Tíminn - 15.03.1956, Side 12
Veðurútlit í dag:
I Sunnau kaldi, skúrir eða él.
ÍO. árg.
Fimmtudagur 15. marz.
Hitastig kl. 17 í nokkrum borgum:
Reykjavík 5 stig, Akureyri 5
stig, London 5 stig, Kaupmanna-
höfn -^l stig, París 5 stig, New
York 3 stig.
Eisenhovver kveðst
fagna Nixon sem
varaforsetaefni
Washington. 14. marz. — Eisen-
hower sagði í gær, að hann mundi
fagna því m.iög, ef hann fengi Nix-
on varaforseta sér við hlið í kosn-
ingabaráttunni sem varaforseta-
efni í næstu kosningum. Nixon
fékk mjög mikið fvlgi í prófkosn-
ingum í New Hampshire á dögun-
um, þótt nafn hans væri ekki á
kjörlistanum og hann beitti sér
ekkert í þeirri kosningu.
Ljónaklúbbur stofnabur
á Akureyri
S.l. laugardag var stofnaður
Ljónaklúbbur á Akureyri, og var
stofnfundurinn haldinn að Hótel
KEA. Stofnfélagar Ljónaklúbbs
Akureyrar eru 16, en stjórn hans
skipa eftirtaldir menn: Jón G.
Sólnes, bankafulltrúi, formaður,
Eyþór H. Tómasson, forstjóri,
gjaldkeri, Friðjón Skarphéðinsson,
bæjarfógeti, ritari, og Bjarni Rafn-
ar, læknir, varaformaður.
Á fundinum voru mættir Hilmar
Foss, varaumdæmisstjóri og Njáll
Símonarson, umdæmisritari, og
fluttu þeir báðir erindi. Ljóna-!
klúbþar eru nú 6 talsins hérlend-j
is, en sá fyrsti var stofnaður í!
Reykjavík 1951.
í alþjóðasambandi Ljónaklúbb-|
anna eru rösklega 500.000 með-
limir í 71 þjóðlandi, og eru þetta
stærstu þjónustuklúbbasamtök,
sem starfandi eru í heiminum.
L<’.0sm.: Sveinn Sæmundsson
I gær var mikið um að vera við höfnina við uppskipun úr togurunum,
sem snmir hverjir komu með góðan afla. Á myndinni er verið að landa
fiskir.um úr Úranusi en hann kom að landi með 250 lestir.
Er gullkista Halamlða
alveg að tæmast?
Þa3 sr áli! reyndra fogaramanna. — M!311fisk“
inn, e$a 7-9 ára fisk, vaniar aS mestu í ár
Það sem af er vetrinum hefir verið gæftaleysi og fiskileysi
hjá togurunum og þau mið, sem undanfarin ár hafa reynzt
fiskísæi, hafa nú brugðizt með öllu. Samt sem áður hafa ein-
staka skip fengið sæmilegan afla og í gær og fyrradag lönd-
uðu margir togaranna í Reykjavík. Togarasjómenn eru mót-
fallnir aflafréttum í útvarpinu, því að reynslan hefir sýnt, að
þær lokki útlendingana á miðin. Tíminn hefir rætt við reynda
togaramenn um þessi mál, og fer álit þeirra hér á eftir.
Bandaríkin reiðubúin
til sáttaumleitunar
AVashington, 14. marz. — Eisen-
hov/er forseti sagði í dag, að
Bandaríkin væru reiðubúin til að
veita alla hjálp er þau mættu til
þess að Bretar og Grikkir næðu
samkomulagi um Kýpur-deiluna.
Eisenhower sagði að deilu þessa
yrði að leysa með beinu samkomu-
lagi þessara tveggja þjóða, og þær
hlytu að leggja á það mikla á-
herzlu, þar sem báðar væru vina-
þjóðir Bandaríkjanna og meðlimir
Atlantshafsbandalagsins.
Halamið.
