Tíminn - 10.03.1956, Blaðsíða 5
TÍMINN, íáugardagmm 10: marz 1956.
Benedlkt Glslason frá Hofteigi: Orðið er frjálst
Bréf til Halldórs á Kirkjubóli
ÉG VIL EKKI láta þig tala við
sjálfan þig þegar þú ferð að
spyrja vísindin. Það eru ekki svo
margir baíndur í landinu, sem
taka upp á því að halda það, að
til séu vísindi. Þú spyrð um vís-
indin í heyverkun. Ég hefi ástæðu
til að ætla að ég hafi óbeint kom-
ið því á stað, að þú fórst að
„grufla út í þetta.“ Ég skal ganga
fram hjá því, sem þú beinir, að
vísu frekar óbeint, að atvinnudeild
Háskólans, en get þó elcki látið
hjá líða, að benda þér á það, að
frá þeirri deild, okkar að sumu
leyti lélegá háskóla, hafa komið
merkileg rit, sem varða landbún-
aðinn og sjúkdómadeildin ef til
vill unnið'stórvirki. Auk þess vil
ég benda á merkilega greinargerð
um jarðvegsrannsóknir eftir dr.
Björn Jóhannesson, en það mál
mætti ekki öllu lengur vera latína
fyrir bændum, og jafnvel allri
þjóðinni. Góða og fljóta fyrir-
greiðslu og upplýsingar hefi ég
fengið í fóðurfræðideildinni og
mikla skemmtun, og heldur eigi
meira, af fimmlembdu ánum á
Hesti. Þetta er náttúrlega ekki
nóg til þess að þér finnst svarað
ollum vandamálsspurningum ís-
lenzku bændastéttarinnar og ertu
ekki einn um það, enda virðist
þessum spurningum fara fjölg-
andi, sem .vonlegt er, með vax-
andi þekkingu og þörf á að spyrja.
Og í beinu framhaldi af þessu
kemur þú að því, að segja það,
að það vanti ekki að margt sé tal-
að um að leita úrræða og finna
aðferðir, sem að gagni mættu
koma, og þær hugmyndir, sumar,
ef til vill meira auðkenndar af
fjörugu ímyndunarafli, og glæsi-
legu hugarflugi en raunsæi. Þetta
þykist ég nú skilja að meint sé til
mín, því varla ert þú að gera grín
að þeim, sem manni finnst að
mættu láta sér detta fleira í hug,
pn raun er á, og sannast sagna þá
er ég næsta ókunnugur þessu
glæsilega hugarflugi, og get ekki
einu sinni tekið það til mín, þótt
ég hafi nýlega búið til skrúfu, sem
ekki á að standa kyrr. Og þá segir
þú að baráttan við óþurrkana sé
eitt af stærstu málum landbúnað-
arins; eitt af stórmálum íslenzkrar
framleiðslu og bjargræðisvega.
þetta er rétt og vel mælt og þess-
vegna vil ég ekki að umræður falli
niður um þetta, er þú hefur máls
á því, þar sem líka er svo mál með
vexti, að glæsilegt hugarflug hefir
ekki sést í kringum það að þessu,
enda er það í raun sinni of dapur-
legt til þess að búast megi við því,
að það sé á ferðinni með loftsins
englum.
Eftir þetta verður grein þín
ekki um hugarflug, né útreikninga
á stórtapi bænda af óþurrkum,
heldur að einhliða vörn og áróðri
fyrir votheysverkun, þar sem þú
ætlast þó'til' að vísindin úr há-
skólanum komi þér til hjálpar.
