Tíminn - 06.05.1956, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.05.1956, Blaðsíða 5
IIIIIUIIIIUIIIIIIIHIIIHIUIIIIIUIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIHIIIIIIIIIIMIIIIIIIIUIIIIIIHIIHIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIHHHIIIIIIHIIIHIIHHHIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIJIIIII TIMIN N, sunnudagina 6. maí 1956. 5 MUNIR OG MINJAR: rorn istoð í ÞJOÐMINJASAFNINU eru mörg gömul ístöð, sum úr járni, sum úr kopar. Mörg þeirra haíi fundizt í jörðu, og koma sum nútímamönnum skrýtilega fyrir sjónir vegna lögunar sinnar, sem getur verið ærið frábrugðin ístöð- um þeim, sem nú eru notuð. Torvelt getur verið að kveða á um aldur þessara jarð- fundnu ístaða, mörg eru á- reiðanlega frá miðöldum, en augljóst er, hver eru elzt. Það eru þrjú kopar- eða brons- ístöð, sem fundizt hafa í rúst- um eyðibýlisins Merkihvols á Landi, í Víðafelli í Reykjadal nyrðra og á Klóarfjalli í Ár- nessýslu. Myndin, sem fylgir þessum þætti, er af hinu síð- astnefnda. Eitthvað þeygi fag urt hafa þeir menn tautað, sem týndu þessum góðu ístöð- um af söðlum sínum, en á hinn bóginn varð skaði þeirra þó til þess, að þau hafa að lokum lent í réttri höfn. LENGI HAFÐI mannkynið notað hestinn til reiðar, áð- ur en ístöð voru fundin upp. Sú uppíinning var gerð ein- hvers staðar í Austurlöndum og \agði siðan leið sína vestur og norður eftir eins og svo mörg önnur menningaratriði. Elztu ístöð, sem fundizt hafa í Evrópu, eru talin frá um 500 e. Kr., og á Norðurlöndum þekkja menn ekki eldra ístað en frá um 800 eða við upphaf víkingaaldar. Áður hafa menn þó sennilega notazt við stig- reip (á ensku stirrup), eink- um til að komast á bak, og raunar hefur einfaldur útbún aður af því tagi verið notað- ur af alþýðu lengi eftir að ístöð komu til sögunnar. Á 9. og 10. öid hafa verið í tizku á Norðurlöndum afar há og þröng koparistöð, sem oft finnast þar i gröfum. Slík ístöð hafa sennilega þekkzt hér á landi, þó að þau hafi ekki enn fundizt. Og fátíð held ég að þau hljóti að hafa verið, þvi að hér á landi var mjög algengt að heygja ak- tygjaða hesta með mönnum. Beizli og söðlaleifar hafa þvi fundizt hér í tiltölulega mjög mörgum kumlum, en ístöð aldrei. Hugsanlegt er, »5 menn hafi stundum losað vönduð ístöð af söðli, sem átti að fara í moldina, en ekki er slíkt í samræmi við eðli haug- fjársiðarins. Einn góðan veð- urdag finnast sennilega 10. aldar ístöð hér á landi, en leyfilegt virðist að álykta, að þau hafi verið fágæt, úr þvi að þau hafa ekki fundizt enn. FRÁ 11. öld eru hins vegar ístöðin þrjú, sem áður voru nefnd. Þau eru í aðalatriðum býsna lik nútíma ístöðum, boginn lágur, skórinn með laufaskurði að neðan. ístaðs- ólinni hefur ekki verið brugð- ið gegnum lykkju efst, eins og algengast er á ístöðum allra tima, heldur hefur hún verið fest með nöglum við breið- an spaða, sem grafinn er skrautverki framan á. Það er einmitt þetta skrautverk, sem gefur til kynna, að ístöðin séu frá 11. öld. Það er í svonefnd- um rúnasteinastíl, sem cin- kennir það tímabil á Norður- löndum og jafnvel Bretlands- eyjum. ÍSTCÐIN þrjú eru af teg- und, sem er vel þekkt annars staðar, þótt þau séu hvergi algeng. Fáein hafa fundizt í Danmörku og Svíþjóð, ekkert í Noregi. Á Englandi eru nokk ur þekkt, enda telja fræði- menn. að öll ístöö þessarar tegundar, hvar sem þau finn- ast, séu ensk að uppruna. Frá þvi sjónarmiði er athyglis- vert, að hér á landi skuli vera þekkt þrjú ístöð af þessari