Tíminn - 05.06.1955, Side 7
124. blað.
TÍMINN, sunnudaginn 5. júní 1955.
7.
Sunnutl. 5. júní
Er kalda stríðinu
að linna?
í erlendum blöðum má nú
oft lesa greinar, þar sem sú
skoðun kemur fram, að kalda
stríðinu kunni að vera í þann
veginn að iinna. Enginn ábyrg
ur blaðamaður virðist þó enn
vilja fullyrða þetta. Hins veg
ar telja ýmsir sig sjá þau teikn
á lofti, að slíkt kunni að vera
ekki mjög langt undan.
Fléstum þeirra, sem um þessi
mái rita, kemur jafnfrámt
saman um það, að meginorsök
þeirra breytinga, sem kunni
að vera í vændum, sé að finna
í auknum styrk og samheldni
lýðræðisþjóðanna. Meðan þær
voru ósamtaka og óviðbúnar,
horfði illa um friðinn í heim
inum. Þetta heÞr hins vegar
mjög breytzt síðan Atlants-
hafsbandalagð var stofnað og
því óx fiskur um hrygg. Tví-
mælalaust er því, að Atlants-
hafsbandalagið hefir eflt og
styrkt friðinn meira en nokk
uð annaö.
Af þeim breytingum, sem
nú kunna að yera í vændum
í alþjóðamálum, draga menn
því líka síður en svo þær álykt
anir, að enn sé kominn tími
til að draga úr varúð og vörn-
um. Ef slíkt væri gert að svo
stöddu, benda allar líkur til,
að sá árangur, sem hefir
náðst, verði til einskis, og
kalda stríðið og ófriðarhætt-
an komist í algleyming aftur.
Meðan ekki nást samningar
milli stórveldanna um alhliða
afvopnun, er engin trygging
fyrir öruggum friðarhorfum.
Að því takmarki er nú hins
vegar stefnt og þær vonir, sem
menn ala nú í brjósti, eru
fyrst og fremst bundnar við
það, að slíkt samkomulag
muni nást. Hins vegar verða
menn að geta sýnt nokkra
þolinmæði í þeim efnum, því
að hér verður um svo örðuga
og flókna samninga að ræða,
að óhjákvæmilega hljóta þeir
að taka nokkurn tíma. Ef þeir
tækjust, myndu þeir verða al-
gert nýmæli í sögunni, og því
ekkert undarlegt, þótt þeir
kunni að hafa alllangan aö-
draganda.
Það sést bezt á afstöðu
hinna svonefndu óháðu þjóða,
aö þær teija ástandið í alþjóða
málum þannig, þrátt fyrir
ýms batamerki, að ekki sé
ráðlegt að veikja varnirnar
neitt að. sinni, Bæði Svíar og
Svlsslendmgar halda áfram
að treysta varnir sínar. Sama
gildir um Júgóslava. Æðstu
menn Rússa fóru að því levti
algera érindisleysu til Belgrad,
að þeir fengu Tító ekki til að
fallast á að gera Júgóslavíu
að hlutlausu og varnarlausu
landi. Austurríkismenn vildu
ekki heldur kaupa friðarsamn
ingana því verði, að hömlur
yrðu settar á landvarnir
þeirra.
Ástandið í heiminum er því
miður enn þannig í dag, að
engin þjóð vill vera Varnar-
laus. Annað hvort treystir
hún varnirnar af eigin ramrn-
leik eða í félagi við aðra.
Reynslan hefir ekki sízt kennt
smáþjóðunum það, að ekki
dugir lengur að treysta á varn
arleysið.
Það, sem smáþjóðirnar
setja nú vonir sínar á, er ekki
lengur hlutleysi, heldur sam-
ÁDLÁI STEVENSON:
Skyldur Bandaríkj amanna
Dcilwáliu vei'ða aðeins leyst á fríðsamtegan hátt ineð giví að
g'an^'a meðalvesíliiBa
Hin fjölmörgu vandamál, sem
Bandaríkin standa nú augUtis við,
veröa ekki leyst meö einum penna-
drœtti. Sum þeirra verða ef til vill
aldrei leyst, enda þótt við Ameríku
menn liöfum alltaf gert ráð fyrir,
að þrotlaus vinna og góður vilji geti
íleytt okkur yfir alla örðugleika.
