Tíminn - 31.12.1955, Blaðsíða 15

Tíminn - 31.12.1955, Blaðsíða 15
298. blaff. TÍ3IIXN, laiigardaginn 31. desember 1955. 15 Hvar eru skipin Eíkisskip. Hekla fer frá Reykjavik kl. 22 annað kvöld vestur um land til Ak- ureyrar. Esja fer frá Ueykjavik kl. 22 annað kvöld austur um land til Akureyrar. Herðubreið er væntan- leg til Reykjavíkur í dag frá Aust- fjörðum. Skjaldbreið kom til Reykja víkur í gærkveldi frá Breiðafirði. Þyrill er í Reykjavík. Sambandsskip. Hvassafell fer væntanlega frá Ventspils á morgun áleiðis til R- Víkur. Arnarfell fer væntanlega frá Ríga 2. jan. áleiðis til Austfjarða-, Norðurlands- og Faxaflóahafna. Jökulfell fór í gær frá Norðfirði áleiðis til Rostock, Stettin, Ham- borgar og Rotterdam. Dísarfell er á leið frá Austfjörðum til Ham- borgar og Rotterdam. Litlafell er f olíuflutningum á Faxaflóa. Helga fell væntanlegt til Abo í dag. Fer þaðan til Hangö, Helsinki og Ríga. Eimskip. Brúarfoss er á Ólafsvík. Dettifoss fór frá Gautaborg 27.12. Væntan- legur til Reykjavíkur á morgun 31. 12. Fjallfoss kom til Hamborgar 28. 12. frá Hull. Goðafoss fer væntan- lega frá Gdyriia 21.12. til Rotter- dam. Gullfoss fór frá Reykjavík 27.12. til Khafnar. Lagarfoss kom til Reykjavíkur 28.12. frá Hull. Reykjafoss fer frá Siglufirði i dag 30.12. til Akureyrar og Húsavíkur. Selfoss er í Reykjavík. Tröllafoss fór frá Reykjavik 26.12. til New York. Tungufoss fer frá Reykja- vik kl. 12 í dag 30.12. til Akraness, Vestmannæyja og þaðan til Hirts !hals, Kristiansand, Gautaborgar og Flekkefjord. Flugferbir Elugfélagið. í dag er ráðgert að fljúga til Ak_ ureyrar, Bíldudals, Blönduóss, Eg- ilsstaða, ísafjarðar, Patreksfjarðar, Sauðárki'óks, Vestmannaeyja og Þórshafnar. Á morgun, nýársdag, er ekkert flogið. 2. janúar er ráðgert að fljúga til Akureyrar, Fagurhólsmýi'ar, Hornna fjarðar ísafjarðar, Siglufjarðar og Vestmannaeyja. T Ur ymsum 'áttum Helgidagslæknir. ýársdag, 1. janúar er Eggert -------- læknavarðstafan, inþórsson, i 5030. Úthlutun skömmtunarseðla fyrir fyrsta ársfjórðung 1956 fer fram i Góðtemplarahúsinu, uppi, 2., 3. og 4. jan. kl. 10—5 alla dag- ana. Seðlarnir verða eins og áður afhentir gegn stofnum af núgild- andi skömmtunarseðlum greinilega árituðum. Tilkynning frá Berklavarna- stöð Reykjavíkur. Tekið verður aftur á móti börn- um til skoðunar n.k. mánudag þ. 2. janúar í Kirkjustræti 12 og síðan á venjulegum viðtalstímum. Breimiiriiar (Framhald aí 1. síðu). forgöngu um það að hlaða bál Jfesti, og má segja að frá- bæran dugnað hafa margir sýnt í að útvega sér efni í kestina. Mun lögreglan hafa eftirlit með brennum þessum og við nokkrar þeúra verður einnig útvarpað hljómlist úr lögreglubílunum sem við þær verða. Bálkestirnir eru dreifð ir um bæinn og úthverfi hans bg er óhætt að fullyrða, að ekkert hverfi í bænum verði án brennu um þessi áramót. Landbúnaðartæki (Framhald af 16. siðu). plægingin yfirleitt vel af hendi leyst. Mældar voru þrjár álíka stórar skákir um ein