Tíminn - 16.12.1955, Blaðsíða 7
287. blaff.
TÍMINN, föstudaginn 16. desember 1!>55,
7
Fiistud. 1G. des.
ERLENT YFIRLIT:
Sigur smáþjóðanna
á þingi S.Þ.
Þau ti'öindi gerðust á alls-
herjarþingi S.Þ. í fyrrakvöld,
að samþykkt var inntaka
sextán ríkja eftir að hún
hafði áður verið samþykkt í
Öryggisráðinu. Þátttökuríkin
í S.Þ. verða því hér eftir 76
í stað 60 áður.
Ríkin, sem voru tekin inn,
eru þessi: Albanía, Austur-
riki, Búlgaría, Ceylon, _ Eire,
Finnland, Jordan, Ítalía,
Kambodia, Laos, Libya, Ne-
paí, Portúgal, Rúmenía,
Spánn og Ungverjaland.
Af ríkjum, sem hafa sótt
um inngöngu í S.Þ. og enn
hafa ekki fengiö hana, eru
þá ekki önnur eftir en Japan,
klofningsríkin í Kóreu og
Vietnam og Ytri-Mongólía.
Þýzkaland hefur ekki enn
sótt um inngöngu
Það er búið að taka langan
tíma og harða baráttu að fá
umrædd ríki tekin í Samein-
uðu þjóðirnar. Rússar hafa
neitað að samþykkja inntöku
andkommúnistisku ríkj anna,
nema inntaka Ytri-Monkólíu
yrði samþykkt líka. Hvað eftir
annað hafa þeir beitt neitun-
arvaldi í öryggisráðinu til að
hindra inptöku þessara ríkja,
en inntaka þarf bæði að
samþykkjast í Öryggisráðinu
og á allsherjarþinginu. Vest-
urveldin hafa ekki viljað fall-
ast á inntöku Ytri-Mongólíu,
þar sem hún væri ekki sjálf-
stætt ríki. Niðurstaðan hefur
orðið sú, að ekkert þessara
rikja hefur.fengið inngöngu.
Eftir þetta langa þóf, sem
búið er að standa milli stór-
veldanna árum saman, á-
kváðu hinar smærri þjóðir í
S.Þ. að beita sér fyrir lausn
málsins á því allsherjarþingi
S.Þ., sem nú er að Ijúka.
Kanada tók að sér að hafa
aðalforustuna, en til liðs við
það komu öll önnur minni
ríki í Atlantshafsbandalag-
inu, Sviþjóð og Arabaríkin og
ýmS önnur smárifci og svo
Joks Indland og Indonesia.
Lausnin, sem þessi ríki á-
kváðu að beita sér fyrir, var
að veita inntöku öllum þeim
18 ríkjum, sem sótt höfðu
um inngöngu og ekki væru
klofningsríki eða réttara sagt
ættu það ekki yfir höfði sér
að sameinast ööru riki innan
skamms. Til viðbótar þeim 16
ríkjum seih áður voru talin,
komu þá Japan og Ytri-Mon-
gólía-
Af hálfu forgöngumanna
þessarar lausnar var það yfir-
íeitt tekið fram, að þeir teldu
hana ekki hma æskj_
legustu og var þá einkum átt
viö það, að vafi léki um sjálf-
stæði Ytri-Mongólíu. Um ann
að var hinsvegar ekki að ræða
en að sætta sig við það skil-
yrði Rússa, ef takast átti að
fá þá til að beita ekki neit-
unarvaldinu gegn inntöku
annarra ríkja.
Sú úrlausn, sem smáþjóð-
irnar beittu sér hér fyrir, fékk
svo góðar undirtektir á þingi
S. Þ., aö hún hlaut stuðning
52 ríkja. Eftir svo öfluga vilja-
yfirlýsipgu töldu stórveldin
sér ekki annað fært en að
víkja frá fyrri afstöðu sinni.
