Tíminn - 26.02.1956, Side 6
6
TÍMINN, suimudaginn 26. febrúar 1956,
Wttuii:
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Ritstjórar: Haukur Snorrason
Þórarinn Þórarinsson (áb.).
Skrifstofur f Edduhúsi við Lindargötu.
Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn),
auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323.
Prentsmiðjan Edda h.f.
SkákaS í skjóli gleymskumiar
OUNNUDAGINN 19.
^ febrúar skýrði Þjóð-
iijinn frá því, að líklegast
/æri að sósíalisminn mundi
úgra á þingræðislegan hátt í
luðvaldslöndunum, og bar
Viikojan, varaforsætisráðherra
i Rússlandi, fyrir þessu. Ætla
má, að þeim, sem uppaldir eru
við kenningar um „byltinga-
sinnaðan úrslitabardaga fyrir
völdunum“ hafi orðið hverft
við þennan boðskap. En útlegg-
ing á textanum var engin í
Þjóðviljanum, og urðu þeir því
að búa einir með efasemdum
sínum. Ekki mun hjartahrein-
um kommúnistum hafa þótt
minna um vert þær upplýsing-
ar, sem Þjóðviljinn hafði eftir
heimildum Mikojans, að komm-
únistaflokkur Rússlands hafi „í
tuttugu ár raunverulega ekki
lotið samvirkri forustusveit,
heldur hefði einn maður verið
dýrkaðiu'.... “ Var það þá allt
satt, sem ,,auðvaldsblöðin“
höfðu sagt um einræði Stalins?
EN í BLAÐINU var enga
írekari leiðsögn að fá.
Margt fleira sagði Mikojan,
sem kom ónotalega við trúna,
jafnvel þótt ekki sé leitað ann-
arra heimilda en Þjóðviljans.
Eyrri vika var því tími játning-
anna í Moskvu. En hér var
sunnudagurinn einn valinn til
þess. Það er eins og fregnirnar
að austan hafi ruglað jafnvel
sanntrúuðustu menn eina dag-
stund. En svo komu virkir dag-
ar og tími til umhugsunar.
Þjóðv. hefir hins vegar ekki birt
ræðu Molotovs, sem sagði, að
Stalin hefði einn öllu ráðið í
landinu, sem sagt var að byggi
við „fullkomnasta lýðræði í
heimi“. Og því síður kom nokk-
ur útfærsla á texta Mikojans
frá mönnum eins og Einari 01-
geirssyni og Brynjólfi Bjarna-
syni, sem höfðu kallað Stalin
vin og velgerðarmann mann-
kynsins og læriföður sósíalista.
Það varð brátt spurning dags-
ins, hvenær þessir lærisveinar
, mundu stíga fram og játa yfir-
sjónir sínar, einkum eftir að
Þjóðviljinn lýsti því yfir, að
Lenin hefði sagt, að viljinn til
að játa mistök væri mælikvarði
á alvöru stjórnmálaflokka. Játn
mgarnar eru enn ókomnar, en
Þjóðviljinn hefir hins vegar birt
greinargerð frá óbreyttum liðs-
manni, Lúðvík Jósefssyni, og
kveður hann við þann tón, að
:i rauninni hafi sáralítið mark-
yert gerzt á flokksþinginu í
Moskvu. Stalin var bara „ráð-
ríkur“ segir í formála fyrir
greininni. Það var nú allt og
sumt. Og sú kenning, að komm-
únisminn muni sigra á þingræð
islegan hátt, en ekki íaka völd-
in með blóðugri byltingu, boðar
„í rauninni ekkert nýtt“, segir
nú, rétt eins og þetta sé hir.n
hversdagslegasti boðskapur.
EKKI ÞARF að rekja þessi
dæmi lengur til þess að menn
sjái, hvað hér er að gerast:
Kommúnistar ætla að lesendur
blaða munu ekki degirium
lengur, hvað var raunverulega
sagt í Moskvu, samkvæmt heim-
ildum viðurkenndra íréttastofn-
ana. Meðan ósköpin gengu yfir
treystu þeir sér ekki til að
stinga öllum fréttum undir stól.