MÁLIÐ ER í huld sinni, og á
fyrsta stigi um það hvernig hægt
sé að bjai'ga verðmætunum í gras-
inu á jörðinni, án þess að stór
hluti þeirra tapizt í meðferðinni af
þeim háttuih, sem hafðir eru á því
að gera grás á jörð að heyi í
hlöðu. Stærsta atriðið í þessum
háttum hafa verið veðurfarshætt-
irnir, en yfir þeim ræður enginn
mannlegur máttur og þess vegna
er málið á því stigi, að reyna að
komast fram hjá öllum þeirra á-
hrifum á heyverkun. Þetta hefir
verið hægra ort en gert, en mikið
úrræði hefir sumum fundizt það,
að flýja með grasið blautt ofan í
gryfjur, og fá þar í það „gerð“,
sem varnar rotnun, og gerir það
þó ætilegt fyrir húsdýrin. Það má
segja það, sem örugg vísindi að
öll heyverkun með ,,gerð“ veldur
stórrýrnun á efnainnihaldi grass-
ins og hollustu þess til næringar
búfénaði, auk þess sem stór hluti
af heymagninu sjálfu verður gjör-
ónýtur, en annar hluti varasamur
heilsufari búfjárins. Þó skal það
tekið fram að hér veldur nokkru
hver á heldur, svo misjafnlega
tekst til um votheysverkun, og
gæti líka verið landshlutalegt og
gróðurfarslegt atriði, að hey verk-
ast vel sem vothey. Má einu gilda
hvernig slíku máli er velt fyrir
sér, niðurstaðan verður alltaf sú,
að ekki sé hægt að ná grasinu lítt
eða ekki skemmdu í hlöðu, nema
með því að þurrka það, eins fljótt
og nokkur kostur er á, eftir að
það er losað af jörðinni. Mætti
fara löngu máli um það, hvaö
skeður, þegar lifandi gras er num-
ið af sinni lífsrót og það hlýtur
að deyja, eða hætta lífsstarfsemi.
En þess gefst ekki kostur í þessu
máli. Nú standa sakir þannig að
vísindin eru búin að komast að
niðurstöðu um það hversu mikið
tapast af upprunalegum gæðum
heysins, eða frá því það var lif-
miklu mest í lilutfalli í þínum
hreppi og hinum næsta við að
sunnan, en þó eftir skýrslum að
dæma innan við helming af íöð-
unni, allt til síðasta árs, sem enn
eru ekki kunnar, eða gerðar. Það
sést af skýrslum að afföll á sauðfé
eru fremur lítil á Vesturlandi, en
þó verða þau ögn meiri í áminnst-
um hreppum, en hinum, sem næst
liggja, en á því er engar reyður
að henda um hollustu, eða óholl-
ustu, votheys til fóðrunar, og verð
ur þessu þvi alls ekki svarað,
nema með ákveðnum tilraunum í
þessu skyni. Hins vegar er það
staðreynd að votheyið veldur á-
kveðnum sjúkdómi í sauðfé, og
« i ■ • u i verður af þeim sokum að teljast
andi gras,.með þeirri heyverkun, . „„ . . ,
* „■ . _ varasamt foður. Og nu skal eg
sem orðið hefir að hlita um alla . ,
, nota hugarflugið og vera viss um
sogu, þar til nu a siðustu timum * , * , , S ,,,
“ „ . , ... ,. , . i að það se utan við allt raunsæi,
að þetta efm er konnð undir hmn I r _____
rannsakandi mannsheila og úrræði j sem 1 eyrir
hans. Niðurstaðan er dapurleg, !
þótt það beri langt í frá er hey
ið hrekst um lengri eða skenunri
tíma, svo sem jafnaðarlegast verð-
ur á Islandi í einhverjum lands-
hluta, og á einhverju skeiði hey-
skapartímans, sem jafnaðarlegast
hefir verið langur á íslandi. Og
niðurstöður vísindanna segja
þetta: Það fara forgörðum ca. 20
—40% af verðmæti grassins sem
fóður við þær aðferðir sem notað-
ar eru við heyverkunina. Og þó
allt leiki í lyndi með sól og sunn-
an vind, eins og þegar Sörli reið
í garð, verður tapið tæpast undir
8—10%. Þetta er sú niðurstaða,
sem hagfræði komandi tíma ekki
þolir, og hár garður vana og van-
þekkingar verður brotinn niður á
fáum árum.
