Tíminn - 05.06.1955, Síða 9
9;
124.blaö.
TÍMÍNN, suttnudaginn 5. júní
19^5.
Uppsögn Staðarfellsskólans
Húsmæðraskclanum að
Staðarfelli, .var sagt upp 15.
þ. m. Námsmeyjar í skólanum
voru alls :22 x vetur. Kennarar
auk forstöðukonu, frk. Ólafar
Sigurðardótttir, voru þær frk.
Sigríður Halldórsdóttir, sem
kenndi vefnað, frú Kristín B.
Tómasdóttir, sem kenndi
sauma og frk. Kolbrún Norð-
dalil, sem var aðstoðarkenn-
ari.
Fjölbreytt handavinnusýn-
ing 'nemenda var í skólanum
daginn fyrir skólaslit. Alls
vcru sýndir um 700 munir,
saumaðir og ofnir. Nokkra
athygli vöktu spjaldofnir
munir á handavinnusýning-
urmi. Þótti sú nýbreytni í veín
aðinum fögur og þjóðleg. Lögð
var sérstök áherzla á upp-
setiilngu vefja og haldnar full
Lcmxxar vinnubækur.
Veínaðarnámskeið var hald
ið við skólann seinni hluta
vetrar.
Meðal dvalarkostnaður, —
þarSinnifalið fæði, bækur og
handavinnuéfni, — varð kr.
4.800 yfir veturinn.
Husstu meðaleinkunnir
hlutu þær frk. Álfheiður Þor-
steinsdóttir frá Jörfa í Dala-
sýslu — 9.31, og frk. Hólm-
friður Snorradóttir frá Ási við
Ytri-Njarðvík, 9.06.
Námstjóri húsmæðraskóla,
frk. Halldóra Eggertsdóttir var
viðstödd skólaslitin og flutti
ávaíp.
Halldór Sigurösson, Staðar
felli, sem verið hefir formaður
skólaráðs síðan 1946, lætur nú
af störfum fyrir skólann.
Halldór flutti ræðu við þetta
tækifæri og sagði m. a.:
„Á árunum 1948—49 voru
gerðar miklar endurbætur á
hújhæði Staðarfellsskóla. TU-
drögin að þeim endurbótum
og ^húsnæðisstækkun, sem þá
var gerð, voru m. a. þau, að á
þeim tíma ákváðu opinberir
aðdar að við húsmæðraskól-
aná skyldu starfa allt að
4 kpnnarar og skyldu eigi vera
íæfri en 10 nemendur á hvern
kennara.
Tímabilið frá 1940—1950 ein
kenndist af gífurlegri aðsókn
að; húsmæðraskólum yfirleitt.
Fjpldi ungra stúlkna hafði orð
ið -að bíða eftir skólavist árin
áður. Síðustu ár hefir hins
vegar dregið mikið úr aðsókn
að;-þessum skólum.
Umræður þær, sem á opin-
berum vettvangi hafa átt sér
stað um Staðarfellsskólann,
ha£a haft mjog neikvæð áhrif.
í júlímánuði 1953 barst
skólaráði bréf frá ráðuneyt-
inu, þar sem hreyft var að
skólahúsið yrði tekið til af-
no’ta sem vistheimili fyrir af-
vegaleiddar stúlkur.
Afstaða skclaráðs til þeirrar
málaleitunar markaðist af
þessum meginástæðum:
1. Hin upphaflega .sjóðstofn
un Herdísar og Ingileifar Bene
diktsen var algerlega afmörk
uð við starfrækslu kvenna-
skóla við Breiðafjörð.
2. Aðrar gjafir, sérstaklega
gjöf Magnúsar Friðrikssonar,
jcrðin Staðarfell, var og gefin
eingöngu með sama markmið
fyrir augum. Skólaráð hefir
alltaf verið þeirrar skoðunar,
að sökum sérstöðu þessara
stcfngjafa Staðarfellsskóla
væri hvers konar önnur starf
ræksla á staðnum röng og í
óvirðingarskyni við látna gef
endur.
Endanlegur úrskurður hlut-
aðeigandi ráðuneytis varð og í
samræmi við álit skólaráðs.
*Um rétt okkar til landsins
og landsins gæða hefir rnargt
verið rætrhin síðari ár.
Réttur okkar til landsins
byggist á því að við byggjum
og nemum allt landið, þ. e.
viðurkennum jafnt rétt dreif
býlis og þéttbýlis. Skólar okk
ar eiga að vera í samræmi við
lífskjör fólksins í landinu. Þess
vegna eiga skclar einnig að
vera í dreifbýli og á afskekkt-
um stöðum.