Þeir birtu atriði úr ræðu Miko-
jans, en ekkert úr ræðu Molo-
tovs. Síðan láta þeir líða nokkra
daga. Þá kemur sá þeirra fram
á sjónarsviðið, sem jafnan hef-
ir reynt að láta líta svo út, sem
liann væri ekki fastbundinn á
Moskvalínunni, og hrópar: And-
stæðingablöðin hafa falsað um-
mælin að austan, þar var raun-
verulega ekkert annað sagt en
að Stalin hefði verið „ráðríkur"
og það væri óheppilegt.
Það væri í rauninni allt og
sumt. Þarna var ekki verið að
upplýsa fólk um, hvað lægi á
bak við ásakanir um fölsun
mannkyrissögu, afskræmingu
réttarfars, hreinsanir og blóð-
bað. Tuttugu ára „dýrkun" eins
manns var aðeins livimleitt
„ráðríki“. Og blindur átrúnað-
ur kommúnista hér og annars
staðar ekki frekar umtalsverð-
ur!
SPURNINGU dagsins er með
þessu raunverulega svarað.
Játningarnar, sem þjóðin á
heimtingu á að heyra frá leið-
togum kommúnista hér, munu
láta á sér standa. Það á að
humma þær fram af sór með
því að halda því fram, að and-
stæðingablöðin hafi sjálf búið
til yfirlýsingarnar í Moskvjir og
Þjóðviljablaðið 19. febrúar sé
fallið í gleymsku.
Þetta er e. t. v. ekki óskyn-
samlegt „taktik“ fyrir menn í
nauðvörn. En fólk skilur áreið-
anlega að kommúnistaleiðtog-
arnir hér og annars staðar hafa
á liðnum áratugum gerzt sekir
um þá óhæfu að láta „víxlspor"
og „skyssur" í framandi landi
móta afstöðu til efnahags- og
menningarmála sinnar eigin
þjóðar.
Dreiíing fjármagnsks
l^YRIR atbeina Stein-
gríms Steinþórsson-
ar, félagsmálaráðherra, hefir að
undanförnu verið gert allmikið
il þess að stöðva fólksflóttann
ír þeim bæjum og þorpum við
sjávarsíðuna á Vestfjörðuru,
Norðurlandi og Austurlandi, er
löllustum fæti standa. Má þar
:il nefna úthlutun atvinnuaukn-
Ángarfjár, ríkisábyrgðir vegna
'iskiðjuvera, lán til íbúðabygg-
mga, lán til vatnsveitna, lán til
iélagsheimila o.s.frv. Þá hefur
.'jármagni Fiskveiðasjóðs og
Fiskimálasjóðs verið beint í
/axandi mæli til þessara staða.
Þótt þetta sé allt þakkarvert
ag stefni í rétta átt, hefir það
hvergi nærri reynst fullnægj-
andi.
f SAMRÆMI VIÐ þetta
sjónarmið, hafa þeir Eiríkur
Þorsteinsson og Páll Þorsteins-
son lagt fram í neðri deild
frumarp um stofnun jafnvæg-
islánadeildir, er veiti lán til að
auka atvinnurekstur í þeim
landshlutum, sem erfiðasta að-
stöðu hafa sakir skorts á at-
vinnutækjum. Ríkið skal leggja
sjóðnum sem stofnfé 50 millj.
kr. fimm næstu árin og ábyrgist
fyrir hann 100 millj. kr. lán að
auki. Lán úr sjóðnum skulu að-
allega veitt til kaupa á fiski-
slcipum og til að koma upp
iðnfyrirtækjum, einkum þó í
sambandi við útveginn.
ÞAÐ ÞARF EKKI lengra
að rekja það, um hvílíkt nauð-
synjamál er hér að ræða. Það
er ekki aðeins hagsmunamál
þess fólks, sem nú býr á þessum
stöðum, að þeim sé haldið við
og þeir elfdir. Það er nauðsyn-
legt nágrannasveitum þeim,
því að blómlegt atvinnulíf á
MUNIR OG MINJAR:
Tjúgnskeggiir frá Eyrarlandi
ÁRIÐ 1815 eða 1816 fundu
menn á Eyrarlandi í Eyjafirði
svolítinn skeggkarl úr mess-
ingu. Gudman kaupmaður á
Akureyri eignaðist þennan hlut
og sendi hann að gjöf Þjóð-
minjasafni Dana í Kaupmanna-
höfn árið 1817. Þar átti hann
heima í 113 ár, unz Danir gáfu
okkur hann aftur ásamt mörg-
um öðrum kjörgripum alþingis-
hátíðarárið 1930. Nú situr þessi
aldna kempa á áberandi stað
í Þjóðminjasafni voru, og sér
honum enginn bregða, þótt
hann sé bráðum orðinn þúsund
ára.
