Tíminn - 06.05.1956, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.05.1956, Blaðsíða 7
T f M I N N, siinnudagiiin 6. maí 1956. Flest sólarmerki benda til þess, að Sjálfstæ'ö'ismenn ætli að' gera utanríkis- og varnar- málin að höfuðmáli kosning- anna. Slíkt er ekki undarlegt, þegar þess er gætt, að þeir hafa. ekki upp á anna'ð að bjóða í höfuðmáli kosning- anna, efnahagsmálunum, en að láta einkahagsmuni sitja í fyrirrúmi, samkvæmt um- mælum -Ólafs Thors á land- fundinum, og að tryggja það með „bráðabirgðaúrræði eftir bráðabirgðaúrræði", svo að notuð séu orð Bjarna Bene- diktssonar. Slíkri stefnu er e'ðlilegt að flokkurinn reyni að halda sem mest leyndri fyr iu kosningarnar, þótt þessar yfirlýsingar hafi sloppið óvart af vörum forustumannanna. . Því er að vísu ekki heldur að heilsa, að stefna flokksins sé neitt glæsilegri í utanríkis- og varnarmálunum. Þar bjóð- ast hinsvegar meiri möguleik- ar fyrir útúrsnúninga og vafn ihga. í bessu sambandi er líka hægt að kitla eyru þeirra, sem eru veikir fyrir gullinu, sem varnarvinnan veitir. Sá áróð- ur getur og fundið hljóm- grunn hjá þeim, sem lítið hugsa, hér muni skapast neyð og kreppa, ef þjóðin hættir að græða á hersetunni. í tilefni af áróðri Sjálfstæð ismanna er það vissulega ekki úr vegi að rifja upp nokkrar sþurningar, sem helzt munu kpma upp i hug manna í sam- bandi við varnarmálin, og hugleiða svörin við þeim. Þess ar spurningar eru einkum þessar: Var ákvörðun seina-ta AI- þingis í samræmi við fyrri yfirlýssngar og þurfti því ekki að koma neinum á óvart? Hafa að undanförnu gerst þær breytingar í alþjóða- málunum, er réttlæta á- kvörðun Alþingis? Hafa ekki íslendingar ský- lausan sjálfsákvörðunarrétt imn þessi mál og samrímist ekk ákvörðun Alþingis upp- sagnarákvæðum herverndar samningsins frá 1951? Hvaða áhrif er líklegt að umrædd ákvörðun hafi á inálefni íslands í framtíð- inni ? Fyrri yíirlýsingar Allt síðan að ísland heimti sjálfstæði sitt 1918. hefir það verið eindreginn yfirlýsing ís- lenzkra stjórna og stjórnmála flokka, að ekki ætti að leyfa hér hersetu á friðartímum. Fyrst var þetta gert með yf- irlýsingu um ævarandi hlut- leysi. Eftir að sú stefna reynd- ist ekki raunhæf lengur, — þar sem seinasta styrjöld leiddi í ljós, að ísland gæti ekki sloppið við hersetu á stórstyrialdartímum, — hefir það veriö áréttað við öll hugs- anleg tækifæri, að íslending- ar vildu ekki hafa her í land- inu á friðartímum. Þetta var fyrst áréttað í herverndarsáttmálanum, er vav gerður við Bahdaríkin 1941, þar sem eltt ákvæði hans fjallaði um það, að Bandaríkin skuli hverfa í þurt af íslandi með allan herafla sinn „undireíns og núverandi styrjöld er lokið“. Þetta var áréttað í stríðs- lok n, þegar hafnað var til- mælum Bandaríkjanna um herstöðvar til 99 ára. ; Þetta var ítrekað á sum- arþinginu 1946, þegar sam- r/ Sjálfstæðismenn ætla að gera varnarvinniigullið að aðaltrompi sínu - Fyrri yfirlýsingar um varnarmálin og breytt aðstaða í al- þjóðamálum - Á afkoma þjóða innar að byggjast á varnarvinnu? - Hótanir um refsiaðgerðir vesturveldanna - Niðurlæging og ó- frelsi myndi bíða þjóðarinnar ef fylgt væri stefnu Sjálfstæðis- * flokksins - Hin e;na íslenzka stefna þykkt var innganga íslands í Sameinuðu þjóðirnar, cn þá er tekið fram í áliti utan- ríki nefndar um málið, að þátttakan leggi engar kvað- ir á ísland, sem það vilji ekki samþykkja sjálft, og að „tslendingar séu eindregi'ð andvígir herstöðvum í land- inu og muni beita sér gegn því, að þær verði veittar“. Þetta var enn gleggra og lokin, þegar hafnað var til- gengið var í Atlanthafs- bandalagið. 