Tíminn - 19.01.1956, Side 4

Tíminn - 19.01.1956, Side 4
TÍMINN, fimmtudaginn 19. janúar 1956. 1S. bla3. / slendingajpættir Dánarminning: Aðalsteinn Pálsson, skipstjóri Það hefir löngum verið stolt Vestfirðinga að eiga harðfenga og ötula sjómenn. Þar í hópi er margra mætra manna að minnast, heima og heiman, lífs og liðinna. Að þessu sinni hvarflar hugurinn til eins hins allra fremsta í þeirri glæstu fylkingu vaskra drengja — manns, sem stundaði sjó frá bernsku og fram undir sextugt, á svo að segja öllum tegundum fiskiskipa, og hafði þá stjórnað fleyi alla starfsævina óslitið frá fermingaraldri og af þvílíkri reisn og giftu, að löngu er landfrægt. Þessi öndvegismaður er Hnífsdæl- ingurinn Aðalsteinn Pálsson, sem í dag verður borinn til hinztu hvílu í skauti ættjarðar sinnar eftir órofinn og erilsaman starfs- dag á öldum hafsins kringum land ið. Honum ætti að verða hvíldin góð, því hann stóð í aðkallandi og ábyrgðarmikilli önn þrotlaust til síðustu stundar, að það kallið kom nálega fyrirvaralaust, sem „enginn kaupir sér frí“ frá. Hann andaðist að heimili sínu úr hjartabilun að- faranótt 11. þ. m. Með Aðalsteini er genginn til moldar höfðingi og hetja úr íslenzkri sjómannastétt .— einn þróttmesti og glæsilegasti kappinn í úrvalaliði íslendinga á fyrrihluta tuttugustu aldarinnar. Aðalsteinn Pálsson er fæddur að Búð í Hnífsdal 3. júlí 1891. For eldrar hans voru ágætar og vel ættaðar myndarmanneskjur: Guð- björg Bárðardóttir úr Dýrafirði og Páll Halldórsson í Búð. Aðalsteinn ólst að mestu upp í Hnífsdal hjá föðurömmu sinni, merkiskonunni Sigríði Össurardóttur. Fékk hún snemma mikið ástríki á sveinin- um, sem brátt þótti afbragð ann- arra manna. Tólf ára að aldri hóf Aðalsteinn sjóróðra í Hnífsdal, og tveim ár- lim síðar var hann orðinn formað- ur og hófst þá þegar hinn langi og viðburðaríki forustuferill hans á sjónum, sem stóð nálega óslitið í 45 ár á smærri og stærri skip- um. Það mun hafa verið 1912, að Aðalsteinn fluttist hingað suður og settist í Sjómannaskólann, þar sem hann lauk bæði farmanna- og eimvélaprófi árið 1914. Má segja, að síðan hafi hann verið þjóð- kunnur maður, sem helzti og til- komumesti skipstjóri togaraflot- ans. Mun engum þeirra miklu dugnaðarmanna, sem þar hafa skipað og skipa veglegt rúm, þykja sér vansæmd eða óréttur gerr með þessari fullyrðingu, enda vitað, að Aðalsteinn var beinlínis lærifaðir og fyrirmynd ekki svo fárra þeirra. — Og í þessu sam- bandi sérstaklega, get ég ekki stillt mig um að geta þess, að frá Hnífsdal, þessu litla, fámenna sjáv- arþorpi vestur á fjörðum, hefir komið alveg ótrúlega hár hundraðs hluti yfirmanna togaraflotans, og Aðalsteinn Pálsson átt drýgri hlut en nokknr maður annar að því þýð- ingarmikla sjómannsuppeldi, sem þar er um að ræða, og má kannske ekki hvað sízt af því marka, hverja þýðingu og áhrif