Á ÍSLANDI er þetta dæmi auð-
reiknað. Eitt þúsund hestar af
heyi, með beztu verkun munu
reynast upp undir 60.000 fóður-
einingar, en munu ekki revnast
með vanalegri verkun nema um
45—48 þúsund fóðureiningar. Mis-
munurinn 12—15 þús. fóðurein-
ingar með 2.50 kr. verði, sem nú
er lægst verð á fóðureiningu, gera
30—37,5 þús. krónur. Það er þess
vegna ekki út í hött þar sem þú
segir að hér sé um milljónatugi
að ræða á fáum árum í tapi. ís-
lendingar rækta undanfarin ár,
1955 og 1954 yfir 2000 sinnum
1000 hesta af töðu, svo það kem-
ur fljótt í milljónatuginn, sem hér
fer forgörðum. Þá er komið að
þeim atriðum í grein þinni, sem
þú spyrð um vissa hluti og ég skal
leitast við að svara. Þú virðist
gera ráð fyrir því að til séu bænd-
ur í landinu sem eingöngu fóðri
á votheyi og talar um samanburð
á fjárhöldum þeirra, og hinna,
sem fóðri á þurrheyi. Það er ekki
að sjá af þeim skýrslum, sem þú
bendir á í þessu efni, að um slíkt
sé að ræða í landinu. Flestir
bændur verka aðeins lítinn hluta
fóðurs í vothey, og er þetta þó
okkar tilveru, og
segja þér, að um miðja næstu öld
dettur engum manni í hug að
. verka vothey:
Af því að það er varasamt fóður
fyrir heilsu búfjárins.
Af því að það er óþrifalegt fóð-
ur og gerir heimilin oft að þef-
dýrabælum
Af því að það tapast mikil verð-
mæti við slíka heyverkun.
Smjörbirgðirnar voru 5 lestir 1. marz
Nokkrar umræður hafa verið Til þess að taka af allan vafa
uppi um að smjörframleiðendur í þessum efnum og forða frekari
(mjólkursamlögin) héldu eftir getgátum fer hér á eftir yfirlit
nokkru af smjörbrigðum símim í um framleitt smjör, smjörlíki og
þeim tiígangi að njóta hækkana, smjörsölu frá 1. maí 1955 til s:l.
sem ef til vill yrðu á smjörverð- mánaðamóta. Yfirlitið þarfnast
inu. — Ég hefi látið hafa eftir naumast nokkurra skýringa við
mér í blöðum, tölur sem;ég hélt Það :sýnir glöggt samhengið milli
að afsönnuðu þessar tilgátur. Svo framleiðslu, neyzlu og minnkandi
virðist því ekki vera, sbr. forsiðu-
grein í Alþýðublaðinu í dag.
birgða. Er hér vitanlega átt við
smjör mjólkursamlaganna.
Smjörbirgðir Framl. Birgðir Selt kg.
MÁN. 1 dag mánaðar í mán. í mánaðarlok í mánuðl
Maí 1955 70.021 84.172 95.504 58.689
Júní — 95.504 89.519 134.885 50.138
Júlí — 134.885 111.761 185.069 61.577
Ágúst — 185.069 89.600 213.591 61.078
Sept. — 213.591 57.261 204.078 66.774
Okt. — 204.078 20.834 173.200 ' 51.712
Nóv. — 173.200 17.606 126.629 64.177
Des. — 126.629 22.053 95.064 53.613
Jan. 1956 95.064 28.378 37.760 85.682
Febr. — 37.760 28.222 5.386 60,596
Timabilið alls: ágústmánaðar og að selt smjör er
Birgðir 1.5. 1955 kg. 70.021 614 tonn en framleitt aðeins 549
Framleitt kg. 1.5.— -29.2. — 549.405 á þessu límabili. Þótt salán -sé dá-
Birgðir 29.2. — 5.383 lítið misjöfn frá mánuði til mán-
Selt 1.5,—29.2. — 614.041 aðar, sem mun eiga rót síria að
rekja til flutninga á smjöri um
OG AF ÞVÍ AÐ það mun enginn
trúa því, ekki einu sinni nú á hug
arflugslausum dögum, að ekki sé
hægt að húsþurrka heyið, eins og
blautan saltfiskinn á Islandi. Og
að síðustu, af því að hvorki hug-
arflug, vit né vísindi munu gefast
upp á því, að leysa þetta vanda-
mál með þeim árangri að ekki sé
sóað tugmilljónum króna í ráða-
leysi, né kristnum heimilum liðið
það, að gerast þefdýrabæli fyrir ■
votheyóþverra. En þetta er næstu i
aldar talsháttur, því í dag á vot-!
