Tíminn - 31.12.1955, Blaðsíða 12
12
TÍMINN, laugardaginn 31. dcsember 1955.
298- blaÆ.
Dánarminning: Sigurður Baídursson,
bóndi Lundarbrekku
Ríkisútvarp og blöð fluttu
fyrir nokkru þá fregn, að
bóndi norður í Bárðardal, Sig-
urður Baldursson á Lundar-
brekku, hefði fallið niður um
ís og drukknað. Slysfregnir
vekja jafnan óhugnað hjá
þeim sem heyra, eða lesa, þó
ekki þekki til en ekki verður
ætlað að fráfall þessa manns
hafi vakið almenna eftirtekt,
fram yfir það, utan þessa
héraðs, og þá helztu ná-
grannabyggða. En hér í Þing-
eyj arsýslu var mönnum strax
ljóst að með fráfalli hans, í
blóma aldurs, var höggvið
stórt og vandfyllt skarð í þá
sveit manna sem líklegust er
til að bera uppi menningar-
og félagsstarfsemi héraðsins,
að því ógleymdu, hversu heim'
ili hans stendur nú lamað og
forsjárvana.
Sigurður var fæddur að
Lundarbrekku í Bárðardal 27.
september 1911, sonur Baldurs
bónda þar, Jónssonar frá Sig-
urðarstöðum, Jónssonar frá
Baldursheimi, og mágkonu
hans, Jónunnar Jónasdóttur á
Lundarbrekku einnig Jóns-
sonar frá Baldursheimi. Voru
því foreidrar Sigurðar bræðra-
börn frá Baldursheimi, en
aðrar ættgreinir þeirra má
rekja til sterkra stofna hér í
Þingeyjarsýslu (Hraunkotsætt
o- fl.). Baldur, faðir Sigurðar,
var aðgerfismaður á marga
lund: víkingur til starfa, fjár-
gæzlumaður góður, skarp-
greindur, og málsnjall svo af
bar, ef hann beitti því, en
skapharðm nokkuð og óvæg-
inn, engu síður við sjálfan sig
en aöra. Hann missti heilsu
um sextugsaldur, og hefir leg-
ið rúmfastur síðan, nú kom-
inn fast að áttræðu.
Sigurður ólst upp á heimili
föður síns, en í umsiá móður
sinnar. Var hann sérstaklega
bráðþroska, bæði til sálar og
líkama, og hinn ötulasti, að
hverju sem ganaa skyldi. Kom
brátt í Ijós að hann hafði
námsgáfur góðar, en ekki
virtist þó hugur hans hneigj-
ast til lengri skólagöngu, sem
honum myndi þó hafa stað-
ið onið. Undirstöðumenntun
fékk hann góða heima, og einn
vetur, 1928—1929. Stundaði
hann nám í Samvinnuskólan-
um. Ekki mun hann hafa gert
það með tilliti til framtíðarat-
vinnu. lrví st»-ax frá barnæsku
mun hann hafa að bví stefnt
að verða bóndi á Lundar-
brekku. Er það kostaiörð um
marga hluti og með mikla
ræktunarmöguleika, en tún-
rækt, í stærri stíl, var einmitt
að hefjast á þeim árum, sem
Sigurður var að verða full-
þroska. Vann hann áfram í
búi föður síns. unz hann 22ja
ára að aldri, giftist frændkonu
sinni Steinunni Jónsdóttur frá
Sigurðarstöðum, og reisti þá
búskap á eignarhluta móður
sinnar á Lundarbrekltu. Sam-
búð þeirra hjóna varð þó
skammvinn, því Steinunn féll
frá áður en fullt ár var liðið
frá giftingu þeirra. Bjó Sig-
urður áfram með móður sinni,
unz hann giftist öðru sinni,
árið 1940, Guðrúnu Kristjáns-
dóttur frá Húsavik, er lifir
hann, ásamt tveim sonum
13 ára og
þeirra, Kristjáni
