Tíminn - 31.12.1955, Blaðsíða 5

Tíminn - 31.12.1955, Blaðsíða 5
298. blað. TÍMIXN, Iaugardag'nn 31. desember 1955. 5.., Meff fáum þjóðum hefir prentlistin verið kærkomn- ari en einmitt íslendingum. Söguþjóð, sem kunni sín ljóð' og sínar sögur í þúsund ár og las af máðum sldnn- um, fékk þar upp í hend- urnar tækni, sem gagn var að. Prentlistin hefir þvi ekki átt jafn brýnt erindi til margra þjóða, sem söguþjóð- arinnar. Þess vegna hvíldi, einkum fyrr á árum, nokkur blær ævintýra og töfra yfir þeim mönnum, sem unniö' hafa aö göldrum prentunar, hvort sem þeir sýsluðu með letur sín og svertu á Beitistöðum, í Hrappsey, að Hólum eða á Seyðisfirði. í dag á einn af þessum töframönnum söguþjóðarinn- ar merkilegt starfsafmæli. Jón Þórðarson vélsetjari í Edduprentsmiðju hefir starf að að prentverki i hálfa öld. Jón byrjaði ungur að fást við prentstörf og hann er enn afkastamikill við að koma misjöfnu efni á prent. Hann er einn af þeim fágætu mönnum, sem ekki vinna neitt starf hugsunarlaust og þess vegna er hann í sérstöku afhaldi hjá blaðamönnum þeim hinum fljótvirku og mikilvirku, sem leggja hand- rit sín óyfirlesin undir lestr- arljósið á vél hjá góðumsetj- ara. Blaðamaður við Tímann notaði tækifærið er hann írétti um afmælið tU þess að spyrja hann nokkuð frá löngu prentstarfi og fer samtalið hér á eftir: — Hver voru tildrög þess, að þú lagðír fyrir þig prent- verkið og hvernig var litiö á siíka ráðagerð á þeim dögum? — Vorið 1905, fáum dögum eftir að ég fermdist, fluttust foreldrar mínir alfarnir af Berufjarðarströnd, til Borgar fjarðar eystra. Þegar til Seyð isfjarðar kom, hittumst við Jón Sigurjónsson prentari í fyrsta skipti. Við erum systra synir. Jón var þá nemandi í prentsmiðju Austra hjá Þor- steini heitnum Skaptasyni. Hann færði í tal við mig, hvort ég mundi ekki vilja læra prentiðn. Tjáði ég mig fúsan til þess. Var siðan tal- að við eigendur prentsmiðj- unnar og afráðið að ég hæfi þar nám um næstu áramót. Námstíminn yröi fimm ár, — en allt frítt meðan á námi stæði. Milli jóla og nýárs um veturinn lagði ég leið mína til Seyðisfjarðar og hóf nám við ársbyrjun 1906. Á þeim tíma var littð á prentiðnina sem eina af gagnlegustu iðngreinum lands ins, en jafnframt þá iðngrein- ina sem veitti einna mestan andlegan þroska. Auk þessa var prentiðnin talin lífvæn- legust flestra iðngreina, þótt mánaðarlaun þá hafi tæp- lega verið meiri en 40—60 kr. — Hvað var helzt prentað í Austraprentsmiðju? — Fyrst og fremst var þaö blaðið Austri, sem kom að jafnaði út vikulega. Auk þess nokkrar sýslufundargerðir og dálítið af tilíellaprentun. Þar að auki sérprentanir af Austra-sögunum. — Hver er munurinn á því að vera prentari nú og þá? — Aðalmunurinn er fyrst og fremst sá, að þá hafði mað Ur það mjög frjálst. Vann að vísu vel þegar þess gerðist þörf, en á milli voru ótal margar fristundir. Fékkst ég iðulega við dorgveiðar i firð- inum og stundum fyrirdrátt, ri i nalfa old Rætí við Jón Þórðarson véísetjara í Eddu, sem hóf prentferil sinn fyrir hálfri öld í Austraprentsmiðju á Seyðisfirði Ufvarpið enda var þá gnægö fiskjar, þótt fremur væri hann smár. — Hvenær var mest gam- an að vera setjari? — Einna mest gaman þótti mér að setia, er ég hafði ver- ið þrjú ár við nám. Þá hafði ég æfzt mjög í íslenzku máli og náð mestum hraða, sem ég hefi haft. Á námsárunum voru aðalhandritin eftir rit- stjóra Austra, Þorstein Skapta son, svo og móour hans og systur. Auk þeirra skrifuðu þá mikio i blaðið séra Jón á Safafelli, Sveinn Ólafsson í Firði og séra Matthías Joch- umsson. Auk þessara þriggja manna skriíaði Jón Sigurðs- son kennari á Vestdalseyri margar stjórnmálagreinar. Hann var listaskrifari. Þótti