Tíminn - 30.09.1955, Blaðsíða 5
221. blað.
TÍMINN, föstudaginn 30. september 1955.
5
Horft fram á vetur
Þessa dagana birtast hér i
blaðinu þættir eftir Pál Zóph-
óníasson, búnaðarmálastj óra,
urn heyskap í sumar, ásetning
bænda og fóðrun búpenings-
ins. Það er alkunna að eftir
versta óþurrkasumar á þess
ari öld í stærstu og þéttbýl-
ustu landbúnaðarhéruðum
landsins, er bændum meiri
vandi á höndum í þessum
efnum en beú’ hafa áður lif-
að. Þar sem heyfóðrið er litíð,
létt og skemmt er það mikil
búmannsraun að sigla heilu
skipi úr þeim skerjagarði, er
næsti vetur hlýtur að verða
alla leið fram í græn grös
næsta vor. Til þess að þetta
takist, má engin fyrirhyggja
bregðast, hyer smávægdegur
misreikningur getur orðið þar
örlagaríkur, valdið bústofns-
missi og illbætanlegu tapi
fyrir bóndann.
í þáttum þessum reynir
búnaðarmálastjóri, sem hefir
í senn lengri og meiri reynslu
af þessum málum og yfirgrips
mikinn kunnugleik á ástand-
inu eins og það er nú, að vekja
bændur til fullrar aðgæslu í
þessum efnum og fyrirbyggja
hugsanleg mistök. Það er full
komin ástæða til að benda
bændum á að gefa orðum
hans góðan gaum. Þeir vita,
að þar talar maður af fullum
heilindum og ejnlægum vilja
til þess að verða að liði í
þessum efnum. Eins og bænd
um er kunnugt hefir hann á
undanförnum vikum lagt á
sig þrotlaust erfiði í ferðum
um þvert og endilangt landið
til þess að kynna sér á-
standið og ræða við bændur
um tiltæk úrræði og forystu-
menn hreppanna um ástand
og horfur og sameiginlegar
aðgerðir. Á þessum trausta
grundvelli hefir hann svo
byggt tillögur sínar um nauð
synlegustu aðgerðir og komið
á samstarfi milli oddvita á
þurrkasvæðmu annars vegar
cg óþurrkasvæðinu hins veg
ar. Mun bað almannamál
meðal bænda. að hann hafi
brugðizt við þessum vanda af
sínum óvenjuiega en þó al-
kunna dugnaði. Nú beinir
hann síðustu varnaðarorðum
sínum til bænda áður en full
or ákvarðanir eru teknar um
ásetninginn.
JI'Midarsamtök bænda, Bún
aöajrfélagið og Stéttarsam-
bandið hafa fjallað um þessi
mál af framsýni og fyrir-
hyggju, og .er þess að vænta
að stefnu þeirri, sem þau hafa
markað verði vel framfylgt
og landbúnaðinum þar með
bjargað svo sem verða má frá
þungum áföllum og þjóðinni
allri frá þeim vandræðum,
sem slík áföll mundu valda
henni.
í langflestum sveitum
landsins eru nú starfandi
fóðurbirgðafélög og sums
staðar hafa þau starfað lengi.
Þar hafa yfirleitt myndazt
. fastar venjur um ásetninginn
og er úr sögunni að tefla á
tæpt vað. Þetta sumar ætti
að verða til þess að fóður-
birgðafiílög yrðú stofnuð í
. hverri sveit landsins og full-
komnu eftirliti með ásetningi
komið á.
Starf eftirlitsmánna með
ásetningi er nú vandasamara
Sameining Þýzkalands
Það muii seMÍlega ver'ða eiít aðal vandamálið á furnli uian-
ríkisrálliesra fjórveldanna í haust.
Eitt af verkefnum utanríkisráff-
hcrrafundar stórveldanna í Genf
mun verffa aff ræffa um samein-
ingu Þýzkalands, og þui mtix
fafnframt verffa eitt affaldeilu-
efniff. — Éftirfarandi grein bírt-
ist nvlega í New York Times eftir
fréttaritara þess blaffs í Bonn, M.
S. Handler.
Fyrir rúmri. viku síðan var í
Moskvu undirritaður samningur
milli Austur-Þýzkalands og Rúss-
lands, sem felur í sér viffurkenn-
ingu Rússa á '-sjálfstæði Austur-
Þýzkalands. Má líklegt telja, að
þessi samningúr. muni verða til
þess, að í framtiðinni verða Vest-
urve’din að geia meiri gaum mál-
efnum Austur-Þýzkalands en áður.
