Tíminn - 31.12.1955, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.12.1955, Blaðsíða 3
298. blaff. TIMINN, laugardagmn 31. desember 1955. 3, Vid otin Ríkisstjórn sú, sem nú fer með völd, hefir unnið að ýms- um mikilsverðum þjóðþrifa- málum. Hún hefir frá byrjun beitt sér af dugnaði fyrir raf- væðingu sveita og kauptúna. Hún hefir haldið áfram að útvega lánsfé til þeirra miklu framfara, er hófust í sveitum landsins með tilkomu Fram- sóknarmanna í ríkisstjórn 1947. Tekizt hefir með harðfylgi Framsóknarmanna í ríkis- stjórn að gera myndarlegt á- tak til þess að endurnýja bátaflota landsmanna. Ailar þessar ráðstafanir eru mikils verðar til þess að gera jafn- vægi í byggð landsins meira en orðin ein. En því miður er framhald þessara framfará sett í hættu vegna mistaka í framkvæmd stjórnarstefnunnar á sumum sviðum. Til þess að tryggja framhald þessara framfara og annarra er aðeins ein leið: að breyta um stjórnarstefnu að þessu leyti. Aukið frelsi í vorzl- iin og' frainkvæmd. í síðustu kosningum var mikið rætt um, að auka frelsi í verzlun og framkvæmdum.— Landsmönnum var hátíðlega lofað því, af frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins, að ef flokkurinn ynni á í kosning- unum, mættu þeir eiga víst, að þeir fengju að njóta fulls frelsis á þessum sviðum. — Mörgum orðum var um það farið, hvílíkur aflgjafi hin nýja frelsisstefna yrði íslend- ingum í framkvæmd. Ný og voldug öfl mundu leysast úr læðingi. „Hinir hlýju vindar frelsisins“ mundu vekja úr dvala gróður, sem haldið hefði verið niðri í nepju hafta og ófrelsis. — Þessi voru nú lof- orðin sett fram með ýmsum fjálglegum hætti. — Auðvitað eru allir sammála um það, að æskilegt er að við getum búið við eins mikið frelsi í - verzlun og framkvæmdum og unnt er. En til þess að njóta þess, þarf hófsemd og gætni, því að hófleysið, brot á grund- vallarreglum í notkun frelsis, leiðir í fallgryfju ófrelsis og hafta í margs konar myndum. Það, sem sérfróðir menn í fjármálum benda á með réttu, er það, að til þess að frelsið sé varanlegt, en ekki stundar- fyrirbæri, þarf að fylgja viss- um ófrávíkjanlegum reglum í fjármálum. Peningar eru ekki í sjálfu sér verömæti, heldur ávísanir á verðmæti. Ef peningar eru settir í um- ferð í hófleysi og menn eru hræddir um verðgildi þeirra, leiðir af sjálfu sér, ef fjár- festingin er frjáls, æðisgeng- ið kapphlaup við að koma peningunum í fjárfestingu. í kjölfarið siglir ofþénsla, skortur verður á vinnuafli, kauptaxtar yfirboðnir. Allt verðlag hækkar innanlands, kaupgjald hækkar. Frainleið- endur, sem auðvitað ráða engu um markaðsverð á útflutn- ingsvörum sínum erlendis, standast ekki hækkanirnar, er verða á kaupgjaldi og öðr- um framleiðslukpstnaði, lenda þegar í taprekstri, framleiðsí- an stöðvast. Rétt á eftir stöðv- ast svo framkvæmdir, nema framleiðslunni sé á ný. komið af stað með álögum á lands- menn. Eftir Hermann Jónasson í gjaldeyrismálum verða á- hrif þess, að setja of mikið af peningum í umferð innan- lands þau, að þessir peningar eru auðvitað notaðir til þess að kaupa vörur, aðallega er- lendar, til fjárfestingar og margs annars. Gjaldeyris- eign okkar erlendis takmark- j ast hins vegar árlega af því, hvað við getum flutt út og selt þar fyrir erlendan gjald- eyri — og um skeið það, sem við fáum í erlendum gjald- eyri fyrir vinnu á Keflavíkur- flugvelli. En eftirspurnin eft- ir vörum, sem borga verður með hinum takmarkaða er- lenda gjaldeyri, verður brátt svo mikil, að hann gengur i giörsamlega til þurrðar — og afleiðingin er gjaldeyrishöft, af allra verstu tegund. Nánar tiltekið telja sérfræð- ingar í fjármálum, að hóflaus peningavelta í þjóðfélögum skapist af tveimur leiðum: 1. Ef tekjuhalli er í f.iár- lögum, verður ríkissjóður að taka peninga aö láni til þess að geta innt af hendi greiðsl- ur sínar. Við það koma „falsk- ir“ peningar — í óeiginlegri merkingu þess orðs — í um- ferð og hafa þau áhrif, sem að framan er lýst. —- Þess vegna má ekki vera halli í fjárlögum. 