Tíminn - 10.03.1956, Blaðsíða 12
Veðurútlit í dag:
Allhvass vestan, éljaveður.
Hitastig kl. 20 í gærkvöldi:
40. árg.
laugardagur 10. marz
Hitastig kl. 20 f gærkveldi. *1
Reykjavík 9 stig, Akureyri 8,
London 3, París 5, Berlín 2,
Kaupmannahöfn 1, Stokkhólm*
ur —6.
Krossínn á kortino sýnir staðinn við Bjarnavík rétt a i.fan Salvogsvita, þar sem vélbátinn Vörð rak á land.
lengst ti! hægri sést Þorláksh'jfn, en þaðan kom báturinn.
með allri áhöín við Selvo
Válin bílalíi ©g báiinsí rak í brimgar^
og siórurS vió Bjarnavík og brslna'ði í spón
I gær fórst vélbáturinn Vörður frá Reykjavík skammt
frá Selvogi og með honum fimm menn, eftir því sem bezt
verður vitað. Lagði báturinn af stað frá Þorlákshöfn til R-
víkur í gærmorgun, en vélin bilaði og rak bátinn á land og
brotnaði í brimgarðinum, þar sem allir skipverjar fórust.
Vélbáturinn Vörður frá Reykja-
vík, sem er 29 lestir hefir að und
anförnu stundað loðnuveiðar fyrir
Suðurlandi. í fyrradag leitaði bát
urinn hafnar í Þorlákshöfn vegna
veðurs og var þar um kyrrt í fyrri
nótt. Hafði báturinn fengið á sig
áfall og misst þá út meðal annars
gúmmíbjörgunarbátinn.
Haldið til Reykjavíkur.
Um klukkan níu í gærmorgun
fór báturinn frá Þorlákshöfn og
var ætlunin að halda til Reykja
víkur .Klukkan að ganga ellefu
barst neyðarskeyti frá honum, þar
sem skipverjar sögðu, að vélin
væri stöðvuð og ræki bátinn í
áttina til lands. Sögðu skipverj
ar, að hjálp þyrfti að berast fyrr
en síðar. Heyrðist neyðarkallið
bæði í Þorlákshöfn og Vestmanna
eyjum, en ekki var hægt að tala
við bátinn úr landi.
Brugðið var skjótt við til hjálp
ar. Vélbáturinn Friðrik Sigurðs-
son fór frá Þórlákshöfn og vita
skipið Hermóður, sem statt var við
Vestmannaeyjar. Skipin fundu
ekki bátinn, enda var dimmviðri.
Báturinn fór margar velíur í
brimgarðinum.
Um 20 mínútum fyrir klukkan
eitt var hringt frá Selvogi og sagt
að báturinn hefði farið upp í
Bjarnavík, skammt austan við
Selvogsvita og farizt í landíök-
unni, enda er þar mikið um skei
undan landi og brimótt strönd.
Var ekki talið vonlaust um björg
un þá, þar sem Selvogsbúar sáu
Fjársöfnunardagyr
Ekknasjóðs íslands
tvo menn með flotholt í sjónum,
er orðið höfðu viðskila við bát-
inn í brimrótinu.
Bátnum hvolfdi þegar í yzta
brotinu og fór síðan fleiri veltur
í brimgarðinum. Brotnuðu þá af
honum möstur og stýrisliús, en
skrokkurinn kom heillegur upp í
fjöru.
Engri björgun hægt að koma við.
Þegar Slysavarnafélaginu var til
kynnt um slysið rétt fyrir klukkan
eitt var báturinn kominn upp í
brimgarðinn. Tuttugu mínútum
eftir að Slysavarnafélaginu var til
kynnt um að slysið, var komin á
loft helikopterflugvél frá Kefla-
víkurflugvelli og nokkru síðar
tvær til viðbótar. Tók það vélarnar
nokkurn tíma að komast á s’.ys
staðinn sökum dimmviðris, en ekki
var þá um björgun að ræða. Einn
ig kom á slysstaðinn björgunar
leiðangur frá Þorlákshöfn, og fólk
úr Selvogi, en ekki var unnt. að
veita neina hjálp, enda slysið skeð,
er komið var á staðinn.