Svo virðist sem þessi gömlu og
fengsælu mið séu orðin lítils virði
og sjómenn staðhæfa, að þeim
hraki frá ári til árs. Fyrir nokkru
síðan voru nokkrir íslenzku togar-
anna á veiðum á Halámiðum og
íengu sæmilegan afla, en það stóð
aðeins nokkra daga. Þessi gamla
„gullkista“ virðist vera farin mjög
að tæmast.
I haust og vetur hafa skipin
aðal'.ega verið að veiðum út af
Vestfjörðum, en ekki hafa gömlu
miðin þar heldur reynzt feng-
sæl. Skipin hafa orðið að leita
úýpra og á ósléttari botn, sejn
svo hefir haft meira veiðarfæra-
slit í för með sér. Reynslan í
vetur hefir verið sú, að þó vel
hafi fiskazt einhvern dag, hefir
verið fiskilaust á sömu slóðum
daginn eftir.
Alvarleg spellvirki uimin á öryggis-
tækjum Reykjavíkurflugvallar
Nýlega voru framin ótuktarleg spellvirki á öryggisljósum
Reykjavíkurflugvallar og stolið 1200 metra löngum rafþræði.
Eru þetta iilvirki hin mestu, því að slíkar truílanir á öryggis-
ljósum vallarins gætu valdið miklum slysum, ef illa tækist til.
Miliifiskinn vantar.
Togaramönnum ber saman við
sjómenn af bátunum um, að milli-
fiskinn, þ. e. 7—9 ára göngur,
(Framhald á 2. síðu.)
Taimanov vann Jón Þorsteinsson í tólf
leikjum á skákmótinu í gærkvöldi
Á skákmótinu í gærkveldi skeði það merkilegast, að Tai-
manov vann Jón Þorsteinsson í 12 leikjum. Jón lék hvítu
mönnunum, en þó fór svo, að eftir átta leiki var hann kom-
inn með tapað tafl og gafst upp eftir 14 leiki, en þá átti hann
manni minna.
Aðeins tveimur skákum lauk í
gærkvöldi, en þi’jár fóru í bið.
Guðmundur Ágústsson vann Frey-
stein Þorbergsson í 34 leikjum.
Freysteinn hafði hvítt og í 14. leik
fórnaði hann manni, og bauð ann-
an, sém Guðmundur þáði ekki,
litlu siðar. En það kom í ljós, að
fórnir þessar stóðust ekki og sókn
Freysteins hjaraði út og átti hann
þá tapað tafl.
Um biðskákirnar er þetta að
segja: Sveinn Kristinsson hafði
hVítt gegn Friðrik, og var staðan
jöfh lengi: vel, én um það leyti,
sem skákin fór í bið, ótti Friðrik
orðið betri stöðu. Þó hafði Baldur
Möller, sem lék hvítu mönnunum
gegn Benóný Benediktssyni, betri
stöðu, er skákin fór í bið.
Gunnar Gunnarsson tefldi við
Ilivitski og var sú skák fjörug.
Þegar hún fór í bið átti Ilivitski
hrók og tvö peð gegn tveimur bisk
upum Gunnars og var erfitt að
segja um hvernig skákin færi.
Biðskákir úr þremur fyrstu um-
ferðunum verða tefldar á föstu-
dagskvöld í Sjómannaskólanum,
en fjórða umferð verður á laugar-
dag.
í 2. umferð fóru leikar svo, að
Taimanov vann Baldur Möller í
34 leikjum, en aðrar skákir fóru
í bið. Friðrik Ólafsson hafði hvítt
gegn Jóni Þorsteinssyni og á senni
lega unnið tafl. Guðmundur Á-
gústsson hafði hvítt gegn Sveini
Kristinssyni og átti heldur betri I
stöðu, en ekki er víst hvort það
nægir til vinnings. Þá var skák
þeirra Iljvitski og Freysteins Þor-
bergssonar mjög jöfn og miklar lík
ur til, að Freysteinn nái jafntefli
á Rússann.
Skemmtilegasta skákin í 2. um-
ferð var milli Gunnars Gunr.ars-
sonar og Benóný Benediktssonar.