hann beint og óbeint hefir haft á mótun þeirra manna margra hverra, sem hafa stjórnað og stjórna þessum mikil- virkustu framleiðslutækjum sjáv- arútvegsins, enda margir þeirra nákomnir frændur hans og vinir. Fyrir þetta hlutverk einnig, stend- ur þjóðin í þakkarskuld víð Aðal- stein. Þegar Aðalsteinn „kom í land“ fyrir réttum 5 árum, kominn fast að sextugu, hefði margur mátt ætla, að hann settist nú í helgan stein og nyti í kyrrð og friði efri ára. En slíkt var honum ekki að skapi, og fór mjög á annan veg. Meðan hann var sjómaður, hafði hann oftlega verið méðeigandi í útgerð skipa sinna, og tók hann nú algerlega að sér útgerðarstjórn „nýsköpunartogara" síns „Fylkis“, er hann sjálfur síðast hélt til veiða Rekstur togarans annaðist Aðal- steinn svo vel, að til fyrirmynd- ar var, — og seinasta æviárið hafði hann einnig með höndum framkvæmdastjórn „Geirs“. Þann- ig varð ævistarfið ekki endasleppt hjá þessum mikla dugnaðar- og athafnamanni. Þar að auki hefir hann mörg undanfarin ár setið í stjórn stéttarsamtaka útgerðar- manna og ýmissa fyrirtækja — alls staðar virtur að verðleikum. Aðalsteinn Pálsson var mikið glæsimenni að vallarsýn; með allra hæstu mönnum og þrekinn þar eftir, í sénn fríður og karl- mannlegur, rammur að afli og myndi að góðu og gömlu mati hafa verið tálinn a. m. k. tveggja manna maki. Yfir allri persónunni hvíldi hógvær virðuleikablær og þrekmennska, sem árin fengu lítt á unnið. Aðalsteinn var tvíkvæntur, og voru báðar hinar góðu konur hans heiman úr Hnífsdal. Fyrri kona hans var Sigríður Pálsdóttir Halldórssonar útvegsbónda í Heimabæ, systir hinna þekktu Brekkubræðra Jóakims, Halldórs og Páls. Hún var glæsileg fríð- leikskona, og voru þau hjón frændsystkin. Þau gengu í hjóna- band 1915. Þeirra börn urðu 6, en 5 eru á lífi: Páll, togaraskip- stjóri í Englandi, Sigríður, lyfja- fræðingur, sem stjórnar Stjörnu- apóteki KEA á Akureyri; Össur, starfsmaður hjá B. P.; Guðbjörg, gift hér í Reykjavík og Elín, ógef in í föðurgarði. Frú Sigríður lézt árið 1930. Síðari kona Aðalsteins var Elísabet Jónasdóttir kaup- manns Þorvarðarsonar á Bakka, menntuð myndarkona. Þau gift- ust 1932 og eiga einn son, Jónas Aðalstein stud jur. — Öll eru börnin frítt og föngulegt myndar- fólk, eins og þau eiga kyn til í báðar ættir. Eins og þegar hefir komið fram, var Aðalsteinn Pálsson knýttur Hnífsdal sterkum og margþætt- um böndum uppruna, ættar og tengda. Hann sýndi líka þessu byggðarlagi mikla tryggð og rækt arsemi alla tíð. Það kom þráfald- lega fram í höfðinglegum gjöfum þangað til einna og annarra fram fara- og menningarmála, síðast í sambandi við skóla- og kapellu- byggingu. Og ekki hvað sízt mun um við gamlir sjómenn að vestan glöggt og árvakurt vinarauga hans gagnvart smáfleytunum úr Hnífsdal hér áður fyrr, þegar stórviðri brast á og hann var nærri á stóru