Tíminn - 13.05.1956, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.05.1956, Blaðsíða 5
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMii»iiiiii|iiiiiiiiii|iiiiiiiiiiiiM(|iiiuiiiiiiiiiiiii|iiit}iiiiiiiiiiiiniiimiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiii T Í iMI N:N, sunnudaginn 13. maí 1956. MUNIR OG MINJAR: Vöttur írá M4RGT ER einkennilegt í sögú iðiiaðar og iðju. Eitt er ; það, hve seint á öldum mann- kynið hefur fundið upp suma einföldustu hluti daglegs lífs : og lært.að beita verklagi, sem virðist, sjálfsagt og vanda- ;;;: laust.með öllu, þegar hugvit og framtak loks hafa brotið ; ; því braut gegnum myrkvið ; ;; vana' og íhaldssemi. Sum ; ■ hversdagsieg áhöld eru svo |:; sjálfsögð og samgróin verk- , menningu vorri, að menn | reka upp stcr augu í tor- trýggni, þegar þeir eru ;;: mipnjtir á, að til skamms ; tíma' hafi þessir hiutir ekki ;i: verið til o,g þá ekki heldur sú iðja, -sem þeim er tengd. Og bjargaoist þó allt einhvern ; veginn. Lífsnauðsynjar telja ; menn það. eitt, sem þeir vita gð.tÍLor. og hægt að nota eða Það sem enginn enginn saknar í Öa&,.'gótur talizt til lifsnauð- || synj.a ,að: ári. |; veitji sér... Þ ’ þekHir. .og e FÁ ÁHÖLD eru einfaldari að gerð en bandprjónar, og . fátt, er .sjáifsagðara og al- | gengara en prjónaðar flíkur. ; Prjónles var um eitt skeið | töluverSur þáttur í útflutn- |; ingsvöru íslendinga. Samt ; hefur enginn kunnað með l| pfjóna- að fara á landi hér :;; fyrr en á 16. öld, af þeirri eðlilegu ás'tæðu, að vitneskj- an um þétta verklag barst ekki fyrr hingað' til lands. Uppfinning prjónanna varð ótrúlega seint, en barst með þeim mun meiri hraða cg vinsældum út meðál þjóð- anna. í íslenzkum ritum kem ur orðið ,,prjónaðu.r“ víst fyr- ir í Guðbrandsbibliu frá 1584. FYRIR DAGA prjónaskap- arins voru ofnar flestar þær flikur, sem nú þykir sjálfsagt að prjóna. En til var á mið- öldum tækni, sem að ein- hverju leyti hefur komið i stað prjónaskapar. Hún er nú Ð í as; IIÉR Á LANDI verpa aðeins tvær, tegundir gæsa, grágæs og héiðagæs. En auk þess fara hér um vor og haust þrjár: tegundir gæsa, sem eru varpfuglar í Grænlandi. Þess- ar umferðagæsir eru bies- gæs-, margæs og helsingi. Helsinginn er fremur lítil gæs eh tvímælalaust falieg- astur’ þeirra gæsa, sem hér kemá' við sögu. Ha.'.n er hvít- ur áænni, vöngum og kverk, en,[að öðru ieyti svartur á hofði og ennfremur svartur á hálsi, uppbringu og framan- ^^rðuj þaki,. Að ofanverðu og á vængjum er hann annars öskugrár með breiðum, hvít- um fjaðrájöðrum og að neð- anverðu gráhvítur eða hvít- ur. Nef og fætur er hvort tveggja svart. Helsinginn er hánorrænn fyrir löngu týnd og á sér ekki nafn á íslenzku, hefur senni- lega þokað fyrir prjónunum, þegar þeir komu til sögunn- ar. Árið 1889 fundu menn á Arnheiðarstöðum á Fljóts- dalshéraði vött eða vettling djúpt í jörðu. Hann var send- ur Þjóðminjasafninu. Vöttur- inn er úr stórgerðu bandi og er einkennilega unninn. Vinnuna á honum mætti nefna vattarssaum eða nál- bragð. Við vattarsaum hefur verið notuð stór nál úr tré, málmi eða beini. Verkinu hefur miðað áfram í lykkjum eða sporum líkt og við hekl eða prjón, en þó er vattar- saumur annars eðlis. Við hekl og prjón myndar þráðurinn lykkjur, sem hægt