Tíminn - 15.03.1956, Side 7
T f M N N, fimmtudaginn 15. marz 1956.
7
Stórvirki á sviði íslenzkr-
ar ættfræði og mannfræði
£ Or. Richard Beck, prófessor, riiar um fræöi-
:M starf rifverk séra Jóns GuSnasonar
Laust eftir áramótin barst mér
í hendur hin nýja bók séra Jóns
Guðnasonar skjalavarðar í Reykja
vík, Strandamenn (Æviskrár 1703
—1953). Þó að útkomu hennar og
innihalds hafi þegar að nokkru
verið getið liér í blaðinu, þá er
þar um svo mikið og merkilegt
rit að ræða, að verðugt er, að því
sé frekari gaumur gefinn af þeim
íslendingum vestan hafs, sem
unna þjóðlegum fróðleik, og þá
sérstaldega þeim í þeirra hópi,
er eiga ættir að rekja í þann
landshluta, sem ritið fjallar um
Og vilja vita gleggri skil á upp
runa sínum og ætterni. En eng
in fræði hafa íslendingum verið
liugstæðari frá fornu fari, heldur
en persónusaga og ættfræði.
SÉRA JÓN GUÐNASON hef-
ir sýnt það með fyrri ritum sínum,
svo sem hinni vönduðu útgúfu af
Strandamannasögu Gísla Konráðs-
sonar (1947) og hinum ítarlega
viðauka sínum við íslenzkar ævi-
skrár dr. Eggerts Ólasonar (1952),
að hann er fræðimaður ágætur,
gjörhugull og vandvirkur, og marg-
fróður ættfræðingur. Þeir kostir
hans njóta sín prýðilega í þessu
nýja riti hans, sem er hvorki meira
né minna en nálega 700 bls. í
stóru broti, og hefir inni að halda
hátt upp í 3000 æviskrár, enda
tekur það yfir 250 ára tímabil.
Að sama skapi er rit þetta skil-
merlcilega samið, en það er í þrern
aðalköflum, auk nafnaskrár, við
auka og leiðréttingum, og fjallar
meginhluti þess, eins og vænta
má, um Strandamenn heima fyrir,
og er þar að finna um 2260 ævi-
skrár. Næsti kafli greinir frá
Strandamönnum utan héraðs á ís-
landi, og eru æviskrár þeirra 300
talsins. Þriðji kaflinn er um
Strandamenn í Vesturheimi, og far
ast höfundi þannig orð um þann
kafla ritsins:
„Eru þar taldir um 260 vestur
farar, og æviskrár þeirra gerðar,
eftir því sem föng eru til. Aðal
lieimildir fyrir efni þessa kafla
eru vestur-íslenzk blöð og rit, eink
um Almanak Ólafs Thorgeirsson-
ar. Vera má, að ekki séu taldir
hér allir Strandamenn, sem flutt-
ust vestur um haf, en varla munu
það vera nema fáir, sem vantar
í 'þann hóp. Þó að upplýsingar
þær, sem hér eru veittar um vestur
fara, séu fátæklegar, vænti ég að
ættingjum hér heima þyki þær
betri en engar.
f SAMBANDI við þetta efni
get ég ekki stillt mig um að minna
á, að.mjög :.vasö*~æskiíégt að gerð
yroi skrá yfir"vésturfara úr öllum
byggðarlögum hér-' á landi og efni
safnað í æviskrár þeirra. Ymsar
heimildir um þá flesta eru til báð
um megin hafsins, sumar. tiltæk-
ar hvenær sem er, en aðrar undir
orpnar glötun, allt hvað líður.
Væri vel til falið, að Þjóðræknis
félögin, hér heima og'vestra, hefðu
forgöngu í þessu máíi, en ef til vill
þyrfti einnig að koma til nokkur
stuðningur af opinberri hálfu“. i
Ilér hreyfir séra Jón máli, sem
verðskuldar fyllstu athygli allra
þeirra vestan hafs og austan, sem
alvarlega láta sig varða framhald
andi ættartengsl og menningarleg
samskipti íslendinga yfir hafið, en
sannarlega mun þá fleiri stoðum
hætt undir brúnni milli þeirra yf
ir hið breiða djúp, þegar hin per-
sónulegu sambönd fara forgörð-
um. Hér er því sannarlega um að
ræða tímabært þjóðræknismál.