Sovétrikin hættu að beita sér
gegn Japan og Spáni, sem þau
Hugh Todd Naylor Gaitskell
Hiim nýi foriugi brezka Verkamanuaflokksius Jiyliir væulcgur
tii einbeittrar og farsællar forustu
Loks er nú lokið þeirri eftirvænt-
ingu, sem hefir rik’t í ’sambandi við
það hver myndi verða eftirmaður
Clement Attlees sem foringi Verka-
mannaflokksins brezka, en hún hef
ir valdið meiri og minni umræðum
og getgátum í heimsblöðunum sein-
ustu fimm árin. Með hinum glæsi-
lega sigri Hugh Gaitskells í keppn-
inni við þá Bevan og Morrison um
formanmsætiö, virðist hann hafa
örugglega tryggt sér forustuna í
náinni framtíð.
Það kom nokkuð á óvart, þegar
Attlee sagði af sér formennskunni
fyrir rúmri viku síðap. Við því hafði
verið búizt, að hann myndi enn
draga það í nokkra mánuði eða
a. m. k. út þennan vetm’. Þeir, sem
bezt þekkja til vinnubragða Attlees,
telja hann hafa einmitt valið þenn-
an tíma vegna þess, að Gaitskell
stóð sérlega vel að vígi. Framkoma
hans á flokksþinginu í haust þótti
með miklum ágætum og hann hefir
aldrei staðið sig betur á þingi en
nú _ í vetur i andstöðunni gegn
kreppuráðstöfunum Butlers. Hins
vegar hefir Morrison verið sérlega
óheppinn í ræöumennsku sinni að
undanförnu. Tíminn, sem Attlee
valdi til afsagnar sinnar, þvkir
sýna það ótvírætt, aö liann hafi
eindregiö óskað eftir Gaitskell sem
eftirmanni sínum.
Það má segja um Gaitskell líkt og
Adlai Stevenson, að frami hans sé
óvenjulega skjótur. Stevenson mátti
heita nær óþekktur, þegar hann var
valinn forsetaefni demokrata 1952,
og Gaitskell var líka nær ójDekktur,
þegar Attlee gerði hann að eftir-
manni Cripps sem fjármálaráðherra
1950. Báðir hafa þeir Stevenson og
Gaitskell vaxið með vandanum og
eru nú óumdeilanlega helztu leiðtog
ar stjórnarandstæðinga í löndum
sínum.
Það er og einnig líkt með þeim
Gaitskell og Stevenson, að þeir eru
engir öfgamenn í skoðunum, held
ur marka sér stefnu frá sjónar-
hæð raunsæs framfaramanns. Þeir
eru fylgismenn þróunar, en ekki
byltingar. Gaitskell gerði mjög
glögga grein fyrir afstöðu sinni á
flokksþingi jafnaðarmanna í haust.
Hann lagði áherzlu á, að takmarkið
ætti að vera aukið jafnræði og
batnandi lífskjör. Þjóðnýtingin ætti
aðeins að vera meðal til að ná þeim
árangri, þar sem hún ætti við, en
ætti hins vegar ekki að vera neitt
takmark. Þess vegna mætti ekki
túlka hana sem. markmið eða
allsherjarúrræði. Jafnræði og
bætt lífskjör væri takmarkið, sem
Stefna bæri að, og það væri ekki
höfuðatriðið, hvaða leiðum væri
GAITSKELL
beitt til að ná því, ef þær gengu
ekki í berhöjg við ljðræðið.
Þessi kenning Gaitskells hefir
valdið því, að reynt hefir verið að
stimpla hann sem hægri mann. Það
hefir cg ýtt undir þann áróður, að
Gaitskell hefir sagt, að Verka-
mannaflokkinn skorti ekki nýjar
hugmyndir, eins og ýmsir hafa hald
i ið fram, heldur að vekja aukna
tiltrú til stefnu sinnar og forustu-
liæfni. Han hefir nú hlotið forustu
flokksins vegna þess, ' að honum
er manna bezt treyst til að vekja
slíka tiltrú.
