Tíminn - 15.03.1956, Side 6
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
| Ritstjórar: Haukur Snorrason
i Þórarinn Þórarinsson (áb.).
V Skrifstofi’r í Edduhúsi við Lindargötu.
Símar: 81300 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn),
i ai'r ysingar 82523, afgreiðsla 2323.
! Prentsmiðjan Edda h.f.
----.— -------—---------------
Strön s mnflatnmgshöft ná nú til allra
/ara, nema |)eirra óþörínstii
jVf ORGUNBLAÐIÐ er
■*•*■*■ bersýnilega órótt
,essa dagana. Allar vonir þess
xm ósamkomulag á þingi Fram
sóknarflokksins hafa brugðizt.
í stað þess samþykkti flokks-
þingið einum rómi að samvinn-
unni við Sjálfstæðisflokkinn
skyldi slitið og hafizt handa um
samfylkingu umbótamanna
landsins, en Sjálfstæðisflokkur-
inn hefir að undanförnu byggt
völd sín fvrst og fremst á sundr
ungu þeirra.
Þetta finnst aðstandendum
AfbL allt annað en góð tíðindi,
3vo að ekki sé sterkara að orði
kveðið. Þess vegna hefir það
allt á hornum sér þessa dagana.
EIN IIELZTA iðja Mbl. í
þessum raunum þess, er að'
reyna að bregða upp myndum
af því, hvílík óhamingja það
myndi verða, ef samfylking
umbótaaflanna næði völdum.
Sú mynd, sem það bregður oft-
ast upp, er mynd af alls konar
höftum og þó einkum innflutn-
ingshöftum. Á þennan og ann-
an hátt reynir Mbl. að hamra
á því, að haftafargan myndi þá
verða höfuðeinkenni stjórnar-
farsins.
í tilefni af því, er sannar-
lega ekki úr vegi, að menn
virði fyrir sér, hvert sé ástand
þessara mála í dag undir stjórn
viðskiptamálaráðherra Sjálf-
stæðisflokksins.
SKIPAN INNFLUTNINGS
MÁLANNA er sú í dag, aö
innflutningsvörunum er skipt í
þrjá meginflokka. í einum
flokknum eru svokailaðar báta-
gjaldeyrisvörur og eru það
einkum vörur, sem eru taldar
miður nauðsynlegar og þoli því
háa álagningu. Innflutningur
þessara vara er alveg frjáls og
verða bankarnir að láta þær
.hafa forgangsrétt, ef hörgull er
á gjaldeyri. í öðrum flokki eru
svonefndar frílistavörur, sem
sinkum eru ýmiss konar neyzlu-
og rekstrarvörur, og á innflutn
ingur þeirra að vera frjáls, ef
nægur gjaldeyrir er í bönkun-
nm. í þriðja flokknum eru svo
ýmsar vörur, sem ekki fást inn-
iluttar, nema með leyfum Inn-
flutningsskrifstofunnar, og eru
það einkum ýmsar fjárfesting-
arvörur og hráefni.
SAMKVÆMT framan-
greindu á meirihluta innflutn-
ingsins að vera frjáls, þar
sem bátagjaldeyrisvörurnnar og
frílistavörurnar nema meiri-
hluta innflutningsins. í reynd-
inni hefir þetta hins vegar ekki
verið svo um langt skeið.
Pegna gjaldeyrisskorts hafa
þankarnir ekki getað fullnægt
nema að takmörkuðu leyti
beiðnum um gjaldeyri til kaupa
á frílistavörum. Innflutningur
þessara vara er því aðeins frjáls
að nafni til, en er raunveru-
lega háður ströngum höftum
bankanna. í rauninni er því all
ur innflutningurinn nú háður
ströngum höftum, nema báta-
gjaldeyrisvörurnar, sem eru
minnst nauðsynlegu vörúrnar!
GLÖGGT DÆMI um á-
stand þessara mála er það, að
undanfarið hefir þurft að
sækja fast á til að fá leyfðan
nokkurn innflutning á dráttar-
vélum og öðrum nauðsynleg-
um vélum til landbúnaðarins.
Þá hefir viðskiptamálaráðherra
beitt sér gegn því, að leyfður
yrði innflutn. á vörubifreið-
um, en víða í dreifbýlinu er
milcil þörf fyrir endurnýjun
þessara þýðingarmiklu sam-
göngutækja.
Það er gott dæmi um heilindi
Sjálfstæðismanna, að þeir
guma hástöfum af frjálsræðinu
meðan þeir beita sér gegn inn-
flutningi á nauðsynlegustu sam
göngutækjum dreifbýlisins.
