Tíminn - 15.03.1956, Síða 9

Tíminn - 15.03.1956, Síða 9
T í M N N, fimmtudaginn 15. marz 1956. 9 Effir HANS MARTIN 62 hann með sér. Ég ætla að vel.ia | nokkrar myndir strax á morg- nn, en aðeins þær beztu, nokkr ar verð ég að fá íánaðar úr einkaeign. Svo verður útgef- andinn að sjá fyrir pappír, svo að rithöfundur geti komið hug smíð sinni á prent. Allar bæk- ur mínar eru löngu uppseldur og ekki hægt að endurprenta þær. En hvað ætti hann að láta nýju bókina heita? Þógla bús ið, eða Hús kyrrðarmnar. Úr því urðu þau Joop og Marg- got að skera. Þetta var annars meiri bölv aður kuldinn. Hann yrði búinn að brenna helmingnum af trjánum meðfram gangstígn- um heim að húsinu áður en veturinn væri á enda. Skyldu Soffía, Maríanna og; Bresant snúa heim til Hoi-! lands aftur. Það var sagt að, ástandið í Austur-Indíum; væri ekki sem bezt núna, þótt' stjórnin segði hið gagnstæða.! Báðir flokkarnir þóttust allt-. af vera að því komnir að finna, lausnina á því vandamáli, en j samt dróst alltaf að hiin kæmi. Allt það, sem hafði valdið honum kvíða og áhyggjum við starf hinna löngu og mórgu undangenginna vikna, sótti nú að honum á ný, er hann kjag- aði ákveðinn lausamjöilina. — Margot. Bernard sá hana standa við gluggann. — Eigið þið nokkurn matarbita í hús- inu? Nú er ég búinn rueð bók ina, alveg búinn. — Það var ágætt, Bernard. Hristu nú aðeins snjóinn af frakkanum. Auðvitað boröar þú hérna hjá okkur. Joop gleðst af því að fá að spjalia við þig stundarkorn. Hvað á nú bókin að heita? — Já, hvaða nafn finnst þér eiga bezt við hana? Margot stakk upp á því, að hún héti „Kyrrláta húsið“. En Joop vildi heildur hafa það „Húsið í kyrrðinni“. Bernard símaði til útgefand ans, sem leizt jafnvel á bæði nöfnin. — En hvnð er að frétta af pappírnum? spurði Bernard. — Mér tekst kannske að finna einhverja snepla, en þeir verða ekki vandaðir. — Látum það gott heita. Ég skrifa til þess að fólk lesi það. Ég mála til þess að fólk skoði það. Ég er mjög þröngsýnn og jarðbundinn í listaviðhoríi mínu. Verið þér sælir. Hann lagði símann frá sér og horfði framan í brosandi andlit Margotar. — Já, góða mín, ég er á- nægður. Það getur veríö, að ýmsum virðist bókin ómerki leg, en ég er samt ánægður. Og það er líka svolítið annað, sem ég hefi í pokahorninu. Maríanna dvelur ásamt móður sinni í Hótel des Indes í Bata víu. Soffía og Maríanna sátu við ofnin. — Mamma, mér leiðist svo hræðilega mikið. — Mér líka, Maríanna. — Þekkir þú ekki nokkra manneskju hér? — Mig langar til þess að skrifa föður þínum. 1 — Býr hann hér? — Það veit ég ekki, en eg get kannske haft upp á heimil isfangi hans með því að spyrja útgefanda hans. — Nei, andmælti Marí- anna reiðilega. — Láttu það eiga sig. Mig langar ekki til þess að eignast föður, sem dett ur allt í einu ofan úr hirnn- inum. Hann hefði getað látið svo lítið að vera kyrr hjá okk ur, og þá hefðum viö kannske sloppið við allar þessar horin ungar. — Hvernig getur þú dæmt um það? Þér leið ekki ætið svo illa í Austur-Indíum. — Jæja, ekki það, sagði Maríanna háðslega. — Það var heldur ekkert sældarbrauð að eiga heima hér í Hollandi á stríðsárunum. Það hefir þú sjálf séð, bæði í Rotterdam og Haag. Við gát um ekki ráðið við þetta strið. Ég veit vel, hve mikið iilt það hefir gert þér. En meðan ég mátti nokkru ráða, lét ég þig eiga góða daga og glaða æsku. — Jæja, tryggðu mér þá líka góða eili, sagði Marianna háðslega. Við sitjum hér báö- ar tvær eins og afgamlar ker- lingar. En ég ætla að hrista af mér mókið, sagði hún og reis á fætur. — Hvað ætlast þú íyrir? — í bíó, eða reika um göt urnar. Mér er sama, en ég get ekki setið hér lengur aðgerð- arlaus. Hún gekk út úr stofunni, greip kápu sína og hljóp nið ur stigann. Útidyrahurðin skall aftur á hæla henni. Soffía sat kyrr