Það er annars ekkert undarlegt,
þótt menn eins og Gaitskell og
Stevenson virðast að ýmsu leyti
vera' til hægri við fyrirrennara sína.
í raun og veru eru þeir það ekki,
heldur eru það breytt viðhorf, sem
valda afstöðu þeirra. Fyrirrennarar
þeirra hafa komið fram ýmsum
grundvallarumbótum og þeir hafa
bætt lífskjör og aðstöðu verkalýðs-
ins svo fullkomlega, að hann hefir
orðið annað viðhorf en áður. Það
er nú miklu fremur viðhorf fram-
sækinnar miðstéttar en róttækra
öreiga. Verkefnið, sem biður fram
undan, er að styrkja þann grunn,
sem búið er að leggja og byggja
ofan á hann. Hin rauhsæa stefna
þeirra Gaitskells og Stevensons
grundvallast á því, að þeir skiija
þetta viðhorf.
Hugh Todd Naylor Gaitskell er 49
á/ra gamall. Hann er fæddur í
Burma, þar sem faðir hans var
embættismaður í nýlenduþjónustu
Breta. Gaitskell ólst þó ekki upp
þar, heldur í Bretlandi, þar sem
hann var settur í heimavistarskóla,
er hann var sex ára gamall. Það
var því takmarkað, er hann hafði
af foreldrum sínum að segja og
höfðu ekki viljað samþykfcja,
jafnvel þótt Ytri-Mongólia
yrði samþykkt, og Bandarík-
in hsettu að bpita sér gegn
inntöku kommúnistaríkjanna.
Eftir að málið virtist þann-
ig leyst, gerðust þau tíðindi,
að Formósustj órnin beitti
neitunarvaldi Kina í örygg-
isráöinu gegn inntöku Ytri-
Mongolíu, og beittu Rússar þá
neitunarvaldi gegn hinum
rikjunum öllum. Síðar sáu
þeir sig þó um hönd, þar sem
þeim var ljóst, að eftir það,
sem á undan var gengið,
myndi það ekki mælast vel
fyrir, að þeir hindruðu inn-
göngu 17 ríkja vegna þess, að
Formósustjórnin hindraði inn
göngu eins ríkis. Þeir óskuðu
því eftir nýjum fundi og sam-
þykktu þar inngöngu allra
þessara rikja, nema Japans.
Niðurstaðan varð því sú, að
samþykkt var inntaka áður-
nefndra 16 ríkja.
Það er nokkurn veginn á-
reiðanlegt, að hefði ekki kom
ið til forganga smáríkjanna,
myndi enn hafa haldizt á-
fram sama þófið og ekkert
nýtt ríki fengið inngöngu í
S. Þ. Má vel marka á þessu,
hver áhrif hinar smærri þjóð-
ir geta haft í alþjóðamálum,
ef þær beita samstilltum á-
tökum. Umræddur sigur
þeirra er líklegur til þess að
ýta undir það, að þær haldi
áfram að beita þannig áhrif-
um sínum og reyni með því að
draga úr viðsjám og ýfingum
stórveldanna.
þó einkum föður sínum, sem hann
missti, er hann var tólf ára gam-
all. Móðir hans giftist þá aftur
embættismanni í nýlenduþjónust-
unnj og var langdvölum í Burma
og Indlandi. Hún er enn á lífi, 78
ára gömul, og er ástríki milli hennar
og Gaitskells, þótt leiðimar hafi
ekki legið, nema takmarkað sam-
an.