dagslátta hver. Skákin var unnin eingöngu með tæt ara, önnur með einföldu diska Ferguson-herfi og sú þriðja var unnin með tvöföldu 24 diska Fergusonherfi. Vinnslu breidd beggja herfanna var tveir metrar, en vinnslu- breidd tætarans 1,5 metri. Með tætaranum voru farn ar 2 umferðir um landið. í þeirri fyrri var fariö fremur hratt yfir og unnið grunnt til þess að slétta yfirborðið. í þeirri síöari var unnið til fullrar dýptar og farið hægt yfir eða um 1,1 km á klst. Vinnsludýptin eftir tvær um ferðir mældist 30—40 cm mið að við óþjappaðan jarðveg en þar sem traktor hafði ekið og þjappað jarðveginn saman mældist vinnsludýptin 15—18 cm. Vinnslutíminn mældist, miðað við tvær umferöir og 1 ha, 14,2 klst. Jarðvegurinn vinnst mjög smátt með tætaranum. svo sð hægt er að sá í hann gras fræi, matjurtafræi eða kart- öflum að vild. Ferguson.herfið 10 diska (22") er tengt á vökvalyftu traktorsins og eru að því mikil þægindi, bæði við milliflutn- inga og vinnslu, þar sem síð ur er hætt við, að traktor festist. Herfis er einfalt að gerð og sterklegt, en nokkur ókostur er það, að ekki skuli vera á því sköfur til þess að halda diskunum hreinum. Herfað var hálft í hálft og farnar fjórar umferðir um flagiö. Hefði mátt sá í það byggi eða höfrum eftir þá vinnslu. Vinnsludýptin var að meðaltali 18 cm miðað við óþjappað yfirborð. Afköstin voru 14 klst. á ha. Spyrnur voru á traktor og festist hann aldrei við vinnslu þessarar skákar. Ferguson.herfið 24 diska (18") er ekki tengt vökvalyft unni. Vinnan með þvl gekk ver heldur en með hinu herf inu. Traktor sat oft fastur, þótt á spyrnum væri og voru af því allmiklar tafir. Farnar voru fjórar umferðir um land ið og herfað heút í heilt. Af köstin reyndust um 17 klst. á ha. Vinnsludýptin 12 cm að meðaltali og fínleiki vinnsl unnarunnar þá svipaður og eftir hitt herfið. Óhætt mun að fullyrða, að ekki sé hægt að fá jarðveg- inn eins og með tætara og því erfitt að gera nákvæman sam anburð. Brýnsluvél. Á síðastliðnu sumri var reynd á Hvanneyri ný brýnslu vél, sem H.f. Foss á Húsavík flytur inn. Er véhn þýzk og kostar um 1800 krónur. Geng ur hún fyrir rafmótor og er hægt að brýna með henni sláttuvélarljá á 10—15 mínút um. HeybZásarar. í sumar voru reyndir tveir heyblásarar, sem SÍS flutti inn að beiðni verkfæranefnd ar. Var annar þýzkur, ekki ósvipaður amerískum blásur um, sem hér eru talsvert í notkun, en hinn sænskur. Saxblásarinn þýzki er með aukablásara, sem blses við_ bótarlofti inn í rörin. Virtist sá útbúnaður gefa góða raun en smíði blásarans, ekki nægilega vönduð, þar sem margir hlutar hans voru úr lárnsteypu, sem vildi brotna. Verð blásarans er kr. 10400. Sænski blásarinn er þanr.ig byggður, að heyið Kemur ekki í snertingu við sjálft blásara hjólið, heldur sett í vitt op á röi-i, sem leiðir inn í hlöðuna. Með slíkum blásara er gott að blása þurru eða hálfþurru heyi, en lofthraðinn tæplega nægur til að blása votheyi Þessi blásari kostar þrjú þús. krónur, en