er að draga úr, svo að allt verkið rakni upp. En í vattarsaumi gengur þráðurinn gegnum þær lykkjur, sem fyrir eru, og verður hann því ekki rakinn upp á svo einfaldan hátt. Vinna verður með nálþræði af takmarkaðri lengd í einu og hnýta saman eftir þörfum. Vattarsaumur hefur svipaða áferð og hekl, en ókosti hef- ur hann, sem hekl og prjón hafa ekki. Flíkur með vattar- saumi hafa verið óþjálar og skort teygjanleik og meðfæri- leik prjónless. VATTARSAUMUR í ýmsum afbrigðum þekkist víða um lönd og frá ýmsum tímum. Hann er ævaforn vinnuaö- ferð og frumstæð. Vötturinn frá Arnheiðarstöðum er eina þekkta dæmi hans hér ,á landi bæði fyrr og síðar. Kristján Eldjárn. MÁL og Menning Ritsti. dr. Halldór Halldórsson. ÉG HELD áfram með bréf læknastúdentsins og svara þeim fyrirspurnum, sem ekki vannst rúm til að fjalla um seinast. Næsta fyrirspurn hans er á þessa leið: Er ekki hið rétta nafnorð af lýsingarorðinu róttækur róttæki, en ekki róttækni, sem oft heyrist (sbr. lag- tækur — lagtæki)? Áður en ég ræði fyrirspurn- ina, þykir mér rétt að geta þess, að hið vinsæla og vel gerða orð róttækur er nýyrði, gert af Sigurði Guðmundssyni skólameistara. Ég vil helzt hliðra mér hjá að svara, hvað er rétt og hvað er rangt í þessum efnum.- En orðið róttæki (kvenkynsorð) og orð- ið lagtæki (kvenkynsorð) eru í samræmi við upprunalegan myndunarhátt óhlutstæðra |; náfhorða af iýsingarorðum. Ég hefi aldrei heýrt’ orðið.lag- tæki, og Blöndalsþók getur að- eins orðsins lagtækni. En jafn- framt skal, ég geta þess, að orðabókámefnd Háskólans er andvíg þvi að mynda hafnorð af lýsingarorðum' méð Viðskeytinu -ni. I-Iún myhöi því faílást á sjónarmið étúdent'sms og telja orðin rótt'æki óg lagtæki rétt, en róttækni ög lagtækni röng. Sem starfsmaður orðabókar- nefndar hefí ég því áyallt skráð í nýyrðasöfn Menntamála- ráðuneytis örð, sem mynduð erú með viðskeytinu -i, en fellt burt þau, sem mynduð eru með -ni. Skal ég nú skýra þetta mál nokkru nánara frá sögulegu sjónarmiði. « fugl, sem er hvergi varpfugl nema á Norðaustur-Græn- landi, Spitzbergen og Novaja Zemlja. Varpheimkynni hans eru því mjög takmörkuð og helsingjastofninn í ’neimin- um því tiltölulega lítill. Aukin friðún hans er því aökallandi nauðsyn, og í samræmi við það er mælt svo fyrir í hinum nýju lögum okkar um fugla- veiðar og fuglafriðun, að ó- heimilt sé að veiða helsingja, er þeir fara hér um á vorin. Þessi ráðstöfun er aðeins einn liöur í samræmdum aðgerð- um til verndar farfuglum, sem alþjóðlega fuglavernd- unarsambandið hefur lengi barizt fyrir. ALLIR HELSINGJAR, sem koma hér við á vorin og haustin, eru af grænlenzkum uppruna: Á vorin fara þeir að koma um sumarmál og staldra hér við þangað itl 'lllllf9 .lllllllllllMIIIIII/MIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII'TIMimilllll seint í maí. í Hornafirði og víðar á Suðausturlandi verð- ur þeirra fyrst vart, þegar þeir eru að koma á vorin, en þar staðnæmast þeir lítið. Virðist meginhluti þeirra halda þaðan yfir norðanverð- an Vatnajökul beint til Skaga fjarðar, en þar er aðaláning- arstaður þeirra bæði vor og haust. Að vísu verður víða annars staðar á landinu vart við helsingja á vorin, en það eru aðeins smáhópar, sem verða viðskila við aðalstraum inn, er