Jónasi 5 ára-
Sigurði farnaðist vel í bú-
skapnum, þegar frá upphafi,
en ekki má það undandraga
að hann settist að ýmsu leyti
í góða aðstöðu. Var þá þegar
búið að byggja myndarlegt í-
búðarhús á jörðinni, eitt hið
fyrsta á „steinsteypuöldinni“
í húsabvggjngum til sveita, og
jafnframt reisa heimilisraf-
stöð, sem nægði til allra dag-
legra þarfa. Naut Sigurður
þessa hvors tveggj a framan af
búskaparárum sínum, enda
átti móðir hans eignarhlut-
deild v þessum framkvæmd-
um, en strax gerðist hann at-
hafnasamur um jarðrækt, og
hafði jafnvel hafið töluverða
túnrækt á eigin vegum, með-
an hann enn var ókvæntur og
búlaus. Er nú löngu liðið hjá
að úthevsskanur sé stundaður
á Lundarbrekku, svo nokkru
nemi. og bústofn þó stórum
vaxið á allri jörðinni, en bú
hafa verið þar þrjú, nú um
sinn. Þrengdist þá brátt um
húsakost. og reisti bá .Sigurð-
ur sérstakt íbúðarhús, en áð-
ur hafði hann reist penings-
hús og hevhlöður, svo sem búi
ha.ns nægði þá en hugði á við-
bætur vesrna aukningar bú-
stofns oy heyafla. Girt höfðu
þeir Lundarbrekkubændur allt
sitt heimaland, stækkað raf-
stöð til rauna, keypt vinnuvél-
ar til heyskaparstarfa, er þeir
að nokkru nota í samlögum,
ásamt heimilisbifreið, en súg-
þurrkunarvélar hver fvrir sitt
bú strax og not þeirra hófust
hér á landi. Er hér \im mikla
fjárfestingu að ræða á einni
jörð, og var bó hlutur Sigurð-
ar bar svnu stærstur. vegna
íbúðarhúsbyggingarinnar.
Ekki munu bó neinar veruleg-
ar skuldir hvíla á eftir þessar
framkvæmdir. Er því dags-
verkið orðið mikið, hjá manni,
sem einungis hafði náð 44 ára
aldri — og var þó frátafinn
öllum framkvæmdastörfum
um árabiJ, vegna heilsubrests.
Sigurður hafði verið heilsu-
hraurtur og þrekmikill frá
æsku. en fvrir rúmum áratug
tók hann að kenna vanheilsu
sem revndist stafa af berklum
í lungum. Uggði hann þá, að
vonum. miög um framtíð sína,
en nálega tveggia ára dvöl á
Kristneshæli, ásamt með-
fæddri hreysti og viljastyrk,
hjálpuðust að um að bæta
þennan brest, svo hann mátti
taka til starfa á ný, með mik-
illi varkárni þó, hin fyrstu
misseri. A síðustu árum virtist
hann vera búinn að ná fullri
heilsu.
Ekki leið á löngu, eftir að
Sigurður var fullorðinn, að á
hann félli trúnaðarstörf, inn-
an hrepps og utan. Rúmlega
þrítugur að aldri tók hann
sæti í hreppsnefnd Bárödæla-
hrepps, og var bá strax kjör-
inn oddviti hennar og svo síð-
an. Varð brátt sú raun á, að í
höndum Sigurðar varð það
starf meira en færsla hrepps-
reikninga ein, þvi hann varð
þá þegar svo sem sjálfkjörinn
leiðtogi og ráðgjafi hreppsbúa
í hvívetna, og æ því meir, sem
árin liðu- Mun fylgi hans til
hreppsnefndarkjörs ekki hafa
skort mikið á 100% greiddra
atkvæða, við hinar síðari kosn
ingar, og ber það gleggst vitni
um það almenna traust, sem
hann hafði unnið sér í því
starfi.
