Tíminn - 10.03.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.03.1956, Blaðsíða 6
6 T í MIN N, laugardaginn 10. marz 1956,, K~- Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur i Edduhúsi vi3 Lindargötu. Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. [ Islenzk stefna f /7JÖLMENNASTI stjórn- F málaflokkur landsins ' iefir birt sín úrræði í efnahags- nálum. Það á að greiða meira liður af ríkisfé, segir Morgun olaðið, og birtar eru tölur því til staðfestingar að unnt sé að stöðva framrás dýrtíðarflóðs- ins með slíkri stíflugerð. Töl- urnar munu sjálfar rétt skráð- ar, en í raun og veru koma þær hvergi nærri hinu raun- verulega vandamáli. Dýrtíðin og orsakir hennar standa eftir sem áður, þótt meira verði greitt niður með rikisfé. En það er háskaleg blekking, ef menn fara að trúa því, að dýr- tíðarvandamálið sé í rauninni framkvæmdaatriði í hendi rík- isstjórnar, og erfiðleika at- vinnulífsins megi rekja til.mis- jafns örlætis stjórnmálaflokka. Málið stendur miklu dýpri rót- um. Vandamál efnahagslifsins verða ekki leyst af ríkisstjórn og Aiþingi utan og ofan við þjóðina sjálfa, viðhorf hennar og gerðir. Dýrtíðarmálið er úr- tausnarefni þjóðfélagsins í heild. Niðurgreiðslutillögur Sjálfstæðisflokksins eru því engin lausn. Þær eru í raun og veru mjög varasöm blekk- ing, enda þótt kalla megi að þær séu tjald til einnar nætur eða svo. ENGINN SKYLDI heldur ætla, að framtíðarúrlausnar sé að vænta úr herbúðum Sjálf- stæðisflokksins. Það hefðu ver- ið mikil tíðindi, ef tillögur um heilbrigðan þjóðarbúskap hefðu komið úr þeirri átt. Það er mesti misskilningur ef menn ætla, að forkólfum Sjálfstæðis- flokksins líki illa núverandi ástand í efnahagsmálum. Þeir, sem raunverulega standa undir rekstri þess fyrirtækis, sem nefnt er Sjálfstæðisflokkur, eru engu óánægðari en fulltrú- árnir, sem nýlega komu heim af flokksþinginu í Moskvu. Þró- un efnahagsmálanna er vatn á myllu beggja. Efnahagsleg upp- lausn greiðir veg kommúnist- ískra áróðursmanna og eflir hag nokkurra braskara. Deilur þeirra um, hvorum sé að kenna. er marklaust skraf. Þótt þeir berjist á dálkum blaðanna og á mannfundum og viðhafi ljótt orðbragð, er samvinna dágóð á öðrum sviðum. Forsætisráð herrann lýsti því og nýlega yfir í útvarpi, að kommúnistar mundu helzt vilja vinna með sér, og var upphrópunin sanni nær. Bjargráðatillögur Sjálf- stæðismanna mundu verða helzta uppistaða nýrra „nýsköp- unar“-samninga. EN ÚRLAUSNAR í efna- hagsvandræðum þjóðarinnar er annars staðar að leita. Hún er í fangi stéttanna, vinnandi fólks um allar byggðir landsins. Grundvöllur hennar er sam- vinna vinnandi manna um rétt- láta arðskiptingu og heilbrigða félagsmálaþróun. Leiðin til þess að koma þeirri skipan á liggur um aukið samstarf lý'ð- ræðissinnaðra umbótamanna, hvar í flokki sem þeir hafa staðið. Sameining þessara krafta er hið stóra mál íslenzkra stjórn- mála í dag. Áhrifamestu öflin í þróun dýrtíðarmálanna eru og hafa verið braskarar Sjálfstæðis- flokksins og kreddumenn kommúnismans. En þriðja aflið er til í þjóðfélaginu, og getur ráðið, ef menn þekkja mátt þess og gildi. Það er sam- fylking lýðræðissinnaðra um- bótamanna undir forustu