Tíminn - 02.03.1956, Síða 12

Tíminn - 02.03.1956, Síða 12
VEÐURSPÁ í DAG: Allhvass norðaustan, léttir til. 40. árg. HITASTIG KL. 24 í GÆR: Reykjavík 2 stig, Akureyri —■! stig, Horn í Hornafirði -f-2 stig, Vestm.eyjar 1 stig. Kaupmanna- höfn 2 stig, London 12 stig. Ellin og æskan - á bílastæðinu Liósm.: Sveinn Sæmundsson Á sunndagsmorgnum í góðu veðri fjölmenna bílaeigendur á þvotta- stæ'ðin metí ,.Kádiijáka“ ssna og skola af þeirn moidina. Þarna eru margs konar bílar og menn eru í misjöfnu skapi, en flestir eru léttir í lund, ner.ia þeir verði að bíða allt of lengi eftir slöngunni og þvotta- kústinum. Þegar líöur að hádegi þynnist fylkingin og svengdin og umhugsunin um steikina heima fyrir seiðir mannskapinn heim. Og svo eiga þeir ekki upp á háborðið hjá húsfreyjunum, ef þeir gera sunnudagsmatinn kaldan. — Á myndinni er nýi og gamli timinn. Nýr Opel við hlið Austin af árgerð 1934. Hann er við beztu heilsu, sagði eigandinn og gefur þeirn ekki eftir sem yngri eru. Hátíðleg atliöín við forsetaskiptin í Finnlandi Paasikivi lét af embætti í gær. Kekkonen tekur viö Helsingfors, 1. marz. — Dr. Urho Kekkonen tók við for- setatign í Finnlandi í dag við stutta en hátíðlega athöfn í þinghúsinu í Helsingfors. Kvaðst Kekkonen nú draga sig út úr stjórnmálum og líta á sig sem trúnaðarmann allrar finnsku þjóðarinnar. Paasikivi, sem nú lætur af embætti ríkisforseta eftir 10 ára gifturíkt starf, hélt stutt ávarp og lýsti þróuninni í Finnlandi á þessu timabili. [ Erleodar fréttir í fáum orðum □ Kekkonen tók við embætti ríkis- forseta í Finnlandi x gær. □ Ákvörðun Eisenhowers um fi'am- boð fær nokkuð misjafnar und- irtektir. □ Þi-ir menn voru dæmdir í 15 ára fangelsi á Kýpur í gær fyrir að bera skotvopn. □ 87 rnenn, þar af 14 franskir her- menn, hafa faltið í Alsír undan- farna sólarhringa. □ H. C. Hansen, forsætisráðherra Dana, lagði í moi'gun af stað í opinbera heimsókn til Ráðstjórn- arríkjanna. □ Selwyn Lloyd, utanríkisráðherra Breta er staddur í Kaíró og ræð ir við Nasser. □ V.esturveldin hafa endurnýjað kröfu sína um að V-Þjóðverjar taki þátt í kostnaði af dvöl setu- liðs í landinu. □ Frair-.ca stjórnin fer fram á auk- in völd hjá þinginu varðandi að- gerðir í Alsír. 19 manns drukkna af norskum ! síldarbáii Molde, Noregi, 1. marz. — FuII- víst er talið, að 19 menn hafi drukknað, er norska síldarbátn- um „Brenning", hvolfdi í morg- un. Var báturinn á útleið, er að honum riðu tvö álög, hvert á eftir öðru. Hið fyrra fyllti björgunar-1 bát, sem var á skipshlið og bát- urinn náði ekki að rétta sig áður en hitt ólagið réið yfir og hvolfdi honum. Flestir voru undir þilj- uin og komst aðeins einn maður lífs af. Miin inönnunum ekki hafa tekizt að komast frá bátnuin, bæði sökum þess, að þeir voru niðri, er slysið varð og hitt einn- ig, að reknetin flæktust utan unt bátinn. Björgunarbátur kom skjótt á vettvang, en hann gat lítið aðhafzt sökum þess, hve illt var I sjóinn. Á bærinn að reka kvikmyndahúsifl? Alfreð Gíslason og Guðmund- ur Vigfússon ftuttu á bæjar- stjórnarfundi í gær tillögu um áð Reykjavíkurbær óskaði eftir heiinild til að taka eignanámi kvikmyndaliús bæjarins og reka til ágóða fyrir bæjarreksturinn. Einnig að bærinn fengi að taka sælgætis- og ölgerðir eignanámi og reka í sama skyni, Þórður Björnsson kvað þetta [ mikið og athyglivert mál og bar 1 fram tillögu um að tvær umræð- ur færu fram um málið. Hann kvaðst vera þeirrar skoðunar, að kvikmyndahús ættu helzt ekki a® vera í einkaeign, heldur rekin í til ágóða fyrir menningar- eða mannúðarstofnanir. Bæjarstjórnarmeirihlntmn vís- aði tillögunni til bæjarráðs. Paaskivi kvað Finnlandi hafa verið líkt við samanhrunið hús, er hann tók við forsetastörfum. End- urreisn landsins hefði tekizt vel og vandamál þau, sem stöfuðu frá stríðinu væru nú að mestu leyst. Fjárhags- og atvinnumálum heíði verið komið í sæmilega öruggt horf. Þó væri mest um vert, að tekizt hefði að