Okkur er það eðlilegt að hugsa
þannig. Ef litið er á okkur sem
þjóð, hefir aldrei neinn Þrándur
orðið í Götu okkar, sem við ekki
höfum yfirunnið. Við höfum aldrei
lifað þá kreppu, sem við ekki höf-
um leyst, eða strxð, sem við ekki
gátum unnið.
Þegar við þess vegna rekum okkur
á vandamál í milliríkjastjórnmál-
um, finnst okkur eðlilegt, að þau
verði leyst á svipstundu, ef við að-
eins komurn nálægt þeim. „Við leys-
um það erfiða á augabragði, og það,
sem ómögulegt er, tekur dálítið
lengri t:ma“.
Páið okkur einungis í liendur
næga starfskrafta, peninga og graf
tól, þá veröum við ekki lengi að
leysa málið.
Svo lengi sem við Ameríkumenn
lítum þessum augum á vandamál
okkar, þá sjáum við þau aldrei í
raunsæu ljósi. Skoðun mín er sú,
að við verðum fyrst og fremst að
viðurkenna takmarkanir okkar og
viöurkenna þá nöktu staðreynd, að
við erum hvorki nógu forsjálir eða
dugmiklir.
Til eru þau milliríkjavandamál,
sem aldrei vei'ða leyst. Sú deila, sem
stóð í þrjú hundruð ár milli múham
eðskra og kristinna manna, varð
aldrei jöfnuð. Múhameðstrúarmönn-
um og kristnum mönnum lærðist
að búa hlið við hlið, og það vanda-
mál hvarf í skuggann fyrir þeim,
sem upp komu með renaissance-
tímanum, og þeim miklu uppgötv-
unum, sem síðar voi-u gerðar, og
með iðnaðarbyltingunni. Þannig var
það einnig í þrjátíuárastríðinu, sem
hófst á sama hátt með deilu milli
kaþólskra manna og mótmælenda.
Þau atriði, sem lágu til grundvallar
deilunni, hurfu ekki, en menn hættu
að skipta sér af þeim, er þjóðernis-
stefnur risu upp og höfðu í för með
sér miklu meiri vandamál.
A sama hátt verðum við að gera
okkur þess ljósa grein, að við mun-
um aldrei finna lausn á þeim
möx-gu, erfiðu vandamálum, sem
heimurinn á við að stríða nú, við
vérðum að lifa með þessum vanda
málum, ef til viil svo að öldum
skiptir.
Þetta verða allir að gera sér ljóst.
Meðan við erum ung, höldum við,
að allir hlutir verði leystir, en er
við cldumst, komum við auga á,
að við munum aldrei ná því ijóm-
andi marki, er við í upphafi settum
okkur. Og venjulega verður endir-
inn sá, að við reynum að sætta okk
ur eins vel og við getum við maga-
sárið eða gigtina og okkar brostnu
vonir, jafnvel við stjórnmálamenn-
ina okkar. Ef til vill erum við Banda
ríkjamenn nú á því ólgusama ald-
urskeiði, er menn uppgötva, að all-
eiginlegt, öflugt öryggiskerfi,
eins og Sameinuðu þjóðunum
var upphaflega ætlað að vera.
Ef samkomulag næst um alls-
herjarafvopnun, mun það
verða byggt á því, að slíku
öryggiskerfi verði komið á fót.
í slíku sameiginlegu öryggis-
kerfi eru hinar svonefndu
óháðu þjóðir sízt ófúsari að
taka þátt en aðrar. Meðan sú
hugsjón hins vegar rætist ekki
verða þjóðirnar annað hvort
STEVENSON
ar þeirra óskir muni ekki ná fram
að ganga, en hafa ekki enn sætt
sig við vonbrigðin, né þann ömur-
lega sannleika, að á þeim hviiir
ábyrgð.
Okkur er einnig nauðsynlegt að
gera okkur lióst, að í milliríkjaviö-
skiptum verður eklþ notaður neinn
einhlítur siðgæðismælikvarði. Það
er hvorki siðleysi eða sviksemi að
ganga meöalveginn. Þvert á móti
er það takmarkið, sem allir stefna
að, og með því einu verða deilu-
atiúðin leyst á friðsaman hátt.
Við getum ekki fengið vilja okk-
ar framgengt í öllum málum. Við
verðum að viðurkenna, að nauösyn
legt er að ná samkomulagi, ekki
aðeins við bandamenn okkar, held-
ur einnig andstæðinga okkar, og við
erum tilneyddir að viðurkenna, að
þeir hafi einnig að baki sér vald.
