Tíminn - 10.03.1956, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.03.1956, Blaðsíða 2
2 Brezka ljóniS getair urratS enn: Makarios erkibiskup handtekinn og fluttur með valdi frá Kýpur Nicosia og London, 9. marz. — Landsíjóri Breta á Kýp- ir, sir John Harding, héfir látið handtaka Makarios erki- aiskup og flytja á brott frá eynni til ókunns ákvörðunar- staðar. Me'ð erkibiskupnum var einnig handtekinn biskup aokkur og tveir háttsettir prestar. Þeir voru allir handteknir. jr þeir voni að leggiá af stað í fiugvél til Aþenu til viðræðna /ið stjórnina þar. Eða eins og breika útvarpið orðar það: ?eir lögðu af stað út á ilugvöilinn, en er flugvélin hóf sig il flugs voru þeir ekki innan borðs. í tilkynningu landstjórans um1 íandtökuría segir, að hún sé fram j tvæmd samkvæmt herlögum þeiitt, I sem sett voru seint á s. 1. ári. j ■’angarnir voru fluttir brott flug- eiðis og .Jtrtt þá hervörður. 3ar ábyrgð á hryðjuverkum. Landstjórinn tilkynnti, að hann nyndi eiga viðræður við erkibisk- ipinn í þeirri von, að hann myndi ?eta hreinsað sig af þeim sterka ?run. sem stöðugt hefir styrkzt teinustu mánuðina, að hann bæri persónulega ábyrgð á mörgum jeim hryðjuverkum, sem framin iiafa verið á eynni. Sú von, að biskupinn myndi hafna því að leita hryðjuverkum og skemmd- arstarfsemi til að fá framgengt stjórnmálalegum áformum sínum, só nú að engu orðin. Það sé ekki hægt að komast hjá þeirri álykt- in, að biskupinn hafi flækt sig :5vo í starfsemi óaldarmanna, að hann annað hvort geti ekki eða vilji ekki segja skilið við þá að- ila. Bindrar friðsamlega lausn. Landstjórinn segist nauðugur hafa gripið til þessa ráðs, en bisk upinn persónulega standi i vegi fyrir því, að friðsamleg lausn ná- ist og því verði að afmá áhrif hans meðal eyjarskeggja. Þegar biskupinn hafði verið handtekinn tóku brezkir hermenn sér stöðu við biskupssetrið, en liðsforingjar fóru inn og leituðu þar í öllum hirzlum og herbergjum. Ritskoðun og útgöngubann. Bann hefir verið lagt við sím- tölum milli bæja og héraða og' til Grikklands, sömuleiðis eru öll innlend símskeyti ritskoðuð og þau, sem fara til Grikklands. Út- göngubann kefir verið sett í flest- um bæjum frá því rökkva tekur. Kom óvænt í Aþenu. Fréttamenn segja að handtaka og brottnám erkibiskupsins hafi komið mönnum í Grikklandi mjbg á óvart. Talsmenn utanríkisráðu- neytisins hafa neitað að ræða málið, unz þeir hafa hugleitt mála- Makorios erkibiskup á Kýpur vöxtu. En um hitt eru fréttamenn sammála, aðþessar aðgerðir Breta veki hina mestu gremju og reiði í Grikklandi. Handknattleiks- meistaramótátS Handknattleiksmeistaramót ís- lands hófst að Hálogalandi í gær- kvöldi. Leikar fóru þannig í meist araflokki að Ármann vann Fram með 19-12, og FH vann Víking með 28-8. f þriðja flokki sigraði Ármann Þrótt með 16-1. Mótið heldur áfram á sunnudaginn. Sjóslys (Framhald af 12. síðu.) fimm manna áhöfn. Þeir þrír menn, sem skráðir voru á bátinn eru, Nói Jónsson, skipstjóri, Hólm garði 29, Hermann Sigurðsson, vél stjóri, Sólvallagötu 21, sem jafn- framt var eigandi bútsins og Svein björn Sigvaldason, Reykjavík. Allir voru menn þessir fjöl- skyldufeður á bezta aldri. Ur Húsafellsskógi, málverk eftir Ásgrím. Yfirlitssýning Ásgríms Jónssonar í Listasafni ríkisins hefir verið mjög fjölsótt, en hana liafa skoöað 13—14 þúsund manns, þá 20 daga, sem hún hefir verið opin. Nú eru síðustu forvöð að sjá sýninguna, henni lýkur á sunnudagskvöld, en sýningin verður aiis ekki framlengd. — Þeir, sem