styrkja sjálfstæði Finnlands og réði þar mestu að vinsamleg sambúð hefði komizt á við Sovétríkin. Loks hét hann á finnsku þjóðina að sýna samheldni. Hátíðleg athöfn. Þingmenn allir sátu í sætum sín um í þingsalnum, er athöfnin hófst og viðstaddir voru einnig allir helztu menn Finnlands, svo og sendimenn erlendra ríkja og var sendiherra Rússa þar fremstur í flokki. Kl. nákvæmlega 12 gekk Fagerholm þingforseti í salinn og síðan þeir Kekkonen og Paasikivi, sem settust hið næsta Fagerholm. Tók þá Paasikivi til máls. Þá þakk- aði Fagerholm honum störf hans, sem hann taldi að mörkuðu tíma- mót í sögu Finnlands. Kekkonen var skýr í máli. Þá reis hinn nýi forseti Urho Kekkonen á fætur og vann eið að stjórnarskránni. Fór hann með eið- stafinn skýrri röddu, fyrst á finnsku og síðan á sænsku. Þá hélt hann stutta ræðu, þar sem hann kvaðst nú ekki lengur þátttakandi í stjórnmálabaráttunni, heldur málsvari finnsku þjóðarinnar allr- ar. AflsherjarverkfaHið í Finnlandi víðíækt Helsingfors, 1. marz. — Alls- herjarverkfall skall á í Finnlandi í morgun. Krefjast. verkamenn hærri launa og auk þess að verð- lagseftirlit verði aftur sett á í land i inu. Verkfallið nær til allra starfs manna við flutninga og samgöngur , í landinu og nær allar verksmiðjur eru lokaðar. Verzlanir eru opnar, en pósthúsin eru öll-lokuð. Mun verkfallið hafa hinar alvarlegustu I afleiðingar ,ef það leysist ekki I fljótlega. Vaxandi áfengisneyzla íGræn landi veidur Dönum áhyggjum Kauprna.inshöfn í gær. — Einkaskeyti íii Tímans. Berlingske Tidende skýrir frá því í dag, a'ð fjárhagsnefnd | danska þingsins hafi fallizt á 12 millj. kr. framlag til fram- kvæmda í Grænlandi. Meginhluti þessa fjár verður notaður til þess að ljúka framkvæmdum, sem hafnar eru. f sambandi við þessa fjárveit- ingu urðu allmiklar umræður í þinginu um ýmsa þætti Grænlands mála. Kjærböl ráðherra upplýsti m.a. að eitt þeirra verkefna, sem styðja skyldi, væri að efla bindind ishreyfinguna í Grænlandi og auka mjög bindindisfræðslu meðal Grænlendinga og reyna á þann hátt að draga úr hinni vaxandi á- fengisneyzlu í Grænlandi. Grænlenzk fyrirspurn. Grænlenzki þingmaðurinn Augo Lynge bar fram fyrirspurn um það, hvaða viðræður færu nú fram um það að auka flugþjónustu til Grænlands og innan lands, og hvaða árangur hefði náðst á þeim vettvangi. — Aðils. Alli herlið Frakka flutl brott frá S-Viet Nam Saigon, 1. marz. — Frakkar eru sagðir hafa ákveðið að flyfja á brott allt herlið sitt frá S-Viet Nam að undanskildum 6 þús. her- mönnum, sem starfa munu á veg- um alþjóðlegu vopnahlésnefndar- innar. Eru það alls um 15 þús. her- menn, sem Frakkar flytja brott og munu sjálfsagt senda til Alsír. BeinamjölsverksmiSja reist í StöðvaríirSi til aS f ullnýta sjávarafla Kaupfélagit$ reisir verksmiíi]’una, sem bjargar mikl- um verðmætum — áður þurfti aS fleygja úrgangi Frá fréttaritara Tímans í StöSvarfirSi. Um þessar mundir er unnið að því að koma á fót beina- mjölsverksmiðju í Stöðvarfirði, en bagalegt er að vera án þeirrar nýtingar á fiskúrgangi, þar sem aflinn er nýttur með nútímaaðferðum og mikið af fiski flakað og fryst til útflutn- ings. Það er kaupfélagið, sem vinnur að því að koma þessari nýju nýt- ingu í framkVæmd, en félagið rek- ur frystihús í kauptúninu, sem vinnur úr afla þeirra báta, sem gerðir eru út á heimamið. Áður hefir orðið að fleygja bein um og fiskúrgangi, eða flytja með ærnum tilkostnaði til næstu fjarða þar sem hægt er að nýta þennan hluta aflans þegar fiskur er unn- inn til frystingar. Er stundum um þriðjungur af aflanum, sem þann- ig hefir farið forgörðum að miklu leyti. Nokkuð hefir jafnan verið notað til áburðar á tún, en fisk- úrgangur er góður áburður, en þurrkuð beinin síðan notuð til f iskimj ölsvinnslu. Eins og sakir standa er sjór ekki stundaður frá Stöðvarfirði. Einn bátur þaðan, Vörður, sem er eini stóri vélbáturinn, sem þaðan er gerður út, rær frá Sandgerði í