1849, en þá voru m. a. þrír ráðherrar sendir vestur um haf til að skýra það fyrir Bandaríkjastjórn, að „íslendingar myndu ekki samþykkja, að her dveldi í landinu á friðartímum“. Af liálfu Bandaríkjast.jóríiar var þá yfirlýst, að öll þátt-- tökuríkfn viðurkenndu þá sérstöðu íslands að vilja hvorki hafa eigfn her né er- lendan her í landinu á frið- artímum. Við afgreiðlu málsins á Alþingi, var það mjög eindregið ítrekað af ölhnn stuöningsflokkum bandalagsíns, að ekki fæl- ust í bandalagssáttmálanum nein þau ákvæði, er tak- mörkuðu sjálfsákvörðunar- rétt ísleridinga um þessi mál. Loks var þetta svo greini- lega áréttað, þegar varnar- samningurinn var gerður 1951, þar sem sett var það ákvæði í samninginn, að hægt væri að segja honum upp með eins árs fyrirvara eftir undangengnar samn- ingsumleitanir í 6 mánuði. Þessi stutti uppsagnarfrest- ur var settur í samninginn með það fyrir augum, að þjóðin gæti losnað við her- inn strax og ástandið í al-! þjóðamálunum yrði frið- vænlegra. Stöðugt síðan hefur það verið áréttað af íslenzkum stjórnmálamönnum og flokk- um, að íslendingar vildu losna eins fljótt við herinn og öryggisástæður leyfðu. Því gat þa'ð elcki komið neinum á óvart, þótt t sinasta Alþingi tæki ákvörðun um brottflutn- ing hersins. Það var í fullu samræmi vi'ð þá margyfir- lýstu . stefnu íslendinga að vilja eklci hafa hér her á írið- artímum. Breytt viðhorf í al|).ió^amálum Næst þessu er svo að at- huga það, hvort þær breyt- ingar hafi orðið í alþjóðamál- um síðan 1951, er herverndar- sá.ttmálinn var ger'ður, sem geri það eðlilegt, að hafist sé nú handa um brottflutning hersins. Þegar herverndarsamning- urinn var gerður, var m. a. þannig ástatt í alþjóðamál- um, að Kóreustyrjöldin stóð sem hæst. Bandarikin og Sov- étrikin voru þar hinir raun- verulegu stríðsaðilar og Kór- eustyrjöldin ,gat því hvenær Eæði Eisenhowcr forseti Bandaríkianna og Dulles utanríkisráðhcrra Bandaríkjanna hafa lýst þeirri skoðun sinni, að þeir teldu ákvörðun Aiþingis um varnarmáiin skiljanlega, þar sem hersetan hér svaraði til þess, að 6 milli. manna erlendur her dvcldi í Bandaríkjunum. Þetta látast forkólfar Sjálfstæðisflokksins hir.s vegar ekki skiljast og eru þannig amerískari í afstoðu sinni en siáifir Eisenhower og Duiles. sem var, orðið að allsherjar- styrjöld. Undir slíkum kring- umstæðurn þótti ekki rétt að hafa landið varnarlaust. Á þeim 5 árum, sem síöan eru liðin, hafa m. a. eftir- taldar breytingar gerzt, sem i allar hafa stuðlað að því að, minnka stríðsóttann og stríðs hættuna: Kóreustyr jöldinni hefur. verið hætt. Styrjöldinni í Indó-Kína,! sein einnig gat orðið að al- | þjóðlegu báli, hefur verið hætt. Stórlega hefur dregið úr viðsjám á Formósusundi,! sem um skeið var talin mik- j ill hættustaður, og er yfir- j Ieitt ekki lengur búlzt við styrjold þar. Ógn vetni: sprengjunnar er mönnum nú miklu aug I ljósari en fyrii- 5 árum og dregur sennilega fátt meira úr stríðshættunni en vitn- eskjan um hana. Atlanlshafsbandalagið er, nú miklu öflugra hernaðar- | lega en það var 1951, og skapar þannig jafnvægi, er dregur úr stríðshættunni. Stalin hefur fallið frá og hinir nýj-; valdhafar Sovét- ríkjanna hyggja bersýnilega mikiu meira á pólitíska og efnahagslega landvinninga en hernaðarlega. Af undantekningarlaust öllum forustumönnum vest- rænna þjóða með þá Eisen- hower og Anthony Eden í fararbroddi, er það yfirlýst, að friðarhorfur hafi stór- batnað og stórveldastyrjöld £é nú næstum óhugsandi. Næstum öll ríki hafa dreg- ið úr vígbúnaði sínum und- anfarið. T. d. lýsti H^rald Stassen því yfir fyrir fáum dögum, að síffian 1953 hefóu Bandaríkin minnkað her- afla sinn úr 3,6 millj í 2,9 millj. og lækkað hernaðar- útgjöldin um 20% á sama tíma. Þannig mætti fleira telja. Þetta nægir hins vegar til að sanna það, að aðstæður og viðhorf í alþjóðamálum hafa gerbreytzt síðan 1951. Á- standið er nú miklu friðvæn- legra en þá og tvímælalaust miklu friðvænlegra en 1949, þegar ísland gekk í Atlants- hafsbandalagið, en neitaði jafnframt að fallast á erlenda hersetu. Þá stóð flutninga- bannið á Berlín sem hæst og gat hvenær sem var orðið að hinum stærsta ófriðarblossa. Með tilliti til allra þessara aðstæðna hefði það