Við Ameríkumenn erum tilneydd-
ir að hafa vald á óþolinmæði okk-
ar og biða þess þolinmóöir, að Evr-
ópuþjóðirnar sameinist hægt og
hægt. Árangursríkri samstöðu ná-
um við aðeins við bandamenn okk-
ar með því að á milli okkar ríki
gagnkvæmur skilningur. Samband
okkar vcrður að markast af sam-
vilja, en ekki valdboði. Við verðum
að hlusta, en ekki eingön^x tala,
við verðum að læra, en kenna ekki
eingöngu. (Ég hef það stundum á
tilfinningunni, að það, sem okkur
Bandaríkjamenn skorti mest, só
gott hcyrnai’tæki). Með þvi einu,
að við séum fúsir til að viðurkcnna
skoðanir annarra, getum við vænx.t
þess, að þeir fallizt á okkar sjónar-
mið.
Mér virðist sú skoðun heilbrigð,
að vilja vera óháður („jafnvel
manns beztu vinum", eins og Chur-
chill orðaði það), en þeirri stefnu-
vex nú óðum fiskur um hrygg í
Evrópu. Enda þótt slíkt hafi í för
með sér aukna erfiðleika fyrir þann,
sem fyrirliðinn er, minnir það okk
ur sífellt á, að samband okkar er
félagsskapur, en ekki gæzla. Okkur
að treysta á eigin varnir eða
sameiginlegar varnir minni
bandalaga. Með því skapast
það jafnvægi, sem er líklegt
tU að geta orðið grundvöllur
allsherjarsamninga. Bjartsýn
in, sem nú er ríkjandi í þess-
um efnum, stafar einmitt af
því, að slíkt jafnvægi virðist
nú vera fyrir hendi, og vonin
um öryggisbandalag allra
þjóða virðist þvi nær þvi að
rætast en nokkru sinni fyrr.
ber að gleðjast yfir því, að vinir
okkar í Evrópu skuli ekki lengur
stefna að því einu að vera okkur
óháðir, heldur kjósa að hafa meiri
áhrif á þá stefnu, sem mörkuð er
í sameigiiilegum málefnum okkar.
Lausnina á vandamálum okkar
berum við að miklu leyti með okkur
sjálfum. Án sjálfsstjórnar getúm við
ekki vænzt þess að hafa stjórn á
gangi sögunnar. Það vald, sem vís-
indin hafa fengið okkur í hendur,
hefir ekki fært okkur frið, heldur
óró og aukna ástæðu til ótta.
Þekkingin ein nægir ekki. Hún
verður að markast af víðsýni og hug
dirfð, áður en hún getur kallazt
vísindi, eins og Edmund Burke,
hinn frægi enski stjói’nmálamaður,
sagði eitt sinn.
Saga Ameríku einkennist af geypi-
legum vexti. Nú erum við komir. á
fulloi’ðinsaldur og verðum að
standa undir ábyrgð stærðarinnar,
því að til hinztu stundar verður
árangurinn af baráttu okkar fyrir
menningunni og lýðræðishugsjón-
inni undir því komin hvers Ameríku
menn eru megnugir. Mikilleiki
manna og þjóða verður ekki dæmd-
ur eftir ytra glysi þeirra eða prjáli,
heldur vilja þeirra til að taka á
sig auknar skyldur og hæfileikum
þeirra til að uppfylla þær með
heiðri.
Skrifað og skrafað
(Framhald af 6. síðu.)
starfsfólk við innflutninginn
og kaupfélögin.
Það er vissulega éitt af okk
ar allra stærstu málum að
gera milliliðastarfsemina ó-
dýrari og stórfækka starfs-
fólki við hana. Við bað vinnst
það tvennt, að dýrtíðin getur
lækkað og hægt er að tryggja
framleiðslunni og uppbygging
unni meira vinnuafl. Þessu
takmarki verður áreiðanlega
bezt náð með úrræðum sam-
vinnunnar.
Efllng' atvinnuveganna.
Nefnd hefir nú verið sett til
að undirbúa lögin um atvinnu
leysistryggingarnar. Önnur
nefnd, sem ástæða er til að
binda enn meiri vonir við, er
jafnframt að taka til starfa.
