Tíminn - 10.05.1956, Side 12
Veðrið í dag:
Norðaustan stinningskaldi. skýj
; aS, en víðast úrkomulaust.
40. árg.____________________________
Biti á nokkrum stöðum klukkaa 18:
Reykjavík 10 stig, Akureyri 7
stig, London 11 stig, Khöfn 16
stig, París 20 stig, New York
14 stig.
Brezka þingið ræðir
hið duiarfuiia hvarf
Crabb
Sauðburðurinn er byrjaður
London, 9. maí. — Neðri mál-
stofa brezka þingsins ræddi í
dag hið dularfulla hvarf Crabb,
froskmanns, sem enn er algeng-
asta umræðuefni almennings og
blaða í Bretlandi þessa dagana.
Eden gaf þá yfirlýsingu, að það
væri ekki í þágu almenniugs-
lieilla, að meira yrði skýrt frá
máli þessu. Gaitskell varð fyrir
svörum og gagnrýndi Eden mjög
íyrir þá leynd, sem stjórnin vildi
hafa uin þetta dularfulla mál.
Sagði Gaitskell, að þetta væri sú
undarlegasta yfirlýsing, sem
brezkur ráðherra hefði nokkru
sinni gefið. Sagði Gaitskell, að
það væri sannarlega ekki í al-
þjóðarþágu að þegja mál þetta í
heJ og gefa þannig alJs kyns orð-
rómi byr undir báða vængi. Ed-
en svaraði aðeins því, að hann
hefði engu við yfirlýsingu sína að
bæta. Hefir mál þetta fengið enn
þá dularfyllri blæ yi’ir sér eftir
þessa einkennilegu vfirlýsingu
Edens forsætisráðherra,
Samsöngur í Austur-
Mynd bessi er tekin í næsta nánrenni Reykjavíkur við Skerjafjörð. Sauð-
bjrðurinn er nú víða rétt að byrja oq jafnvel nokkuð síðan fyrstu ærn-
ar báru. Verður ekki annað saqt en vorið brosi við lambánum þessa
dagana meðan gróðrarskúrir og sól hjálpa graenum sprotum upp úr
moldarsverðinum.
Vísi að dýragarði komið á fót
í skemmtigarðinum TÍVOLÍ
Gar'Surinn opnaftur í dag og ver'ður opimi
allar helgar í sumar, hvernig sem vitírar
Hinn vinsæli skemmtigarður Reykvíkinga, Tívólí, verður
opnaður í dag. Það háir nokkuð starfsemi skemmtigarðs sem
Tívólí, að hér er frekar votviðrasamt. Forráðamenn garðs-
ins hafa þó ákveðið að Tívólí verði opið alla laugardaga og
sunnudaga í sumar, hvernig sem viðrar, allt til 1. septem-
ber, en þá verður garðinum lokað.
Það er eklci langt síðan starf-
rækzla skemmtigarðsins hófst, en
vinsældir hans hafa aukizt með
hverju ári. Þess ber að geta, að
forráðamenn garðsins hafa lagt sig
fram um að bæta hann og fegra
að þesu sinni.
Aður draugaliús — nú undrahús.
Mörg félög og félagasamtök
hafa tryggt sér garðinn í sumar og
munu gangast fyrir ýmsum hátíða-
höldum. Tæki garðsins verða að
mestu þau sömu og í fyrra, en
draugahúsinu hefir verið breytt og
nefnizt eftirleiðis undrahúsið, en
þar fara fram furðulegar sjón-
hverfingar, sumar næsta hrollvekj
andi, eins og títt er á samsvarandi
stöðum erlendis.
Erfendar fréttir
í fáum orðum
□ Miklár óeirðir urðu í Aþenu í
gær vegna þeirrar ákvörðunar
Breta að taka tvo unga pilta af
lífi á Kýpur í dag, vegna morðs á
óbreyttum borgurum og brezkum
hermönnum, í óeirðunum biðu 7
manns bana og 200 særðust. Þeg
ar múgurinn ætlaði að ráðast á
brezka sendiráðið, sló í bardaga
við lögregluna, sem liélt úflugan
vörð um sendiráðið.
□ Cppreisnarmenn í Alsír höfðu
sig mjög í frammi í gœr. —
Brénndu þeir 6 bóndabæi.