sjaldgæfu ensku tegund. Það bendir greinilega til enskra verzlunarsambanda hér á 11. öld. Kristján Eldjárn. MÁL og Menning Ritstj. dr. Halldór Halldórsson. Haföminn HAFÖRNINN er hrikalega stór fugl og hefur líklega aldrei verið mjög algengur hér á landi. Þetta hvort tveggja hefur orkað mjög á ímvndimarafl manna, og í fá- sinni eins og hér hefur örn- inn því i rikum mæli orðið uppistaöa í þjóðsögnum og þjóðtrú. Algengastar eru sagn ir um barnarán arnarins og árásir hans á menn, sem hafa verið einir á ferð. Ef taka á mark á öllum sögunum um barnarán, skyldi maður ætla, að ungbörn hafi lengst af ver ið aðalfæða arnarins hér á landi. Gisli biskup Oddsson segir frá því í riti sínu um Undur íslands, sem mun vera skrif- að i kringum 1638, að i sínu minni hafi.virðulegur presta- öldungur í Borgarfirði, séra Torfi Þorsteinsson að nafni, maður týhraustur og sterkur, verið á ferð um sókn sína í skammdeginu. Hafi þá ráðizt að honum tveir ernir í senn, annar að baki, en hinn að brjósti, og hafi þeir rekið klærnar svo grimmilega inn í klæði hans, að þeir hafi ekki getað losað sig. Segir sagan, að prestur hafi snúið þá báða úr hálsliðnum og borið þá heim til sín, en svo hafi hann verið aðframkominn eftir bar- dagann, að hann hafi fengið aðsvif við kirkjudyrnar, en þó náð sér aftur. ÞESSI SAGA er gott dæmi um þann fjölda sagna af þessu tagi, sem hafa lifað í öllum héruðum landsins allt fram á þenna dag. Það þarf ekki að taka það fram, að flestar ef ekki allar þessar sögur eru hreinn uppspuni, enda bera þær flestar öll merki góðra þjóðsagna. Sann- leikurinn um örninn er sá, að hann er mjög þunglamalegur og svifaseinn fugl og auk þess með afbrigðum meinlaus og óáreitinn. Aðalfæða hans eru fiskar, á vorin meðal annars hrognkelsi, og ennfremur sjó- fuglar, sem hann tekur eink- um á sundi á sjó eða vötnum. Síðan fýlnum tók aö fjölga hér fyrir alvöru hefur örninn einnig tekið að sækja mjög til fanga i fýlabyggðir. Örn- inn er lika mikil hrææta, en á því hefur honum orðið hált eftir að eitrun fyrir refi hófst hér á landi. Er almennt talið, að refaeitrunin hafi átt mest- an þátt í hinni miklu fækk- un hans hér á siðari tímum. Hin nýju lög um eyðingu refa og minka, sem samþykkt voru á Alþingi i fyrra, geta því haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir þá fáu erni, sem enn eru eft- ir, en í lögum þessum er gert að skyldu að eitra fyrir refi og minka ár hvert í afréttum og heimalöndum. SAGA ARNARINS hér á landi fer því sennilega óðum að styttast, ef ekki verða nú þegar gerðar róttækar ráð- stafanir til verndar þeim fáu fuglum, sem eftir eru. Að því er bezt er vitað eru í hæsta lagi tíu arnarhjón verpandi hér nú, en vel má vera, að þau séu færri. Á að gizka þrjú pör verpa á Vestfjörðum, fimm í héruðunum kringum Breiðafjörð og eitt eða tvö við Faxaflóa. Annars staðar á landinu verpa ernir ekki og Studiosus medicinis skrifar mér alllangt og að ýmsu leyti athyglisvert bréf. En áður en ég tek að ræða fyrirspurnir hans, langar mig til að benda honum á, að lýsingarorðið medicinis er ókunnugt í latínu. Stud. med. er stytting úr studiosus medicinae, af orðinu medicina, sem merkir lækiiisfræði. Ég felli úr bréfi stúdentsins, þar sem hann nafngreinir menn, sem nú eru á lífi. Fyrsta fyrirspurnin er á þessa leið: - Nú í seinni tíð hef ég oft heyrt og séð á prenti sam- tenginguna ásamt með, jafnt í útvarpi sem blöð- um.... Frá bví ég fyrst varð hennar var, hef ég velt því mjög fyrir mér, hvort