Tíminn - 09.03.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.03.1956, Blaðsíða 6
6 T IMIN N, föstudaginn 9. marz 1956. 7ý Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur I Edduhúsi við Lindargötu. Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. | Ingólfur og niðurgreiðsluleiðin ^jORGUNBLAÐIÐ skýr- '* ir frá því í gær, að ngólfur Jónsson, viðskipta- nálaráðherra, hafi lagt það til k fundi ríkisstjórnarinnar á oriðjudaginn var, að auknar /rðu fjárgreiðslur úr ríkissjóði til að greiða niður vöruverð og þannig komið í veg fyrir að vísi talan hækki fram til næstu ára móta. Samkvæmt upplýsingum, sem Ingólfur lagði fram á stjórnar- fur.dinum, mun vísitalan hækka um 17 stig fram til næstu ára- móta, ef engar ráðstafanir eru gerðar til hindrunar því. Út- gjöld ríkisins í ár myndu auk- ast um 12,3 millj. kr. vegna þessarar vísitöluhækkunar, en áætlað er að það muni kosta ríkissjóð 33.2 millj. kr. að halda vísitölunni óbreyttri. en það yrði sennilega hægt með því að borga niður 8 stig frá apríllokum og 4 stig frá októ- beriokum. Raunveruleg út- gjaldaaukning vegna . þessara nýju niðurborgana yrði sam- kvæmt þessu 21 miilj. kr. í TILLÖGUM Ingólfs er ekki bent á neinar ákveðnar leiðir til að afla fjár vegna þessara nýju útgjalda, heldur aðeins yinprað á því, að hugsanlegt sé að draga úr einhverjum öðrum útgjaldaliðum, án þess að nokk ur útgjaldaliður sé þó nefndur •sérstaklega! Sést mætavel á þessú, hvernig Sjálfstæðismenn haga jafnan tillöguflutningi sín um. Það er bent á það, sem er auðvelt og vinsælt, en forðast að gera tillögur um lausn þeirra erfiðleika, sem geta fylgt framkvæmdinni. VIÐ ÞESSA tillögu Ingólfs sr það svo að athuga, að ætti að halda þessum vísitölugreiðsl um áfram á næsta ári, myndi það kosta miklu meiri útgjöld. Þá yrði að borga niður 12 stig allt árið í stað 8 stiga í 8 mán- iði nú og 4 stiga i 2 mánuði. Til jafnaðar mun það kosta 6 millj. að borga niður eitt vísitölustig yfir árið. Niðurgreiðsla 12 stiga á næsta ári myndi því kosta 72 millj. kr. Slíkt yrði ógerlegt án nýrra stórfelldra álaga. Sést á ’pessu, að hér er um hreint bráðabirgðaúrræði að ræða. MORGUNBLAÐIÐ er hið hróð- ugasta yfir þessari tillögu Ing- ílfs og birtir mynd af honum með frásögninni um hana. Fyr- irsögnin yfir frásögninni tekur yfir heila síðu! Af því mætti irómur lesandi ætla, að hér Orðaleikur 17' OMMÚNISTAR kalla sig vinstrimenn, en mu í raun og veru argvítug- istu hægrimenn þjóðfélagsins. Vinstri stefna er jafnaðar- itefna í efnahagsmálum og afnframt vörður mannréttinda ig óskoraðs frelsis í lýðræðis- ájóðfélagi. Undir hvorugu geta irommúnistar staðið. E. t v. :ná eitthvað deila um afstöðu peirra til efnahagsmála í raun ig veru, en mannréttindi og 'relsi einstaklingsins tjóar ekki ið ræða við þá. Þeir nefna orð- :in með vörunum, en afneita þeirra hljóðan í hjartanu. En orðaleikurinn um vinstri og hægri er kommúnistum þægi- legur eins og á stendur. Hann er til þess fallinn að dylja fyr- ir mörgum hægrimennsku væri nú loks komin tillaga um varanlega lausn tillögunnar. Annað myndi hins vegar verða uppi á teningnum, ef rifjuð væru upp ýms fyrri ummæli Mbl. um tilgangsleysi slíkra niðurgreiðsla, þótt þær geti ver ið réttmætar um stundarsakir. Mbl. hefir líka lýst fáu oftar sem einu helzta takmarki Sjálf- stæðisflokksins en að losna við slíkar niðurgreiðslur. Nú er tillaga um auknar nið- urgreiðslur boðuð sem hin stóra lausn í efnahagsmálum! Hefðu merin ekki brosað minna að þessu öllu saman, ef Mbl. hefði haft fyrirsögnina talsvert minni og sleppt að birta mynd- iria af Ingólíi? í TILEFNI af