EN SVO AÐ.HORFIÐ sé aftur
að þessu mikla riti séra Jóns, þá
er ekki erfitt að gera sér í hugar
lund, hvílíkt óhemjustarf liggur að
baki slíks verks, .enda eru það eng
ar ýkjur, þó að sagt sé, að með
því hefir höfundur innt af hendi
stórvirki á sviði íslenzkrar ættfræði
og mannfræði. Slíkt rit er ekki
1 samið í flýti, en á sér langan að-
draganda, eins og hann segir í
formálanum, og getur hann þar
ýmsra þeirra sém stutt hafa hann
að þörfu starfi, sérstaklega
Tryggva heit. Þórliallsson, er hóf
merkilegt rannsóknarstarf um ætt
ir Strandamanna, en um það fer
höfundur þessum orðum: „Þó að
viðfangsefni mín í ættfræði væru
með nokkru öðru móti en þau, sem
Tryggvi Þórhalsson hafði tekið sér
fyrir hendur, þá varð safn hans
mér ómetanleg viðbót við þau
gögn, er ég hafði aflað mér.“
Þetta er drengilega mælt í garð
hins látna merkis- og fræðimanns,
sem þar á hlut að máli. Hins vegar
þarf ekki nema að renna augum
yfir heimildarskrá séra Jóns, prent
uð rit og handrit, til þess að gera
sér ljóst, hve víða hann hefir leit
að til fanga, að ógleymdum bréfa
skriftum í sambandi við öflun upp
lýsinga um samtíðarmenn, sem
reyndust honum seinfengnar, en
þar naut hanh aðstoðar starfs-
bræðra sinna nyðra I syeitum
Strandasýslu, þeirra séra Andrésar
Olafssonar, prófasts á Hólmavík,
og séra Björns II. Jónssonar í Ár-
nesi, að mörgúin öðrum ótöldum.
ÆVISKRÁNUM innan héraðs!
er raðað eítir bæjum og byggðar
lögum, hver bær tekinn út af fj'rir
sig, byrjað syðst í sýslunni og hald
io norður eftir, og búendur taldir
á hverjum bæ í tímaröð, eftir því
sem við varð kcmið. Aftan við
bókina er síðan nafnaskrá yfir ævi-
skrárnar I stafrófsröð, og einnig
yfir staðanöfn sveita, bæja og kaup
túna í Strandasýslu.
Að sjálfsögðu brestur mig þekk-
ingu til þess að dæma um einstök
atriði í þessu yfirgripsmikla ætt-
fræðiriti, nema að mjög litlu leyti,
en hitt dylst mér ekki, að hér er j
feikna mikill og staðgóður fróðleik \
ur færður í einn stað, og verkið j
jafnframt unnið af hinni mestu
alúð við viðfangsefnið og af sam-
bærilegri nákvæmni. Er hér einnig
um brautryðjendaverk að ræða,
eins og höfundur bendir á í for-
málanum, og er þetta víðtæka verk
hans að því skapi þakkarverðara.
RITIÐ ER VANDAÐ að frá
gangi, prentað á góðan pappír með
skýru letri; í því eru einnig myndir
af nærri 500 manns, og eykur það
stórum á mannfræðilegt gildi þess
og gerir það að sama skapi skemmti
legt aflestrar, því að vissulega er
það bæði fróðleiks- og ánægju-
auki að geta virt fyrir sér ar.dlits-
fall og svipmót svo margra þeirra,
sem þar koma við sögu, og þá ekki
sízt fyrir afkomendur þeirra eða
aðra ættingja, hvoru megin hafs-
ins sem er.