Þá var Sigurður hálf þrítug-
ur. er hann kom fyrst frarn í
fulltrúaráði Kaupfélags Þing-
eyinga ,árið 1936. Eins og ýms
önhur kaupfélög hafði K. Þ.
verið í miklum þrengingum
undangengin ár og gert all-
mikil átök til viðreisnar. Full-
trúaráðinu var full alvara
með að krefiast mikilla fórna
og sjálfafneitunar af félags-
mönnum, til að rétta við hag
og rekstur félagsins, og setja
sem beztar skorður við, að í
sama horf sækti. Það er til
marks um það traust er þá
þegar var borið til Sigurðar,
þó ungur væri og lítt reyndur,
að fulltrúaráðið kaus hann þá
til endurskoðanda reikninga
— einmitt þegar svo stóð af
sér um gengi þess, sem nú var
lýst. Það var í þessu starfi, og
í sambandi við það, sem sá,
er þetta ritar, kynntist Sig-
urði' mest, því vjð höfum unn-
ið að því saman í ’8 ár, þó að
því fráskildu, sem Sigurður
tafðist frá, vegna veikinda,
sem fyrr segir. Er þar fyrst af
að segja, að Sigurður var sér-
lega gíöggur á allt reiknings-
hald, fljótur að átta sig, og
rökvís og ákveðinn í öllum at-
hugunum. Hann verðskuldaði
því fullkomlee-a bað traust,
sem fulltrúaráðið sýndi hon-
um í upphafi. og svo síðan.
Fn viðkynningin færði mér að
öðru leyti heim sanninn um
bnð. að hér var um mann að
ræða með fágætri skapgerð —
einn af þeim fáu, sem maður
mælir á lífsleiðinni. er sker
sig út úr öllum fjöldanum,
fyrir siálfstæðan persónu-
leika. Fyrsta einkenni hans
var vammlaus hreinskilni,
samfara einurð til að seg.ja
iafnan eins og honum bjó í
brjósti. Víst roun það hafa
borið við að undan bersögli
hans þætti svíða, en engin
dæmi veit ég þcss að það afl-
aði honum óvinsælda, er frá
var liðið. En hann haföi bæði
kjark og staðfestu til að
standa einn að máli, ef svo
bar undir. eöa við lítið íylgi, og
um ekkert málefni, sem hann
væri til kvaddur, myndi hann
hafa „skilaö auðu“, fyrir tóm-
lætis sakir: Hann var ávalt
með eða móti. Hcfði aldrei
getað tamið sér þá list að tala
tviræðum orðum, sem síðar
mætti túlka eftir hentugleik-
um
Varla getur hjá því farið,
að um mann með slíka skap-
gerð, standj gustur, öðru
hvoru. Víssulega var Sigurður
ekki annmarkalaus, fremur en
aðrir mikilhæfir menn, en
hann hafði nógu heilsteyptan
persónuleik til að bcra þá uppi.
Jafnvel annmarkarnir gáfu
honum líka gildi, því að jafnt
í gegnum þá og kostina, var
hann eðli sínu trúr — því
(Framli. á bláðsíðu 15.)
í niðurlagi víðaukí, þar sem litið er tU 7 síðustu ára.
í drottins nafni bænir fram ég ber
í-byrjun ársins nýja, fyrú' mér
og vegna margra mmna kærra vina.
Um minna bið ég ekki fyrir hina,
er leggj a hönd á plóg í sörnu sveit
og sækja fram og upp, í þroskaleit,
en undanbrögðin fjá og fyrirlíta. —
Svo þjóðin öll á þarfir, sem ég finn
ég þarf að biðja himnaföðurinn
að bæta úr og breyta sorg í gleði
í brjóstum, .þar sem lífið er í veði. —
Og rnargþjáð stynur mannkyn heúns um álfur
og meginhöf; þar komi drottinn sjálfur
að stjórn — frá vúlu vit í hverju landi
svo vax’lzt fái heljai'boða-strandi. — —
í skerjagörðum óttans andinn ferst
við illaix le'ik um stundarsakir verst,
og komist hann úr klungurbrimsins hvoftum
hann kó.jgan hrekur upp að Svörtuloftum,
þar sem um völdin hefnd og hatur berjast
og heljargreipakhpum nakin vei-jast. — —
Ég bið 'ei -néinn um alheims undralyf,
engan um fundarhöld né blaðaskrif,
né „diplomata“ dekur, kænsku, lagni
sem dauðáteygjum verður helzt að gagni. —
Nei, guð. mig verndi frá um fálm a* biðja
því fagurgalans undirhyggju smiðja
er blásin fast, og kolum glæps á glóðir
í grið ex mokaðý jafnvel heilar þjóðir
í báli fai’ast, hatri, hefndarfuna
í heiftaræð'i, tortímingarbruna- — —
Hjá myrkravaidi er leikur lausum hala
um líf er hvorki að fást né um að tala,
þar ríkif dauði, ein um verk sem orð,
í óðs manxrs gei'vi, rækir fjöldamorð
á kynslóð — ber á glóð og fúm fen
tjI fjöreyðingar. — Það er undir ben
og eyrnamark, í aldarinnar sögu. — — —
Ef veröld í þeim villum ráfar lengur
í voðann fram af hömrum loks hún gengur
og týnir, glatar, fargar sjálfri sér. — — —
★ ★ ★
Því blossa vitabál um allan heiixx
svo bjöft að myrkravaldið lýtur þeim
að mannkynsönd úr löstum fékk sér lyft
og líður hvergi dauðans yfii'skrift,
en sækir fram á sinnaskiptabraut
á samléið — varð að drottins förunaut.