Gaitskell stundaði fyrst fram-
haldsnám vió hinn fræga skóla í
Winchester og síðan háskólanám í
Oxford, þar sem hann lauk prófi í
hagfræöi og stjórnvísindum með
allgóðri einkunn. Hann var góður
námsmaður, en þó ekki framúr-
skarandi. Á námsárum sínum í Ox-
ford lifói hann að ýmsu leyti frjáls-
legu ljfi, stundaði talsvert íþróttir
og þá einkum golf, og hlaut viður-
kcnningu sem góður dansmaður. Á
þeim árum komst hann einnig í
kynni við ýmsa jafnaðarmenn og
gerðist fylgismaður kenninga
þeirra. Einkum var það hagfræð-
ingurinn G. D. H. Cole, sem hafði
áhrif á hann. Fyrstu stjórnmála-
afskipti hans voru í verkfallinu
mikla 1926, er hann vann að út-
breiðslu á dreifiritum verkfalls-
manna.
Að háskóianámi loknu stóð Gait-
skell til boða að ganga í þjónustu
hins opinbera og rík frænka hans
bauð að kosta hann til herforingja-
náms. Gaitskell svaraði tilboði henn
ar með því, að hann ætlaði að helga
verkalýönum starfskrafta sína og
gæti því ekki þegið boð hennar.
Fyrir atbeina Cole réðist hann
fyrirlesari hjá menningarfélagi
verkamanna, en gerðist ári seinna
kennari hjá University College í
London og gegndi því starfi í 11
ár. Á þessum árum vann hann all-
mikið að ritstörfum. Þá dvaldi hann
eitt ár í Vínarborg á vegum Roehe-
fellerstofnunarinnar og var það ein
mitt á þeim tíma, sem Dolfuss gerði
byltinguna og braut flokk jafnaðar
manna á bak aftur. Gaitskell hjálp
aði ýmsum þeirra til að komast úr
iandi.
Árið 1935 bauð Gaitskell sig fram
til þings fyrir Verkamannaflokk-
inn, en náði ekki kosningu. Þegar
Verkamannaflokkurinn gerðist aðiii
að stríðsstjórninni vorið 1940, réði
Hugh Dalton hamr sem aðstoðar
mann sinn og var hann það siðan
öll stríðsárin. Dalton var fyrst yfir
maður ráðuneytis þess, sem sá um
hina efnahagslegu hlið stríðsrekst-
ursins, en síðar verzlunarmálaráð-
herra.
í kosningunum 1945 var Gaitskell
aftur frambjóðandi fyrir Verka-
mannaflokkinn og náði nú kosn-
ingu. Hann hefir verið endurkosinn
síðan. Árin 1945—47 var hann að-
stoöarmaöur í eidsneytisráðuneyt-
inu og var gerður ráðherra þess
1947 og gegndi þvi til 1950. Þetta
var talsvert vandasamt starf og
þótti Gaitskell leysa það vel af
hendi. Það vakti þó ekki sérstaka
athygli á honum og mátti því heita,
að hann væri lítt þekktur í Bret-
landi, þegar Attlee skipaði hann i
annað virðulegasta embætti stjórn
arinnar, fjármálaráðherraembættið,
í ársbyrjun 1950, en fyrirrennari
hans þar var engin nannar en Staf
ford Cripps, sem hafði þótt rækja
það með miklum ágætum.
Þessi ákvörðun Attlees mæltist
misjafnlega fyrir, og þó kannske
einkum í Verkamannaflokknum,
því að Bevan hafði ætlað sér emb-
ættið. Hann og félagar hans tóku
hinum nýja fjármálaráðherra ekki
vel, svo að ekki sé meira sagt. Deil-
ur milli hans og þeirra fóru því
smátt og smátt vaxandi, en ekki
skarst þó alvarlega í odda fyrr en
Gaitskell lagði fram fjárlagafrum
varp sitt 1951. Hann hafði þá fellt
piður styrk til kaupa á gervitönn-
um og gleraugum. Bevan taldi þetta
brot á tryggingalpggjöf þeirri, sem
flokkurinn hafði sett, og hótaði að
segja sjg úr stjórninni, nema Gait-
skeil tæki þessa tillögu aftur. Gait-
skell neitgði aö láta unda.n og
Bevan varð að vjkja. Gaitskell þótti
hér hafa sýnt svo mikla festu I
deilu við mestu harnhleypu flokks-
ins, að hann varð írægur maður
fyrir.