hún mætti með nokkru móti vera rétt. Hvort þetta væri t. d. ekki bara þýðing á together with eða þviumlíkt. Viljið (nafnsins) Hellissandur? Fólk á staðnum er í vand- ræðum með nafnið, því aS það skilur það ekki. Enginn heilir er á staðnum, hvað þá margir, sem nefna mætti staðinn eftir (kenna hann staðnum grípur stundum til við). ,,Folke-etymologian“ á þess að kalla staðinn Hjalla- sand og þá eftir fiskhjöllum. Kannske það sé annars hiS rétta og Hellissandur „folke- etymologia" af þvi orði, en þótt lítil útgerð sé nú á staðnum, var hún mikil áður fyrr, eins og„yður er kunn- ugt, en mun svo hafa lagzt mjög niður og hjallar lítt sem ekki notaðir síðan. Ég —• og vissulega margir fleiri — hefði gaman af að vita hiS sanna í þessu efni. Það vill svo vel til, að Magn- ús Már Lárusson prófessor hefir rannsakað gaumgæfi- iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii hafa ekki orpið um langt | skeið. Ernir hafa verið alfrið- i aðir hér síðan 1913, en friðun- s in hefur litinn árangur borið, i enda er vitað mál, að friðun- \ arákvæðin hafa ekki verið 1 haldin sem skyldi, og auk þess = koma þau að litlu haldi, með- i an refaeitrun er ekki aðeins i leyfð, heldur beinlínis lögboð- i in. — | MER VERÐUR það ávallt | minnisstætt, er ég kom í | fyrsta skipti að arnarlireiðri \ hér á landi, en það var i snemma vors 1939. Hreiðrið i var i hrikalegri fjallshlíð við i þröngan fjörð, og var þaðan f viðsýni mikið um sund og | voga. Arnarhjónin voru all- f nærgöngul, en þó ekki áleit- | in, Þessir risavöxnu, móbrúnu \ fuglar með hrímgrátt höfuð i og háls og hvítt stél 'svifu i gjallandi yfir hreiðurstaðn- f um, bornir uppi af loftupp- f streyminu við bratta fjalls- f hlíðina. Öðru hvoru glampaði | á gult nef og gula, kreppta i fætur, sem vafalaust hefðu 1 reynzt hin ægilegustu vopn, | ef þeim hefði verið beitt. Á i háum stapa í miðri hlíðinni f var hreiðrið, stór skál eða i dæld með tveimur hvítum \ eggjum. Á sinustráunum við \ skálarbarmana bærðust gráir | dúnhnoðrar í napurri vor- i golunni, sem næddi um heit | eggin. Langt fyrir neðan gat i að líta fuglahópa á sundi á f bláum firðinum. Aldrei hefur f mér orðið það eins ljóst og | við þetta tækifæri, hve mikil i skerðing á hinni upr"unalegu | náttúru íslands myndi hljót- f ast af gereyðingu arnarins. i Finnur Guðmundsson. i il 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 ll 11111111111111111111 ■ ii 111111111111111111111111111111 ■ 1111M l ■ II l ■ I ■ III11111111111111111111111 ■ 111111111111111 ■ 1111111111111 ■ ■ 1111 ■ 1111111 (111 iEnn afneita þeir Stalin f Moskvu NTB, 4. maí. — Æðsta iráðið ákvað í dag að svipta örygg- fisyfirvöld leynilögrcglunnar þeim fsérstöku völdum, sem þeim voru fveitt í stjórnartíð Stalíns. Það |voru einmitt þeir aðilar, sem rStalín lét framkvæma skipanir fsínar um hin alræmdu réttar- Miu -norð ’ og blóðugar hreinsanir. þér nú ekki tjá mér hið rétta j le§a þetta atriði, sem stúdent- ‘ inn langar til að fræðast um. Magnús skrifaði í Andvara 1953 greinina Milli Beruvík- urhrauns og F.nnis. Ég styðst við þá grein um það, sem ég segi um nafnið Hellissandur. Magnús Már færir, að því er mér virðist, óyggjandi rök: fyrir því, að staðurinn hafi upphaflega heitið Hjallasand- ur. Elzta dæmið, sem hann til- greinir, er úr bréfi frá 1530 (D.I.IX,512). Frumrit þessa bréfs er að vísu glatað, en af- ritið er gert af Árna Magnús- syni, og ætti það að vera næg trygging þess, að það sé ná- kvæmt. Og mörg fleiri