Svo friðarmál með bi'eyttar vonir berast
um betri sögu en þá sem var aö gei'ast.
Því biðjxvm- djarl’t þótt dagurinn sé lágr
þann drottin erán sem ríkir yffr hár
að gefa landalýðum fi-iðsælt ár. — —
STEFÁN hannesson.
iessur um
áramótín
Óháði fríkirkjusöfnuðurinn.
Messa í Aðventkii'kjunni kl. 3 e.
h. á nýársdag. Séra Emil Björnsson.
Laugarneskirkja.
Nýársdagiur: Méssa kl. 2,30. Séra
Garðar Svavarsson. Barnaguðsþjón
usta kl. 10,15 f. h. Séi'a Garðar
Svavarsson.
Bústaðaprestakall.
Gamlársdagur: Aftansöngur í
Háagerð'isskóla kl. 6. Nj'ársdagur:
Messa i KópavogSSkóla kl. 3. Séra
Gunnar Árnasoni
Dómkirkjan.
Gamlársdagur: -Aftans'öugur kl, 6.
Séra Óskar J. Þöriáksson. Nýárs-
dagur: Messa kl.-ll. Herra biskup-
inn Ásmundur Guðmundsson prcdik
ar. Séra Jón Auðuns fyrir altari.
Síðdegisguðsþjónusta kl. 5. Séra
Óskar J. Þorlákssqn.
Langholtsprestakall.
Messa í Lauganie.skirkju kl. 6 á
gamlárskvöld. Séra Árelíus Nielsson.
Hallgrimskirkja.
Gamlársdagur: Aftansöngur kl. G.
Séra Jakob Jónsson. Nýársdagur:
Messa kl. XI f. h. Séra Sigurjón Þ.
Árnason. Messa kl. 2. Séra Jakob
Jónsson.
Fríkirkjan í Hafnarfirði.
Gamlárskvöld: Aftansöngur kl.
8,30 .Nýársdagur: Messa kl. 2. Séra
Jósep Jónsson fyrrv. prófastur
predikar. Séra Kristinn Sbefánsson,
Fríkirkjan.
Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 6.
Nýársdagur: Messa kl. 2. Séra Þor-
steinn Björnsson.
Iteynivallakirkja.
Messað kl. 2 á nýársdag. Séra
Kristján Bjamason.
Hátci:sprestakaII.
Gamlársdagur: Aftansöngur i M-
tíð'asal Sjómannaskólans kl. G. Ný
ársdagur: Messa á sama stað kl.
2,30. Séra Jón Þorvarðsson.
Hafnarfjarðarkirkja.
Gamlárskvöld: Aítansö.ag'ur kl. 6.
Nýársdagur: Messa kl. 2. Séra Gar3
ar Þorsteinsson.
Bessaslaðir.
Gamlárskvö'Id: Aftansöngur kl. 8.
Séra Garðar Þorsteinsson.
Kálfaljörn.
Nýársdagur: Messa kl. 4 Séra
Garðar Þorsteinsson.