rörin eru smíðuð hérlendis. í sumar var sums staðar reynt að nota veujulega blás ara til að blása þnrru heyi inn í hlöðurnar og gefur það góða raun þrátt fyrir frumlegan umbúnað. Var hægt að biása 4.5 lestum af heyi á klst. með 60% rskamagni. Þá var reyndur í haust blás ari af norskri gerð, sem kom að Gunnarsholti. Eru afköst bessa blásara mikil, eða 15— 18 lestir á klst. og við hann er hægt að fá tæki, sem saxa vothey. Hey])urrkunartæki. Þá kom til lands heyþurrk unartæki frá Belgíu, sem ekki reyndist unnt að reyna nægi ’ega í sumar. Byggist það á súgþurrkun með upphituðu lofti. Er tækið með innbyggð um upphitunarútbúnaði, sem gengur fyrir hráolíu. Til þess að hitun með slíkum tækjum komi að verulega góðum not um má hlaðan ekki vera of stór og heylagið, sem þurrka á í hvert sinn að vera mjög jafnt yfir alla hlöðuna. Þá hefir Guðmundur Jó- hannesson ráðsmaður á Hvanneyri smíðað heyþurrk. unartæki, þar sem loftiff er hitað með hráolíubrennara- Er tæki þetta einfalt og ódýrt, 2500—3000 krónur, og líklegt til að geta orðið að gagni. Enginn skorsteinn er á tæk inu og grasið leitt inn í hit_ unarstokkana ásamt hinu upphitaða lofti. Nýtist hitinn bezt með því móti og er ekki talið saknæmt heyinu. Tæki þetta hefir nú verið samþykkt af öryggiseftirliti ríkisins og ekki taUn eldhætta af því, enda þótt það sé ekki haft nema i fimm metra fjar lægð frá heyinu. Er þó ekki bundið við að ákveðin fjar- lægð sé milli eldstæðis og blás ara. Sala í gegmim sjonvarp (Framhald af 16. síðu). reikning sinn í Los Angeles. Það tekur nokkra daga að senda ávísunina vestur í pósti og enn nokkra daga að senda hana til baka. í stað þess gæti bankamaðurinn í New York sjónvarpað henni með sérstökum hætti tU bankans 1 Los Angeles og þannig fengið að vita á 4 mínútum, hvort á vísunin er góð og gúd. (Lauslega þýtt úr Politiken) j>íRABinn]iÐnsscn LOGGILTUR SIUALAÞTÐANDl • OG DÖMTOLK.UR t ENSK.U • SIUJVB7BLI - :aj 8165S Islemlingaþættir (Framhald af 12. síðu.) ekki að vera jafnan hann sjálfur, án alls mikillætis, og fara ekki í felur með neitt, sem honum var áskapað, til að þóknast með því almennings- áliti, eða þeim, sem hann mælti við. Ætla mætti að samstarf gæti orðið öruggt við mann, sem svo var gerður, sem nú hefir verið lýst. En þar kom til greina, að Sigurður ætlaði öðrum alveg sama rétt til skoðana og framkomu og sjálfum sér, og virti þá menn mest, sem hann fann að töl- uðu og breyttu eftir sínu eðli, enda þótt það félli ekki sam- an við hans eigin hugsana- feril eða leiðir. Hann sagði sig ekki úr leik, þó hann lenti í minnihluta, viðurkenndi rétt meirihlutans til að ráða, en var alls öfáanlegur til að af- sala honum sannfæringu sínni né heldur réttinum til að berj - ast fyrir henni. Þetta allt skýrir það, að hann var sam- vinnumaður, þó einstaklings- hyggjan væri mjög ríkur þátt- ur í eðli hans. En hann sveigði hana til samstarfs við félaga- hyggjunni. Þar, sem skynsemi hans sagði honum, að það