Tíminn - 06.05.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.05.1956, Blaðsíða 6
6 TÍ MIN N, sunnudagimi 6. maí 1956, Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur í Edduhúsi við Lindargötu. Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. 'Prentsmiðjan Edda h.f. Áttaviti strandkapteinsks FORINGJAR Sj^lfstæð- sflokksins láta Morgunblað'- ið hrópa, að skútan sé enn á iloti. Strandkapteinninn læt- ur útvarpa tilkynningum um, að hann sé enn við stjórn- völinn. En hvorkt hásetar né björgunarmenn virðast taka hið minnsta mark á þessu. Holskefla dýrtíðar og vand- ræða dregur að sér athygl- ina. Hún ógnar að færa allt á káf. í slíkum umbrotum verður hljómlitil raustin fræga. ÞAÐ ER AUGLJÓST af tilburðum Mbl. og „lands- fundarins", að foringjar Sjálfstæðisflokksins leggja á það meginkapp, að haldið verði uppi felskri velmegun í landinu fram yfir kosningar. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur beðið ósigur og aðrir hafa tekið við stjórnartaum- unum, á að kenna þeim um strandið. Láta sem skútan hafi alla tíð verið á floti og kapteinninn hafi siglt utan boða og grynninga. En þessi stefna er dæmd til ósigurs. Það er orðið ómögulegt að leyna strandinu. Hver ein- asti dagur minnir þjóðina á, hvar hún er stödd. ÚTVEGSMENN halda fund hér í bænum þessa dagana. Umræðuefnið er strand báta- flotans á skeri dýrtíðar og öfugþróunar í framleiðslu- málum. Stefnt er að því að ýta úr vör með „bráöabirgða- úrræði eftir bráðabirgðaúr- :ræði“ (efnahagsmálastefna landsfundarins), en ósýnt er, hvenær það verður, að lok- inni vertið, sem hefur brugð- :izt að verulegu leyti. Eykur það enn á vandræðin, sem voru ærin fyrir. Gjaldeyris- skortur sverfur æ fastar að. Nú er haldið uppi einhverjum ströngustu innflutnings- og gjaldeyrishöftum, sem þjóðin hefur kynnzt um langa hrið, undir forustu þeirra manna, sem fyrir fáum misserum sögðust ætla að standa vörð um „frjáls viðskipti". Leyfi eru mjög af skornum skammti um þessar mundir, og yfir- færslur tregar, þótt leyfi séu fyrir hendi. Og hinn „frjálsi innflutningur“ er ekki orðið neitt nema háðsyrði. Það er enginn frjáls innflutningur lengur. Nauðsynlegustu tæki fást ekki flutt inn í landið. Forvígismenn „frelsisins“ standa þversum fyrir því, að leyft sé að flytja inn vörur eins og vörubíla og girðing- arefni. Þannig mætti lengi rekja dæmin. Stefna Sjálf- stæðisflokksins — athafna- frelsi skuldakónga og brask- ara — hefur siglt þjóðar- skútunni í strand á öllum sviðum efnahagslífsins. Og þótt hafðar séu í frammi alts konar sjónhverfingar til þess að leyna ástandinu fram yfir kosningar, kemur sannleik- urinn í ljós í æ ferlegri mynd- um. ÞEGAR FLÓKKURINN hefur gengið frá skipinu A skerinu, er kallaður saman „landsfundur" og hann lát- inn hylla kapteininn fyrir farsæla stjórn. En í öllum langlokunum, sem þessi sam- kunda hefur látið Mbl. birta, er ekki að finna nokkra leið- beiningu um, hvernig megi sigla á nýjan leik, hvernig megi losa skipið af skerinu, né hvei-jar ráðstafanir þurfi helzt að gera til að veriast á- föllum í ólgusjó dýrtíðar og framleiðslustöðvunar. „Þjóð- flokkurinn“ sá enga aðra leið en prjóna „bráðabirgðaúr- ræði“ aftan við „bráðabirgða- úrræði“, enda var takmarkiö ekki björgunarstarf .yrir þjóð ina, að sögn formannsins, heldur fyrst og fremst að hugsa um „hagsmuni okkar“, þar næst um hag „flokksins“ og síðast aö hyggja að velferð þjóðarinnar. Strandið er þvi algert. Þegar hyllir undir þá skelfllegu staðreynd, að völd og gróðaaðstaða er í hættu, er yfirskyni hugsjónastefnu varpað fyrir borð, og eftir stendur nakin eiginhags- munastefna. „Hagsmunir okk ar sjálfra". Þau