þessu er hins vegar ekki úr vegi að rifja upp, að núv. viðskiptamálaráðherra hefði sloppið við að bera fram slíka tillögu, ef hann hefði lagt áherzlu á að móta hyggilega efnahagsstefnu frá upphafi. í staðinn hefir hann og flokkur hans beitt sér fyrir því að hald- ið væri uppi ótakmarkaðri fjár- festingu í sambandi við bygg- ingar í höfuðstaðnum. Af því hefir leitt algera ofþenslu á vinnumarkaðinum og kaupið því þotið upp. Jafnhliða hafa af hálfu viðskiptamálaráðherr- ans ekki verið gerðar neinar tilraunir til að hindra óeðiileg- ar verðhækkanir. Afleiðing þessa hvorutveggja er ört vax- andi verðbólga, sem er á góð- um vegi með að stöðva atvinnu reksturinn. Þá loks vaknar við- skiptamálaráðherra Sjálfstæðis flokksins við vondan draum og ber fram tillögur um auknar niðurgreiðslur eftir að bæði hann og málgagn hans er þó búið að fordæma þær nokkur undanfarin misseri. HÉR SKAL því ekki neitað að auknar niðurgreiðslur geti gagnað sem skammvinnt bráða birgðaúfræði, ef fjár til þeirra verður aflað með skaplegu móti. En framtíðarúrræði eru þær ekki. Þessi tillaga við- skiptamálaráðherrans er því ný sönnun þess, að Sjálfstæðis- flokkurinn er hinn ólíklegasti til að stuðla að nokkurri heil- brigðri framtíðarlausn efna- hagsmálanna. Til þess er hann alltof háður milliliðunum. Þess vegna er það ekki að ófyrir- synju, að flokksþing Framsókn- armanna hefir verið hvatt sam- an til þess að íhuga nýjar leiðir og úrræði til lausnar þessum málum. kommónista þeirra og einræðishneigð. Kommúnistar eru manna slyng astir að rugla skilning manna á hugtökum. SAMA LEIKINN setja þeir á svið í tilefni af flokksþinginu í Moskvu. Um leið og þeir láta í það skína að vera megi að Stalin hafi verið helzt til „ráð- ríkur“, eins og þeir kalla það, halda þeir því fram, að hin svonefnda „samvirka" stjórn, sem nú er komin á laggirnar í Rússlandi, sé ákaflega lýðræð- isleg stjórn. Alræði 11 manna á að vera svona miklu betra en einræði Stalins. Víst má vera, að það reynist skár, en skyldi almenningur finna mun- inn? Frá sjónarhóli lýðræðis- sinnaðs fólks, sem álengdar Píanóleikarinn Rubinstein Hann hélt nýlega 5 opinbera hljómleika í Carnegie Hall og lék alla píanókonserta Beethovens og Brahms og ýmis fleiri verk KUNNUR bandarískur tónlistar- gagnrýnandi hefir nefnt Artur Rubinstein „hinn síðasta hinna sannrómantísku píanósnillinga“, menntaðan og uppalinn í anda þeirra Liszts og Rubinsteins. Hinn síðarnefndi var ekkert skyldur honum. í meira en HÁLFA ÖLD hefir Rubinstein verið einn af fremstu og mest eftirsóttu píanó- leikurum heims, og enn þann dag í dag er hann sístarfandi og spil- andi, þótt hann sé orðinn 67 ára gamall, heldur meira en hundrað tór.leika á ári hverju og spilar inn á aragrúa af plötum. RCA-fé- lagnð í Bandaríkjunum liefir selt meir en 3 milljón plötualbúm und- ir nafni Rubinsteins. í SÍÐASTLIÐNUM mánuði, ér Ar- tur Rubinstein kom stikandi inn á svið Carnagie-hljómlistahallar- innar og hóf leik sinn með hinum kunnu, háu handahreifingum og kalda, næstum steinhöggna andlits svip., hefir mörgum áhorfendanna án efa fundist þeir vera að hlusta á mesta píanósnilling vorra tíina. Allir þeirra vissu að hann var að hefja flokk 5 tónleika á 13 dög- um og að hann hafði tekizt á hend ur það einstæða verkefni að leika 17 meiriháttar tónverk, þar með taldir allir píanókonsertar þeirra Beethovens og Brahms, auk ýmsra verka eftir Mozart, Rakmaninof, Sjaikovsky, Grieg, Liszt, Chopin, Falla, Franck og Schumann. Á stendur, gildir það víst einu, hvort nefnd, sem er studd öfl- ugu hervaldi, ræður öllu, eða hvort það er sérvitur einræðis- herra. í