hafa enn ekki séð sýningu Ásgríms, ættu ekwi að láta þetta einstaka ttækifæri ónotað til að kynnast heildarstarfi hans. SÝNING ÁSGRÍMS Hafdís (Framhald af 1. síðu.) brotsjór á bátinn og lagði- hann á hliðina. Mikíð brotnaði ofan þilja, og lúkarinn fylltist af sjó. Lóðin fer í skrúfuna. Skipverjar rcyndu að rétta bát inn með því að kasta út ö!Iu lauslegu ofan þiija, og þá einnig lóðinni. Tókst þá svo illa tii, að lóðin fór í skrúfuna og stöðvaði liana. Eftir það var báturhm að sjáifsögðu stjórnlaust rekald. Beðið um hjálp. Skipstjórinn náði sambandi við talstöðina á Hellissandi og skýrði frá, hvernig komið væri og bað um hjálp. Leitað var til Slysavarna félagsins, og það bað skip og báta að aðstoða Hafdísi. Samband náð ist við skipin Baldur og Víking og varðskipið Þór, héldu þau Haf- dísi til hjálpar. Tókst skipstjór- anum á Hafdísi að hafa samband um talstöðina við þessi skip og lalstöðina á Hellissandi alla nótt- ina, og síðast við Hallveigu Fróða dóttur. Rekur hratt til Barðastrandar. Hafdísi rak nú hratt undan sjó og vindi norður yfir Breiðafjörð í átt til Barðastrandar. Liðu tólf klukkustundir áður en skipverj- um var bjargað frá því að brot- sjórinn kom á skipið. Fleiri brot sjóir riðu ekki yfir bátinn, en stórsjór var og komu hnútar á ' liann annað slagið. Það mun liafa bjargað áhöfn Hafdísar og valdið því, hve lengi báturinn héizt á floti, að sjór komst ekki í véíarrúm eða lest. Enn þessir tólf stunda lirakningar voru að sjálfsögðu hin mesta mannraun. Báturinn nálgast Skor. Slcipstjórinn sagði við tíðinda- mann blaðsins, að bátinn mundi hafa rekið á land eftir fjóra tíma, ef hjálp hefði ekki borizt, og þá að líkindum við Skor, en þar er landtaka ill, brim mikið, og hefði báturinn þá að öllum líkindum brotnað í spón í stórgrýtisurð, og saga skipshafnarinnar orðið öll önnur og dapurlegri. Hallveig Fróðadóttir kemur á vettvang. Togarinn Hallveig Fróðadóttir var á suðurleið fyrir Vestfjörðum, er henni barst beiðni um að reyna að hjálpa Hafdísi, Qg var komin suður að Látrabjargi. Hafði hún samband við bátinn og fann hann í gærmorgun. Lagði togarinn þeg ar að bátnum, og tókst bátverjum öllum að stökkva yfir í togarann. Rómuðu Hafdísarmenn mjög fram komu skipverja á Hallveigu og að hlynningu alla. Skipstjóri á Hall veigu er Sigurður Þórarinsson. Skipshöfn á Ilafdísi var, auk Erlings skipstjóra, Sigurður Þórð arson, vélstjóri, Sævar Friðþjófs son, FriSþjófur Guðmundsson og tveir Færeyingar, Thorir Argen og Gustav Möller. líafdís sokkin. Þegar skipverjum var bjargað af Hafdísi, var kominn mikill sjór í hana, og þegar Hallveig yfirgaf hana og er síðast sást til bátsins var hann orðinn mjög lágur í sjó og hailaðist. í gær mun varðskip ið Þór hafa svipast um eftir bátn um, einskis orðið vísari. Telja menn víst, að hann hafi sokkið stuttu eftir að hann var yfirgefinn. Rakarastofur bæjarins eru opn- ar til kl. 4 á laugardögum og 6 aðra daga á tímabiiinu frá 1. okt til 1. maí. MUNIÐ PAKKANA MEÐ GR/?N(j MERK7UNUM T í MI N N, laugardaginn 10. marz 1956. Valtýr Pétursson opnar málverkasýningu í dag í dag opnar Valtýr Pétursson, málari, sýningu í Lista- mannaskálanum, og er þetta stærsta sýning hans til þessa, alls um 70 myndir, sem allar hafa veriS málaðar 3—4 síð- ustu árin. Þetta eru olíumálverk, riplolinmálverk, gouach- myndir og klippmyndir, en þær eru þó aðeins 4. Þetta er í þriðja sinn, sem Val- týr heldur sýningu hér einn sér, en fjórðu sjálfstæðu sýninguna hélt hann í