Gæði Staðarfells eru marg-
vísleg og mikil. Náttúrufegurð
er stórkostleg við víðan faðm
Breiðafjarðar, skógur um hlíð
ar og gagnsemi til sjós og
lands. Staðurinn gefur gott
næði til náms og mennta. —
Verði sú stefna ríkjandi í
þessu landi, að ofrausn þyki
fyrir strjálbýlar sveitir Breiða-
fjarðar að eiga einn kvenna-
skóla, þá fyrst er tímabært að
fara að ræða um að taka höfuð
bclin fyrir þá, sem aka út af
veginum í þéttbýlinu. Enda er
þá óþarft allt tal um svokallað
jafnvægi í byggð landsins.
Staðarfellsskólinn reis af
grunni fyrir gjafafé mætra
Breiöfirðinga. Öðru fremur
skyldi það þó haft í huga, að
stofnunin hvíldi á göfgum súl
urn sorgar og harms.
í röskan aldarfjórðung hefir
hinn skapandi kraftur frá hug
gefendanna veitt þekkmgu, yl
og hlýju inn á hundruð heim-
ila í landinu.
Breiðfirðingar!
Varðveitið dýrar og helgar
múijar Staðarfells. Standið
órjúfandi vörð um rétt skól-
ans og heiður“.
í lok skölaslita sungu náms
meyjar undir stjórn séra Pét-
urs T. Oddssonar prófasts í
Hvammi. Söngur hefir verið
kappsamlega æfður í vetur
undir stjórn séra Péturs.
Umsóknir fyrir næsta skóla-
ár eru þegar farnar að berast.
E. Kr.
Miðhraim
(Framh. af 5. síðu.)
Þeir hafa þegar hafi'ð bygg-
ingu útihúsa, þurrkað og brot
ið land í allstórum stíl. Enn-
fremur hafa þeir hrundið í
framkvæmd virkjun vatns td
ljósa, suðu og hitunar, og það
svo að segja á sléttum fló-
anum. Lækur sá, er valmn
var, er djúpur flóalækur, er
kemur undan hrauninu. Með
skurði úr Grímsá í þennan
læk, var hægt að hagnýta
aðra tvo læki. Var þessi upp-
gröftur framkvæmdur með
jarðýtu ca. 150 m. á lengd.
Sömuleiðis var ýtt upp frá-
rennsli i lækjarfarveginn 120
m. á lengd. Stýfla er steypt
í lækinn 3,5 m. á hæð. Þar
við er túrbínuþróin 150x350
m. 3.5 m. á hæð. Vegna lítill-
ar fallhæðar, þurfti svokall-
að sogrör. Liggur það ofan í
steypta þró, er sográs kallast,
' niður fyrir botn lækjarins,
með útfalli í yfirborðshæð
hans. Á þennan hátt næst 3.
fall, sem nauðsynlegt var, svo
að næe- orka fengist fyrir
heimilið. Stöðvai-húsið er 2,5
x3 m. Stöðm á að geta skilað
12 kv. og er 220 w jafnstraum
ur. Ég hefi nú dregið hér
fram nokkur sögubrot hms
kyrrláta lifs nokkurra sveita
heimila, sem geta þó oft orð-
ið ærið margþætt og athygl-
isvert. Það er eigi siður vert
að hlusta eftir æðaslætti þjóð
lífsins í sveitum landsins,
heldur en hávaða hópfunda
margmennis höfuðborgarinn-
ar, er þó oft gengur úít fyrir
takmörk alls velsæmis og
réttlætis.
í Chevrolet
Ef þér pantið strax, fáið þér bifreiðina með næsta skipi.
SAMBAND ÍSL. SAMVSNNUFÉLAGA - VÉLADEILD
Verð með málmhxisi kr. 33.000,00.
BÚNAÐARBÍLLINN LAND-ROVER hefir staðist reynslu áranna hér á lantít Hann
er traustur, endmgargóður og sparneytinn. Benzíneyðsla aðeins 11 ltr. á 100 km.
Allur vi'ðhaldskostnaður mjög lágur vegna hinnar sterku byggingar bílsins. Land-
Rover ber, í þægilegum svampsætum, sex farþega, auk bílstjóra. Fer jaínt vegi sem
vegleysur. — Honum er ekki markaður bás.
Þeir bændur, sem enn hafa ekki fengið upplýsmgar um Land-Rover, hafi sam
band við oss sem ryrst.
Farið að dæml þeirra kröfuhörðu og veljið
LAND-ROVER.
HEILDVERZLUMN HEKLA H.F.
HVERFISGOTU 103. — SIMI 1275.