skipi sínu. Þá sýndi hann ósjaldan göfugt hugarfar og hjartalag Þorbjörns Kólku, og var „hjálparþurfum hjálparsnöggur í hættum kaldur bæði og djarfur", eins og Grímur segir, þótt meira en tvær árar lylu stjórn garpsins til hjálpar .... En það er saga, sem fremur verður fundin en sögð af þeim, sem hlut áttu að máli. ★ Ég naut þeirrar ánægju að kynnast persónulega jæssum merka sveitunga mínum tvö síð- ustu æviár hans, vegna viðskipta, er við áttum saman. Vil ég nú að leiðarlokum þakka honum þá kynningu; vináttu hans, hlýhug og drengskap. Við ýms tækifæri fann ég, að ennþá logaði glatt innri eldur hans, þótt sjálfur hann saknaði yngri ára í sambandi við framgang áhugamála sinna. Aðrir höfðu vissulega ekki neinnar vönt unar að sakna í dagfari þessa hártnær hálfsjötuga afburða- manns, hvorki til orðs né æðis. ❖ Margir hafa nú mísst mikið; Hnífsdálur ástfólginn og trygg- lyndan son, íslenzk sjómannastétt einn sinn hraustasta víking, þjóð- fél. stórbrotinn athafnamann. Allir sem til þekktu, trega Aðalstein Pálsson, en þeir að sjálfsögðu sár ast, sem næstir standa; ástvinir hans, eftirlifandi kona og börn. En mikill harmaléttir og raunar þakkarefni má það öllum vera að hafa átt svo dáðríkan dreng að missa. Baldvin Þ. Kristjánsson. Enska knattspyrnan Úrslit síðastliðinn laugardag: 1. deild. Arsenal - Tottenham .. Birmingham - Burnley Blackpool - Aston Villa Bolton - Portsmouth .. Cardiff - Manch. City .. Chelsea - Sunderland .. Everton - Charlton .... Huddersfield - Wolves Manch. Utd. - Sheff. Utd. Newcastle - Luton Town West Bromwich - Preston 2. deild. Barnsley - Leicester Blackburn -P lymouth Bristol City - Fulham ... Hull-Stoke (féll niður) Lincoln - Liverpool (féll n Middlesbro - Bury ...... Nottm. For. - Bristol Rov. Port Vale - Notts County Rotherh. - Swansea (féll n Sheff. Wed. - Doncaster West Ham. - Leeds Utd. 0-1 1-2 6-0 4-0 4-1 2- 3 3- 2 1-3 3- 1 4- 0 3-2 0-1 2-1 2-1 ) ) í 3. deild syðri hefir Ipswich, sem féll niður í vor, þrjú stig meira en Brighton og Leyton Ori- ent, en Orient hefir leikið tveim- ur leikjum færra. í nyrðri.deild- inni hefir Grimsby 38 stig, en Accrington hefir 36 stig, en hefir leikið einum leik rninna. Sfaðan er nú þannig: 1. deild. Veður var mjög slæmt í Eng- landi á laugardaginn og varð að fresta 18 knattspyrnuleikjum, en af þeim voru aðeins þrír í tveim- ur efstu deildunum. Litlar breytingar urðu á röð liðanna í 1. deild og Manch. Utd. hefir ennþá fjögur stig meira en næsta lið. Sagt er, að Manchester hafi lagt litla áherzlu á bikarleik- inn í Bristol í 3. umferð, þar sem framkvæmdastjórinn er á þeirri skoðun, að lið hans hafi mikla möguleika til að sigra í 1. deild, og margsannað sé, að ómögulegt sé að sigra bæði í deildinni og bikarnum. Var því bikarkeppnin strax gefin á bátinn, en þess í stað á að einbeita sér að