Séra Jón Guónason
Skýring á kosningu
manna á miðsíjórn-
arfundi flokksins
Krisíinn L flytur skýrslu af Moskvuþing-
inu, en nefnir Stalin aðeins einu sinni
i Hefir enga skýringu aí gefa um f
I ásakanirnar á hendur fööur Sialin i
| Grein um skýrslu Kristins E.
ÞEIR KOMMÚNISTAR. sem
1 hafa gert sér von um að Krist
É in E. Andrésson hafi haldiö uppi
| einhverjum vörnum fyrii átrún
i aðargoðið Stalín á flokksþmg-
| ir.u í Moskvu, urðu fyru hcif i-
| legum vonbrigðum í gær. Þjóð
É viljinn flutti 9 dálka grein eft
É ir þennan trúnaðarmarm komin
1 form — annan fulltrúa íslenzkra
\ kommúnista á hinu sögulega
\ Moskvuþingi — og þar. er Stal-
| ín aðeins nefndur einu sinni á
I nafn og ekki í sambandi við
| íordæmingu hans! Ef menn
! muna skýrslur Kristins og fél-
! aga frá flokksþingum síðustu
i ára, komast þeir ekki hjá því
i að sjá, að hér er orðin stór-
i felld breyting. „Sonur sólarinn
i ar“ og „vinur rnannkynsins“
\ var þá oftast á vörum. Nú er
I hann aðeins nefndur einu sinni
! í langri greinargerð um þróun
! iðnaðar og framleiðslu í Sovét
! ríkjunum frá því 1918 til dags
! ins í dag! Finnst ekki jafnvel
i harðsvíruðustu kommúnistum
i þetta skrítið?
ÞJÓÐVILJINN flutti hinn
i 19. febrúar s. 1. þriggja dálka
í fyrirsögn á forsíðu um að komm
! únistaflokkur Rússlands hefði
! lotið einræðisstjórn í áratugi
! — og þar með ríkið sjálft — og
i bar Mikojan, fyrsta varaforsait
i isráðherra Rússlands fyrir
i þessu, enda játningin gerð á
i sjálfu flokksþinginu í Moskvu.
1 Ennfremur skýrði Þjóðviijinn
! frá því, að kommúnistar væru
! nú fallnir frá samþykktum 3.
! alþjóðasambands kommúnista
i um afstöðuna til bingræðisins.
i Kommúnisminn á hér eftir,
i sagði blaðið, að þróast til þess
i að taka við völdum á þingræðis
| legan hátt. Um þetta ræðir
I Kristinn Andrésson í Þjóðvilja-
\ grein sinni, sem það væri eðli-
i legasti hlutur í heimi, væntan
! lega í því trausti, að fólkið,
! sem les greinina, þekki ekki
i eða viti ekki um þessa stefnuyf
i irlýsingu 3. Alþjóðasambands-
i ins:
j i „Sérhver þingfulltrúi komm
j i únismans verður sífellt að
I i muna að hann er ekki löggjafi,
j i sem leiðir samninga, heldur
i i áróðursmaður, sem komið hef
i ur verið fyrir í herbúðum ó-
i vinanna til að framkvæma skip
i anir flokksins . . . Kommún-
i istaflokkur tekur ekki þátt í
i starfi þingræðislegra stofn-
Í ana til þess að vinna þar
\ skipulega að framkvæmdum,
I heldur til að grafa undan þing
i ræðinu innan frá. . . .“
Í í dag þykir það ekki í frá-
Í sögur færandj, þótt menn, sem
Í hafa lengi játað þennan átrún
Í að, varpi honum út í yztu myrk
ur og fari að tala um þingræði \
sem þeim væri alvara. i
Og þennan boðskap eiga =
menn að meðtaka með andakt i
Menn geta hugleitt, hversu i
eðlileg og sanngjörn sé frá- =
sögn af Moskvaþinginu — hvað i
svo sem þeir hafa áður heyrt i
um það og lesið — sem er þann i
ig úr garði gerð, að ekki er 1
minnst einu orði á þá atburði, \
sem urðu jafnvel Þjóðviljanum \
að efni í margra dálka for- i
síðufrétt 19. febrúar. Stalín var i
þá lýst sem einræðisherra, sak !