ÞÁ ER AÐ VÍKJA nokkrum
orðum að því, hvernig höftin
eru framkvæmd undir hand-
leiðslu Sjálfstæðisflokksins.
Henni er í stuttu máli háttað
þannig, að reynt er að láta fyr-
irtæki hinna útvöldu gæðinga
flokksklíkunnar setja fyrir inn-
flutningnum. Fjölmargir Sjálf-
stæðismenn liafa haft þá sögu
að segja á undanförnum árum,
að þeir hafi fengið hiút sinn
réttan fyrir atbeina fulltrúa
Framsóknarflokksins í viðkom-
andi stofnunum. Mjög margir
verzlunarmenn, sem hafa talist
til Sjálfstæðisflokksins, myndu
því gráta það þurrum tárum,
þótt völd flokksstjórnarklíkunn
ar minnkuðu á þessu sviði.
ÞAÐ ER EKKI sízt vegna þess
haftafargans, sem lýst er hér á
undan, sem nú er þörf nýrra
stjórnmálasamtaka, er vinni að
viðréttingu atvinnuveganna,
svo að þeim verði gert auðvelt
að afla svo mikils gjaldeyris,
að höftin verði óþörf. Með at-
beina Sjálfstæðisflokksins verð
ur það ekki gert, því fjármála-
stefna gæðinga hans mun í
framtíðinni eins og að undan-
förnu aðeins leiða til versn-
andi afkomu atvinnuveganna
og aukins gjaldeyrishalla, sem
hafa myndi vaxandi liaftafar-
gan í för með sér.
Sannarlega verður þessum
staðreyndum ekki leynt með
blekkingum Mbl. um haftamál-
in.
Krókaleiðir gróðamanna
Il/fBL. ER stöðugt að
i*-* reyna að berjast við
ið hnekkja þeirri staðreynd, að
ofþenslan stafi ekki af bygg-
ingu of stórra íbúða og skrif-
stofuhúsnæðis í Reykjavík.
Aðalrök þess eru þau, að
bygging skrifstofuhúsnæðis og
íbúða stærri en 520 rúmmetra,
sé háð leyfi Innflutningsskrif-
st-ofunnar. Slík leyfi hafi eins
verið veitt fyrir litlu skrifstofu-
húsnæði og einum 33 íbúð-
um á síðastliðnu ári.
MBL. VEIT ÞÓ vel, að þetta
sannar ekki neitt. Langflestir
þeirra, sem hafa byggt stóríbúð-
ir, hafa gert það þannig, að
þeir hafa látist vera að byggja
tvær smáíbúðir eða fleiri, og
þannig sniðgengið að biðja um
leyfi Innflutningsskrifstofunn-
ar. Aðeins 33 hafa farið hina
löglegu leið og fengið leyfi Inn-
flutningsskrifstofunnar. Þær
upplýsingar Mbl. koma því ekki
á óvart, að það séu aðallega
andstæðingar Sjálfstæðisflokks-
ins, er sótt hafi um þessi leyfi
og fengið þau.
Á sama hátt hafa menn byggt
skrifstofuhúsnæði undir því yf-
irskyni, að þeir væru að byggja
TÍMINN, fimmtudaginn 15. marz 1958.
Marguerile Higgins í Rósslandi:
,Sfóru strákarnir" leysa frá skjóð-
unni við móttökuathafnir
Marguerite Higgins
Móttökuathafnir hjá sendiráð-
um erlendra ríkja sýna nýjar og
furðulegar hliðar á lífinu í
Moskvu. Rússneskir stórkarlar
eins og Nikita Krústsjeff, aðalrit-
ari kommúnistaflokksins, og Via-
cheslav M. Molotov, utanríkisráð-
herra, og fleiri láta þar oft uppi
í viðtölum ýmislegt, sem verður
tilefni heimsfrétta. Síðan æðstu
embættismenn Rússa tóku að
venja komur sínar í þessi hóf
fyrir um það bil ári, hafa mót-
tökuathafnirnar orðið tákn um
nýrra og betra viðmót forustu-
mannanna.
Þessar veizlur sýna líka hita-
stigið í alþjóðamálunum. Enginn
varð t. d. hissa á því, þegar Rúss-
ar létu ekki sjá sig í haust, er
haldið var upp á þjóðhátíðardag
frans. íran hafði þá nýlega gengið
í Bagdadbandalagið til varnar Mið-
Austurlöndum. Fjarvera Kreml-
Iiðsins var ein leið Ráðstjórnar-
ríkjanna til að sýna andúð á
bandalaginu.