og starði inn í ljósið. Andiit hennar var sorgmætt og tómt, og gluggarnir út á svalimar voru skreyttir frostrósum. Hún var afllaus í höndum og fótum fannst henni. Um kvöldið féll enn þykkt snjólag. Níundi kafli. Bernard gekk inn í salinn og hagræddi málverkum sínum. Hann hafði raðað þeim með fram veggjunum. Ljósið úr þakglugganum breiddist mjúk lega yfir þessar landlagsmynd ir, mannamyndir og hluti. Þetta voru aðeins nýjar myndir, gerðar á síðustu stríðs árunum og síðan, málaðar með öðrum hætti, en hann hafði áður gert. Ætti hann aö flokka mynd irnar eftir efni og gerð, eða láta skipan þeirra sýna sem mesta fjölbreytni? Maðurinn, sem hjálpaði honum við aö hengja upp myndirnar, hafði margra ára reynslu í því starfi að koma fyrir málverkasýning um. Þeir settu hina stóru vetrarmynd yfir ganginn, en hátt upp á stafni salarins hengdu þeir myndina af Ijós hærðu ungu stúlkunni í biáa kjólnum. Þetta urðu eins og tvær hafnir, sem út frá skyldi lagt, og siðan var eins og hvert málverk fyndi- sinn eðlilega stað nærri sjáiíkrafa. — Ég held, aö v:ð ger.um ekki komið því betúr fyrir, Isagði hjálparinaö-.irinn, þfegár þeir höfðu lokið þessu. Bern- ard kinkaði koili og byrjaði að binda upp myndirnar. Við þetta voru þeir báðir önnum kafnir fram eftir degi. Þegar rökkvaði voru ljósin kvcikt, og þá voru litirnir ekki eins skærir. Þegar Bernard hjólaði heim til Wassenaar, sótti ao honum efi um, að myndir hans hefðu nokkurt listrænt gildi og að þær hefðu verið hengdar rétt upp. Hundurinn fagnaði honum með dinglandi skotti. - - Snúö ur, er ræstingarkonan búin að gefa þér að borða? Hefir nún lofað þér að fara út? Nú, komdu þá, við skulum ganga svolítið um garðinn. Þú fékkst heiðurssæti á sýningunni. Hann leit á myndina af Soff íu i skarlatsrauða kjólnum. Ætti hann að setja hana á sýninguna? Nei, hugsaði hann með sér, ég læt hana vera kyrra hér. Hér heima, alveg eins og Andreé og Margot. Starfið við að mála þessar myndir hefir skilið eftir í huga mér svo dýrmætar minn ingar, að ég get ekki sett þær fyrir almenningssjónir. Bernard gekk með hundin- um yfir myrkan garðinn. Veðr ið hafði hlýnað, og þéttur rign ingarúði læddist yfir. Hinn daginn skyldi sýningin opnast. Hann beið þess með eftirvænt ingu, hvort hún vekti nokkra athygii. Nú óðu uppi alls kyns gerfimenn í málaralistinni, og það virtist ekki lengur nauð- synlegt að hafa neina kunn- áttu til að bera til þess að mála og halda sýningar, hugs aði hann með biturö. Um kvöldið tók Bernard handritið að „Kyrrláta hús- inu“ og settist við arininn. Það var farið að hvessa, og regnið lamdi gluggarúðurnar af og til. Hann hafði látið handritið liggja óhreyft heilan mánuð í skrifborðsskúffunni. Nú fannst honum þetta vera rit- verk ókunnugt manns, og hann gæti þvi fellt óvilhalian dóm um það. Hann las. Byrjunin var góð. Athygli lesandans var þegar vakin, og hann skildi þegar, hvar hann stóð. Hann liafði skrifað upphafið tvisvar eins og á fyrri bökum sínum. Upp- hafið var allt af eins og til- hlaup en því hætti til að verða of langdregnu. Honum fannst hann hafa komizt hjá því glappaskoti í þetta sinn. Hann leiðrétti smávillur með blý- anti sínurn, jafnvel sneri við heilum set-ningum. En eftir því sem lengra leið á lesturinn, urðu leiðréttingarnar færri. Sagan náði tökum á honum og hann hreifst með frásögn- inni. Þegar langt var liðið á nctt, lagði hann handritið loks frá sér. Hann var stirður og kald- ur eftir þessa löngu kyrrsetu. kyrrsetu. ■S-APU VE R KS M I Ð J AN S J Ö F N, A K U R E Y R I „Sfáry sfrákarrtir“ (Framhald af 6. síðu.) aði Bulganin marskálkur því, að greiðlega skyidi leyst úr spurning- um þingmannsins varðandi mennta mál. Blaðamenn vesturveldanna sáu sér hér leik á borði og fóru að bætast í hópinn. í samtölum, er af þessu