Tíminn - 26.02.1956, Qupperneq 4
4
afrek kvenna fyrr og
á sviöi ýmissa lista og bókmennta
Þær kenningar Schopenhauers, aft konan væri
dýr með sítt hár, en stuttar hugsjónir, eru nú
teknar aí fyrnast — enda eru konur farnar
a<S ganga stuttklipptar
Sú skilgreining þýzka heim-
spekingsins Schopenhauers á kon
unni, að hún væri dýr með sítt
hár en stuttar hugsjónir, aflaði
höfundinum e. t. v. meiri frægðar
en allar hans heimspekikenning-
ar. Nú er svo komið, að kenning-
ar hans eru teknar að fyrnast og
konurnar ganga með stutt hár.
Samt hljótum við enn að minn-
ast þess, að í flestum löndum
heims og á nær því öllum öld-
um hafa karlmenn — synir
kvenna — verið óþreytandi áð
velja hinum kvenlega hluta
mannkynsins hina hraklegustu
dóma.
Sókrates sagði, að konan væri
upphaf hins illa og ást hennar
óttalegri er. hatur karlmannsins.
Úm svipað leyti sögðu búdda-
trúarmenn, að konan væri vera
með engils ásjónu, en anda djöf-
ullegan.
Hvað áttu þá aumingja menn-
irnir að gera annað en að reyna
að kúga þessa illu veru til hlýðni
við sig? Karlarnir, hin saklausu
fórnardýr, höfðu að vísu náð þeim
undirtökum, að þeir settu öll lög
og sáu um framkvæmd þeirra. Öld
eftir öld héldu þeir áfram að
skrifa bækur, setja lög og fyrir-
mæli, er miðuðu að því að halda
konunni á sama andlega þroska-
stigi og barninu. Þrátt fyrir það
virðist hafa verið allerfitt að sann-
færa þær um, að svo ætti það að
vera. Sem dæmi má bendá á setn-
ingu í japönsku riti um mennta-
mál, Orma Daigagu, frá því á 17.
öld. „Heimska hennar (konunnar)
er slík, að henni verður aldrei
treyst“.
Merkar konur.
Á öllum öldum hafa þó konurn-
ar leitað færis að afsanna þessar
staðhæfingar karlmannanna. Þegar
hefð og siðir hafa ekki með öllu
útilokað þær frá þáttti'jiu í opin-
berum málum og listum, þá hafa
konur orðið þjóðhöfðingjar, rithöf-
undar og nlargs konar listamenn.
Virðum fyrir okkur nokkrar konur
úr ólíkum heimsálfum, er hafa
aukið hróður mannkynsins á sviði
listanna.
Nefnum þá fyrst skáldkonuna
Sapho. Svo mikill var hróður
hennar, að þýðingar á ljóðum eft-
ir hana hafa fundizt í fornleifum
á Egyptalandi. Enska skáldið
Swinburne sagði, að hún væri það
skáld, er hefði mestan næmleik í
meðferð orðsins.
Kínversk skáldkona.
Ts‘ai Yen var kínversk og var
uppi á valdatíma Han-keisaraættar
innar, er gat sér mikla frægð um
og fyrir Krists burð. Faðir Ts’ai
Yen var Ts’ai Yong, háttsettur
embættismaður, er menntaði dótt-
ur sína á hinn fullkomnasta hátt.
Eftir okkar tímatali fæddist hún
seint á fyrstu öld og lifði fram
um aldamót 1. og 2. aldar. Ung
að aldri varð hún ekkja og nokkru
síðar verður það, að Húnar, undir
forystu Attila, herja á Kína, eftir
að hafa ógnað menningu Evrópu.
Hin unga ekkja var aðeins ein af
fjölmörgum, sem Húnar rændu
innan við múrinn mikla, sem átti
að vernda Kínaveldi.
Ts’ai Yen var fangi Húna í
ellefu ár og á þeim tíma ritaði
liún eitt frægasta og fegursta verk
kínverskrar Ijóðagerðar: „Átján
ljóðlínur, sungnar við hljóm her-
lúðurs Húnanna". Hún leiðir les-
andann um herbúðir „barbaranna"
þar sem allt er ógnþrungið, fram-
andi og hræðilegt í augum hinnar
hernumdu hefðarmeyjar. „í heim;
inum var ekkert, nema þessar villi
mannahjarðir, er neyddu mig til
þess að fylgja sér á heimsenda.