heyið sögulegt gildi sem neyðar-
úrræði og hefir nokkru bjargað.
Kveð ég þig svo með virktum,
og þykir það nýtt, sem sjaldan
skeður, og góðs viti, ef þú hefir
séð glæsilegt hugarflug í Morgun-
blaðinu af litlum útdrætti lítils er-
indis eftir mig.
Benedikt Gíslason
frá IJofteigi.
Gegndi forsetastörf-
um í Neðri deild
Um s.l. helgi kom Sigurður Bjarna-
son, forseti Neðri deildar Alþingis,
heim úr ferð til Norðurlanda og
Ítalíu. í fjarveru hans, um 6 vikr.a
skeið, gegndi 1. varaforseti deild-
arinnar, Halldór Ásgrímsson, þing-
maður Norð-Mýlinga, forsetastörf-
um og þótti í senn réttlátur og
skörulegur forseti. Nú eftir heig-
ina tók Sigurður við starfi sínu í
deildinni á ný.
Af þessu sést að þann 1. marz
s. 1. voru til hjá mjólkursamlög-
unum öllum aðeins rúmlega 5 smá
lestir, að birgðirnar hafa farið
minnkandi að staðaldri, síðan í lok
mánaðamót frá samlögunum, er
salan þó að jafnaði nokkuð jöfn
eða um 61 tonn.
Reykjavík, 8. marz 1956,
Sveinn Tryggvason.
Framræsluframkvæmdir í Mýrdal
Bréf að norðan um útvarpsfréttir
BAÐSTOFUNNI hefir borizt
bréfkorn norðan úr landi þar
sem rætt er um p.ersónusögu í
útvarpsfréttum, og eftir hvaða
reglum sé þar farið. Þykir bréf-
ritara nokkuð handaliófskennt,
hvað tekið er í fréttir, og hverju
sleppt, og heldur því fram, að í
því efni skipti nokkru máli, hvort
maðurinn eigi heima I grennd við
fréttastofuna eða ekki. Hér skal
ekki dómur á það lagður, en
vissulega þyrfti aö fylgja alveg
föstum reglum um slík efni í út-
varpsfregnum, og má auk heldur
vera aö einhver slík reglugerð sé
til þótt við hér í Baðstofunni
þekkjum hana ekki. En hér kem-
ur kafli úr bréfinu:
Fréttum stungið undir stól
„ ... FYRIR FÁUM dögum
átti merkur borgari og kennari
hér í bæ 70 ára afmæli og var
þess maklega minnst af heima-
mönnum, m. a. héldu samkennar-
ar afmælisbarninu veglegt hóf og
tóku þátt í því skólastjórar ann-
arra skóla og fleiri aðilar. Voru
þar flutt ávörp af hálfu nokkurra
stofnana og færðar gjafir frá sam
starfsmönnum og nemendum.
Þeir, sem að samsætinu stóðu,
sendu útvarpinu frósögn af því,
sem þar gerðist, og röktu um
leið nokkur æviatriði viðkomandi
lieiðursmanns, sem er víða kunn
ur.
En livernig var svo farið með
þetta efni? Mestum hluta stungið
undir stól. Örfá æviatriði nefnd,
ekkert um fjölmenna samkomu,
gjafir og svo framvegis. Og illa
á haldið, því fréttaefni, sem tek-
ið var. Þetta hefir vakið athygli
fjölmenns hóps, og litla ánægju.
Það er varla að útvarpið sýni
kurteisi í slíkum efnum og er
það langt gengið ....“
Hví ekki að birta
almenningi reglurnar?