þreytir flugið unz Skagafirðinum er náð. Þar morar allt af helsingja á vorin, og er óhætt að fuilyrða, að þá sé þar saman kominn allverulegur hluti af heildar- stofni helsingjans í heimin- um. Helsinginn fer að koma aft- ur frá Grænlandi í kringum höfuðdag, þ. e. seint í ágúst, en meginhluti stofnsins fer hér um í september. Þá virð- ist hann dreifa sér meira um landið, að minnsta kosti ber þá meira á honum sums stað- ar sunnan lands, svo sem í Meðallandi og Öræfum. Vetrarheimkynni helsingjans eru á Bretlandseyjum og í strandhéruðum meginlands- ins frá Danmörku til Frakk- lands. OKKUR, sem tókum þátt í Grænlandsleiðangri Náttúru- gripasafnsins vorið 1955, hlotnaðiðst sú ánægja að fá að kynnast þessum hánor- ræna fugli á varpstöðvum hans á Norðaustur-Græn- iandi. Við vorum komnir á undan honum til Grænlands og gátum því tekið á móti -honum, þegar hann kom þangað úr vorhögunum á bökkum Héraðsvatna. Það var hinn 24. maí, að fyrstu helsingjarnir komu tii, Meist- aravíkur, þar sem við höfðum bækistöö okkar. Þá var þar glampandi sólskin og skaf- heiðríkt eins og endranær, en talsvert frost og landið allt ein fannbreiðað að því und- anskildu, að hér og þar í fjallahlíðum voru dálitlir VIÐSKEYTIÐ -ni er ekki upp- runalegt, heldur til orðið með sérstökum hætti úr yiðskeytinu -i, eins og nú mun verða rakið. Viðskeytið -i er í fyrstu stofn- ending svo nefndrá in-stofna, en in-stofnaorð voru kvenkennd hugmyndaheiti ,mynduð af lýs- ingarorðum. Sem dæmi mætti nefna gleði, sem leitt er af glað- ur, fræði af fróður, bleyði af blauður, athygli af athugull o. s. frv. Það er mjög titt í ís- lenzku, að lýsingarorð endi á -inn, t. d. hlýðinn, fyndinn, kristinn. Stofn slíkra orða end- ar á —in. Af þessum orðum mátti mynda nafnorð með end- ingunni -i eins og af .öðrum lýs- ingarorðum. A.f orðinu hlýðinn hefm- t. d. verið gert orðið hlýðnL Það hefur í upphafi ver- ið hlýðini, þ. e. stofninn hlýðin að viðbættri endingunni -i. Á sama.þájt ,er íýpdni. myndað af fyndinn,' kl-istnt pí kristinn og fjölbreytni af fjölbréytinn. Nú stendur oft svo á, að lýsingar- oi'ðin, serií' 'en’dá á -inh, eru mynduð af sögnum, t. d. er hlýðinn myndað af hlýða. Þetta samband við sögnina eða frum- örðið, sem lýsingarorðið er leitt af, hefur orkað þannig, að mönnum hefur fundizt .við- skeyti nafnorðsins vera -ni, en ekki -i. Stofn sagnarinnar hlýðk, er t. d. hlýð. Ending nafnorðsins hlýðni er -ni miðað við þann stofn. í málvitund mahna hefur orðið beint samband milli sagn- ar og nafnorðs, og þeir háfa ekki athugað það, að n-ið í ofðiníi hlýðni á rætur að rekja til iýs- ingarorðsins hlýðinn. Á þerinan hátt verður til nýtt viðskéýti, sem menn taka að myn'da með orð af sögnum og lýsingarörð- um. Eldra virðist vera að mynda orð af sögnum með: þessu nýja viðskeyti -ni. Að mirinsta kosti kemur orðið beiðni fyríf i forn- máli. Það verður áð vísu ekki fullyrt, að þaö sé mýndáð feeint af sögninni beiða. Húgsanlegt er, að til hafi verið iýsingárorð- ið beiðinn, þótt ekki firinist dæmi um þaö. Orðið freistni er t. d. ekki myndað af freista, heldur af freistinn, sem fyrir kemur í Konungsskuggsjá. Ég veit ekki, hve gamall sá siður er að mynda nafnorð með ending- unni -ni af lýsingarorðum. En finna má allgömul