Frá hendi Rússá er þessi leikur
gerður til þess aff geta teflt Aust-
ur-Þýzkalandi ffam sem sjálfstæðu
og sambærilegu'ríki við Sambands
lýðveldið Þýzkaland. Þessi samn-
ingur hlýtur þó að auka á valda-
streituna um yfirráðin á þýzku
landi.
Mcff þessum samningi hlýtur A-
Þýzkaland sama.. sess í bandalagi
Austur-Evröpurikjanna og Sam-
bandslý.ðveldið Þýzkaland hefir í
varnarsamtökunv.; vestrænu þjóð-
anna. Þannig er hið raunverulega
ástand i Þýzkálandi nú.
Með' stuðningi Sovétríkjanna
gerir austur-þýzka kommúnista-
stjórnin kröfu til þess að vera talin
hin eina rétta . .stjórn sameinaðs
Þýzkalands. Á - sama hátt gerir
Bonnstjórnin með stuðningi Vest-
urveldanna kröfu tit þess að vera
skoðuð sem hin eina lýðræðislcga
kjörna stjórn Þýzkalands og því
hinn eini rétti, opinberi málsvari
þýzku þjóðarinnar. Þetta eru þau
vandamál, sem utanríkisráð'herrar
Vesturveldanna verða að hafa .gert
sér grein fyrir, er þeir koma til
móts við Moiotov á næsta fundi
þeirra í Genf.
En hvað er þá Austur-þýzka lýð-
veldið? Stjórnarfarslega er það al-
þýðulýðveldi, eins og nafngiftin
heitir í kennisetningum kommún-
ista. Ríkið var stofnað með her-
stuðningi Sovétríkjanna á rúss-
neska hernámssvgsðinu og hefir
síðan notið stuðnfngs þeirra.
Landfræðilega er Austur-þýzka
lýðveldið Mið-Þýzkaland, en ekki
Austur-Þýzkaland eins og það er
venjulega nefnt. Landamæri þess
takmarkast að austan af Oder-
Neisse línunni og .af landamærum
Sambandslýöveldisins að vestan.
Austur-þýjzka lýðveidáð nær jpr
40.725 fermilur lands, en Sam-
bandsiýðvcldið 94.500 fermílur, og
er þá ekki tillit tekið til Berlínar.
Það, sem eitt sinn .var kallað Aust-
ur-Þýzkaland, var, á Potsdamráð-
stefnunni lagt undir Pólland og
Rússland.
Um fólksfjqlda í þessum lönd-
um kemur - mönnum ekki saman.
Austur-þýzka stjórnin telur, að í
Austur-Þýzkalandi séu 17,6 milj.
ADENAUER
GROTEWOIIL
og i Austur-Berlín 1.175.000. Yfir-
völdin í Vestur-Berlín telja hins
vegar ,að samanlagður fólksfjöldi
í Austur-Berlín og Austur-Þýzka-
landi fari ekki fram úr 16,8 milj.
í lok júní s. 1. komst fólksfjöldi í
Vestur-Þýzkalandi upp fyrir 50
:niljónir.
Meira en 80% af iðnaðarhráefn-
um Þýzkalands eru í Vestur-Þýzka
landi. Tvö dæmi sýna hlutfallið,
sem er á milli framleiðsluretu þess-
ara tveggja landa. Á þessu ári er
gert ráð fyrir, að framleidd verði
21 miij. tcnna af stáli og 120 milj.
tonna af kolum, en í .Austur-Þýzka
landi er gert ráð fyrir 2 milj. tonna
af stáli og 25 milj. tonna af kolum.
Mismunurinn á lífskjörum fóiks
í þessum tveimur ríkjum er stór-
kostlegur. 1 Vcstur-Þýzkalandi ríkir
nú mikil bjartsýni og góð lífskjör.
Á aðeins sjö árum hefir Vsstur-
ÞjóSyerjum tekizt að vinna sig
aftur upp í sinn gamla virðingar-
sess sem ein fremsta iðnaðarþjóð
heimsins og i Evrópu jafnfætis
Bretum. Allt bendir einnig til þess,
að lífskjör í Vestur-Þýzkalandi
muni fara batnandi. Áætlað er, að
og ábyrgðarmeira en nokkru
sinni fyrr sunnan og vestan
lands. Á þeim hvílir erfið
skylda um að vera strangir í
kröfum. Undan henni mega
þeir ekkl; víkjast, því að á
starí'i þeirra getur hvílt heill
og afkoma byggðarlagsins
næsta ár; Bændur verða og
að líta með skilningi á strang
ar kröfur þeirra og hlíta þeim
því að með því er hagur
þeirra sj'alfra þezt tryggður.
