Tíminn - 13.05.1956, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.05.1956, Blaðsíða 7
T í M I N V, suimudaginn 13. niaí 1956. 7 Þýzkamndsíör rá'S- kftrramiiía Þrð hcfir löngum verið gó'ð sambúð milli íslendinga og Þjó'ö- vcirja. Fyrir stríðið voru tengsli náin viðskiptalega — og ?nenning- arsambönd hafa verið rík milli þjóðanna um aldir. Við íslending- ar skyldum það fljótt eftir síðustu síyrjöld, r.ð gera yrði allt íil að láta sárin frá stríðinu gróa; sýnd- um það í verki. — Að ráðherrun- um íslenzku var boði'ð til Þýzka- lands er vináttuvottur frá Þjó'ð- verjum, sem við metum mikils. Gagnsemi Af svona ferðalögum er og off gagn. Oftast eru um leið rædd mál efni þar sem mikilsvert er að kom- ast að niðurstöðu. í þessari heim- sókn virðast engih sérstök málefni hafa verið tekin íil meðferðar. Boðið var aðeins formiegs eðlis, —- tfí þess að sýna íslandi vináttu. Utanríkisráðherra talar þýzku, er.da áður dvalið lengi í Þýzka- landi. Stendur hann því vel að vigi að stofna til persónulegra kynna sem oft eru mikils verð. — Forsætisráðherra hvorki talar eða skilur þýzku. Fenginn var maður frá París, Kristján Albertsson til þess að vera túlkur ráðherrans við veizluborðin og á ferðalögum. Ræ'ðw.r Þjóðverjanna voru mjög vin- g.iarnlegar. Þótt þær væru aðeins formleg kmrteisi —■■ eru þær í raun og sannleika meira. Ræðurnar eru þannig að efni, að þær bera vott um að þéir, sem þær fluttu. eru hámenntaoir og vel að sór í þeim menningartengslua, sem verið hafa millí íslands og Þýzkalands. Ræður þossar eru meira en al- menn orð. Þær bera vott um þekk- ingu og góðvild til íslands, sem byggð er á skilningi á þeim menn- ingarsamböndum, sern verið hafa og eru milli íslands og Þýzka- lahds. Þótt ferð þessari sé fagnað vegna þess, sem að framan er sagt, — verður því naumast neitað, að lnin er farin með helzt iil mikln gluggasýningarsniði — af okkar hálfu. Og talið er, að kostnaðurinn hafi eklci verið skorinn við nögl, enda mun Ólafi það kunnugt aö við erum rík þjóð af gjaldeyri, og því engin þörf að spara. Eitt gleymdist ekki! Þótt blað íorsætisráðheerra rcyndi ekki eftir því, að utanríkis- ráðherrann væri líka í opinbcrri heimsókn í Þýzkaiandi fyrr en eftír að ráðherrarnir voru komnir heim, þjáði ekkert sl'íkt minnis- leysi Mbl.-liðið um dvöl ráðherrans í París á NATO-íundinum. Allan tímann, sem fundurinn stóð, og dagana næstu á eftir, birti það jöfinim höndum stórar fréttir af „ÞýzkSlandsferð Ólafs Tliors“ og svívirðingar um utanríkisróðherra og störf hans. Svo langt var geng- ið. að aftan í ritstj órnargrein um Þýzkalandsförina og gildi hennar var hnýtt lágkúrulegum óhróðri um utanríkisráðherrann meðan enn stóð yfir, hin opinbera heim- sókn hiá Þjóðverjum. Er þetta enn eit.t .dæmi um það siðleysi, sem Mbl.-liðið er haldið af, þrátt fyrir hátíðlegar yfiriýsingar, þegar að því er þjarmað, um að ekki hæfi að viðhafa „dylgjur og karp“ í umræðum um utanríkismál. StrrSshrellingar íhaldsblaftanna í skrifunum um’* NATO-fundinn 1 kemur fram, að Mbl.-liðinu þótti ráðherrafundurinn ekki nógu sl-eleggur að halda á lofti stríðs-1 hættunni, sem hefir stórmagnazt í Mbl. síðan Alþingi gerði sam- þykktina um varnarmálin. Tók blaðið því það til bragðs, að rang- túlka allan anda yfirlýsingar íund- arins. Gerði hervarnarviðbúnað að aðalatriði, en stakk undir stói meginatriði málsins, viljayfirlýs- ingunni um aukna efnahagslega samvinnu aðildarríkjanna og skip un „vitringanefndarinnar" í því sambandi. Ekki var þar við látið ' sitja. Ofan á þetta bætir Mbl. því að breyta orðalagi NATO-tilkynn- ingarinnar. Stóra fyrirsögnin í Mbl. um að ekki skuli slakað á ; viðbúnaði neins staðar, reyndist i þegar á átti að herða, liugarsmíð i Mbl.-manna. Ráðherrafundur Atl- 1 antshafsráðsins hafði sagt, að að- ildarríkin skyldu ekki slæva ár- vekni sína, og hann taldi öryggis- mál enn grundvallaratriði í sam- starfi bandalagsríkjanna. en minnt ist ekki neitt a „hernaðarlega líi’s- nauðsyn". Þessi mjog svo sérstæða frammistaða Mbl. er lærdómsrík. Kún sýnir í fyrsta lagi hversu óáreiðanlegt og purkunarlaust blaðið er í ölium málflutningi, og er það raunar ekki ný bóla. og svo sannaðist á þassum skrifum hversu langt hergróðabraskararnir ganga til þess að halda í gróða- möguleikana og herinn. Þeir nota blöð þau, er þeir eiga með húð og hári, Mbl. og Vísi, til þess að reyna^ao skelfa þjóðina og hrella með stríðstali í