Gnæfandi tindar, sveipaðir skýjum,
meinuðu mér leiðina heim. Aðeins
eyðimerkurstormurinn hóf sand-
inn úr stað“.
Leyst úr ánauð.
Ekkert gat sefað örvæntingu
anna voru henni andstæðir;
grimmdin, tjöldin, vagnarnir,
hjarðirnar, fæðan. Hún þráði að-
eins eitt. Múrinn mikla, er geymdi
að baki sér hennar heim. Hún var
gefin hermanni í liði Húna. Með
honum eignaðist hún tvo syni, sem
hún unni og annaðist, því að þótt
þeir væru getnir af „barbara", þá
voru þeir einnig af hennar holdi.
Þó fékk hjarta. hennar engan frið.
Dag nokkurn sendi Kínakeisari j
sendiboða til að leysa hana úr!
ánauðinni. Styrjöldinni var lokið
og Ts’ai Yen hvarf hcim með
sendiboðanum. í sál hennar geis- J
aði þó enn styrjöld, sem enginn
gat til lykta leitt. Á öðru leitinu
var Kína, föðurland hennar, á liinu
börnin, synirnir tveir, er hún
skildi eftir. Eftir heimkomuna gat
hin unga kona sér skáldafrægð
fyrir ljóðið: „Er herlúðrar gjalla
við undirleik hörpu“, þar sem lýst
er hinum sígilda harmleik, er í
odda skerst milli andstæðra til-
finninga. í gær var hún harm-
þrungin vegna hin& fjarlæga ætt-
lands, í dag þráir hún syni sína.
„Ég og synir mínir erum hvert í
sínum herbúðum. Eins og sólin
sezt og máninn rís, svo stari ég í
fjarlægð, án þess að sjá hið ná-
læga“. Og enn segir hún um sálar-
kvöl móðurinnar. „Fljótið getur
ekki fremur horfið aftur til upp-
sprettunnar, en sálin getur
gleymt“.
Shikibu frá Japan.
Líf Ts’ai Yen varð harmleikur
vegna styrjaldar. Öðru máli
gegndi um Musaraki-no-Shikibu, er
var höfundur eins af stórverkum
klassiskra bókmennta í Japan, sög-
unnar Genji Monogatari (Genji
prins). Hún var uppi, þá er menn-
ing Japana var hvað fjölskrúðug-
ust, en þar gætti mikilla áhrifa
bæði frá Kína og Kóreu.
Murasaki-no-Shikibu var tkkja
eftir aldraðan hirðgæðing og hirð-
mey keisaradrottningarinnar. Árið
1004 hafði hún lokið hinni stóru
skáldsögu sinni, er var í 55 köflum
(enska þýðingin er 6 stór bindi).
Er þetta ættarsaga og lýsir lífi
Genji og Kaoru sonar hans. Á þess
um öldum gátu margar japanskar
konur sér frægðarorð fyrir ritstörf
en Murasaki varð fyrst allra til
þess að rita skáldsögu er lýsti raun
veruleikanum, í stað ævintýra og
kynjasagna. Persónur hennar eru
að vísu hugsmíð — engu síður en
hjá Proust, sem talinn er minna á
hana — en eru þó svo sannar, að
öllum finnst, að þeir þekki þær.
Því eru verk hennar ótæmandi
uppspretta fróðleiks um lifnaðar-
hætti þessa þjóðfélags, er þá hafði
náð hátindi menningar sinnar og
var á hnignunarleið. of
í þessu mikla ritverki, þar sem
Ts’ai Yen. Allir hættir sigurvegar-
lýst er glæpum, dyggðum og löst-
um Genji — fyrirrennara Don
Juans — verða margir atburðir
og stórir, en sjálfsafneitun og
guðstrú bera sigur af hólmi.
Konur skrifa
sálarlífslýsingar.
. Það er gaman að sjá, að það eru
(Framhald á 9. síðu.)
Málverk af laufum eftir Seraphine frá Senlis
FÆÐINGARHRÍÐIR Sl
COLUMBÍAFÉLAGIÐ í Bandaríkjun-
um hefir sett á markað tvær LP-
plötur, sem segja má að hafi
sögulegt giidi. Bruno Waiter
stjórnar þar flutningi sinfóníu
Mozarts í C-dúr, nr. 36 (KV 425),
en þaö undarlega við þessar plöt-
ur er, að hinn raunverulegi flutn-
ingur verksins er aðeins á einni
plötuhlið, en þrjár hliðar eru heig
aðar fæðingarhríðum verksins.