MoStet lýsir Alsír-
áætlun sinni
París, 14. marz. — Mollet forsæt-
isráðherra, skýrði áætlanir sínar
um efnahagshjálp til Alsír í
franska þinginu í gær. Er ætlun
hans að koma fótum undir ræktun
og búnað og gera framkvæmdaá-
ætlun fyrir næstu ár. Hann hét
því einnig að láta efna til frjálsra
kosninga í landinu innan þriggja
mánaða eftir að cndir væri bund-
inn á óeirðirnar og skemmdar-
verkin í landinu.
Benóný hafði hvítt og varð skákin
strax fjörug. Um tíma h’afði Gunn-
ar þrjú peð yfir, en Benóný hafði
rúma stöðu og átti mikið spil.
Tókst honum að jafna metin nokk
uð, og er skákin fór í bið átti
hann tvo menn gegn hrók, en
Gunnar átti hins vegar tveimur
peðum meira. Staðan er flókin og
erfitt að segja um hvor 'fér "með
sigur af hólmi.
TAIMANOV
— vann Jón í 12 leikjum
A(5aifundur Byggingar-
félags alþýðu
Aðalfundur Byggingarfélags al-
þýðu í Reykjavik var haldinn
sunnudaginn 11. þ.m. kl. 2 í Al-
þýðuhúsinu við Hverfisgötu.
Formaður félagsins, Erlendur
Vilhjálmsson gerði grein fyrir
störfum stjórnarinnar á liðnu.
starfsári og starfsmaður félagsins-
Gunnlaugur Magnússon gerði grein
fyrir reikningum félagsins en íbúða
eigendur höfðu áður fengið þá
senda.
Fjörugar umræður urðu ura
skýrsluna og reikningana og tóku.
margir til máls og ræddu ýms hags
munamál félagsmanna.
Gunnlaugur Magnússon, ritari
félagsins, átti að ganga úr stjórn-
inni og var hanit einróma endur-
kosinn og sömuleiðis varamaður
hans Hannes Jónsson. Hannes
Stephensen var endurkosinn ein-
róma annar endurskoðandi og vara
maður hans Bjarni Sæmundsson.
Stjórn félagsins skipa nú Erlend
ur Vilhjálmsson formaður, Gunn-
laugur Magnússon ritari og Guð-
geir Jónsson gjaldkeri.
Ljósþráðurinn, sem stolið var,
er úr kopar, og því líklegt að þjóf-
arnir hugsi sér að selja koparinn,
og eru þeir, sem kaupa slíka vöru,
beðnir um að fylgjast vel með, ef
ástæða er til að ætla að verið sé
að falbjóða rafþráð, sem gæti ver-
ið fenginn með þessum hætti á
flugvellinum.
Þegar þræðinum var stolið, voru
þar með gerð óvirk öryggisijós i'yr
ir flugvélar á Öskjuhlíðinni. Eru
það rauð ljós, sem leíðheina flug-
vélum, sem fljúga yfir hæðina til
þess að ná hraut til lendingar eða
Jcoma upp frá flugtaki.
Lj ósvitina bundinn.
Annað spellvirki var einnig
framið á öryggiskerfi ílugvallar-
ins, er gerður var óvirkur viti sá
fyrir flugvélar, sem komið er fyrir
uppi á hitaveitugeymum á Öskju-
hlíðinni. Var ljóskastarinn bund-
inn fastur og brann yfir rafall sá,
sem notaður er til að snúa vita-
ljósinu.
Þessi spellvirki eru ekki hin
fyrstu, sem gerð eru á öryggisbún-
aði flugvallarins og er fullkomin
ástæða til þess að taka hart á
slíkum óþokkabrögðum.
PEYSUFATADAGUR KVENNASKÓLAMEYJA
Liósm.: Sveinn Sœmundaaon
í gær var „peysufatadagurinn" svonefndi hjá námsmeyjum Kvennaskólans og varð vegfarendum starsýnt á stúlkurnar, er þær „spásséruðu" um
götur borgarinnar í þessum búningi, sem fór þeim mætavel mörgum hverjum. Myndin er tekin fyrir 'utan Kvennaskólann um það leyti, er
kennslustundum lauk í gær.