Franv- sóknarflokksins. FLOKKSÞINGIÐ, sem nú er háð, markar þessa stefnu. Sú stefna er bundin framtíðinni, varanlegum umbótum, en ekki niðurgreiðslupólitík og henti- stefnu Sjálfstæðismanna né sérvizku Moskvutrúar. Hún er íslenzk stefna, bundin sjálf- stæði þjóðarinnar, sögu bennar og menningu. Listin fyrir þjáðka GTÍMINN HEFIR ný- -*■ lega vakið máls á mauðsyn þess, að stefnt sé að stofnun listaskóla ríkisins. Slík stofnun er eðlilegt framhald af starfsemi þjóðleikhúss, sinfón- iuhljómsveitar og listasafns rík- isins. í dag eiga listirnar skjól í einkaskólum. Þær lúta því lögmáli, sem Emerson kenndi, að það, sem framsýnan ung- ling dreymir um í dag, en þor- ir varla að nefna vegna hefð- bundinna skoðana, verður fyrr en varir baráttumál hópa eða flokka, og síðan, er fylling tím- ans er komin, raunveruleiki. Þannig er þróunin í lýðræðis- pjóðfélagi. Nýjar hugmyndir skjóta óhindrað upp kollinum, hvað sem líður ríkjandi skoð- jn, og breiðast út á meðal fólksins, ef þær eiga í sér vaxt- arbroddinn, unz þær sigra. ílugmyndin um listaskóla rík- isins er þessarar ættar. Hún er akki framkvæmdamól dagsins í dag heldur málefni morgun- dagsins. HÉR í BLAÐINU var líka :nýlega minnt á nauðsyn þess, að fleiri en íbúar höfuðborgar- jnnar fengju að sjá verk helztu listamanna þjóðarinnar. Hér er nú haldin mikil sýning á mál- verkum Ásgríms Jónssonar. Þúsundir Reykvíkinga —- og hokkur hundruð ferðamenn — hafa sótt sýninguna, en fólkið úti um land verður að láta sér nægja að lesa frásagnir og skoða myndir i blöðum. Það er eðlilegt, að Reykvíkingar séu fjölmennastir 'á. sýningunni, og það er sjálfsagt, að þegar ríkið efnir til slíkra sýninga, séu þær haldnar í listasafni þess sjálfs. En það er ekki jafu sjálf- sagt að málinu sé þar með lokið. Ríkið hefir jafnframt þeirri skyldu að gegna, að veita öllu landsfólkinu sem bezt tækifæri til þess að njóta góðrar listar og kynnast verk- um beztu listamanna þjóðar- innar. Útvarpið flytur sönglist og leiklist, þjóðleikhúsið hefir gert myndarlega, að efna til leikferða út um land. En hlut- ur myndlistarinnar er eftir. Hún á ekkert útvarp og getur ekki gert út sýningarflokk. Hún er hin hljóðláta list. Hún kallar á augu áhorfandans. Ekk ert annað dugar. RÍKIÐ ÞARF að búa þann- ig að listasafni sínu, að unnt sé að senda meiriháttar listsýn- ingar út á land og veita sem flestu fólki tækifæri til þess að kynnast menningarstarfi á- gætra listamanna. Eðlilegt framhald af sýningunni í lista- safninu er listsýning í öllum fjórðungum á þessum vetri. Berlín — eyjan á landamerkjum austurs og vesturs í Vestur-Berlín bóa 2,2 milij. manna, en austan við tjaldið 1,2 miHjjónir - Hvergi á Vesturlöndum er lífið eins undarlegt og þar Eftirfarandi grein er rituð af einum blaðamanni norska blaðs- ins Aftenposten og fjallar um það einstæða ástand, sem skapast hefir í Berlín eftir stríðið. — f HVERT skipti, sem hinn óbreytti ferðamaður kemur til Berlínarborgar, verður hann agn- dofa yfir hinu sérstæða andrúms- lofti, sem alltaf ríkir þar. Hér mætast hin gleðisnauða léttúð og hin vonlausa eftirvænting. Þegar borgarar í Vestur-Berlín ganga eft- ir Kurfiirstendam, þar sem bjart er eins og um dag af hinum marg- litu neonljósum og geta