aður um sögufölsun og ýmsar \
misgerðir af ekki minni manni \
en Mikojan varaforsætisráð \
herra. Litlu seinna tók sjálfur §
Molotoff í sama streng. Og síð i
an minni spámenn. Maðurinn, \
sem flutti minningarræðuna í i
Austurbæjarbíó í Reykjavík i
1953 hlýddi sjálfur á allt þetta \
og meira til, en þegar hann fer i
að gefa skýrslu um það, sem \
hann sá og heyrði í síðustu !
austurför, þá er ekkert af þessu =
nefnt. Hann kemur fram fyrir i
íslenzka lesendur eins og hann |
haldi að þeir séu fólk, sem \
ekkert veit og ekkert man af i
atburðum liðins tíma. Eins og |
íslendingar væri þjóð, sem lifði \
í einangrun og innilokun aust- =
antjaldsþjóða og við sögu =
kennslu Stalíns. Meiri fyrirlitn \
ingu gat hann varla sýnt les- |
endum. i
SÖMU ÆTTAR ER sú sönn |
um um ágæti kommunistísks |
skipulags, að iðnaðarfram- |
leiðsla kommúnistaríkja hafi \
tugfaldast á meðan framleiðsla |
ríkja á borð við Bandaríkin |
hafi aðeins tvöfaldast eða lið !
lega það. \
Þetta er svipaður fróðleikur =
og ef sagt væri, að fullvaxinn =
maður hefði ekki hækkað með =
an óþroskaður unglingur hefði I
bætt við sig mörgum sentímetr- I
um og niðurstaðan gerð að mæli |
kvarða á manngildið. Vestræn !
ar þjóðir höfðu mjög fullkomn i
að iðnaðarframleiðslukerfi sitt, !
meðan austur þjóðirnar voru !
harla frumstæðar að því leyti. |
Skrif af þessu tagi votta, að i
rithöfundar kommúnista hér í =
kringum okkur fyrirlíta í raun I
inni greind og þekkingu lesenda i
sinna. Fáfræði og fordómar er i
þeirra skjól. |
KRISTINN ANDRÉSSÖN |
er enn kominn heim frá Rúss- =
landi og flytur íslendingum boð =
skap. Utanstefnur þær og =
eftirleiki má í rauninni viðhafa 1
orð Oddaverjans: „Heyra meg- |
um við boðskap erkibiskupa |
hins kommúnistíska átrúnaðar, i
en erum staðráðnir að hafa i
hann að engu.“
Öflugt félagsstarf Ungmenna-
sambands Kjalarness|DÍngs
33. héraðsþing Ungmennasam-
bands Kjalarnessþings var haldið
í barnaskólanum að Bjarnastöðum
á Álftanesi dagana 3.—4. marz, s.l.
Formaður sambandsins Axel
Jónsson setti þingið og bauð íull-
trúa velkomna. Þingið sátu 25 full-
trúar frá 5 sambandsfélögum.
Á síðasta ári var mikið íþrótta-
starf innan sambandsins. Margir
þátttakendur á landsmótinu á Ak-
urejTÍ s.l. sumar. Héraðakeppni
háð við íþróttabandalag Akureyr-
ar, og íþróttabandalag Suðurnesja.
Héraðsmót haldið í frjálsum íþrótt
um og starfsíþróttum.
Sambandsstjórn er nú að undir-
búa utanför íþróttamanna á veg-
um sambandsins og verður vænt-
anlega ferðinni heitið til Danmerk
ur.
Nokkrir gestir lieimsóttu þingið.
Þ'orsteinn Einarsson, íþróttafull-
trúi, sem sýndi þar ágæta kvik-
mynd. Guðmundur í. Guðmunds-
son sýslumaðuiyBenedikt G. Waage
forseti Í.S.Í. og framkvæmdastjóri
Í.S.Í. Hermann Guðmundssjon.