mér miög gaman að setja eft ir skrift hans, enda var þá að jafnaði litið urn prentvillur. — Hver eru stormasömustu skrifin, sein þúi hefir unpJð við að festa í blýið? — Þessari spurningu er nokkuð vandsvarað, því marg ar hafa greinarnar verið skeleggar og bituryrðar. Þó Felli og fjölmarga aðra. sem of langt yrði upp að telja, bæoi greinar og höfunda. — Hvernig hefir samkomu lagið verið við blaðamenn og aðra höíunda. þegar þú hofir orðiö að setja eftir illlæsileg- am handritum og skálda í eyðurnar? — Samkomulagjð hefir á- vailt verið hið prýðilegasto. Minnist ég flestra þeirra með ánægju og sakna flestra K^j,-ra. 6], j valjnn eru fallnir. Eínna minnisstæðastir af ha'm blaðamönnum, sem ég hefi átt samstarf við, eru. Þorsteinn heit. Skaptason, sem var sá elskulegasti hús- bóndi er ég hefi átt, Vilhjálm nr Finsen. Ólafur heit. B.jörns son, Árni Ó!a. SkuU Skúlason, ■nrvggvi heit. Þórhallsson, Tónas Jónsson, Jónas Þor- bergsson. Gísli Guðmunds- 'nn. Þovkell Jóhanresson, Sveinn heit. Bjömsson. Ásgeir Ásgeirsson. Auk þessara iranna eru fiöimargir blaða- menn. rithöfundar og bóka- útaefendur, sem enn eru i blóma lífsins. er ég hefi haft mér yfirleitt prýðilega vei við flcsta bessa menn. Þótt stundum hafi veriö erfitt að setja greinar sumra þeirra, er ég hefi átt samstarf við, hefir það oftast tekizt vonum betur, því þótt ég hafi ekki ávallt komizt orðrétt fram úr hverri grein, hefir mér verið ljós hin efnislega meðferð og hagað mér eftir því. Þar eð ég hefi meginhluta ævinnar unnið við blöð, og framanaf árum hlutfallsjega meira við auglýsingasetningu og „umbrot“ en beina setn- ingu, læt ég hér fylgja til gamans viðhorf eins af aug- lýsendum blaðanna til setj- arans. Við MorgunblaðiÖ srarfaði ég fyrstu sex árin af ævi þess og setti því nær all- ar auglýsingar, sem i Idví komu. Einn af þeim, sem dag lega auglýstu í blaðinu þá, var Bíó-Petersen, sem rak Gamla Bíó í Breiðfjörðshúsi. Ávallt þótti honum auglýsing ar sínar vera „glenntar" um of, kenndi hann mér um það og hlaut ég hjá honum við- urnefnið „centimeter-tyver“, Hér læt ég staðar numið, en vil nota tækifærið til að þakka öllum samstarfsmönn um mínum góð kynni á liðn- um áratugum og óska þeim árs og friðar. — Lengra er viðtaUð ekki, vegna þess að síður Tímans eru ekki margar. En Jón kynni að segia frá mörgu fleiru skemmtilegu og fróðlegu, enda er hann maður athug- ull vel og sérstaklega vand- vú'kur og nákvæmur, hvort heldur hann fesbr orð í hlý, eða rifjar upp gamlar minn- ingar. Blaðamenn Tímans og sam starfsmenn hans í prentsmiðj um fyrr og síðar munu alhr senda Jóni hlýjar vmarkveðj- ur í dag, með ósk um langt áframhaldandi samstarf. Útvarpið i dag. 15.30 Miðdegisútvarp. Nýárskveðjur. 18.00 Aítansöngur í kapellu Háskól- ans (Prestur: Séra Jón Thor- arensen.) 19.15 Tónlekar : Þættir úr sígildum tónverkum (plötur). 20.20 Ávarp forsætisráðheiTa, Ólafe Thors. 20.40 Lúðrasveit Beykjavíkur leikur, 21.10 ..Þetta er ekki hægt“, áramóta gaman eftir Guðmuhd Sigurðs- son. — Stjórnandi: Rúrik Har- aldsson. 22.15 Danslög': Björn R. og grannnó- fónn. 23.30 Annáll ársins (Vilhj. Þ.). 23.55 Sálmur. — Klukknahringing 00.10 Danslög, þ. á m. leikur hljóm sveit Kristjáns Kristjánsson? .' Útvarpið á nýársdag. 10.45 Klukknahringing. — Nýárt , sálmar. 11.00 Mesa í Dómkirkjunni (Biskur íslands, herra Ásmundur Guð mundsson prédikar. Séra Jó). Auðuns dómprófastur þjóna: fyrir altari.) 13.00 Ávarp forseta íslands 14.00 Messa í Fríkirkjunni (Prestu? : Séra Þorsteinn Björnsson. 18.30 Tónleikar (plötur). 20.15 Einsöngur og tvísöngur: Gur ■ rún Á. Símonar og Guðmund ■ ur Jónsson syngja lög úr ó ■ perum. 