Þar heyrist allt, sem gerðist, er
! verið var að æfa verkið til ílutn-
ings. Maður heyrir hljóðfæraleik-
árana stilla strengi sína og horn,
rétt eins og maður sæti í hijóm-
|Jeikasal, og svo kemur Bruno
Walter upp á pallinn og ávarpar
liðsmenn sína: „Good morning,
■ gentlemen".
Síðan fær maður að kynnast
því, hvernig mikill stjórnandi og
hljómlistarmaður skapar eina
samhæfa heild úr mörgum ein-
staklingum.kennir þeim að hlusta
hver á annan og taka tillit hver
til annars, unz eining er sköpuð
og gatan til samfellds flutnings
listaverks er rudd.
C-DÚR SINFÓNÍAN er líka kölluð
Linz-sinfónían og á sér sögu.
Mozart hafði komið til Salzburg
til að kynna konu sína fyrir föð-
ur sínum. Á leiðinni til baka til
Vínarborgar kom hann til Linz
. og bjó hjá Thun greifa. Þar skrif-
N F Ó N í U
aði hann verkið á fáum dögum,
„af því ég mátti til“. Verkið er
skrifað af snillingi í mikium flýti
árið 1783. Og 1955 er það enn
svo lifandi, að einn af mestu
listamönnum samtímans velur
það til þess að kynna nýja túlk-
un tónlistar. Og svo fylgja at-
hugasemdir Walters meðan á æf-
ingum stendur. „Aldrei slappa
strengi, þegar Mozart á í hlut“.
Eða: „Þið takið eftir, hversu fín-
gert þetta er, hér þarf aðgæzlu
í hverjum takti....“
Þessar væSingarhríðir sinfóníu kallar
Columbía-félagið „The Birth of
1- Pejffbrih'aúce”''"ógr’Kkrá þlötuna
nr. Col. SL 224. j
iminn undir og ofan
M'irg öf helzfu stjórnmálablöð-
um Norðunálfu ,iog Vesturheims
flytja á degi hverjum ritstjórn-
argreinar, sem eru skemmtilega
fjarri bölsýni, stjórnmálaþrasi og
væringum samtimans. Þegar
menn hafa lesið greinar um á-
tökin í Alsír, flokksþingið í
Moskvu, kynþáttavandamálin í S-
Afrik.u og glímuna við dýrtíðina
heima fyrir á ritstjórnarsíðum
sumra heimsblaðanna, koma þeir
að smágréin, sem er annarrar
ættar og an.hars eðlis. Þar er á.
einfaldan iOgoáðlaðandi hátt lýst
samskiftlítinj! mannsins og nátt-
úrunpaso Ekkiinámugreftri hans,
olíubortfpuflg.Mieða öðrum athöfn-
um, sem brpyta útliti jarðkúlunn
ar og her-ja verðmæti úr iðrum
hennar, .heldur því, sem augað
nemur úti-í náttúrunni á hverri
árstíð.
Þar er rætt um þær blómateg-
undir, sem fyrst skjóta kollinum
upp úr moldinni eftir vetrardval-
ann, bent á hveiiær trjátegund
verður allaufguð, hvenær fiðrild
in taka að strjúka gras og blóm,
rætt um samband lífsins.og veð-
urfarsins og hvað hver vika og
mánuður ársins flytja með sér af
verðmætum, sem ekki verða lát-
in í aska pé skráð á framleiðslu-
skýrslur, ,pn hafa samt ómetan-
legt gildi úyrir hvern einstakl-
ing, sgm gengur um land sitt
með opin augun og sér annað og
meira on steinlagðar götur, hús,
bifreiðar og önnur mannvirki.