leiddu, ræddu Bulganin marskálkur og aðrir embættis- menn um Genf. Forsætisráöiierr- ann gerði uppskátt, að þeir Krust- sjeff hefðu þegið boð til Burma og staðfestu fregn um að Zorin hefði verið útnefndur fyrsti sendi herra Ráðstjórnarríkjanna í Vest- ur-Þýzkalandi. Þetta voru allt stór- fréttir. í slíkum samræðum urðu flestir erlendu blaðamannanna að treysta á túlkun þeirra þriggja vestur- landafréttaritara, sem gátu talað lipra rússnesku. Hinir opinberu rússnesku túlkar voru sjaldnast viðstaddir á örlagaríkustu augna- blikum. Beygir sig undir „einræði“ Noregs. Nokkrum vikum síðar var hald- in veizla í norska sendiráðinu. Þar var Krústsjeff „aðalstjarnan“. Þar var minna eftirlit en í Burma- hófinu, og aðalembættismenn Rússa ekki skildir frá liinu fólk- inu, enda var þarna færra um manninn en á Sovétskaya. Krúst- sjeff, Bulganin marskálkur og Mikoyan voru umkringdir sendi- fulltrúum og blaðamönnum frá því þeir fyrst stigu fæti inn fyrir dyrnar. Krústsjeff var hinn reif- asti, gerði að gamni sínu og hrós- aði norska vodkanu. sem gestgjaf ar hans veittu. Hann skoraði á nokkra gesti að drekka út. Svo sneri hann sér með stríðnis brosi að M*,koyan (sem hafði drukkið út) og sagði: — „Ég held, að réttast væri að kalla þetta lyfið hans Mikoyans. Ég er viss um, að þú gætir iifað á þessu.“ Brátt var farið að skála fyrir hinu og þessu: Noregi, vináttu- böndum Noregs og Ráðstjórnar- ríkjanna, friði o. s. frv. Húsfreyja bað Krústsjeff nú að færa sig inn í stóra salinn við hliðina, „svo að hinir gestirnir fái að hitta yður“. Þá sagði Krústsjeff með alvöru- svip: „Ég veit ekki betur en lýð- ræðið sé í heiðri haft í Noregi.“ „Já, satt er það“, svaraði kona norska sendiherrans. „En samt sem áður“, sagði Krústsjeff, „beit- ið þér einræði við mig. Og þér sjáið, að ég beygi mig fúslega undir einræðisvald yðar.“ „Talar of mikið“ — en heldur samt áfram. Seinna gerðist það, að Krúst- sjeff, sem hafði dregið við sig svar við spurningu John Rettie írá fréttastofu Reuters, varð alveg óvænt gagntekinn af áhuga íyrir spurningunni. Aðrir blaðamenn, ' sem fundu geðbrigði hans, flykkt- ust um ritara kommúnistaflokks- ins. Eins og oft áður varð a£ þessu mesti hávaði og öngþveiti, i og erfitt var að heyra öll svörin. IJafnvel þegar við bárum sarnan i skrif okkar, vorum við ekki alveg ' viss um að hafa skilið hvert orð 1 nákvæmlega rétt. (Þetta benti | Krústsjeff á, þegar verið var að 1 reyna að telja hann á að veita erlendum blaðamönnum viðtal; .það íókst ekki). Áður en Krústsjeff svaraði spurningu Reuter-mannsins um væntanlega heimsókn til Englands, sagði hann, eins og honum er íítt: „Ég er nú líklega farinn að tala of mikið, rétt einu sinni“, en hélt svo áfram, kærði sig kollóttan og sagði það,sem honum bjó í brjósti. Við þetta tækifæri lét hann upp- skátt, að hann vonaðist eftir að fara til Englands á tveggja hreyfla farartæki, er orðið hefði til upp I lir rússnesku sprengjuflugvélinni, | sem knúin var þrýstilofti. Þá kom hann með yfirlýsingu, sem \ fræg er orðin (Hún var svar við spurningu fransks blaðamanns) „Frakkland getur ekki haldið rétt 1 mætri stöðu sinni sem eitt af stór- veldum Evrópu vegna stöðugs hringlanda í stjórnmálum." Margt fleira sagði Krústsjeff, sem gaf okkur efni í meiriháttar fréttir. ; Mikoyan kom til þess að draga Krústsjeff út úr fréttaritarahópn- um. „Það er korninn tími til þess, að kveðja þetta fólk. Við verðum að fara í leikhúsið“, sagði Mikov- an. „Þarna sjáið þið“, sagði Krúst sjeff. „Hér er sífellt verið að segja mér fyrir verkum.“ Þessi móttökuveizla var einkenn andi fyrir þær, sem verða tilefni forsíðufrétta og bregða um leið upp athyglisverðum myndum af mönnum, sem árum saman iiafa jhjúp. _

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.