Eftir þetta hefir það verið hlut-
verk Gaitskelis að haida uppi and-
stöðunni gegn Bevan og fylgismönn
um hans. Gaitskel) hefir stöðugt
gptið sér aukinn orðstýr í þeirri
viðureign og persónulegt álit hans
farið vaxandi. Einkum kom þetta
í ljós á siðastl. hausti, er hann sigr
aði Bevan með mjklu meiri atkvæða
mun við gjaldkerakosninguna í
flokknum en haustið áður, er þeir
kepptu um hana í fyrsta sinn.
Eftir að flokkui’inn lenti í stjórn-
arandstöðu, hefir það verið aðal-
verk Gaitskelis aö vinna að bættu
skipulagi hans og marka aðstöðu
hans í samræmi við nýjar aðstæð-
ur. Hann hefir lagt áherzlu á, að
ekki aðeins yröi flokkurinn að
halda fylgi verkalýðsins, heldur
yrði hann einnig að vinna sér
traust millistéttanna. Hann hefir
haldið þannig á þessu máli, að
meirihiuti þingmanna hefir taiið
hann heppilegasta eítirmann Att-
lees.
Gaitskell þykir maður raunsær og
hygginn, sem ekki rasar um ráð
fram. Sumir telja hann of kaldan
skynsemismann og Bevan hefir
kallað hann reikningsvélina. í um-
gengni er hann þó sagður fremur
viðfeildiun og geta beitt taisverðri
fyndni og léttleika, og stundum
hefir það komið í Ijós, að bak við
hina köldu skynsemi hans, býr
heitt hjarta. Þannig segist hann
hafa grátið dögum saman eftir frá-
fall nánasta vinar síns, Evans
Durbins, sem fórst af slysförum
1947. Þeir voru skólabræður og
flokksbræður og mjög samrýndir.
Durbin var orðinn aðstoðarráð-
lrerra, þegar hania liézt, og var
honum þá spáð meiri frama en
Gaitskell. Þá skoraðist Gaitskeil
undan því að mæla yfir moldum
Hectors McNeils, sem lézt síðastl.
haust, því að hann kvaðst óttast,
að tilfinningarnar myndu bera sig
ofurliði. Þeir McNeil voru nánir fé-
lagar.
Gaitskell kvæntist. 1947 og eiga
þau hjón tvær dætur. Kona hans
er sögð hvetja hann með ráðum
og dáð í stjórnmálabaráttunni.
Gaitskell er tæplega meðalmaður
vexti og ekkert sérlega fyrirmann-
legur, fremur en Attlee. En hann
er kvikari og fjörlegri.
Frá sjónarmiði Gaitskeils mun á-
reiðanlega bera einn skugga á sig-
ur hans. Hann er sá, að hann skyldi
þurfa að fella Morrjson frá for-
mennskunni, sem honum bar frek-
ar en nokkrum manni öðmm, ef
miðað er við störf í þágu flokks-
ins. Glæsilegur starfsárangur eða
hæfileikaskortur urðu Morrison
ekki að fótakefli, heldur aldur hahs,
en hann er 67 ára. Það var ríkj-
andi skoðun, að flokkurinn þyrfti að
yngja forustukrafta sína. Þess
vegna var Morrison hafnað, þótt
það hafi áreiðanlega verið mörg-
um þungbært verk. Persónuleg sjón
armið mega hins vegar ekki ráða
undir slíkum kringumstæðum.
Margt bendir nú til, að Verka-
mannaflokkurinn brezki sé nú að
rétta við aftur. Til þess bendir m.
a. nýlokin kosning á eftirmanni Mo
Neiis. Og áreiðanlega er það margra
trú, að undir forustu Gaitskells sé
flokkurinn líklegur til nýrra at-
hafna og sóknar, sem muni tryggja
honum sigur í næstu kosningum.
Þ. Þ.