2. Ef útlán bankanna eru ógætileg, þ. e., ef lánað er út meir en samsvarar sparifjár- söfnun á hverjiun tíma, koma þar sams konar,,falskir“ pen- ingar í umferð með sömu af- leiðingum. — Sumir halda því fram, að ef þessara tveggja atriða sé gætt, sé hægt að búa við frelsi í verzlun og framkvæmdum, — ef kaup- gjald helzt og nokkurn veg- inn stöðugt. Það leiði af sjálfu sér, að ef peningaveltan sé eðlileg — og það sé hún, ef margnefndra tveggja atriða sé gætt — þá verði fjárfest- ingin við hæfi og eftirspurn eftir erlendum gjaldeyri einnig. En endurtekin og dýr reynsla hefir hvað eftir annað sannað, að hér á landi fær þessi kenning ekki staðizt. Þótt ríkissjóður sé rekinn án halla og útlán bankanna hóf- leg, virðist heilbrigt og ör- uggt eftirlit með fjárfesting- unni einnig nauösyn til þess að við getum forðast ofþenslu og búið við frjálsa verzlun. Þetta stafar af eftirtöldum ástæðum: 1. Það er á vitorði manna, að í landinu er mjög mikið af földum peningum. Ef hætta er á gengisfalli, leita þessir peningar óðar í fjárfesting- una. 2. Mikill dulinn gróði verður til í landinu árlega og fer fram hjá skattyfirvöldunum, allt þetta fjármagn leitar sömu leið. 3. Ef fjárfesting er frjáls, leita menn uppi vini, kunn- ingja, frændur og aðra, sem þeir vita að eiga sparifé, fá þá til að taka það út og lána sér í fjárfestingu. 4. Þunginn á bönkunum vegna stöðugra beiðna um lánsfé er svo mikill, að hætt- an á því, að undan sé látið um of, er alltaf tii staðar, ef fjár- festing er frjáls. AUir þessir peningar eru þvi í umferð, þótt hinna atrið- anna sé gætt, og auðvitað með öllum sömu afleiðingum og áð ur segir — ofþenslu, mikilli eftirspurn eftir erlendum vör- um, þurrð á gjaldeyri og inn- flutningshöftum. — Til þess að ná aftur því mikilsverða hnossi að búa við frjálsari verzlun veröum við einnig að hafa skynsamlegt eftirlit með fjárfestingunni. Þetta mun ykkur nú þykja leiðinlegur lestur, lesendur góðir ,en það er alveg nauðsyn legt, að við skiljum þessi grund vallaratriði, ef við eigum að gera okkur von um að skilja, hve hörmulega er komið fjár- málalífi þjóðarinnar og af hvaða ástæðum það er. Stjórnar- sainmiigamir Þegar samningar hófust um stjórnarsamvinnu Framsókn- ar- og Sjálfstæöisflokksins nokkru eftir kosningarnar ár- ið 1953, kom fljótt í ljós veru legur ágreiningur milli flokk- anna. Við Framsóknarmenn lögðum þegar í upphafi mikla áherzlu á, að hraða rafvæð- ingu í sveitum og kauptúnum. Til þessarar fjárfestingar I þurfti auðvitað stórkostlégt | fjármagn, erlendan gjaldeyri og allmikið vinnuafl. Við töld um rafvæðinguna réttlætis- mál, vegna þess hve byggðin úti um landið hefir orðið af- skipt í þessu efni. — í öðru lagi töldum viö, að þessi stefna væri þjóðinni allri nauðsyn til þess að koma í veg fyrir ennþá meira jafnvægisleysi í byggð landsins, og stöðva strauminn að þægindimum og atvinn- unni hér á suðvesturhluta landsins. Að okkar áU4i er það ajveg eðlilegt, að þeaabr fólkaflwtn- ingar verði ekki stöðvaðir nema fólkið úti um landið búi viö sömu kjör og þægindi og aðrir. Við Framsóknarmenn sett- um það og að óhjákvæmilegu skilyrði fyrir stjórnarsam- vinnunni, að haldið yrði áfram hinum miklu framförum í landbúnaðinum og lofað væri að útvega lánsfé til þessarar fjárfestingar. — Hér hlaut því að bindast allmikið láns- fé, erlendur gjaldeyrir — og nokkurt vinnuafl. Sem betur fer, hlutu að koma til margar fleiri framkvæmdir úti um land. En þessar framkvæmdir