Franska stjórnin hélt í gær fund
um Alsír-málið.
bæjarbíói á föstu-
daginn
Söngkór verkalýðsfélaganna heíd
ur samsöng fyrir styrktarmeðlimi
sína, föstudaginn 11. maí kl. 7,15 í
Austurbæjarbíói. Kórinn hefir
starfað af miklu fjöri í vetur. Söng
stjóri er nú Guðmundur Jóhanns-
son í fjarveru Sigursveins D. Krist
inssonar, sem dvelur erlendis um
þessar mundir. Kórinn hefir í
hyggju að fara til Sandgerðis um
helgina og halda þar samsöng.
r
Islandsferð sigurlaun í getrauna-
keppni sænsks dagblaðs
í gær komu hingað ung sænsk hjón með Heklu, milli-
landaflugvél Loftleiða og sænskur blaðamaður frá Smá-
lands Állahanda, sem er stærsta blað í Jönköping. Hjónin
unnu sigur í getraunakeppni blaðsins, en verðlaun voru ís-
landsferð. Hjónin koma hingað á vegum Loftleiða, en Or-
lof sér um dvöl þeirra hér á landi. Hinir sænsku gestir fara
utan fimmtánda maí.
Storm og hafa verið gift í sex
Hjónin heita Vivian og Áke ár. Áke Storm er bréíberari að at-
1 Ágætir hl jómleikar Sinf óníuhl jóm-
sveitar íslands í fyrrakvöld
Klarínettleikur Egils Jónssonar vakti sérstaka
athygli — Þýzkur hljómsveitarstjóri stjórnar
næstu hljómleikum
Sinfóníuhljómsveit íslands lék verk eftir Mendelsohn,
Schubert, Mozart og Beethoven á almennum hljómleikum
í Þjóðleikhúsinu í fyrrakvöld. Dr. Páll ísólfsson stjórnaði.
Húsið var fullskipað og var
hljómsveit, stjórnanda og einleik-
ara, sem var að þessu sinni Egill
Jónsson klarínettleikari, ágætlega
tekið. Voru dr. Páll og Egill Jóns-
son kallaðir fram á sviðið hvað
eftir annað að hljómleikunum lokn
um.
hoven og Weber. Onnur viðfangs-
efni verða eftir Wagner, Beethov-
en, Brahms og Stravinsky.
vinnu. Þau hjónin ætla að skoða
landið, eftir því sem tími vinnst
til, fara til Akureyrar, Mývatns
og um Suð-Vesturland. Blaðamað-
urinn, Uno Ericson verður í fylgd
með þeim og mun rita greinar
úr freðinni fyrir blað sitt.
Smalands Allahanda er hægra
sinnað blað og kemur út í fimmtán
þúsund eintökum. Það efndi til
myndagetraunar í vetur, sem stóð
yfir í fimm vikur. Vikulegir sigur-
/
vegarar komust svo í úrslitaképpni,
en Áke Storm bar sigur af hólmi
í lokakeppninni. Það er vonandi
að hætli að rigna, svo að sænsku
gestirnir fái gott veður og ferðin
verði ánægjuleg.
Vísir að dýragarði.
Þá verður það að teljast til al-
gjörs nvmælis, að, í sumar verður
komið á fót vísi að dýragarði í
Tívolí. Verða þar sýnt bjarndýr,
apar, allskonar skrautfuglar og
fiskar. Er ekki að efa, að yngstu
gestirnir munu skemmta sér kon-
unglega við að horfa á dýrin.
í dag verða ýms skemmtiatriöi,
svo sem eftirhermur, búktal, töfra-
brögð og að lokum flýgur flug-
vél yfir garðinn og varpar niður
gjafapökkum til gesta garðsins.
Ferðir verða Irá Búnaðarfólags
húsinu í sumar og annast S.V.R. um
þær.
□ Sir Winston Churcliill er um þess
ar mundir í þýzka bænum Aac-
lren til að veita viðtöku heiðurs-
verðlaunum borgarinnar fyrir ó-
metanleg störf í þágu einingar
Evrópu.
Slys á Akureyri
Akureyri í gær. — Það slys vildi
til hér á mánudagskvöldið, að Ing
ólfur Árnason, verkamaður, hér
í bæ féll af hjóli og slasaðist.
Vildi það þannig til, að hjólið
brotnaöi skyndilega í 3 hluta og
kastaðist hann í götuna með þeim
afleiðingum, að hann meiddist
mikið i andliti. E.D.
Bílarnir bíða við skaflana -
Bagalegt að snjó er ekki rutt
af fjölförnum fjallvegi
f vetur liefir verið óvenju snjó-
létt á Vestfjörðum, eins og víða
annars staðar á landinu. Fjallveg-
ir liafa þar verið ruddir um það
bil ínánuði fyrr en vitað er um
áður, frá því bílferðir hófust.