Hér ber á svo' margt að líta,
sem ekkirer unnt að rekja
hér, en þSiidum skal eindreg
ið ráðlagt að fylgjast sem
bezt með varnaðarorðum og
lei'ðbeiningum búnaðarmála-
stjóra hér í blaðinu þessa og
næstu daga. Ýmsum kann að
finnast, að gamla íslenzka
máltækið um að bezt sé aö
búazt við hinu illa því að hið
góða skaði ekki, sé aðeins orð
tak svartsýnna manna, sem
beygðir eru af kulda og kvöl
margra alda. Ef til vill á það
ekki við ævmlega og alls stað
ar, en þegar horft er fram á
íslenzkan vetur er ekkert heil
ræði betra.
á þessu ári muni þjóðarframleiðsl-
an aukast um 10%.
í Austur-Þýzkalandi hafa lífs-
kjprin hins vegar staðnað á mjög
lágu stigi, vegna þess að allt fjár-
magn landsins hefir verið lagt í
að koma íótum undir þungaiðn-
aóinn. Iðnaðarvörur eru fágætar,
lélegar og dýrar. Þegar undan eru
skilin nokkur hverfi, sem reist hafa
verið sem sýnishorn af hinni aust-
rænu sælu, þá er húsnæði lélegt
og sums staðar hefir ekki neitt
verið reist úr rústum.
í Austur-Þýzkalandi hefir gæð-
um iðnaðarvara farið hrakandi.
Skriffinnska hefir háð bæði iðn-
aðinum og viðskiptalífinu yfirleitt.
Landbúnaðurinn getur varla séð í-
búunum fyrir nægilegri fæðu. Flók
ið kerfi samyrkjubúa, rikisbúa og
einkabúa hefir lamað framtak bænd
anna, sem þó njóta nokkurra hlunn
inda í ódýrum iðnaðarvörum og ó-
dýru byggingarefni.
Viðskipti Vestur-Þýzkalands fara
jöfnum höndum fram við Vestur-
veldin, Miðjarðarhafslöndin og A-
Asíulöndin, en viðskiptatengsl Aust
ur-Þýzkalands eru eingöngu bund-
in við Sovétríkin.
Borið saman við Vestur-Þjóð-
verja eru Austur-Þjóðverjar undir-
okaö fólk, sem er jafnvel fyrirlitn-
ara af húsbændum sínum en Pól-
verjar og Tékkar. Ágreiningurinn
milli hinna tveggja þýzku ríkja
hefir því sízt farið minnkandi, og
mismunurinn fer vaxandi, eftir því
sem hin tvö hagkerfi fá að þróast
þar lengur, þar sem önnur þjóðin
býr við góð hfskjör, en hin við lé-
legt viðurværi.
Suniir vestur-þýzkir stjórnmála-
menn hafa jafnvel orðið af því á-
hyggjur, að mismunurinn á þess-
um tveimur yíkjum kunni að verða
svo mikill, ef málin fá að þróast
lengi, svo sem fram hefir farið
síðan i styrjaldarlok, að erfitt
kunni að verða að. uppræta hann.
Stjómarfarslega er Austur-Þýzka
land kommúnistískt einræðisríki,
þar sem. stjórnin fer fram undir
yfirbragði þingræðislegra stjórnar-
hátta, en er I raunveruleikanum
flokksræði kommúnistaflokksins.
Þingið (Volkskammer) er kosið á
fjögurra ára fresti. Opinberlega er
svo látið heita, að öllum flokkum
sé frjálst að bjóða fram, en í fram-
kvæmd eru kosningarnar bundnar
viö einn lista, ef frá eru teknir ör-
fáir frambjóðendur annarra flokka.
í tilkynningu austur-þýzku stjórn
arinnar frá kosningunum 17. októ-
ber 1954 var frá því skýrt, að 91,46%
af öllum atkvæðisbærum mönnum
hefðu greitt lista kommúnistaflokks
ins atkvæði. Þetta er skýrast dæmi
um það, hve mikið frelsi mönnum
sé gefið til að bjóða fram á móti
stjórnarvöldunum.
Þingi’ð er ekki löggjafarsamkoma
í vestrænum skilningi, heldur miklu
fremur ráðgjafarsamkoma stjórn-
arvaldanna. Forseti þess er Johann-
es Dieckmann, sem er fulltrúi fyrir
Frjálslynda lýðræðisflokkinn, en sá
flokkur á fjóra menn á þíngi.