Vitað er að þrír menn voru
skráðir á bátinn í Reykjavík, en
talið er að með bátnum hafi farizt
(Framhald é 2. siöu.)
Barn Iiætt koniið í
Kópavogi
S. 1. sunnudag um hádegi var
hafin leit að þriggja ára barni,
sem týnzt hafði frá heimili sínu
í Kópavogi. Var talsverð leit gerð
að barninu og tók lögreglan meðal
annars þátt í henni.
Nokkru síðar fann kona barnið
niður í fjöru í Kópavogi og sat
það fast í leðju í fjöruborðinu.
Aðfall var um þetta leyti og var
barnið orðið blautt upp í mitti, er
konan varð þess vör. Ört fellur að
á þessum slóðum og er talið að
ekki hefði mátt dragast stundinni
lengur að finna barnið. Konan fór
með barnið heim til sin og hjúkr
aði því, en það var nokkuð þjakað
af volkinu.
„Heimskautanótt“
heræfingar á Grænl.
Kaupmannahöfn í gær. — í til-
kynningu frá Washington munu
700 bandarískir fallhlífarhermenn
koma til herstöðvar- Bandaríkja-
manna í Thule á Grænlandi innan
skamms. Munu þeir látnir æfa sig
í að svífa til jarðar úr flugvélum
við flugvöllinn. Er þetta einn lið-
ur í miklum heræfingum, sem
haldnar eru til þess að æfa setulið
ið I að verja þessa hernaðarbæki-
slöð. Hefir æfingum verði gefið
nafnið: Heimskautanótt. A'ðils.
Sjúkraflug til Kópaskers og Þórshafnar
- vantar flugskýli á Akureyrarflugvelli
Björn Pálsson fór í tvö sjúkraílug síðustu daga, annað
til Kópaskers og hitt til Þórshafnar. Gengu þær ferðir vel,
og flutti hann sjúklingana til Akureyrar.
þótt veður væri ekki sem bezt.
Björn telur það mjög illt, að ekk-
ert flugskýli skuli vera til við
flugvöllinn á Akureyri. Eins og
veðrahamurinn er núna, veit eng-
inn, hvort nokkur vél er á vell-
inum að morgni, þótt reynt sé að
ganga vel frá henni þar að kvöldi,
Er því neyðarúrræði að þurfa að
gista þar með flugvél. Miklu
meira öryggi væri fyrir Norður-
landsflug, ekki sízt sjúkraflug, ef
þar væri skýli, þó ekki væri fyrir
nema litlar flugvélar.
Um klukkan fjögur á miðviku-
dag var Björn beöinn að fara norð
ur á Iíópasker og sækja dreng,
sem var mjög hætt kominn af
bráðri botnlangabólgu. Farið var
að skyggja, þegar Björn kom norð-
ur, og flugvöllurinn var ófær, og
ekki var heldur hægt að lenda á
mel þeim, sem ætlað var. Lenti
Björn á ísilagðri tjörn skammt
frá kauptúninu. Flaug hann þeg-
ar af stað með drenginn til Akur-
eyrar og var kominn með hann
þangað þrem klukkustundum eftir
að hann lagöi af stað frá Reykja-
vík.
Til Þórshafnar.
Björn var síðan um nóttina á
Akureyri, en daginn eftir var hann
beðinn að sækja mjög veikan
mann til Þórshafnar. Lenti hann
á flugvellinum við Þórshöfn og
flutti sjúklinginn, Frímann bónda
í Gunnólfsvík til Akureyrar. Var
hann svo langt leiddur, að hann
lézt þrem stundum eftir komuna
þangað.
