinn steypt einræð'nu og ofsan- um. Norsk lög eru eins og mik il eik, sem stendur djúpum rótum og breiðir Þm sitt um Noreg allan. Að Eiðsvelli Ræða forscta íslancfs á Eiðsvelli 28. maí sl Ljósmyndaþáttur II Vandi að velia myndavél Til þess að ná einhverjum árangri í ljósmyndagerð er nauðsynlegt að vita, í stórum dráttum. hvernig ljó;mynd verður til. Flestir vita, að nauðsynlegt er að hafa einhvers konar Ijósmyndavél og filmu, þegar taka skal Ijósmynd. Hins veg- ar þarf nokkra þekkingu til að vita, hvernig ljósmynda- vélin skal vera. Reyndir ljós- myndarar eiga stundum erf- itt að ákveða, hvaða mynda- vél skal nota vi.ð ákveðin tækifæri. Ein myndavél hefir kosti sem aðra vantar, og kemur því margt. til greina, þegar velja skal myndavél. Skal ekki á þessu stigi farið mjög nákvæmlega út í lýsing- ar á einstökum myndavéla- tegundum og kostum þeirra hverrar út af fyrir sig. Til venjulegra daglegra nota eru kassamyndavélarnar góðar, ef rétt er með þær far- ið. En þær eru ódýrustu myndavélar, sem hægt er að fá, sökum þess hvað þær eru einfaldar að byggingarlagi. Þær hafa þann mikla kost, að vera einfaldar í meðförum. Eftir því sem myndavélarnar verða margbrotnari og dýrari, er yfirleitt meiri vandi að fara með þær. Stillingarnar á fjar- Tægð, ljósopi og hraða gera það hins vegar að verkum, að Kægt er að ná betri árangri með slíkum vélum, við mis- jöfn veðurskilyrði. En aðeins þó ef nauðsynleg þekking er fyrir hendi. Þó getur maður með flókna myndavél í hönd- unum oft náð ágætum mynd- um, ári þess að þekkja mikið til lögmálsins, sem því veld- ur. Er þá vitanlega um til- viljun að ræöa. Við skulum því hálda okkur við kassavélina til að byrja með, enda á flest það, sem um hana er sagt, einnig við aðrar tegundir myndavéla. Kassa- vélin er einmitt nokkuð góð eftlrlíking fyrstu myndavélar- innar og þess vegna auðvelt að átta sig á lögmáli Ijós- myndagerðarinnar með þvi að hafa hana í huga. Ljó myndavélin og auga mannsins. Myndavélin er í sjálfu sér svipað tæki og auga manns- ins, nema hvað augað er miklu fullkomnara en allar myndavélar. Augað er eins konar hylki, með Ijósopi að framan og ljósnæmri sjónhimnu, sem tekur við því, sem kemur inn um ljósopið, eins og filman á myndavélinni. Augað safnar Ijósgeislunum inn um þetta op og temprar stærð þess eftir ljósmagninu, eins og sá gerir, sem hugsar vel um myndavél sína og minnkar og stækkar ljósopið, eftir því sem birtan segir til um. En vegna þess, eins og áð- ur er sagt, hvað augað er full- komin myndavél er stillingin þar sjálfvirk og myndin send jafnóðum með þráðum til heilans. En saga ljósgeislans, sem inn um auga myndavél- arinnar fer endar á filmu'rini, þar sem skuggaskil hins svarta og hvítri festast í öfug- um hlutföllum, þahnig að hið Ijósa verður dökkt og svart- nættið Ijóst á framkallaðri filmunni, en snýst við, þegar á pappírinn kemu'r og mynd- in verður fullsköpuð. í safngleri ljósmyndavélar- innar snýst mynd sú, sem augað sér, víð og steridúr á höfði þegar ljósgei larnir fést ast á filmunrii í botni kass- ans. Enda bótt þannig mégi líkja auganu við mynaavéliria ber þó að hafa það ákveðið í huga, að ljósmyndavéiiri er aðeins ófullkómið áhald og notkunarmöguleikar þess að- eins óverulegir í samáriburði við augað, þessa töfrátækis, sem forsjónin gefur mannin- um í vöggugjöf. Engu að síð- ur getur það ófuiikömna hjalp arauga mannsins, sem mynda vélin er, séð vél ög geymt vel góða sýn, ef rétt er á haldiö. Ljós, hraði og fjarlægð. Þegar mynd er tékiri verða ákveðin skiiyrði að vera fyrir hendi. í fyrsta lagi þuffum við birtu, því húri skapar skuggaskil þau sem ger'a ljös- myndina. Allár mj ndir yerða til fyrir áhrif Ijóss og skugga. Þegar mynd er tc kin, verð- ur að ákveðá það ijósmágn,' sem hæfilegt1 er, sv o 'ttiýndin verði það sem kallsð er rétt lýst. Sé ljósið, sem inri á film- una kemur, of mikið', Véfður hin framkallaða filria dökk, eða svört, en ljósmyndin,1 sem frá henni kemúr njög grá, þar sem lítil skil verða á milli ljóss og skuggá, og aðgréin- ing því lítil. Ljósgjöfin inn á filinuna er tempruð með því að stækka, eða minnka stærð ljósopsjns, þegar myndin er tekin. Þarf þá einnig að hafa í huga, hvað lengi opið er íátið stanþa op- ið, það er að segja hraða þann, sem myndin er tekin á, og ennfremur gerð fiímunn- ar. Hinar ýmsu tegundir af filmum eru mj ög mismunandi ljósnæmar, og er því nauð- synlegt að kunna skil á því, þegar mynd er tekin. Enn eitt mikilvægt atriði er fjarlægðin frá myndavélinni til þess hlutar, sem koma skal einnig að þvf leyti ófullkomn- einnig að þv íleyti ófullkomn- ari en mannsaugað, aö tak- markað svæði í fjarlægð, eða nálægð kemur skýrt fram á myndina, þó að augað sjái þann hlut jafn skýrt, sem næst stendur, og fjallstind- inn í fjarska. Jafnvel hinar fullkomnustu og dýrustu „linsur“ eru takmarkaðar í þessu efni. Flestar einföldustu mynda- vélar hafa fasta fjarlægðar- stillingu og má þá reikna með, að allir hlutir í fjarlægð komi skýrt fram á myndinni ef öðr- um nauðsynlegum skilyrðum er fullnægt. Hins vegar verða þeir hlutir, sem eru mjög nærri vélinni loðnir á mynd- inni og óskýrir, vegna þess að (Framhald á 10. síðu)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.