Foringi öryggislögreglunnar
gerist kennari.
f þær veizlur hjá sendimönnum
erlendra ríkja, sem álitnar eru
hvað þýðingarmestar, koma ekki
aðeins höfuðstjórnmálaleiðtogarn-
ir, heldur og rússneskar dans-
drottningar, eins og Galina Ulan-
ova eða Plesifskaya, beztu ein-
söngvarar Rússa, eins og t. d.
Krugler sem var fenginn til að
syngja Indlandssönginn í veizlu í
norska sendiráðinu, (án nokkurs
undirleiks), leikhússtjórar og kvik
myndahöfundar. Herforingjar láta
líka vanalega talsvert á sér bera.
Þar sjást hershöfðingjar og flota-
foringjar hlaðnir gimsteinaprýdd-
um orðum, svo að auðvaldssinn-
arnir að vestan fá ofbirtu í augun.
Áldrei er hægt að vita með
yissu, hvern hægt er að rekast á.
í fyrsta skipti, sem ég var í svona
móttökuveizlu í Moskvu, kynnti
Vassily D. Sokolovsky marskálkur
mig fyrir háttsettum rússneskum
hershöföingja. Ég tók ekki al-
mennilega eftir, hvað hann hét, en
í þessari veizlu og öðrum gerði
hann mér þann greiða, að leið-
beina mér nokkuð í rússnesku. í
þriðja eða fjórða skiptið, sem við
töluðumst við, komst ég að því
(fyrir tilstilli dansmeyjar frá Bol-
sljoi-leikhúsinu) að þessi rúss-
neskukennari minn var enginn ann
ar en foringi öryggislögreglu Ráð-
stjórnarríkjanna, ívan A. Serov,
hershöfðingi.
Móttökuveizlurnar hafa
ákve'ðið snið.
Flestar móttökur standa í 2 klst.
og hafa ákveðið snið. Sovétleiðtog
arnir halda fast við venjuleg döklc
föt, jafnvel í stórveizlunum í
Kreml og meirihlutinn fer að
dæmi þeirra.
Fari móttökurnar ekki fram í
sendiráðunum sjálfum (þau eru
flest til húsa í stórhýsum, sem
voru heimili rússnesku kaupmanna
stéttarinnar fyrir byltinguna) —
er húsnæði fengið á einhverju
gistihúsanna, eins og t. d. á Sovét-
skaya. Sem dæmi um slíka athöfn
á því gistihúsi, má nefna hófið,
sem Burmamenn héldu til heið-
urs forsætisráðherra sínum U Nu,
er hann heimsótti Ráðstjórnar-
ríkin.
Til hófsins var boðið völdu liði,
því að fullvíst þótti, að „stóru
strákarnir" (en svo eru aðalfor-
kólfar kommúnista almennt nefnd
ir í hópi vesturlandabúa) mundu
sýna sig þarna. Eldri stjórnarerind
relcar og fastir blaðafulltrúar (átta
fréttastofur áttu, er ég taldi síð-
ast, fasta fulltrúa í Moskvu) fengu
áletrað boðskort.
Stundvíslega byrjuðu langir bíl-
ar stjórnarerindrekanna að safn-
ast að fyrir framan gistihúsið Sov-
smáíbúðir.Gott dæmi um það er
smáíbúðahverfið sem aðstand-
endur Mbl. látast vera að
byggja ofan á Morgunblaðshöll-
ina!
FRAMANgreindar fullyrðingar
Mbl. hrófla þannig ekkert við
þeirri staðreynd, að bygging
skrifstofuhúsnæðis og stóribúða
í Reykjavík er meginuppspretta
ofþenslunnar. Jafnframt má
af þessu læra það mæíavel,
hvernig gróðamenn Sjálfstæðis
flokksins sniðganga allar eðli-
legar reglur eftir ýmis konar
krókaleiðum og hve ógerlegt
er því að halda uppi heiðarleg-
um stjórnarháttum í samstarfi
við þá.
í hverri Zis- eða Zimbifreið, sem
renndi sér upp að dyrunum. Eins
og venjulega komu fyrstir til
Burmaveizlunnar þeir, sem vest-
urlandamenn kölluðu „aðra fiðlu“.
í þeirra hópi voru menn eins og
Valerian A. Zorin, varautanríkis-
ráðherra, Georgi M. Malenkov,
; fyrrum forsætisráðherra, þreytu-
legur yfirlitum en þó stillilegur,
. Mikhail G. Pervukin ráðherra o. fl.