verið al- ger breyting á þeirri afstöðu íslendinga, að vilja ekki hafa her á friðartímum, ef ekki hefði verið haíizt handa um það að vinna að brottflutn- ingi hersins. Slíkt aðgerða- leysi hefði verið yfirlýsing um það, að íslendingar ætluðu að sætta sig við hersetu á frið- artímum. Skýlaus sjálfs- ákvöríunarréttur Þá er að koma að því at- riði, sem fyrst var umdeilt, hvort ákvörðun Alþingis hafi verið i samræmi við ákvæði varnarsáttmálans. Af hálfu Sjálfstæðismanna var því haldið fram um skeið, að íslendingum hefði borið að snúa sér fyrst til Atlants- hafsráðsins og óska umsagnar um það, hvort hér ætti að vera herseta. Svo er nú hins vegar komið, að Sjálfstæðis- menn mega heita hættir að halda þessu fram. Bæði sam- kvæmt sáttmála Atlantshafs- bandalagsins og varnarsátt- málanum hafa íslendingar skýlausan og einhliða sjálfs- ákvöröunarrétt um þessi mál. í varnarsamningnum stendur að vísu, að leita skuli áiits Atlantshafsráðsins um þessi mál, en þó ekki fyrr en eftir að þing eða ríkisstjórn hafi óskað eftir endurskoðun á samningnum. Fyrsta skrefið, sem leiðir af ákvörðun Al- þingis, er það, að þessa álits verður óskað, enda var ekki hægt að biðja um það fyrr. Það álit, sem Atlantshafs- bandalagið kann að gefa, verður svo ekki á neinn hátt bindandi fyrir íslendinga. Það hefur ekki komið fram af hálfu neins erl. að- ila, að Alþinfiíi hafi gengið í berhögg við einn eða annan samning með ákvörðun sinni. Forkólfar Sjálfstæðis- manna hafa verið einir um að bera samningsrof á Al- þingi. Lengra verður varla gengið í óþjóðhollustu og ó- drengskap en að ásaka AI- þingi fyrir samningsrof út á við, er enginn erlendur að- ili treystir sér þó til að hera á það. En óþjóðhollustu og ó- drengskap Sjálfstæðis- manna í þessu máli er ekki þar með lokið. Eftir að hafa neyðst til að játa, að íslend- ingar hafi einhliða sjálfsá- kvörðunarrétt um þessi mál, halda þeir því nú fram, að við eigum samt að fara eftir áliti Atlantshafsbandalags- ins, því að það sé hæfara til að meta þessi mál en íslend- ingar sjálfir. Ef á þessa skoðun væri fallizt, væri raunverulega búið að láta sjálfsákvörðunarréttinn af hendi og dæma þjóðina ó- hæfa til að meta þau mál, sem mestu skipta fyrir sjálf- stæði hennar. Það er vist að engin önnur þjóð í bandalaginu myndi sætta sig við að afhenda því þannig úrskurðarvald um helztu mál hennar. Flestar hafa þær meira og minna hafnað ýmsum kröfum, er þáð hefur borið fram, t. d. um lengd herskyldutíma. Vit- anlegt er líka, að hershöfð- ingjar bandalagsins hafa ver- ið þess mjög fýsandi, að Norðmenn og Danir leyfðu er- lenda hersetu, en þessar þjóð- ir hafnað því. Afstaða hers- höfðingjanna er skiljanleg, því að þeir vilja byggja upp sem öflugastar varnir og miða tillögur sínar fyrst og fremst við það. Af þeim ástæðum vill líka engin þátttökuþjóðin sleppa sjálfsákvörðunarrétt- inum í hendur þeirra, — þótt þær vilji eðlilega eflingu bandalagsins, — nema þá fs- lendingar, ef Sjálfstæðis- menn fengju að ráða. Varnarvinnan Þá er komiö að því atriði, hvaða þýðingu ályktun AI- þingis sé líkleg til að hafa á málefni íslands, bæði inn á við og út á við. Af hálfu Sjálfstæðismanna er því óspart haldið fram, að inn á við muni ályktun Al- þingis hafa þau áhrif, að hér skapist atvinnuleysi og kreppa, þegar herinn fari. Út á við muni áhrifin svo veröa þau, að íslendingar hljóti reiði vesturveldanna, þau muni hætta að veita þeim lánsfé til nauðsynlegra fram- kvæmda og jafnvel loka mörk uðum fyrir þeim. Hvorttveggja er þetta tví- mælalaust alrangt. Að sjálfsögðu leiðir það af ályktun Alþingis, að varnar- vinnan mun hætta mjög fljótlega. Að því hlaut líka að koma fyrr en síðar, því að Bandaríkin munu ekki halda áfram endalaust aö láta fé í hernaðarframkvæmdir hér eftir að friövænlegt verður i heiminum. Fyrir íslendinga er það tvimælalaust heppi- (Framhald á 8. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.