-»«-
Mirg blöð hsfa haldið þessum
sið í áratugi. Þau mundu ekki
hafa gert það ef þessi skrif
hefðu ekki fundið hljómgrunn í
brjósti alþýðunnar, einkum á tím
um erfiðis og andstreymis, bæði
í heimagarði og á alþjóíjavett-
vangi. í'essi skrif hafa vakið á-
huga fyrir því, sem gerist hljóð-
látlega, og þau hafa vafalaust
stuðlað að því, að íjöldi manna
hefir eignast dýrmætar minning-
ar. Þau hafa minnt á, að lífið er
ekki alltaf „kalt stríð“ og póli-
tískar erjur, og að vandamál
mannlífsins verða ekki, þrátt fyr
ir allt, leyst í salarkynnum Sam-
einuðu þjóðanna í New York, á
viðræðufundum í París og Strass
borg eða á þingum hefðarmann-
anna í Kominform, heldur í
brjósti hvers einstaklings, sem
minnist þess að lífið er stutt en
heimurinn óendanlega stór og
dásamlegur, ‘ oll tilveran hefir
bjartari hliðar en samskipti
mannanna gefa í dag tilefni til
að ætla, og að herra jarðarinn-
ar er á hinzta degi svo óendan-
lega smár og lítilsmegandi.
-»«-
ÞaS er vafaiaust að margir út-
lendingar lesa þessar hugleiðing-
ar um lífið og náttúruna og hafa
af því mikla ánægju, ekki síður
en heimamenn. En þeir finna e.
t. v. til þess, að oft er fátæklegt í
þeirra eigin blöðum um þessi
efni, og þannig mun því farið
um íslendinga, sem lesa þessi er-
lendu blöð að jafnaði. Sá hópur
er nokkuð stór, en hinn hópur-
inn er þó stærri, sem finnur íil
sín talað þegar rætt er um lífið
í náttúrunni, um litbrigði henn-
ar, fegurð og dásemdir á óeigin-
gjarnan hátt. Því að okkur hætt-
ir dálítið til þess, þegar við ræð-
um um gróðurinn og veðurfarið
og lífið í okkar fagra landi, að
meta allt til gagns, matfanga og
peninga.
-»«-
Minnisstæð er grein á þessum
nótum í erlendu stórblaði. Þar
var rætt um skýin, lögun þeirra,
lit og háttu, eins og þau koma
fyrir sjónir litillar manneskju,
sem stendur á gróinni grund og
horfir upp í himinhvolfið. Við
eigum ekki mörg kvæði um feg-
urð skýsins, —,, sem siglir um
hvolfið, stunduih gullroðið og
fagurskapað, en stundum dimmt
og dapurlegt. Þó hlýtur þáð að
vera gott yrkisefni eins og ann-
að, sem fagurt er og hreint.
Þessi höfundur hélt því fram,
að allt of margir ménn færú íil
daglegra starfa niðurlútir og á-
hyggjufullir litu helzt ekki ann-
að augum en steinsteypt strætið
undir fótum sér, en gættu þess
ekki að lyfta höfðinu — og hug-
anum — til himins og hðrfa á
hið tilbreytingarríka og undur-
fagra skýjafar, sem endurspeglar
árstíðina og dregur athygli að
leyndardómum náttúrunnar —
og alheimsins.
Er þess ekki ætíð þörf, að
muna eitthvað annað einhvern
tíma dagsins .en erfitt brauðstrit
og viðsjálar heimsfréttir? Er
ekki gott að lyfta höfðinu og
njóta oftar þeirrar dásamlegu
fegurðar, sem himinhvolfið býð-
ur okkur á hverjum degi, í góð-
viðri og illviðri, finna andblæ
árstíðarinnar leika um sig og
minnast þess, að þrátt fyrir allt,
er tilvrran dásamleg og lífið fag-
urt?
Þessi tækifæri hafa verið mörg
í dásamlegum blíðviðrum und-
angenginna daga. Höfum við not-
að þau og eignast í minningunni
svipmynd, sem er þar geymd?
-»«- 1
Hér að ofan er dálítil mynd
frá íagurri. íslenzkri fjallabyggð.
Þar er himinn undir og ofan á,
vatn og ský og lítill bátur. Sá,
sem hefir lifað að sjá þessa mynd
úti í náttúrunni og sjá allt, sem
augað getur séð á slíkri stund,
hann hefir eignast minningu,
sem fylgir honum út í eilífðina.
Slíkar minningar verða margar,
ef menn horfa hátt.
Útsæðiskartöf lur
Verzlanir og búnaðarfélög, sem óska eftir að kaupa
útsæðiskartöflur, sendi pantanir sínar fyrir 10.
marz n. k.
, m Grænmetísverzkn ríkisins.