töldum við ekki aðeins rétt- lætanlegar, heldur sjálfsagð- ar af ástæðum, sem áður grein ir. Hér á suðvesturhluta lands- ins var fyrirsjáanlegt, að mik- il eftirspurn yrði eftir vinnu- afli. í fyrsta lagi lá það fyrir, að mikil vinna yrði á Kefla- víkurflugvelli, þótt ásetning- ur okkar Framsóknarmanna væri að draga verulega úr henni, eins og utanríkisráð- herra hefir einnig tekizt. í annan stað var auðsætt, að togararnir mundu ekki selja fisk óunninn til Eng- lands, en við það skapazt gíf- urleg eftirspurn eftir vinnu við fiskiðnaðinn. í þriðja lagi er atvinna stöð ugt að aukazt vegna stækk- andi siglingaflota. Allir voru auðvitað sammála um að hafa hér svo mikla fjár festingu, að allir hefðu næga vinnu. En hættan, sem yfir vofði var sú að ef fjárfesting in væri gefin frjáls, yrði hún svo hóflaus, að afleiðingin yrði ofþerfsla, hækkun kaup- gj alds, útflutningsframleiðsl- an gæti ekki staðizt, yrði rek- in. meö auknu tapi og stöövað iat. Við Framsóknarmenn töld- um, að eftirlit með fjárfest- ingu ætti að halda áfram, en gefa mönnum frjálst að byggja íbúðir handa sjálfum sér innan hæfilegra stærðar takmarkana, hjálpa þeim til þess með lánum og hafa eftir- lit með því, að ekki yrði af- hent annað byggingarefni, en til þessara smærri íbúða, sem gefnar yrðu frjálsar, og þeirra annarra framkvæmda, sem leyfi yrði veitt fyrir. Með þessu móti mátti hafa fullt vald á fjárfestingunni og koma í veg fyrir ofþenslu. En viöskiptamálaráöherra er að sjálfsögðu einnig ráð- herra fjárfestingarmálanna og eðlilegt að aðstaöa hans og flokks hans sé þar miklu ráð- andi. — Sjálfstæðismenn kröfðust þess, að íbúðirnar, sem frjálst yrði að byggja, yrðu stærri, að mönnum yrði veitt frelsi til að byggja og selja öðrum, að frjálst yrði að byggja og leigja öörum, að eft irlit meö sölu byggingarefnis yrði afnumið, að eina eftirlit- ið með því, að þessum reglum yrði fylgt, yröi í höndum byggingarnlefnda á hverjum stað. Hér kemur í ljós eitt af að- aleinkennum samstjórnar með Sjálfstæðisflokknum. Til þess að koma fram aðkallandi og réttlátum stórmálum fyrir þjóðina (rafvæðing, landbún- aðarmálin o. fl.), verður jafn- an að kaupa það því verði að þola, að aðrar framkvæmdir sem þeir hafa vald yfir, séu gerðar þannig, að miðað er við hagsmuni fárra manna, þótt f j árhagskerfi landsins og hags munum heildarinnar stafi hætta af. ’ 1 IJ Aðvaranir að eng'u liafðar í Framsóknarflokknum eru flest meiri háttar mál rædd í þingflokki og miðstjórn og fært er til bókar það álit, sem þingmenn, miðstjórnarmenn eða menn, sem kvaddir hafa verið til samráðs, hafa látið í ljós um málefnið. — Efni þess ara bókana verður ekki rakið hér um f j árf estingarmálin frekar en ég hefi nú óbeint gert. — Líka eru til staöar önn ur gögn, er sýna, að Sjálf- stæðismenn fengu aövaranir í þessum málum og þær, er hefðu átt að nægja. — í árs- lok 1953, þegar ríkisstjórnin hafði starfað aðeins stuttan tíma, varaði ég einmitt við þessu atriði i áramótagrein minni. í kafla með fyrirsögn- inni „Frelsi í verzlun og fram- kvæmdum“ varaði ég alvar- lega við ofþenslunni, er hefði valdið stórslysunum á tímabili nýsköpunarstjórnarinnar 1944 —1946. — Ég sýndi fram á, að sú ríkisstjórn hefði haft milli handa hinn dýrmæta gjald- eyrissjóð þjóöarinnar, um 1 milljarð og 200 millj. króna, og háar tekjur í erlendum gjald- eyri árlega, en þó endað sitt skeið þrotin aö erlendum gjaldeyri með alla framleiðslu stöðvaða, hefði gerzt bón- bjargamaður (Marshallféð) og leitt yfir þjóðina ófrelsishöft í verzlun og framkvæmdum. Svo gálauslega hefði frelsið þá verið notað. Ég minnti á, að við ættum nú enga sjóði og hefðum veikari aðstöðu nú en þú. (Framh. á 8. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.