dæmi þess. Þannig er t. d. orðið blindni, sem sennilega er myndað af lýs- ingarorðinu blindur, tifgreint í orðabók séra Björns í Sauð- lauksdal. En ekiri er það orð kunnugt úr fornritum. Þá var hins vegar notað kvenkynsorðið blindi. En merking var önnur. Blindni mun aðeins vera haft um andlega biindu.en ekki sjóri- leysi. En þó að ég nefni þessi dæmi hér, er áreiðanlegt, að fyrr á öldum hefur ekki verið algengt að mynda orð á þennan hátt. Nú virðist þetta hins vegar vera tízkuatriði. Sem dæmi al- gengra orða af þessu tæi, auk orðanna róttækni og lagtækni, mætti nafna orðið hæfni, sem títt er í samsettum orðunj, t. d. fjölhæfni, sjóhæfni o. s. frv. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, ætti nafnorðið af hæfur eftir elztu meginreglum íslenzkum um orðmyndun að vera hæfi (kvenkynsorð), Sam- settu orðin yrðu þá fjölhæfi, sjóhæfi o. s. frv. Þessa megin- reglu hefur orðabókarnefnd tekið upp. En tilhneigingin til þess að mynda orð af þessu tæi með endingunni -ni virðist vera mjög rík í málinu, og þarf .mikið til að kveða slíkt niður. Ég hefi hugsað mér að vera hlutlaus í þessu máli um skeið og sjá, hverju fram vindur. ÞÁ KEM ÉG AÐ SÍÐUSTU fyrirspurn læknastúdentsins. — Hún er á þessa leið: Er ekki ráðunautur sá, er nýtur ráða, notar þau, og er þá -nautur ekki rótskyit áð- urnefndum sögnum tveim? Eða er þetta sami -nautur- inn og í rekkjunautur, sessu- nautur og bekkjarnautur? (Framhald á 8. síðu). '"4IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII |||||||l||||||||||||||,|||||l|||,|||„,|||||„,„,|,„||,,1,1,,,,,„||||||,„||||||,|||||||l auðir rindar, þar sem snjó hafði skafið af um veturinn. Óskarsfjörður var líka allur ein íshella, en upp úr ís- breiðunni sköguðu hér og þar hrikalegir borgarísjakar, sem höfðu frosíð þar inni um haustið. Það hijóta því að hafa verið mikil ' viðbrigði fyrir helsingjann að koma í þetta vetrarriki beint úr blómlegum byggðum Skaga- fjarðar. SEINNA FUNDUM við hels- ingjávorp í sjávarhömrum á nokkrum stöðum á athafna- svæði okkar í Græriíándi, en helsinginn verpur þar hvergi nema í björgum. Einri þess- ara varpstaða' vár i Árcher- eyjum, en svo heita tvær smáeýjar á Óskarsfirði, skammt vestan við mynni Mestaravíkur. Hinn 31. maí fórum við út í Archereyjar á skíðúm. Var sú férð allerfið, sökum þess hve snjórinn á fjarðarisnum var orðinn biautur og meyr af sóibráð: Norðan í stærri eynni, sem er nær landi, eru um 70 m háir, þverhníptir hamrar, og þar var helsingjavarpið. Var auð- séð að þetta var forn varp- staður, því að bergið var þar víða alþakið gulrauðum skóf- um, sem oft ber mikið á' í’ fuglabyggðum í ísháfslörid- um. Var þetta eitt liið furðú- legasta fuglabjarg, ér ’ég héf" nokkurn tíma auguiri 'littð, Helsingj arnir, þessir' stðfú.og glæsilegu fuglar, sátú ‘ þ)áþ alls staðar tveir og tveir' sam- an á syllum eða stöllúm í gúl- . rauðu bjarginu, sem reis þverhnípt upp úr ísbreiðunni, og skvaldur þeirra. rauf á þægilegan hátt þá dauða- kyrrð, sem grúfði yfir ísauðri fjarðarins. Finnur Guðmundsson. ................................................................................................ „M „ Ml ll„l„ IIM, MnmimmmnMM, |M|lM„i;UIMU„l„l„„lll.>„„l,|<

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.