I Aldrei hafa þessir stjórnarmeð-
limir — fulltrúar í æðsta ráði Sov-
étríkjanna — komið með konur
sínar í sendiráðsveizlur.
„Stóru stákarnir" koma —
sjónarspilið hefst.
En þó liófst sjónarspilið ekki
fyrir alvöru fyrr en hreyfing í
enda salsins gaf til kynna, að aðal-
f orustulið Ráðst j órnarrík j anna
væri loks komið til hófsins.
Ljósmyndarar þustu að til þess
að taka myndir af því, hvernig
þeir heilsuðust, U Nu, forsætisráð
herra Burma, og Krústsjeff, sem
virtist léttur í spori og liress í
bragði. Þá kom forsætisráðherra
Ráðstjórnarríkjanna, Nikolai A.
Bulganin, bláeygur maður með
öldurmannlegt hökuskegg og fág-
aða framkomu, en þó álitinn slæg*
vitur og harður í horn að taka.
Að baki honum var maður, sem
Krústsjeff talar oft um í gælu-
tón og nefnir Armeníumanninn —<
Anastas I. Mikoyan, aðalhagfræði-
spekingur Rússa og einn þeirra
fáu bolsévíka, sem staðið hafa af
„Stóru strákarnir"
KRUSTSJEFF
étskaya. Við dyrnar voru sovézkir
leynilögreglumenn, sem höfðu ná-
kvæma gát á hverjum boðsgesti.
Gleyminn blaðamaður, sem hafði
skilið eftir boðskortið sitt á gisti-
húsinu, þar sem hann bjó, varð
að hverfa burtu við svo búið.
Veizluföngin eru alltaf
þau sömu.
Innan dyra var gestum vísað inn
í geysimikinn borðsal. Löng fer-
hyrnd borð stóðu þar í röðum,
hlaðin mat og drykk. Augljóst var,
að búizt var við 5—600 manns til
hófsins. Við hinn enda borðarað-
anna virtist vera eins konar há-
borð.
Rússnesku brytarnir, sem sáu
um veitingar í þessum hófum,
komu engum á óvart. Alltaf var
það sama á boðstólum. Flöskur
með vodka, hvítvíni og rauðvíni
frá Kákasusfjöllum stóðu í hnapp
hingað og þangað á borðunum,
ennfremur flöskur með rússnesku
sódavatni og margan (gosdrykk-
ur). Þar voru skálar fullar af epl-
um og úrvalsvínberjum frá Kákas-
us. Gestir tóku sér sjálfir skerf
af fötum, sem á var raðað styrju-
hrognum, laxi, krabbasalati, köld-
um kjúklingum, styrju í hlaupi
o. s. frv.
Æðstu embættismenn Rússa
komu alltaf í smáflokkum og
héldu vanalega hópinn. Oftast
voru tveir eða þrír embættismenn
BULGANIN i'
sér hin mörgu pólitísku veður, og
loks fulltrúi í æðsta ráðinu, Laz-
ar M. Kaganovitsj, líka gamall
bolsévíki.
Um leið og „stóru strákarnir'*
stormuðu upp að háborðinu, héldu
rússneskir leynilögreglumenn
þeim vel aðskildum frá hinum
gestunum. Síðan settust leiðtogarn
ir frá Kreml við háborðið, sem
myndaði markalínu milli þeirra
og flestra annarra veizlugesta, og
voru uppfrá því miðdepillinn, sem
allra augu beindust að. Þeir skröf
uðu við forsætisráðherra Burma
og þá fáu sendifulltrúa, sem
voru svo heppnir að vera boðnir
inn fyrir markalínuna. Eins og
ævinlega var ómögulegt að segja
um, hvernig rættist úr veizlunni.
Talað við Benton — J
ísinn brotinn.
Þegar flestir voru orðnir vissir
um, að Burmamenn ætluðu að
hafa heiðursgestina útaf fyrir sig
allt kvöldið (og gera veizluna leið
inlega fyrir bragðið), gekk Bulg-
anin forsætisráðherra frá borðinu
til þess að tala við amerískan gest,
William C. Benton, fyrrverandi
þingmann frá Connecticut. Rúss-
neski yfirsiðameistarinn, sem
hafði komið á framfæri ósk Bent-
ons um að kynnast forsætisráð-
herra Sovétríkjanna, var túlkur.
Sem svar við beiðni Bentons, lof-
(Framhald á 9. síðu.j
i