20.45 Nýársgestii- í útvarpssal: Auður. Auðuns, Elsa Guðjóne ■ son, Guðrún Helgadóttir, Ragn. heióur Guðmundsdóttir Rann ■ veig' Þorsteinsdóttir, Svaví, Þórleiísdóttir, Tlieresía Guð- ■ mundsson og Þorbjörg Árna ■ dóttir. 22.15Danslög (plötur). Utvarpið 2. janúar. 19.00 Tónleikar: Lög úr kvikmynd - um (plötur). 20.30 Útvarpshljómsveitin; Þórar- inn Guðmundsson stjórnar. — 20.50 Um daginn og veginn (Andréo Kristjánsson blaðamaður.) 21.10 Einsöngur: Einar Sturluson 21.30 Útvarpssagan: Minningar Söru Bernhardt; I. (Frú Sigurlaug Bjarnadóttir). 22.10 Endurtekið efni: „í aldárfjórð- ung fullan", hluti aí ósaminnl óperettu um útvarpið eftir rjðh 22.25 Kammertónleikar (plötur). Kærar þakkir Til vina immta og' velnmiara n:á sennilega telja með þeimíoa hefi enn. meira ov minna rökföstiistu og stormasöm- ustu ritdeilugreinar Jónasar Jónssonar við Lánis Jóhann esson, lögfræðíng', séra Magn ús Helgason, svarið við „Verzl unarólagi" Björns Kristjáns- sonar, sem var sérstakt hefti af Samvinnunni, að ógleymdri greíninni „Stóra bomban" eftir Jónas Jónsson, sem er annað meistaraverkið að stíl- setningu og hugsun. Hitt er svargreinarnar til Magnúsar Helgasonar. Auk þessa skipta tugum snarplega ritaðar stjórnmála-, tíægurmála-, verzlunarmála- leikþátta- og ritdóma-greinar eftir ýmsa höfupda, svo sem Svein Ólafs son í Firði, Jónas Jónsson, Tryggví.i Þórhallsson, Svein BjÖfns.?oh, Jón Árnason. Jón as Þorbergsson, Björn Jöns- son i ,,Magna“, Jón i Yzta- saman við að sælda. Fellur Myndlistarsýning í glugga Málarans Ungur mvndli.starmaður, Gunnar S. Magnússon, sýnir myndir sinar í sýningar. glugga Málarans yfir nýárs- lielgina og hefst sýning mynd anna þar i kvöld. Myndirnar sem Gunnar sýnir, eru olíu_ máiverk. vaxmyndir og te'kn ingar. Öll eru listaverkin til sölu. Gunnar hélt fyrstu sýn- ingu sína hér 1949 og þótti bá þegar. aðeins; 18 ára. efni legur listamaður. Síðan fór hann utan og stundaði nám við listaháskólann í Osló. Nú við árcnnótin jinn ég ríka ástœðu til þess að senda ykkur kveðju mina. Eins og kunnugt er, kom ferðabók mín út nokkru fyrir jólin. Skulda ég mörgum inni- legt þakklœti fyirir viðtökur bókarinnar og margs konar fyrirgreiðslu hennar. Fyrst áttuð þið mikinn þátt i, að bókin varð til, með stuöningi ykkar við skála viinn og þar með sköpun möguleika fyrir mig að fara hin löngu ferða- lög, er bókin greinir frá. Svo örvuðuö þið mig margir að taka bókina saman og koma lienni út, sem sennilega hefði aldrei orðið annars. Loks haf- ið þið, tekið bókinni opnum örmum, um land allt, og gert hana nálœgt því að metsölu- bók. Þegar ég er á ferð i fögrum og blíðum lönduvi, óska ég oft innilega eftir, að þið og aörir samlandar mínir, gœtuð notið þess að ferðast og dveljast þar í sumri og sól, um nokkra stund, vieðan liér á œttjörð okkar nœða kuldahret vetr- arins. Gœti ég fœrt ykkur — g anda — c þœr sólarslóðir me& bók minni, er vnér það sönn ánœgja. í blöðum liafið þið skrifað mjög hlýlega um bókina, svo sem i Degi: Erlingur Davíðs- son, Frjálsri þjóð: Jón Helga- son, Morgunblaðinu: Sigurð- ur Grimsson og Ingimar Jó- hannesson, Timanum: Guðni, Þórðarsson, Andrés Kristjáns- son og Indriði G. Þorsteinsson, Vísi: Þorsteinn Jósefsson og Þjóðviljanum: Jón Bjarnasor, og Sigurður Þórarinsson. Ykk•■ ur öllum þakka ég góða kynn■ ingu bókarinnar og ykkar vin • samlegu umsagnir. Öllum þeivi, sem haja tek ■ ið á sig mikið og öeigingjarnv, starf við dreifingu bókarinn■■ ar, þakka ég einnig kœrlega, í fáum oröum: KÆRAF, ÞAKKIR. Ég óska ykkur gleðilegs og farsœls riýs árs, og lesenduv:, ferðabókarinnar góða sam- fylgd í huganum um fjarlœg lönd. Ykkar einlœgur, Vigfús Guðmundsson. \ J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.