orð voru kjarninn í landsfundarræðum leiðtoganna. Þau eru áttavit- inn, sem strandkapteinninn hafði sífellt fyrir augum. Finn Moe og MorgunblaðiS . MORGUNBLAÐIÐ birti nýlega með stórri yfirskrift þáu ummæli Finns Moe, rit- .sfjóra Arbeiderbladet í Osló og formanns utanríkisnefnd- af Stórþingsins, að ályktun Alþingis um varnarmálin standi aðð vissu leyti í tengsl am við kosningabaráttuna. Hins vegar sleppti Mbl. /andlega að segja frá öðrum atriðum í grein Moe, sem hljóta þó að teljast stórum athyglisverðari frá sjónarhæð islendinga. Vegna tilefnis þess, er frá- sogn Mbl. hefur gefið, þykir :rétt að vekja hér athygli á þessum ummælum í grein Moe. GREIN MOE er skrifuð í til- efni af því, að bandarísk blöð .'háfa minnzt á, að Norðmenn og Danir ættu að hafa áhrif á afstöðu íslendinga í varnar- r 'álunum. Þessu hafnar Moe eindregið fyrir hönd Norð- manna. Ha.nn segir fyrst um afstöðu Islendinga almennt: „Það getur varla talizt nein um vafa bundið, að ákvörð- un sú, sem íslendingar hafa tekið, muni veikja varnarað- stöðuna á Norður-Atlantshafi. Norðmönnum ber fyllsti rétt- ur til að hald; bví íram, að íslendingum beri að taka til- lit til þessa atriðis. Hins veg- ar geta íslendingar bent á það, að ekki hafi verið til þess ætlazt, þegar þeir gerðust að- ili að Atlantshafsbandalag- inu, að Bandaríkjamenn skyldu hafa herstöðvar á ís- landi. Sú herstöð kom ekki til sögunnar fyrr en átökin í Kóreu stofnuðu heimsfrið- inum í voða. Þess vegna verður því ekki umyrðalaust vísað á bug, sem Islendingar halda fram, að þegar jafnvel helztu stjórn- málaleiðtogar heimsins álita að dregið hafi úr styrjaldar- hættunni, verði hið fyrra fyr- irkomulag aftur upp tekiö.“ MOE víkur þessu næst að afstöðu Norðmanna og segir um hana m. a.: „Álit manna á þessu skiptir hins vegar engu hvað það snertir, at Norðmenn eru ekki Haliarveggur og veggmynd Gunnar Dal rithöfundur: frá Knossos. Aþena á dögum Sókratesar Fjórca greri r A sfórtorginii ræddi Sókraíes í siðasta sinn um dauðann o§ eilífðina við vini sim Sonur Mínósar konungs, Andrógeos fór eitt sinn til Aþenu til þess að þreyta íþróttir við afreksmenn borgar- innar. Fékk hann jafnan sigur yfir heimámönnum í hverri grein. Fylitist þá Egeus konungur Aþenu siíkri öfund og reiði, að hann lét ráða gest sinn af dögum. Þegar Minos konungur spurði þessi tíðir.di hélt hann óvígum flota til Aþenu til að hefna sonar síns. Brenndi hann borgina og rændi land- ið. Og loks urðu Abeningar til að sefa reiði hans að játast undir þá kvöð að blóta hon- um mönnum. Á hverju ári skyldu sjö fræknustu sveinar og sjö fegurstu meyjar Aþenu send til Kritar og þeim blót- að ófreskjunni í völundar- húsinuMínótáranum. Grimmd Mínosar konungs Tvívegis var þessi grimma fórn færð. Hiö þriðja ár bauðst Þeseifur sonur Ege- usar að fara þessa ferð’ og freista að drepa Mínótárann. Bað hann föður sinn að hafa rétti aðilinn til að beita ís- lendinga áhrifavaldi. Norð- menn hafa sjálfir ákveðna stefnu í þessu máli, sem er í því fólgin, að þeir telja sig ekki geta leyft erlendum þjóð um hérstöðvar á meðan ekki kemur til styrjaldar eða styrj- öld telst yfirvofándi. Norð- mönnum ber því siöferðisleg- ur réttur til að ganga það lengst, að segja að íslending- um beri að taka sömu afstö'u í herstöðvarmálinu. Þá mun því haldið fram, að sá sé munur á, að Norðmenn hafi sínar eigin hervarnir, en ís- lendingar engar. Ekki er það þó neinn eðlismunur, því að það er vitað mál, að norskar hervarnir eru ekki nægilega sterkar, og að þær mundu mun sterkari, ef leyfðar v-æru erlendar herstöðvar. Samt sem áður höfum við hafnað þeim. í og með fyrir það, að við teljum, að