vet- ur og er mannaður heiman frá Stöðvarfirð-i. Er auk þess allmargt annað fólk við vertíðarstörf á Suð- urlandi. Nokkrar trillur búast til vorver- tíðar á heimamiðum, en róðrar- tími þeirra hefst ekki fyrr en í næsta mánuði, en þá er oft góður afli í firðinum. Standa þá vonir til að beinamjölsverksmiðjan verði komin í gang. Byggingin sjálf er fullgerð og að mestu lokið við liana á liðnu hausti og vélarnar, sem smíðaðar eru hjá Landssmiðj- unni í Reykjavík, senn tilbúnar og verða þá sendar austur og settar upp. Tjaldur loks kominn til FSafnar Kaupmannahöfn í gær. Danska útvarpið skýrir frá því í dag, að færeyska skipið Tjaldur, sem hefir legið með 100 farþega innan borðs í Kattegat og hvorki komizt fram né aftur fyrir ís síð- an á mánudag, sé nú á leið inn til Kaupmannahafnar eftir harða baráttu við ísinn. Hefir skipið not ið hjálpar ísbrjótsins Stóra-Bjarn- ar. — Aðils. H. C. Hansen farinn til Moskvu Kaupmannahöfn í gær. H. C. Hansen, forsætis- og ut- anríkisráðherra Danmerkur flýg- ur á morgun til Moskvu ásamt Bomholt menntamálaráðherra. Heimsóknin er opinber og mikil eftirvænting stjórnmálamanna um hana. Sjö blaðamenn verða í förinni. Blöðin ræða um það meðal annars í sambandi við förina, að búizt sé við því, að Bulganin, forsætisráðherra Rússa, og Krut- sjoff ritari kommúnistaflokksins, muni í viðræðum við H. C. Han- sen leggja mikla áherzlu á að fá hinn danska forsætisráðherra til þess að gefa, ásamt Rússum, yfir lýsingu gegn staðsetningu er- lendra herja í Danmörku. - Aðils. Hvað líður brunavörnum timburhúsa? „Bæjarstjórn felur slökkviliðs- stjóra að láta ítarlega rannsókn fram fara á brunahættu í timb- urhúsum í bænum, einkum hinna stærri húsa, og gera tillögur um það hvernig megi helzt draga úr þeirri hættu og auka brunavarn- ir slíkra húsa.“ Þórður björnsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins flutti þessa tillögu á bæjarstjórnarfundi í gær. Minnti hann á, að rannsókn á. brunahættu í braggahverfum hefði fyrir nokkru verið falin nefnd, en ekki væri síður ástæða til að at- huga hvað gera mætti til að minnka brunahættu í þeim mörgu timburhúsum, sem enn eru til £ bænum. Ekki fékkst sjálfstæðismeirihlut- inn til þess að samþykkja þessa. sjálfsögðu tillögu, heldur vísaði henni til umsagnar slökkviliðsstj. með 8 atkv. gegn 7. Lélegar gæftir og lítill afli hjá bátumr þar sem loðna er komin á miðin Vestmannaeyjabátar sækja langt austur meS landi. Einn bátur byrja^ur aí veiSa í net og aflar vel Svo virðist sem lítinn afla sé að fá við Suður- og Austurland um þessar mundir og varð lítið úr fiskigöngu, sem kom upp að Austurlandinu í síðustu viku, er nokkrir Austfjarðarbátar fengu mokafla á handfæri í nokkra^daga. Var sá fiskur göngufiskur, sem elti loðnú. Þessa viku hefir tiðar- far ekki verið hagstætt til sjósókn ar og því ekki alveg útséð um rétt- ar aflahorfur. Þannig hafa Horna- fjarðarbútar ekki komizt út til róðra þessa viku fyrr en í fyrra- dag, að einn bátur reri með línu beitta loðnu. Fékk hann heldur slæmt veður og aflaði mjög lítið, eða 3—4 lestir. Vélbáturinn Víðir frá Djúpavogi sem stundar línuveiðar út af Suð- urlandinu, hefir aflað heldur illa, enda verið ónæðisamt við veiðarn- ar vegna veðurs. Sömu fréttir er að fá úr Vest- mannaeyjum. Róa margir Eyja- bátar langt austur með landi, en afli er yfirleitt mjög tregur. Hafa þeir stundum róið 30—40 sjómíl- ur frá Eyjum og er það óvenju langsótt á þessum tíma árs í Vest- mannaeyjum. Bátar róa yfirleitt þótt veður sé ekki hagstætt, en margir eru þó orðnir þeirrar skoð unar að það borgi sig illa, sökum þess, hve illa fiskast í veðrum, þegar sjór er ókyrr og fiskur toll- ir illa á línu. Einn bátur frá Vestmannaeyjum er byrjaður að veiða í net og hefir hann fengið 7—9 lestir í lögn. Loðnan er ekki komin á mið Vest- mannaeyinga, og hefir ekki verið róið þaðan með línu beitta kiðnu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.