hvorugu tilfellinu er um að ræða lýðræðislegt stjórnarfar, og það er mergur- inn málsins. ENN LEIKA kommúnistar sér að orðum og hugtökum, er þeir birta með stórum fyrir- sögnum í blaði sínu.að komm- únisminn muni taka völdin „á þingræðislegan hátt“. Þeir skrafa um að þeir muni beita venjulegum þingræðislegum aðferðum til að tryggja sér völdin. Þetta segja þeir eins og það væri eðlilegasti hlutur í heimi. Hér er því treyst, að almenningur muni ekki eða viti ekki hvernig þessi mál yoru túlkuð á hreinskilnari tíð. í samþykktum 3. alþjóðasam- bands kommúnista, er m. a. að finna þessa yfirlýsingu: — Þingræðisleg stjórn getur ekki í neinni mynd orðið skipu- lag hins kommúnistíska ríkis . . . Verkefni öreiganna er að sprengja í loft upp stofnanir og fyrirlæki þingræðisins. . . . Sérliver þingfulltrúi kommún- ista verður sífellt að muna að hann er ekki „löggjafi“, sem leitar samninga, heldur áróð- ursmaður, sem komið hefir ver- ið fyrir í herbúðum óvinanna til að framkvæma skipanir flokksins. Kommúnistaflokkur tekur ekki þátt í starfi þing- ræðislegra stofnana til þess að vinna þar skipulega að frarn- kvæmdum, heldur til þess að grafa undan þingræðinu innan frá . . . — ÞETTA ER dáfalleg þróun í þingræðisátt. En svo mikið hjartansmál var þessi stefnu- yfirlýsing fyrir kommúnista- forsprakka fyrir eina tíð, að heldur voru samfylkingaráætl- anir með lýðræðissinnum látn- ar fara út um þúfur en falla frá henni. Nú afneita þeir henni með vörunum, en skyldi ekki hjartað hafa „gömul ör“? milli tónleikanna lék hann inn á hljómplötur. Sjálfur lét Rubin- stein mestan hluta af greiðslunni fyrir leik sinn renna til að greiða sinfóníuhljómsveitinni, undir stjórn Alfred Wallenstein, sem annaðist undirleik fyrir hann. RUBINSTEIN ER sannkallaður heimsborgari, þótt hann hafi öðl- ast borgararéttindi í Bandaríkjun- um. Ilann er á stöðugu ferðalagi og hefir haldið tónleika í flest öll- um löndum heims. Hann er fædd- ur í borginni Lodz í Póllandi, son- ur vefnaðarvöruframleiðanda. Þeg ar hann var þriggja ára, keypti faðirinn litla fiðlu handa honum, sem hann braut brátt í spón. Hann fékk aðra fiðlu, en hún fór sömu leið og upp úr því lét faðir Art- urs litla hann hamra á píanóið, sem þá var mikið minna í tízku. Ellefu ára að aldri hélt hann fyrstu tónleika sína, í Berlínar- borg. Hann hlaut góða dóma og 15 ára að aldri var hann orðinn þekkt nafn í öllum höfuðborgum Evrópu. Snemma árs 1906 kom hánn fyrst fram í Carnegie Hall, féklc miður góða dóma gagnrýn- enda. „Þeir vildu fá að heyra pí- anóleikara, sem léki hverja ein- ustu nótu, alveg eins og hún var skrifuð," sagði hann, „og áhorf- endum þar vestra fannst þeir snuð aðir á aðgangseyrinum, ef þeir heyrðu eina nótu, sem ekki var rétt. Þetta tóku Evrópumenn ekki nærri sér.“ Rubinstein sneri aftur til París- ar og hóf nú að njóta líísins, en hann virðist ávallt hafa haft eins mikinn hæfileika til þess eins og að leika á píanó. „Ég var grann- ur eins og kústskaft, því ég fór aldrei í rúmið fyrr en undir morg un,“ segir hann sjálfur. Vinur hans, tónskáldið Paul Dukas, hitti hann kvöld eitt inni á kaffihúsi og var Rubinstein þá að snæða morgunverð. Dukas fór með hann upp í vinnustofu sína og fór að sýna honum klámmyndir. „Hver er meiningin?“ spurði Artur. „Þetta er það eina, sem þú virð- ist hafa áhuga fyrir nú orðið,“ sagði Dukas. Eftir þennan kinn- hest fór Rubinstein að æfa sig fyr ir alvöru, en lenti brátt í nýju ástarævintýri. „Það var voðalegt, voðalegt", sagði liann. „Ég varð að hefja einvígi við sjálfan mig.