Vantar flugskýli.
Báðar þessar ferðir gengu vel,
Verkfalli danskra
járnsmiða frestað
Kaupmannahöfn í gær. — Verk-
falli járniðnaðarmanna í Danmörk
sem hefjast átti á morgun, hefir
verlð frestað um eina viku. Hefir
síðustu daga verið unnið að samn-
ingum og sérstakur sáttasemjari
hefir nú byrjað viðræður við deilu
aðila. Verkfall þetta á að ná til
40 þúsund járniðnaðarmanna og.
verkamanna. A'ðils.
Fjölbreytt skemmtun ungra Fram-
sóknarmanna að Röðli í kvöld
í kvöld verður margt til skemmtunar á Röðli, en þar
efnir Félag ungra Framsóknarmanna til skemmtunar í kvöld.
Hefst hún klukkan 8,30.
! Gíslason syngur gamanvísur,
spænska dansmærin Fina Jolina
Mælskulistarkeppni fer þar
fram milli landsfjórðunga og
stjórnar Sigurður Ólason lögfræð-
ingur keppninni. Þeir, sem keppa,
eru þessir. Fyrir Sunnlendinga:
Óskar Jónsson í Vík og Kristján
Friðriksson, Reykjavík. Fyrir Vest
lendinga: Halldór Kristjánsson á
Kirkjubóli og Halldór Sigurðsson
frá Staðarfelli. Fyrir Norðlendinga
fjórðung:Björn Pálsson, Löngu-
mýri, og Baldur Baldvinsson, Ó-
feigsstöðum, og fyrir Austfirðinga:
Vilhjálmur Hjálmarsson alþingis-
rnaður og Vilhjálmur Sigurbjörns-
son, kennari.
Enda þótt slík mælskukeppni sé
ærin skemmtun á einni kvöldsam-
komu verður margt fleira til
skemmtunar. Guðmundur Jónsson
syngur, Magnús Gíslason á Frosta-
stöðúm flytur ávarp, Hjálmar
Skýrsla okurnefndar alþingis lögð fram:
„Allmikil brögð að því, að
iánað með óleyfilegum
fé
vöxtum
se
n
a morgun
Okurnefndin svonefnda, sem alþingi skipaði fyrir ári til
þess að rannsaka, að hve miklu leyti og með hverju móti
okur á fé viðgengst nú, fyrst og fremst í Reykjavík, hefir
lagt ereinargerð um störf sín fyrir aiþingi.
Á sunnudaginn kemur verður
fjársöfnunardagur Ekkna?jó5s í> | Formaður nefndarinnar var j stutt yfirlit um það, sem hún
lands. Verður þá leitað almsnnra ' Skúli Gu'ðmur.dsson, en rítári: teiur sig hafa orðið vísari í at-
samskota við guðsþjónustur í kirkj ■ he'nnar Gvlfi Þ. Qíslason. Aðrir , hugunum sínum um viðskiptahætti
þlngmenn í nefndinal voru ?3jórn þá, sem jafna mætti við okur.
um landsíns og merki seld i.l ef!-
ingar sjóðnum. Ekknasjóður ís-
lands er stofnaður fyrir forgöngu
hins látna biskups, Sigurgeirs Sig-
urðssonar, Jóhanns Sæmúndssonar
prófessors og sjómannskor.u, sem
ekki vill láta nafns síns getið. Nú-
verandi formaður er Ásmundur
Guðmundsson biskup.
í hádegisútvarpinu í dag flytur
Hjalti Þórarinsson læknir erindi
um sjóðinn og merki verða afhent
sölubörnum í Sjálfstæðishúsinu
eftir klukkan 10 árdegis á sunnu-
<iag.
Ólafsson, Elnar Ing'.mundát'sófl,
Karl Guðjónsson: Nefndin hefir
alls haldið 5D íundi seglr í skýrsl-
unni. Hún auglýsti í blöðum og
útvarpi um starf sitt og bað þá,
sem gefa upplýsingar um jneint
okur andstætt gildandi lögum að
snúa sér til hennar. Einnig réð
nefndin Friðjón Sigurðsson sem
lögfræðing sinn.