Eðlilegt væri, að útvarpið birti
landsfólkinu þær reglur, sem það
segist fylgja í fréttaflutningi af
þessu tagi. Ætti það að láta lesa
þa?r í útvarpinu tvisvar á ári eða
svo. Gætu menn þá glöggvaö sig
á því, hversu sanngjarnar þær
eru, og hvort þeim er samvizku-
samlega og hlutdrægnislaust
fylgt, hver sem í hlut á.
Frosti.
Með landþurrkuninni hafa á und ' Myndin cr úr hverfinu „með bæj-
anförnum árum þúsundir hektara } urn í Mýrdal“ tekin af Rauðhálsi.
flóa- og mýrlendis verið teknar til
nytja í sveitum landsins. Mest af
þessu landi hefir áður gefið lítinn
arð af sér, en við framræsluna
batna gróðurskilyröin og eftir
þurrkunina er landið brotið til
ræktunar eða nýtt til beitar.
Skurðirnir, sem sjást á myndinni
voru grafnir á s. 1. sumri. Bærinn,
sem sést næst til vinstri á mynd-
inni er Ás, nýbýli úr Brekkulandi
(bóndi Óskar Jóhannesson), þá er
bærinn Kaldrananes og til hægri
sést bærinn Norðurgötur.
KVIKMYNDIR
Um daginn hóf Stjörnubíó sýn-
ingar á kvikmyndinni „Fangaklefi
nr. 2455“, en hún fjallar um ævi
hins víðfræga bandaríska afbrota-
manns Chessmann, sem nú bíður
dauða síns í ríkisfangelsi Kaliforn-
íu. Aftöku Chessmanns hefir verið
frestað af hæstai'étti Bandaríkj-
anna og var síðasti fresturinn 100
dagar, sem senn eru liðnir. Myndin
er afburða vel tekin og leikin. Svo
sannarlega hefir Chessmann drýgt
nokkra gla:pina, svo að ef einhver
á skilið dauðarefsingu hlýtur hann
að eiga hana skilið — að minnsta
kosti frá lagalegu sjónarmiði.
Myndin er mjög hlutlaus — við |
sjáum á tjaldinu alla sögu þessa j
ógæfusama afbrotamanns, allt frá
barnæsku, þegar móðir hans
meiddist í bifreiðaslysi með þeim
afleiðingum, að hún lamaðist og
lá rúmföst til dauðadags. Þetta at-
vik hafði djúptæk áhrif á Chess-
mann og alltaf minntist þessi for-
herti glæpamaður móður sinnar
með söknuði. Lítið er gert af því
að slá á strengi samúðar og tilfinn
ingasemi í myndinni og er það
kostur í máli sem þessu. — lir.
The Pickwiek Papers
í Tjarnarbíói.
The Pickwick Papers er enn eichver
vinsælasta bók Charles Dickens og
er það eðlilegt. Myndir þær, sem
hann dregur upp af persónum og
atburðum eru í svipuðum dúr og
skopteikningar úrvalsmanna, nú í,
dag. Þar eru sterkir drættir, liöf-
uðáherzla lögð á karríkatúr, en
úndir niðri er myndin samt sönn,
og fjallar um algilda eiginleika,
brezka eða alþjóðlega.
Myndin í Tjarnarbiói er brezk,
eins og vera ber, og hefir tekist
vel að finna leikara í hlutverkin.
Einkum James Hayter í hlutverki
Pickwicks og Nigel Patrick í hlut-
verk Jingles. Margar minniháttar
persónur eru og ágætar (fanga-
vörður í skuldafangelsinu og ýms-
ar týpur þar t. d.). Myndin er, eins
og bókin, full af glettni og sér-
vizku. En hér er aðeins um brot
að ræða, öll ævintýri klúbbsins
rúmast ekki í einni my.nd. —
Allt urn það, þetta er góð mynd,
vel gerð og vel leikin og veldur
Pickwick-unnendum engum sérleg-
um vonbrigðum.