Ráðuneyti, sem kosið er af þing-
inu og síðan staðfest af stjórn
kommúnistaflokksins hefir með
framkvæmdavaldið að fara. For-
sætisráðherra er Otto Grotewohl,
en honum til leiðbeiningar eru sjö
aðstoöarforsætisráðherrar og leið-
togi þeirra er Walter Ulbricht, for-
maður kommúnistaflokksins. Auk
þess eru nitján ráöherrar og ellefu
aðstoðarráðherrar.
Hið raunverulega vald er í hönd-
um Ulbrichts, Grotewohls og Wil-
(Framhald & 6. siðu).
Gróa á Leiti í gerfi
alþýðuforingja
Stöðugt sígur nú á ógæfu-
hlið hjá Kópavogskommúnist
um. Framundan blasa við
þeim brim og boðar og hin
hripleka stjórnarskúta þeirra
hér í Kópavogi mun brotna
niður með gný miklum. Mun
um við íbúarnir óspart fagna,
er við losnum við skömmina
og niðurlæginguna, sem fylg
ir því að búa^undir stjórn
rauðUða, auk hins mikla tjóns
sem framfaramál vor hafa
beðið af því að Fmnbogi Rút
ur hefir verið oddviti hér.
Rógur liðs Finnboga um
Hannes . Jónsson einkennir
helzt kosningabaráttuna hér.
Holskeflur rógsins, sem lenda
á einarðlegum andstæðing-
kommúnista á Vesturlöndum
er tækið, sem kemur í stað
þrælabúðanna austan menn-
ingar. Hvort tveggja á eitt
markmið — að beygja og
eyðileggja. Kommúnistar
geta ekki unnið, ef rök og
afrek eiga að ráða. Valdið er
tækið, sem hefir reynst þeim
bezt, og rógurinn, þar sem
honum verður beitt.
Hannes Jónsson er sú teg-
und stjórnmálamanna, sem
kommúnistar óttast mest.
Ungur alþýðumaður, sem hef
ir brotist áfram af eigin
rammleik, séð lýðskrumið og
krabbameinið í kommúnistm
anum og ráðist gegn honum.
Hann hefir gengiö út með liðs
mönnum sínum og byggt fé-
lagsverzlun meðan kommún-
istaoddvitinn sat og spekúler
aði hvernig bezt væri að kúga
smælingjann. Hann hefir að
stoðað efnalaust fólk við að
koma þaki yfir höfuðið, með-
an kommúnistaoddvitinn sat
með ráðgjöfum sínum og
reyndi að koma í veg fyrir
að slíkt tækist. Sementskaup
maðurinn og kjötbraskarinn
i Borg, sem íhaldið í Reykja-
vik setti til höfuðs húsnæðis-
leysingj um höf uðstaðarins
fékk ágætan liðsmann —
kommúnistaoddvitann í Kópa
vogi, til að reyna að hrekja
húsnæðisleysingjana enn
lengra í burtu. Utan landa-
mæra svarta íhaldsins var
rauða íhaldið, sem tók flótta
mönnum ómjúkum höndum
og meinaði þeim vatns og raf
magns. Það hefir oft áður
sannast, að ekki er ýkjalangt
milli öfgapólanna — og
skemmra en margur heldur.
Eitt er víst — aldrei hurfti
Finnbogi Rútur að óttast and
stöðu hins steinrunna Uðs
Sjálfstæðismanna í Kópavogi
og Hannes Jónsson hóf fyrst
ur '-aunhæfa andstöðu gegn
kommúnistum- hér.
„Mér væri skapi næst að
henda h.....honum Hann-
esi út úr hreppnum.“ Þetta
sagði ein kommúnistaspraut-
an við kunningja sinn. Þetta
eru okki ósvipuð viðbrögð við
vandanum og þegar vikapilt-
ur Bjarna Ben. á Suðurnesj-
um fann það út, í grein sem
hann ritaði í málgagn Sam-
einaðra verktaka, að eina
ráðið gegn umbótastefnu
Framsóknarmanna væri að
gefa þeim rottueitur og losna
þannig við þá.
Svona aumir standa and-
stæöingarnir frammi fyrir
rökum og úrræðum samvmnu
stefnunnar. Vald og eitur, eru
einu tækin, sem þeir eygja í
baráttunni. Samvinnustefnan
(Framnald á 6. síðuu