keypt allt milli himins og jarðar, ganga Austur-Berlínarbúar verzlun úr verzlun til að reyna að finna brýn- ustu nauðsynjar, sem erfitt er að fá. Berlínarbúar hafa lifað á átt- unda ár í þessari einkennilegu borg, sem hefir verið klofin í tvo hluta. Landamæri eru í öllum átt- um og erfitt er um öll ferðalög. Þeir, sem koma af og til til Ber línar að virða fyrir sér og rita um hið óeðlilega ástand, hættir gjarnan til að gleyma því, að Berlín er austasti útvörður hins vestræna heims, og að það gæti haft mjög örlagaríkar afleiðingar og haft mikil áhrif á jafnvægið á milli austurs og vesturs, ef Ber- línarbúar myndu svíkja okkur eða ef við myndum svíkja þá. VESTUR-Þ J ÓÐVERJAR hafa jafnvel hinar furðulegustu hug- myndir um Berlín og líf hinna 3,4 millj. manna, sem þar búa. Þeir hafa haft svo mikið að gera við að byggja upp sína eigin efnalegu velferð, að lítið hefir verið hugsað um Berlín eða íbúa hennar. Við, sem horfum til Berlínar úr fjar- lægð, tölum um „klofna borg“ eins og það væri ósköp hversdagslegur hlutur, án þess að gera okkur grein fyrir því, hve daglegt líf hins venjulega Berlínarbúa hlýtur að vera mikið taugastríð og erfitt að umbera. margs konar vandræði, sem kunn- ugt er, kommúnistar eiga það til að setja alls kyns nýjar umferða- reglur og trufla umferðina og allar eðlilegar samgöngur bæði á þjóð- brautum á láði og í lofti. í AUGUM Berlínarbúa er allt slíkt dægurþras aðeins einn hluti hins venjulega, daglega lífs, sem alltaf getur komið fyrir. Stærsta umferðaæð milli austurs- og vest- urhlutans liggur í gegnum Brand- enburgarhliðið. Margir ókunnugir spyrja, hvort þar sé raunverulega op á járntjaldinu, þar sem fólk geti farið inn og út, án þess að eiga það á hættu að vera tekið höndum og varpað í fangelsi. Jú, borgarar í báðum borgar- hlutum geta farið ferða sinna þar í gegn. Að vísu er það ekki hættu- laust með öllu, þar sem það kem- ur ekki ósjaldan fyrir, að menn og konur hverfa í Austur-Berlín, en það er nú einu sinni það al- gengt, að Vestur-Berlínarbúar skoða slíka atburði sem hluta hins hversdagslega lífs. Við Brandenborgarhliðið hljómar svo greinilega liinn dramatíski undir- tónn allrar tilveru þessarar frægu borgar eins og hún er í dag. f VESTURHLUTA borgarinnar iðar lífið af starfi og uppbyggingu við hlið sigurminnismerkis keisar- anna gömlu. Stöðugur straumur af nýjum bifreiðum bruna um ný- steypt strætin. Mikið er Byggt og stórhýsin rísa fleiri og fleiri upp af rústunum. Engu er líkara en allt sé lam- að í austurhluta borgarinnar. Rúst irnar standa óhreyfðar, gráar og ömurlegar eins og fyrir ellefu ár- um síðan. Af og til aka gamlar og lélegar bifreiðar eftir götunum og setja örlítið líf í þessa ömurlegu mynd. Þarna er aðeins skref á milli tveggja heima, sem virðast vera í órafjarlægð hvor frá öðr* um. j Berlínarbúar nema staðar eins og sjálfkrafa við toll- og lögreglu- afgreiðslu við vesturhlið Branden- borgarhliðsins, þar sem spurt' er um ólöglegan varning og vegabréf og hið sama gerist hjá „alþýðu- lögreglunni“ og kven-tollþjónun- um við austurhliðina. Öllum er hleypt í gegn, sem ekki hafa með varning, peninga eða annað, sem bannað er að flytja á milli beggja hlutanna, en yfirvöld