París. Hins vegar hefir hann tekið þátt í samsýn- ingum um þvera og endilanga Evr- ópu. Má t. d. geta þess, að Valtýr átti 30 myndir á sýningu, sem hann hélt ásamt Þorvaldi Skúla- syni og Nínu Tryggvadóttur í Stokkhólmi í fyrra, og hlaut hún mjög góða dóma. Valtýr málar allar sínar mynd- ir abstrakt, en fjölbreytni hans er þó mjög mikil. Myndirnar bera engin nöfn, og verð þeirra er ekki í sýningarskrá, en upplýsing ar um það gefur sýningarvörður. Sérstaka athygli mun vekja stór mynd í sterkum litum á miðjum suðurvegg skálans. Aðalfundor Aðalfundur var haldinn í Sveina fél. pípulm. þann 19. feb. í stjórn voru kosnir: Rafn Kristjánsson form. Hörður Markan v.form. Stef án Jónsson ritari. Kristinn Breið fjörð gjaldkeri. Eyjólfur Sigurðs- son gjaldkeri styrktarsjóðs og til vara Friðrik Guðnason og Ingi- bjartur Guðnason. Á framhalds- aðalfundi haldinn 4. marz voru samþykkt eindregin móttmæli gegn þeim skatta- og tollalögum, sem nýlega hafa verið lagðar á þjóðina, fundurinn lítur svo á að vandamál þjóðarinnar verði ekki bettur leyst en méð sanitökum hinna vinnandi stétta. Glubb Pasha skýrir ákvörðun Jórdaníu London, 9. marz. — Glubb pasha hefir ritað brezka blað- inu „Times“ bréf, sem birt var í blaðinu í gær. Segir Glubb, að það sé ekki rétt stefna að beita Jórdaníumenn hörðu og ekki beri að beita hervaldi, þó að honum hafi verið vísað úr landi og rekinn frá herstjórn. Hann segir, að það hafi verið einkum tvö atriði, sem réðu á- kvörðun Husseins konungs. í fyrsta lagi hafi hann hvatt til gætni, en konungurinn hafi verið hlynntur meiri dirfsku í ýmsum gerðum stjórnarinnar, í öðru lagi álítur Glubb, að Hussein hafi látið stjórnast af Egyptum og Saudi- Arabíu, en stjórnir þessara landa vildu ekkert fremur en að .Jórdan-! íumenn losuðu sig við áhrif Breta ' í landvarnarmálum. Glubb dregur það mjög í efa, að þessi tvö ríki reynist tryggir vinir Jórdaníu og fullyrðir hann, að Ilussein muni þarfnast bandamanna gegn þeim. Héimkeli dreginn Sekur fsi hafnar Frá fréttaritara Tímans : á Hellissandi. Vélbálurinn Hólmkell, sem gerð | ur er út frá Rifi, bað um aðstoð í í fyrralcvöld, vegna þess að leki væri kominn að bátnum. Var hann þá á heimleið. Vélbáturinn Víkingur kom Hólmkatli til hjálp- ar, kom í hann taug og dró har.n ' til Ólafsvíkur. Gekk ferðin mjög seint, því að aftaka veður var, og komu bálarnir ekki til Ólafsvíkur fyrr en í gærmorgun. MP. Hann telur mjög óvarlegt að svipta Jórdaníu allri efnahagsað- stoð, þar sem það geti haft mjög ; alvarlegar afleiðingar. í fyrsta lagi geti það orsakað algjört gjald þrot og í öðru lagi geti það orðið til þess, að Hussein verði neyddur til að leita ánáðir óvinaríkis. Fimmburar Fregnir frá Buenos Aires segja frá einstöku daeml um, hve sam- band milli fimmbura getur veriS náið, þótt þeir séu aðskildir. Fregn irnar eru um Diligentis fimmbur- ana, börn miljónamærlngsins Dili- gentis, sem fæddust rétt á eftir hinum frægu Dlonne systrum. Herra Diligenti hafði þá skoðun, gagnstætt herra Dionne, að nauð- synlegt væri að rjúfa samband fímmburanna eins og unnt reynd- Isf, og iét þá því starfa að ólík- ustu viðfangsefnum fjarrl hver öðrum. En þetta heflr reynzt ár- angurslaust, eins og sannast á því, að þegar elnn Diligentis bróð- irinn meiddist fyrir nokkru á hand legg, fékk systir hans, stödd í 400 kílómetra fjarlægð, svo óstöðv andi kvalir í handlegginn, að hún varð að vera rúmliggjandi um nokkurt skeið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.