það lýsi bezt eðli og tilgangi Atlants- hafsbandalagsins, að erlend- um herstöðvum sé ekki valinn staður í nágrannalandi Sovét ríkjanna. En einnig, og það er enn mikilvægara, fyrir það, að fyrir okkar sterku sjálf- þáð til marks, að ef skipin sigldu heim undir svörtum seglum, mundi hann dauður. Þegar kom til Knossosborg- ar fór í hönd hið árlega nautaat og skilmingar borg- búa. Lét Minos konungur f yrst varpa bandingj unum fyrir nautin og berjast við hin óðu dýr. Þeseifur barðtst af slíkri hreysti að hann barg 1 íi sínu og félaga sinna og vann ástir Ariöðnu dóttur Mínosar. En ekkert gat mild- að skap hins grimma kon- ungs. Hann lét reka Aþening- ana inn í völundarhúsið. Eri áður haföi Ariöðnu tekizt að koma sverði og þráðarhnykli í fangelsið til Þeseifs. Rakti hann ofan af hnyklinum á leið sinni eftir villugöngun- um. Réðst nú óíreskjan að bandingjunum með ógurleg- stæðiskennd óttumst við, að slíkar stöððvar geti að ein- hverju leyti gert okkur öðrum háðari og geti ieitt til ósani- komulags með Norðmönnum og hinum erlenda her.“ ÖLLUM ÞEIM mikilvægum atriðum, sem hér koma fram, stingur Mbl. undir stól. Það sleppir að geta þess, að Moe viðurkennir, að íslendingar liafi ekki undirgengist her- setu við inngönguna í Atlants hafsbandalagið. Það sleppir að geta þess, að Moe segir, a'ð dregið hafi úr stríðshættu samkvæmt yfirlýsingu fróð- ustu manna og því sé afstaða okkar skiljanleg. Það sleppir að geta þess, að Moe segir, að Norðmenn hafni erlendri her- setu á friðartímum, þótt það veiki varnir Atlantshafs- bandalagsins. Morgunblaðið getur heldur ekki ummæla Moe um þær ástæður, er valda því, að Norð menn hafna liersetunni. Það er líka skiljanlegt, því að þáu rök þjóðernishyggju og sjálf- stæðisanda skilja ekki þeir menn, er vilja láta sjálfs- ákvörðunarréttinn fyrir gull. i um öskrum, en Þeseifur brá, sverðinu og hafði sigur. Röktu Abeningar sig síðan eftir Ari- öðnuþræðinum út úr völund- arhúsinu. Kóngsdóttir beið beirra og flúðu þau öll til A- benu. En í gleði sinni gieymdi Þeseifur að draga upp hin hvítu segl. Og er Egens kon- ungur leit svört segl á skipum sonar síns steypti hann sér fram af kiettahæðinni og beið bana. Kerlaucr Mínosar En það er af hugvitsmann- ínum Dedalos að sega, að Mínos konungur lét varpa honum og syni hans Ikarosi í fangelsi völundarhússins. De- dalos gerði þá sér og syni sín- um vængi og flugu þeir í loft upp og svifu hátt yfir flota Mínosar. En eins og all- ir vita flaug Ikaros of nálægt sólinni, missti vængi sína og steyptist í hafið. En Dedalos komst til Sikileyjar. En brátt bar flota Mínosar þar að landi og heimtaði hinn voldugi konungur Dedalos framseld- an. Ekki þorði Sikileyjakóng- ur annað en lofa því. Var honum þó þvert um geð að framselja hugvitsmannínn og bruggaði Mínosi vélráð. Lét hann búa Krítarkonungi ker- laug og þrjár dætur sinar bióna honum í baðinu. _____ Steyptu kóngsdætur yfir Minos brennheitu vatni og varð það hans bani. Ættartalan Á æskuheimili Sókratesar var ættartala ein mikll þar sem föðurætt hans var rakin til þjóðsmiðsins Dedalosar! —Má vera að Sókrates hafi einnig setið á þessari kletta- brún og minnzt þessa „for- föður“ síns. Ef til vill hefur hann einnig komið í helgi- dóm hins ógæfusama kon- ungs, Egeusar, sem komið er fyrir undir þessu bergi. Stærsta og helgasta musteri Akrópólis var þó Erechteum. Það var byggt á árunum 421 —40G undir stjórn Filoklesar. Fjórða hvert ár héldu Aþen- ingar í pílagrSmsför frá Di- pyion (nálægt Akademcia) gegnum Agorn upp til Er- ekteum. Þetta var mesta, trúarhátíð Forn-Grikkja oj I (Framhald á 8. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.