Fluttu þessir gestir þingsins ræð-
ur á þinginu við góðar undirtekt-
ir.
Axel Jónsson sem verið hefir for
maður sambandsins s.l. 6 ár baðst
undan endurkosningu, var honum
þakkað gott og mikið starf í þágu
sambandsins.
Margar ályktanir voru gerðar á
þinginu, sem Verða birtar síðar.
Stjórn sambandsins skipa nú
þessi rmenn: Ármann Péturssor,
formaður, Gunnar Sigurðsson, vara
formaður, Páll Ólafsson, Gestur
Guðmundsson j og Hjalti Sigur-
björnsson.
Eftir þingið þáðu fulltrúar heim
boð forsetahjónanna að Bessastöð-
um. — G. G.
Til skýringar á frásögn blaðs-
ins í gær af kosningum í mið-
stjórn Framsóknarflokksins, er
rétt að benda á, að í Framsóknar-
flokknum er engin sérstök aðal-
stjórn heldur er miðstjórnin hin
raunverulega „stjórn“ flokksins,
eins og orðið er yfirleitt skilið
þegar rætt er um félög og sam-
tök. Miðstjórn kýs sér formann,
ritara og gjaldkera eins og aðrar
félagsstjórnir, en allir aðrir mið-
stjórnarmenn cru „meðstjórnend-
ur“ eins og það er stundum kallaö.
Þeir, sem kosnir eru í þær trún-
aðarstöður, að vera form., ritari
og gjaldkeri, hafa ekkert sérstakt
vald og er ekki gert ráð fyrir að
þeir haldi sérstaka fundi, þeir eru
því starfsmenn miðstjórnar en
ekki stjórn hennar. Þetta er rétt
að árétta, vegna þess að frásögn
blaðsins í gær af þessum kosning
um í gær getur valdið misskiln
ingi.
Byggingarkostnaður Dvalarheimilis aldr
aðra siómanna nemur nú 7 millj. króna
Aðalfundur Fulltrúaráðs Sjó-
mannadagsins í Reykjavík og
Hafnarfirði, var haldinn sunnu-
daginn 11. marz.
Formaður stjórnar Fulltrúa-
ráðsins skýrði frá störfum stjórn
arinnar á s.l. ári. Kostnaður við
byggingarframkvæmdir Dvalar-
heimilis aldraðra sjómanna nam
á árinu um 2,8 milj. króna, en
alls nemur byggingarkostnaður
Dvalarheimilisins nú um 7 milj.
króna. Eignir í verðbréfum og
peningum nema um 900 þús. kr.,
en skuldir um 1 miljón.
Happdrætti DAS hefir gengið
mjög vel. Áætlaðar tekjur á yfir-
star.dandi happdrættisári, sem lýk-
ur 3. apríl n.k., eru 2,5 miljónir.
Alls hefir happdrættið skilað til
Dvalarheimilisins frá því það var
stofnað um 3,7 milj. kr.
Mikið vantar ennþá til þess að
rekstur Dvalarheimilisins geti haf-
ist. Til dæmis skortir margt til þess
að byggingin sé fullgerð að innan.
Auk þess vantar öll áhöld í eldhús,
þvottahús, sjúkradeild og allt inn-
bú til starfseminnar. Á meðan að
þetta er ekki fengið verður rekið
kvikmyndahús í borðsal hússins, en
það er salur, sem tekur rúmlega
200 manns í sæti. Mun kvikmynda-
hús þetta taka til starfa á næstunni
og nefnast Laugarásbíó.
Þegar hafa nokkrir aldraðir sjó-
menn flutt í einstaklingsherbergi
í byggingunni og munu þeir gerast
þar vistmenn þegar Dvalarheimilið
tekur til starfa.
í stjórn Fulltrúaráðsins voru
kjörnir. Henrý Hálfdánsson, form.
og Þorvarður Björnsson, gjaldkeri,
báðir endurkjörnir. Ritari var kjör
inn ísleifur Guðmundsson. Vara-
(Framhald á 8. siðu.;