bæði austur- og vesturhlutans eru sammála um að koma í veg fyrir að slíkt eigi sér stað. KOMMÚNISTAR vilja ekki leyfa Austur-Berlínarbúum að verzla í Vestur-Berlín, þar sem vöruskortur er mikill í austurhlut- anum. Yfirvöld vesturhlutans vilja hins vegar halda hinu hag- stæða gengi marksins þar, en því gæti verið spillt, ef leyft væri að kaupa ritvélar, ljósmyndavélar og útvörp í stórum stíl í austurhlut- anum og flytja það til Vestur- Berlínar, þar sem verð myndi þá lækka á sömu vörum þar og gengi marksins færi hrakandi gagnvart austur-þýzka markinu, sem er mun verðminna. Vestur-Berlínarbúi, sem kemst í gegnurn alla skriffinnskuna og eft- irlitið til Austur-Berlínar, finnst 1 hann vera eins og óvelkominn Jgestur í ókunnu landi, frekar en j hann sé með löndum sínum í einu :og sama landi. Hann verður til | dæmis að greiða farmiða sinn með ! austur-marki, en ef hann ætlar að fá sér kaffibolla eða mat á veit- ingahúsi, er óskað eftir vestur- mörkum. Ef hann er kominn í við- skiptaerindum, má hann hvorki greiða með austur- eða vestur- mörkum, heldur með ávísunum frá stjórninni. Þungar refsingar liggja við, ef ekki er fullkomlega farið eftir öllum þessum flóknu lagafyrirmælum. ' -” "t ÞÓ AÐ ÍBÚUM Vestur-Berlínar sé að mestu leyti frjálst að fara til austurhlutans, er þó ferðafrelsi þeirra þar mjög takmarkað. Bif- reiðar frá vesturhlutanum geta fengið að fara yfir landamærin, en aftur á móti er mjög fáum bifreiðum íbúa Austur-Berlínar leyft að fara til Vestur-Berlínar. Rússar standa skiljanlega fyrir öllum slíkum takmörkunum. Að- (Framhald á 8. sfðu.) RÚSSNESKAR herflugvélar hafa gát á allri flugumferð. Vestur veldunum er aðeins leyft að fljúga um mjög afmarkaða hluta loftleið- arinnar. Mjög oft verða af BERLÍN ER bókstaflega um- kringd af rússneskum hermönnum. Hún er einangruð eyja á landa- mærum austurs og vesturs. Þessi landamæri skilja 1,2 millj. manna í Austur-Berlín frá 2,2 millj., manna í vesturhlutanum. í norðri, vestri og suðri frá Vestur-Berlín liggur 25 mílna breitt svæði, sem stjórnað er af Rússum, en á papp- írnum er kallað, að því sé stjórn- að af kommúnistískum yfirvöldum í Austur-Þýzkalandi. Berlínarbúar geta ekkert ferðazt, nema rekast á þessa rússneslcu hermenn með rauðu stjörnuna. Ferð til Vestur-Þýzkalands í gegnum yfirráðasvæði kommún- ista er mikil lífsreynsla. Umferð- in er háð allskyns flóknum regl- um og takmörkunum. Það er að- eins leyft að fara um lítinn hluta veganna og sérhver einkabíll, vörubifreiðar og stórar fólksflutn- ingabifreiðar eru margsinnis grandskoðaðar á leiðinni. Það sama gildir um járnbrautarlestir. Til þess þarf fé, sem nú er hvergi ákvarðað, og þó umfram allt skilning á gildi slíks stárfs fyrir menningarlíf þjóðarinnar. Listaskóli ríkisins í Reykjavík er takmark, sem nú er e. t. v. ekki nálægt, en þó í augsýn. Skipulegar listsýningar úti um byggðir landsins, er fram- kvæmdamál í dag. Mynd þessi er tekin í Berlín 2. ágúst 1914. Mikill mannfjöldi hafSi þá safnazt saman við minnismerki Bismarcks til að heyra oplnberar tilkynn- ingar, sem voru lesnar þar upp, en daginn áöur höfðu Þjóðverjar sagt Rússum strið á hendur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.