11--i
MANNLÍKAN þetta er ekki
nema 6,7 sm á hæð. Ekki verða
klæði greind á líkama manns-
ins nema hvað hann ber topp-
húfu á höfði. Hann er með íil-
■komumikla kampa, sem snúa
sig hátt upp á kinnarnar, og
klofið hökuskegg, sem hann
heldur í og klýfur báðum hönd-
um. Neðan við hendurnar er
því líkast sem skeggið sé ekki
lengur skegg, heldur eins konar
kross með þremur álmum, sem
allar enda í kringlum, og geng-
ur ein niður á milli hnjánna,
en hinar hvíla livor á sínu hné.
Maðurinn situr á stól með fjór-
um fótum og baki. Myndin er
steypt úr messin^u (brons) og
mjög laglega gerð.
HVER ER hann þessi tjúgu-
skeggur? Hér bregður svo við,
að fátt er til samanburðar bæði
hér á landi og erlendis. Þó hef-
ir í Suðurmannalandi í Svíþjóð
fundizt svipaður náungi, og það
ætla menn, að víst séu þetta
guðamyndir smáar, þeirrar teg-
1
i
iv:
|
I
1 ■
undar, sem menn :t fornöld báru
í pússi súiu til heilla sér og
kölluðu „hluti“. í fornsögum
vottar fyrir slíkum smágoðum.
Bæði eru líkönin talin írá tíma-
bilinu kringum 1000. Sænska
smágoðið hefir það teikn á
líkama sínum, sem af má ráða,
að hér íari enginn annar en
sjálfur Freyr, sá sem gott er
á að heita til frjósemi, enda
voru Svíar Freysdýrkendur
miklir. Tjúguskeggur vor frá
Eyrarlandi er aftur á móti ger-
sneyddur því tignarmerki, sem
prýðir hans sænska bróður.
Hafa menn því þótzt kenna, að
hann muni ekki Freyr vera,
heldur miklu fremur sjálfur
Ása-Þór, og mundi þá kross-
mynd sú, er hann ber í knjám
sér og virðist líkt og renna sam-
an við skeggið, vera hamarinn
Mjölnir. Ekki er þó víst. að
rétt sé þekkt, en fremur hall-
ast ég að því, að svo sé. Og dag-
lega gengur hann undir Þórs
nafni. enda þótt seint muni tak-
ast að fá hann til að afhenda
nafnspjaldið sitt.
ÞETTA LITLA líkan frá
Evrarlandi er ákaflega merki-
legur hlutur. Norðurlandamenn
voru frá fornu fari miklir
meistarar á margvíslega stíl-
færða skrautlist, svo sem ótelj-
andi dæmi sanna í forngripa-
söfnum. En allt fram til mið-
alda var þeim lítt lagin sú
myndlist. er líkir eftir náttúr-
unni. meðal annars mannamynd
ir. Eyrarlandsgoðið er meðal
hinna beztu dæma um þá
myndasmíð. Það ber ættarmót
frumstæðrar myndlistar, en er
í rauninni meistarastykki.
sterkt í einfaldleik og stórt í
smæð sinni. Hugsum okkur það
stækkað í eðlilega mannsstærð,
skorið í tré. Þar mundi vera
lifandi komið ein þeirra goða-
mvnda, sem heiðnir menn tign-
uðu í hofum, áður en kristni
kom á Norðurlönd.
Kristján Eldjárn.
1 Hún er hluti
I landsins sjálfs
I f MAÍLOK ERU ENN snjó-
| skaflar í giljum og skorningum
| á heiðum og hraungjótur eru
| fullar af snjó. Haustlitir á grasi
| og lyngi hafa dofnað undir
| snjónum. Ileiðin blundar enn;
i litskrúð sumarsins er enn í
I vænaum.