Nefndin rekur síðan helztu
gijdandi lagaákvæði sem marka
starfssvið hennar, og er það fréð-
legur kafli, en sí&fói gefur hún
Brögð a'-3 okuriánum.
Nefndin kveðst hafa kallað á
sinn fund 30—40 menn, serri bendl
aðir hafi verið við okurviðskipti.
Niðurstaða hennar er sú. að nokk
ur brögð séu að því, að fé sé lán-
að með óleyfilega háum vöxtum
og meiri en fram kemur í beinum
umkvörtunum til nefndarinnar.
Vextir sem nefndinni hefir verið
skýrt frá, nema frá 30—78% á
ári. Vifðist algengt s.Mk lán séu
veitt til skamms tíma í senn. Nefn
ir nefndin síðan nokkur dæmi um
þetta. Einnig virðist tíðkast, að
lánveitandi greiði ekki í peningum
nema nokkurn hluta lánsins, held
ur í vörum oftast lítt seljanlegum.
Réttarrannsóku.
Loks skýrir nefndin frá því, að
hún hafi beint því til dómsmálaráð
herra að láta fara fram réttarrann
sókn á tilteknum atriðum í sam-
bandi við athuganir hennar og
sendi ráðuneytinu skýrslu yfir
menn, sem hún taldi stunda lána
starfsemi og rctt væri að láta fara
fram réttarrannsókn um.
Sakadómari framkvæmdi síðan
þessa rannsókn, þar á meðal all-
víðtæka húsrannsókn, og hefir rétt
arrannsókn þesi staðið yfir um
alllangtt skeið og virðist nú um
það biL að ljúka.
sýnir listdans og
dansleikur.
að lokum er
Akraborg náði 13 mílna
hraða á reynslyför
Hið nýja farþegaskip Skallæ
gríms h. f. í Borgarnesi, fór reynslu
för í fyrradag. Þó ekki væri hægt
að reyna ganghraða til hins ítrasta,
náði skipið 13 mílna hraða.
Vegna ísreks varð að fara norður
undir Svendborg áður en auður
sjór fannst og voru jakarnir sum-
ir um átján tommu þykkir. Ekki
þótti tiltækilegt að keyra fulla
ferð, en samt mældist ganghrað*
inn 13 mílur.
Samkvæmt frásögn skipstjórans,
Þórðar Guðmundssonar, er frá-
gangur allur hinn vandaðasti og
skipið vel búið í hvívetna.
Akraborg er búin tveim Ruston
dieselvélum, 500 hestöfl hvor, og
hefir tvær skrúfur. Farþegarúm.
er fyirir 250 manns. Stærð skipsins
er 357 tonn.
Samkvæmt upplýsingum frá Af-
greiðslu Laxfoss, verður skipið til
búið til afhendingar þann 17. þ.
m. og leggur þá fljótlega af stað
heimleiðis.
A&alfundur Verzlunar- |
mannafélags Suðurnesja ]
Aðalfundur Skrifstofu- og verzl»
unarmannafélags Suðurnesja vae
haldinn fimmtudaginn 23. febr„
s. 1. að Tjarnarlundi í Keflavík.
Tekin voru fyrir almenn aðjil-
fundarslörf. Er hagur feiagsiijf £
miklum blóma og mikill áhugi fé-
lagsmanna fyrir málefnum sínupi,
og kom það giöggt í ljós á fund-
inum.
Kosin var ný félagsstjórn. Hanæ
skipa eftirtaldir menn:
Einar Karl Magnússon, formað-
ur, Andrés Sigurbergsson, vara-
formaður, Eiríkur Sigurbergsson,
ritari, Halldór Guðmun<jss«n gjald:
keri.