“ Á STRÍÐSÁRUNUM fyrri starfaði Rubinstein um skeið sem túlkur fyrir bandamenn (hann talar átta tungumál reiprennandi), fékk slík an viðbjóð á framferði Þjóðverja í Belgíu, að hann hét því að leika aldrei framar í Þýzkalandi og hef- ir efnt það heit. Árið 1938 endur- sendi hann heiðurspening, sem Mussolini hafði sæmt hann, og skrifaði undir skeytið: „Gyðingur- inn og píanóleikarinn Artur Ru- binstein". Um þessar mundir vann Ru- binstein hylli tónlistarunnenda á Spáni. Hann spilaði spánska tón- list með því taktfjöri, sem enginn Spánverji gat leikið eftir. Hann varð nákominn spænsku konungs- fjölskyldunni og fékk oft að nota píanó drottningar við tónleika sína, en það var eitt hið bezta í allri Madrid. Árið 1916 kom Rubinstein aftur til Bandaríkjanna og hélt all- marga tónleika á vegum hins kunna S. Ifuroks, en hann var miklu þekktara nafn í Evrópu og fékk þar betur greitt fyrir leik sinn. Áður en hann sneri aftur vestur um liaf árið 1937 og varð einn af langvinsælustu píanóleik- urum sinnar kynslóðar, skeði sá atburður, sem hann segir sjálfur að hafi gjörbreytt lífi sínu. Árið 1932 kvongaðist hann Anielu Mlynarski, sem var dóttir pólsks hljómsveitarstjóra, en Rubinstein hafði eitt sinn leikið undir stjórn hans sem drengur. Hún var 22 ára en hann 43, þegar þau voru gefin saman. Þau eiga nú þrjú uppkom- in börn. „Upp frá þessu fór ég að æfa mig reglulega á degi hverjum og leggja meiri alvöru í verk snillinganna, sem ég hafði svo lengi leikið mér að“, segir hann. | „Ég gat ekki hugsað til þess að einhver gæti sagt við dóttur mína: „En hvað hann faðir þinn hefði getað orðið mikill píanóleikari.“ “ Líf hins fræga tónlistarmanrts er líf hirðingjans. Rubinsteín kallar heimili sitt á 5. Avenue í New York hið 33. í röðinni, og enn er hann á stöðugu ferðalagi, þrátt fyrir háan aldur. „Ef hann heldur kyrru fyrir í 3 daga,“ segja vinir hans, „fer hann að verða ó- rólegur," og enn nýtur hann lífs- ins af jafn mikilli kæti og þrótti og nokkru sinni áður. h ER HANN HÓF tónleika þá, sem að framan getur, lét hann svo um mælt við blaðamenn: „Ég hefi leikið öll þessi verk svo oft áður, á ýmsum tímum, en ekki alltaf eins og ég hefði viljað leika þau. Ég vildi mjög gjarnan geta leikið þau einu sinni sómasamlega áður en ég hverf. Ekki þar með sagt að ég geti ennþá leikið þau full- komlega, en ég held að ég geti nú leikið þau næstum því eins og ég vil, að þau séu leikin.“ Skipulag samgangna rannsakað Fjárveitinganefnd hefir lagt fram tillögu til þingsályktunar um skipulag á saingöngum innaníands, á landi, á sjó og í lofti. Skal nefnd in að þeirri athugun lokinni gera tillögur um skipuiag samgangna þessara, þannig, að þær verði í heild sem hagkvæmastar fyrir all- ar byggðir landsins. í greinargerð segir meðal annars: * „Það. orkar ekki tvímælis, að greiðar og góðar samgöngur eru lífæð hverrar þjóðar. Segja má, að einu gildi, hver lætur fólkiriu þessa þjónustu í té, hvort það er ríkið, félög eða einstaklingar. En það skiptir aftur á móti höfuð- máli hér hjá oss, að flutningar á þessum þremur samgönguleiðum séu skipulagðir þannig, að sama/n fari sem bezt og hagstæðust fyrir- greiðsla og hagkvæmur rekstur þeirra fyrirtækja, sem samgöngurn ar annast. En þetta getur tæplega orðið, nema komið sé þeirri skiþ- an á ferðirnar, sem að framari greinir. Vildi fjárveitinganefnd mega vænta þess, að starf milli- þinganefndar gæti leitt til þess, að fundinn yrði grundvöllur fyrir heppilegu og hagkvæmu samstarfi allra þeirra aðila, sem að rekstri samgangnanna standa. Þá væri ráð tilgangi fjárveitinganefndar með flutningi þessarar tillögu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.