bæri ávöxt fyrir heildina. Þessvegna varð félagsmála- þátttaka hans traust og á- byggileg. Hann óx með henni og hún mpð honum, svo sem bezt fór á. Þó Sigurður væri mikill al- vörumaður, innst inni, var hann léttur i lund í Öllu dag- fari, glaður, reifur og mann- blendinn, með heilbrigða trú á lífið og gildi þess. Við, sem þekktum hann, söknum hans sem eins svipmesta manns í samtíð okkar, og finnum sárt til með ástvinum hans, aldr- aðri móður, ekkju og börnum, sem með honum hafa ekki einungis misst fyrirvinnu og heimilisforstöðu, heldur jafn- framt það mesta og bezta, sem lífið hafði gefið þeim. Jón Gauti Pjetursson Merkur Siglfirðing- ur áttræður í dag Einn af mætustu borgurum Siglufjarðar á áttræðisaf- mæli í dag. Er það frú Jónína Tómasdóttir, Norðurgötu 4 þar í bæ- Frú Jónína er dóttir Tóm- asar Björnssonar prests að Baröi í Fljótum og síðar Hvanneyri í Siglufirði. Sjö ára gömul var Jónína tekin í fóst ur af Helga Guðmundssyni héraðslækni í Siglufirði. Þar ólsf hún upp til fullorðinsára. Árið 1904 giftist hún Kjart- ani Jónssyni trésmið ættuö- um frá Hofi í Vopnafirði. Mann sinn missti hún 1928. Eignuöust þau hjónin sex börn. Aðeins eitt þeirra er á lífi, Jón Kjartansson bæjar- stjóri í Siglufirði. Jónína er merkis- og mynd- arkona, enda vinsæl og vin- mörg í Siglufirði. Hún var stofnandi kvenfélagsins Von í Siglufirði og var fyrir nokkr um árum kjörin heiö'ursfélagi þess félags. Jónína stundaði nám í fyrsta kvennaskóla, er starfaði á íslandi, að Ytri- Eyri í Húnavatnssýslu. Hún hefir um 30 ára skeið rekið vefnaðarvöruverzlun í Siglu- firði. | Hver drop! af Esso sumrn- | ingsolíu tiyggir yður há- ! | marks afköst og lágmarks | viðhaldskostnað Olíufélaglð h.f. § Simi 816 00 diiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiitiiimmiiiiiiiniiiiiiiiiir PILTAR eí £>10 eigiB etffilk- una. þ* A é| HRZNQANA. Kjartan Ásmundssoni gullsmlður Aðalstræti 8. Síml 128» Reykjavlk Þúsundir vita að gæfa fylglr hringtmum j frá SIGURÞÓR. Námskeið í Oxford um alþjóðastof nanir Að sumri verður haldið námskeið i háskólanum í Ox ford um alþjóðastofnanir („Problems of International Organization"). Námskeiðið verður haldið dagana 14.— 28. júlí, og munu ýmsir heims kunnir menn flytja þar er- indi. Fjöldi þátttakenda verð ur takmarkaður við 50 manns og er íslandi heimilt að senda emn þátttakanda. Aðrar upplýsingar gefur utanríkisráðuneytið, sem læt ur í té umsóknareyðublöð og tekur viö' umsóknum til jan- úarloka næstkomandi. (Frá utanríkisráðuneytinu) Æsiiigai* j (Framihald aí 16. síðu). hvorug fylkingin, stjómarinn- ar né Mendes-France og jafn- aðarmenn, muni ná meiri hluta. Sækir þá allt í fyrra horfið að reyna verður sam- bræðing, sem síðan leiðir til alls konar hrossakaupa. Þær raddir verða nú æ háværari, að Frakkland sé í alvarlegri hættu vegna þess pólitíska glundroða, sem þar ríkir og ómögulegt virðist ajð binda endi á. líýK5) ‘."sy.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.