Henni er ætlað að athuga
möguleika til að hagnýta sem
bezt gæði landsins bæði með
tilliti til þess að koma upp
nýjum atvinnuvegum og efla
þá, sem fyrir eru. Framsókn-
armenn áttu frumkvæði að
þessari nefndarskipan. Það er
vitanlega takmarkið, sem ber
að stefna að, að hér verði
aldrei atvinnuleysi, heldur
alltaf nóg að gera. Næg eru
líka verkefnin, ef þjóðina
brestur ekki dugnað og á-
ræði til að fást við þau eða
lætur ekki einhverja hleypi-
dóma, t. d. i sambandi við er-
lent fjármagn, aftra sér frá
að leysa þau.
En jafnframt þarf hún
líka að hafa í huga, að efl-
ing atvinnuveganna er ekki
einhlít. Engu ónauðsynlegra
er að tryggja réttláta arð-
skiptingu, svo að stéttirnar
eyði ekki feröftum sínum í
verkföll og átök og í sam-
bandi við það þrífist hvers
konar úlfúð og fjandskapur
í þjóðfélaginu. Til þess að
leysa það mikla vandamál,
henta engin úrræði betur en
úrræði samvinnunnar í hin-
um ýmsu formum hennar.
Áttræbur í dag:
Jón Árnason
Jón Árnason, prentari, Lind
argötu 15, hér í bæ, er átt-
ræður i dag. Hann er einn
sérstæðasti og merkilegast1
maður smnar samtíðar og fer
vel á, að hans sé minnst að
nokkru í íslendingaþáttum
þessa blaðs. Ekki verður þó
ýtarleg ævisaga sögð. Til þess
er ekki tími nú, né nægilegt
rúm í þáttum þessum. Þessar
línur ber því áð skoða sem
persónulega kveðju og þakkir
fyrir margra ára félagsskap,
fræðslu og vináttu.
Jón hefir alla tíð staðið í
fremstu röð bindindismanna
á landi hér og er einn beirra
fáu, sem hikiaust heldur því
fram að hvers konar eitur-
nautnir standi í vegi andlegs
þroska einstaklinga og fé-
lagsheilda. Þess vegna beri að
afneita öllum eiturnautnum,
en iðka í þess stað ó'úgingirni
drengskap og fórnfýsi í þágu
manna og málefna. Jón hef-
ir líka verið ötull liðsmaður
þeirra félagsheilda, er á einn
eða annan hátt berjast fyrir
áhugamálum hans og skulu
þess nefnd nokkur dæmi.
Góðtemplari'hefir hann ver
ið frá fermingaraldri og hef-
ir gegnt þar mörgum embætt-
um, m. a. verið lengi í fram-
kvæmdanefnd Stórstúku ís-
lands Nú er hann umboðsmað
ur Hátemplars í þeirri stúku.
Ritstjóri Templars var hann
fyrr á árum og þótti andstæð
ingum hann harðsnúinn mót
stöðumaður. Fyrir störf sín í
þágu Góðtempjarareglunnar
hefir hann verið sæmdur
æðsta heiðursmerki hennar.
Jón hefir starfað lengi í
Guðspekifélagi íslands og ver
ið formaður þar nokkur ár.
Þá var hann og einn af stofn-
endum Co-Frímúrarareglunn
ar hér á landi og aðalstofn-
andi' Reglu Musteuisriddara,
nú fyrir nokkrum árum- Þá
var hann og stofnandi Hins
ísl. prentarafélags og kjörinn
heiðursfélagi þess 1937. —
Hann hefir ritað allmikið um
guðspeki, stjörnuspeki og ýms
þjóðmál. Hann er manna bezt
að sér í táknfræði og stjörnu-
speki, enda ritað árum sam-
an stjörnuspádóma í Fálkann.
Hafa þeir vakið allmikla eft-
irtekt. — í viðurkenningar-
skyni fyrir störf sín í þágu
alþjóðar, hefir Jón hlotið
heiðursmefki isl Fálkaorð-
unnar.
Jón lærði prentiðn hér í
Reykjavík og hefir lengst æv-
innar verið prentari í Guten-
berg — enda einn af með-
stofnendum hennar — utan
fá ár, sem hann var við prent
iðn í Noregi. Hann er ókvænt
ur maður. Hefir aldrei mátt
vera að gefa sér tíma til þess!
(Framh. & 6. síðu.)