dæmi um þessa orðmynd mætti til- greina frá fyrri öldum. f Jarðabók þeirra Árna og Páls Vidalíns er staðurinn ýmist kallaður Hjallasandur eða Hellissandur. Eru það elztu dæmi, sem Magnús Már til- greinir um orðmyndina Hell- issandur. Þá er staðurinn oft kallaður Hjallar í gömlum skjölum. Af þessu staðarheiti telur Magnús orðið Hjalla- sandur myndað. Orðrétt seg- ir hann: Hjallar þessir eru löngu glataðir sem örnefni, en efa- laust er þao, að átt sé við stalla í landslaginu, en ekki fiskhj alla. Benedikt kaup- maður Benediktsson á Sandi telur, að hjallar þessir hafi getað verið utan í svokölluð- um Brekknahöfða austan við sandvíkina, sem er milli Sauðskers og Brekknahöfða, sem kaupfélagshúsið stend- ur á, vestan Brekknalend- ingarinnar. Hins vegar mætti einnig gjöra sér í hugarlund, að þeir hafi ver- ið nokkru austar eða um miðjan Sand, en sléttazt úr þeim smámsaman vegna öskuhauga og búðargjörðar. Andvari 1953, bls. 56. Og enn segir Magnús Már. Nú vill svo til, að niðri á. sandinum í víkinni, þar sem aðallendingin er, er hellir, sem nefnist Brennuhellir ... Það gæti virzt sem svo, að heitið Hellissandur hafi, ef til vill, orðið til utansveitar. Vermenn kunna að hafa myndað hér nýtt heiti og það útrýmt hinu eldra. Sam- kvæmt heimildum er heitið Hjallasandur eldra, heitið Hellissandur yngra. Hjall- arnir kunna smámsaman að hafa fyllzt og horfið vegna hins mikla mannfjölda, sem þar dvaldist á liðnum öldum. Búðir hafa verið reistar og fallið og jarðvegur aukízt og (Framhald á 8. síðu). í þessu máli? ÞAÐ ER ALGERLEGA rangt að telja orðin ásamt með samtengingu. Flestir kennar- ar munu kenna, að ásamt sé atviksorð og með sé forsetn- ing í setningum eins og þess- ari:ég fór í leikhús ásamt með fleira fólki. Ýmsir — og þeirra meðal er ég — telja, að forsetningar geti — eins og samtengingar — verið fleiryrtar (aðallega tvíyrtar). Ég tel orðin ásamt með sam- eiginlega eina forsetning í þessu sambandi. En það var ekki þetta, sem stúdentinn vildi fræðast um, heldur rétt- mæti þessa orðasambands. Svo virðist sem forsetningin ásamt hafi veriö fátíð í forn- máli, en þó má finna dæmi um hana. Snorri Sturluson kveður svo í Háttatali (29,v.): hlaut ek ásamt at sitja seimgildi fémildum. Sn.E. I, 640. Mér hefir ekki tekizt að finna dæmi um forsetninguna ásamt með í fornritum. Elzta dæmi. sem orðabók Háskólans hefir um hana, er úr Guð- brandsbiblíu: Það, sem eg hefi gróðsett, það uppræti eg ásamt með öllu þessu mínu eigin landi. Jer. 45,4. Mér virðist ákaflega ósenni- legt, að oröasamband þetta sé orðið til fyrir ensk áhrif. Miklu sennilegra er, að það sé gert eftir danskri fyrirmynd (tillige med) á siðáskiptatím- anum, en bað getur allt eins vel verið alíslenzk nýmyndun. Þess ber að gæta, að ásamt með er kunnugt í öðrum sam- böndum og annarri merkingu á þessum tíma. Og þar koma vart erlend áhrif til greina. Skal ég nú rökstyðja þetta með dæmi úr Guðbrands- biblíu: kom það ásamt með þeim, að þeir skyldu halda páska í öðrum mánuði. 2.Kron.30,2. En hvort sem forsetningin ásamt með er orðin til fyrir erlend áhrif eða ekki, get ég ekki léð stúdentinum lið í því að dæma hana óhæfa. Hins vegar tel ég fallegri stíl að nota ásamt en ekki ásamt með í flestum tilvikum. Ég tel alltaf varhugavert að reyna að útrýma úr málinu orðum og orðasamböndum, sem tíðk- azt hafa margar aldir. NÆSTA FYRIRSPURN læknastúdentsins er á þessa leið: Hver er uppruni orðsins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.