í VEGFARANDI hrekkur
1 upp úr hugleiðingum sínum við
I að hvítur fugl með reistan og
| eldrauðan kamb flýgur snöggt
| upp undan fótum háris og er
| horfinn á bak við leiti, áður en
| jörðin hefur gleypt vængja-
i þytinn. Karrinn ber enn vetrar-
i búning, en kamburinn minnir
| á að vorið umvefur senn heið-
| ina. Hann er skraut karlfugls-
| ins, sem býr sig undir ástaleiki
| sumarsins.
1 SUMARIÐ LÍÐUR til rökk
i urnótta og söngur annarra
i fluga ómar á heiðinn. í ágúst-
1 lok flýgur móbrún ungarnamma
Vliiiiilliiiiiliiliilliiiiiiiliiiiiiiiiiililiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiii;
þessum stöðum skapar þeim
betri aðstöðu á ýmsan hátt. Það
er líka nauðsynlegt þeim, sem
í þéttbýlinu búa, því að það er
óhagur fyrir þá, að fólksfjöld-
inn þar verði of mikill og þar
skapist skortur á atvinnu
meðan glæsilegir möguleikar
eru látnir ónotaðir víða annars-
staðar.
Þess ber því að vænta, að það
mál, sem þeir Eiríkur og Páll
beita sér fyrir, nái framgangi
hið allra fyrsta. Jafnvægið í
byggð landsins verður ekki
tryggt og hinir óhagstæðu
fólksflutningar ekki stöðvaðir,
nema fjármagninu verði beit í
stórauknum mæli í atvinnuvegi
dreiftv' isins.
upp við vegarbrún, og andar-
taki síðar margir dúnhnoðrar
og hverfa í skorning á bak við
lyngþúfu. Maður undrast, hve
miklu litlir vængir fá áorkað.
í október lítur vegfarandi af
þjóðvegi Upp í skógivaxna hlíð.
Hinar fyrstu frostnætur hafa
roðað lauf og lyng, og yfir hvelf
ist blár himinn. Hvítir fuglar
sveima fram og aftur j’fir hlíð-
inni og ber hratt yfir. Á ein-
staka stað situr hvítur hnoðri
á trjátoppi svo að grannt lim-
ið svignar. Þegar hlíðin er auð
og limið er ferskt gerizt rjúpan
skógariugl þar sem það á við.
Fáir fuglar kunna betur að laga
sig eftir umhverfinu hverju
sinni en rjúpan.
í NÓVEMBER liggur leið
yfir fjallaskarð. Snjór hylur
alla jörð nema hvar skýtur
dökkum kolli upp úr breiðunni.
Skammdegishiminn dreifir élja
gusum yfir leiðina. Allt í einu
skjótast sex snjóhvítir fuglar
örhratt undan skuggabakka.
Þarna eru því fleiri á ferð en
einmanalegur vegfarandi. Jafn-
vel þetta snjóþakta fjallaskarð
geymir líf og hraða í skamm-
deginu.
f APRÍL sér hvergi á dökk
an díl. Engin sauðkind nær að
krafsa eftir strái. Húsráðandi,
sem lítur út um gluggann sinn,
snemma morguns, sér hvar
nokkrar rjúpur skjótast í milli
trjágreina, sem upp úr standa
í garðinum hans, og kroppa
visnað lauf eða stökkan börk.
Vorhretin íslenzku hrekja jafn-
vel harðgerðustu öræfafugla á
náðir mannanna þegar verst
gegnir.
RJÚPAN ER íslenzkasti
fuglinn, hluti landsins sjálfs,
býr hér með okkur alla tíð og
þolir sætt og súrt. Hún á heima
um land allt, en þó helzt þar
sem er nægur lyng- og kjarr-
gróður. Hún færir sig í milli
láglendis og hálendis eftir árs
tíðum, er staðfugl, en um leið
(Framhald á 8. síðu).
tlllllllilillllillllilliliiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiilliilliiiiin
iiif iffiiiiiiiiiiiiiiiiviviiiifiiftiiiiiiiiiiiixiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiffiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiivifiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiititiiiiiiiitiiiiiiiiiiiirivintivffv!