Voru flestir fjallvegir opnir lil
umferðar rétt fyrir páskana,
ncma einn sem enn er ómokaður
og ófær bílum á litlum kafla,
vegna þess að v.egagerðin hefir
ekki orðið við tilmælum fólks um
að nota stórvirk tæki, sem til eru
vestra og rutt geta snjónum af
veginum á fáeinum klukkutínuim.
Er liér um að ræða fjallveginn
milli Arnarfjarðar og Dýrafjarð-
ar, sem tengir sainan tvær byggð-
ir, sem mikið liafa saman að
sælda. Er mönnum vestra óskilj-
anlegur sá dráttur, sem orðið
Jiefir á því að opna þennan fjall-
veg, vegna þess að þar er litill
snjór, en tiltölulega mikil um-
ferð.
Þarf nú að skilja farartækin
eftir á veginum við skafiana, en
fólk að vaða snjóskaflana í vor-
hlýindunum. Venjulega hefir
ekki staðið lengi á því a vorin
að vegagerðin hafi látið opua
þennan veg, eftir að snjór var
orðin lítill og er þessi dráttur
mönnum vestra því lítt skiljanleg
ur nú, þegar vorveðráttan skartar
sínu fegursta. Er það eindregin
ósk og von þes fólks, sem þarna
á lilut að máli, að v.egagerðar-
menn vestra fái fyrirmæli um að
Ijúka þessu sjálfsagða verki til
að greiða fyrir samgöngum fólks,
sem-þarf á því að lialda.
Fyrst á efnisskránni var Forleik-
ur eftir Mendelsohn (Fingalshell-
ir), síðan ballettmúsík úr Rósa-
mundu eftir Schubert og þar næst
Konsert í A-dúr fyrir klarínettu og
hljómsveit eftir Mozart. Egill Jóns-
son lék á klarínettupa, sem fyrr
segir, og vakti leikur hans hrifn-
ingu áheyrenda. Lék hann þetta
erfiða verk af mikilli kunnáttu og
smekkvísi, svo að hvergi skeikaði.
Eftir hlé var leikin sinfónía nr. 1
í C-dúr eftir Beethoven, og reyndi
þar mest á hljómsveitina. Tókst
flutningurinn vel og jókst sveitinni
ásmegin er leið á flutninginn, og
lék síðustu kaflana tvo svo, að
áhéýrendur hrifust mjög og létu
það óspart í ljós að loknum tón-
leikunum.
Þýzkur hljómsveitarstjóri.
Innan skamms lieldur hljóm-
sveitin norður í land til hljómleika
halds, en eftir heimkomuna æfir
hún fyrir hljómleika, sem haldnir
verða 12. júní n. k. Þýzkur stjórn-
andi kemur hingað innan skamms,
Wilhelm Schleuning frá Dresden,
kunnur hljómlistarmaður. Á tón-
leikunum 12. júní syngur Þorsteinn
Hannesson, óperusöngvari, með
hljómsveitinni, aríur eftir Beet-
Framsóknarflokkurinn og Al-
þýðuflokkurinn héldu almennan
kjósendafund í Keflavík í fyrra-
kvöld. Var þetta mjög glæsilegur
og fjölmennur fundur, troðfullt
hús og fylgi bandalagsins mjög
mikið. Stingur þessi fundur mjög
í stúf við fund Sjálfstæðisflokks-
ins í Keflavík fyrir nokkru, þar
sem 94 komu til að hlusta á Bjarna
Benediktsson. Mun þessi fundur
hafa verið þrisvar sinnum fjöl-
mennari.
Þeir Eysteinn Jónsson og Guð-
mundur í. Guðmundsson fluttu
framsöguræður en síðan voru
frjáisar umræður. í þeim umræð-
um kom mjög glöggt í ijós, að
þessi fjölmenni fundur studdi öfl-
uglega mál umbótaflokkanna. Kom
múnistar reyndu að andmæla, en
fundu engan hljómgrunn. í mesta
lagi 4—6 menn tóku undir mál-
flutning þeirra.
Fregnir víðar af landinu um
fundi bandalagsflokkanna eru á
sömu lund. Á Vestfjörðum voru
þessir fundir einhverjir fjölsótt-
ustu og ánægjulegustu stjórninála
fundir, sem haldnir hafa verið þar
í áratugi.