deildar- keppninni. En ef til vill verða Blackpool og Úlfarnir erfiðir við- ureignar, en bæði liðin hafa ver- ið slegin út í bikarnum. í 2. deild er Sheff. Wed. ennþá efst og Leicester í öðru sæti, en bæði liðin sigruðu á laugardag- inn. Mörg lið fylgja fast á eflir og úrslit í deildinni eru mjög tví- sýn. Hins vegar er nokkuð sýnt, að Hull og Plymouth koma til með að leika í 3. deild næsta ár. 1. Manch. Utd. 27 15 6 6 56-39 36 2. Blackpool 26 13 6 7 57-40 32 3. Burnley 26 12 7 7 41-32 31 4. Sunderland 26 12 6 8 57-60 30 5. Wolves 26 12 5 9 59-44 29 6. Luton Town 26 12 5 9 48-38 29 7. Everton 27 11 7 9 42-43 29 8. Newcastle 27 13 ,2 12 64-46 28 9. Bolton 26 12 4 10 51-35 28 10. Charlton 27 12 4. 11 58-54 28 11. W Bromwich 27 12 4 11 38-38 28 12. Portsmouth 28 11 5 10 50-59 27 13. Chelsea 26 10 7 9 38-44 27 14. Mnach. City 26 9 8 9 48-48 26 15. Preston 27 10 5 12 49-44 25 16. Birmingh. 27 9 6 12 50-45 24 17. Arsenal 62 8 8 10 34-42 24 18. Cardiff 26 10 4 12 36-50 24 19. Tottenham 26 9 3 14 33-42 21 20. Aston Villa 27 5; 9 13 31-51 19 21. Sheff. Utd. 26. 7 4 15 35-49 18 22. Huddersfield 26 6 5 15 33-65 17 2. deild. 1. Sheff. Wed. 27 11 11 5 62-40 33 2. Leicester 27 14 4 9 66-50 32 3. Bristol City 26 14 3 9 61-46 31 4. Leeds Utd. 26 14 3 .9 46-41 31 5. Bristol Rov. 26 13 4 9. 81-48 30 6. Swansea 26 13 4 9 48,48 30 7. Stoke City 26 13 3 10 47-40 29 8. Port Vle 26 10 9 7 36-33 29 9. Liverpool 25 11 6 8 54-39 28 10. Fulham 27 13 2 12.58-55 28 11. Nottm. For. 26 12 4 10 44-45 28 12. Lincoln City 25 10 6 9 44-35 26 13. Blackburn 26 11 4 11 53-46 26 14. Bury 27 9 .6.12,51*63 24 15. Doncaster 27 9 6 12 51-63 24 16. Hiddlebsro 26 9 6.11 42-54 24 17. Barnsley 27 8 8 11 34-48 24 18. West Ham. 26 8 7 11 50-43 23 19. N. County 27 8 7 12. 41-47 23 20. Rotherham 26 8.7 11 37-47 23 21. Plymouth 27 6 5 16 32-55 17 22. Hull City 25 5 3 17 27-57 13 Aætlun ura ferðir M.s. Dronning Alexandrine milli Reykjavíkur, Færeyja og Kaupmannahafnar jan.—sept. 1956. Frá Kaupmannahöfn: 17/1 11/2 28/2 23/3 10/4 25/4 19/5 12/6 6/7 20/7 3/8 17/8 31/8 14/9 Reykjavík: 24/1 20/2 6/3 31/3 17/4 12/5 5/6 29/6 13/7 27/7 10/8 24/8 7/9 21/9 Ferðirnar frá Kaupmannahöfn 25/4., 19/5. og 12/6. verða um Grænland til Reykjavíkur. Ferðin frá Reykjavík 21/9. verður um Grænland til Kaupmannahafnar Skipið kemur við í Færeyjum í öllum ferðum. Breytingar á brottfarardögum, eða skipsferð falli niður getur átt sér stað fyrir varalaust, ef kringumstæður krefjast þess. Fargjald: 1 farrými C 1. do D 2. do 3. do Rvík/Kaupmannahöfn: Kr. 1111,20 Kr. 1037,12 Kr. 740,80 Kr. 530,91 Rvík/Þórshöfn: Kr. 506,22 Kr. 469,17 Kr. 321,05 Kr. 246,93 Skipaafgreiðsla Jes Zimsen — Erlendur Pétursson. — » : ITALSKAR (JRVALS SAFAMIKLAR VÍTAMÍNRÍKÁR SfTRÓNUR fást nú í öllum matvöruverzlunum

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.