þeim íilgangi ein- um, að hún sætti sig við iengri hersetu en eðlilegt er, og veiti þar með gróðaklíkunni aukin tæki færi til auðsöfnunar með alls kon ar braski í kringum hersetuna. Afsta'Sa Sjálfstæ'Sis- foringjanna ósambo^in frjálsri fijóS 1 í áróðrinum gegn ákvörðun Al- þingis í varnai’málunum er reynt að telja fólki trú um, að með lienni sé eining rofin innan Atlantshafs- rikjanna og einstök ummæli eT- lendra stjórnmálamanna séu sönn- un um að við séum á rangri leið. í þessu felst. tvennt, fáfræði eða bk-kkingatilraun um innviði banda- lagsins, og furðulegt ósjalfstæði í eigin málefnum. Vitaskuld eru uppi mörg ágreiningsmál innan Atlantshafsbandalagsins. Vafalaust eru ýmsir erlendir stjórnmála- menn andvígir ákvörðun Alþingis. Það eru engin tíðindi, þótt ein- stök amerísk blöð til dæmis taki máli okkar kuldalega. Bretum og Griklcjum, sem báðir eru í banda- laginu, kemur ekki saman um Kýp- ui. Það eru engiri tíðindi, þótt brezk blöð séu andvíg stefnu Grikkja i Kýpurmálinu, og þótt grísk blöð haldi fram stefnu sinn- ar þjóðar. Frakkar hafa kvatt heri sína úr íramstöðvum bandalagsins í Evrópu og sent til Norður-Afríku. Það er ekki samkomulag um bess- ar aðgerðir innan bandalagsins. Og svo mætti lengi telja. Vita- slculd eru ágreiningsmál og mis-1 munandi viðhorf uppi meðal þjóð- anna, þótt vinveittar séu, en hver þjóð fylgir fram þeirri stefnu i sínum sérmálum, sem hún telur rétta, þótt allar vinni saman um höfuðmarkmiðið, varðveizlu . jálí- stæðis og frelsis og friðar. Afstaða íslenzku þjóðarinpar hlýtur að vcra sú, að hún hafi sjálf ákvörð- unarrétt um málefni sín en fram- selji hann aldrei í hendur erlendra aðila. Það er því furðulegt ósjálf- stæði — og það af flokki, sem kennir sig við sjálfstæði — þegar ætlazt er til þess að dansað sé í öllu eftir hljóðpípu einhverra er- lendra stjórnmálamanna, sem kunna að vera á öndverðum meiði við okkur í einstökum atriðuni. Slík afstaða er líklegasta iciðin til að þjóðin glati virðingu í sam- skiptum við aðrar þjóðir og er ósamboðin frjálsri þjóð. Merkasii aíbur’Sur vikunnar Merlcasti atburður vikunnar i innanlandsmálum var tilkynning SIS um að íest hefðu verið kaup á stóru nýtízku olíuflutningaskipi. Þessi kaup eru eitt mesta átak, sem gert hefir verið á síðari íím- um til að efla fjárhagslegt sjálf- stæði þjóðarinnar, stöðva óþarfan fjárstraum úr landi, bæta efna- hag og tryggja sannvirðisviðskipti á einum mikilvægasta vettvangi atvinnulífsins. ÞaS er athyglisvert, að „staersta biað landsins" sagði frá þessum tíðindum með 20 línu klausu. Meira rúm hafði það nú ekki fyrir slíka frétt. Þetta er enn eitt dæmi um hvernig allt er sett á vcg flokkspólitísks áró'ðurs. Frétt hefir ekkert gildi sem frétt eða upplýsingar fyrir almenning. Það sem gildi hefir í augum Mbl.- manna er áhrif fréttarinnar í áró'ðr inum. Olíuskipið er elcki frétt af því að það eru samvinnumenn, sem þar hefja merkið með miklum glæsibrag. Þetta vi'öhorf til frctta gengur daglega aftur í Mbl. Allt er miða'ö við völd og aðstöðu. Það er lykillinn að öllu bauki og bramli íhaldsins í blöðum og á mannfundum. Olíuskipið; Efni í 20 línu frásögn í Morgunblaðiini í gær Er ekki vqr, að þeim sígi iarður? „Þegar garður þessi er þrautaharður búinn, síga larður mun þá mér, mig þeir jarða lúinn“. (Gamall húsgangur). Þorbergur Þóröarson, sá er eitt sinn hafði í heitingum við sjálfan sig, ef Rússar réðust á Finnland, segir í Þjóðviljan- um 8. b. m.: „Glæpir Stalins" eru nú á hvers manns vörum------------ En mörgum bræðrum vorum í Kommó hefir sígið óhugnan- lega larður við söguna“. Það er eins og Þorbergur sé hissa á því, að bræðrum hans í „Kommó“, .þ. e. þeim, sem fylgt hafa kommúnistum að málum, skuli hafa „sigið larð- ur“, þegar þeir fréttu um ræðu Kruschevs og öll ósköp- in að austan. Sjálfur hefir hann „glæpi Stalins“ ennþá í gæsalöppum. En það er sannarlega engin furða, þó að mörgum, sem trúað hafa á forystuna í aust- urvegi, sé þungt í skapi um þessar mundir, það mikið áfall hverjum samvizkusöm- um mannl, að komast skyndi- lega að raun um, a'ð það sem hann sjálfur treysti, og ráð- lagði öðrum að treysta, var elcki traustsins vert. Hér á landi hefir sannarlega ekkert verið til sparað síðustu ára- tugi, að telja fólki trú um, að stjórnarfarið í Rússlandi væri hið fullkomnasta og réttlát- asta á jörðinni. Að þaðan, og aðeins þaöan væri friðar, rétt lætis og frelsis'að vænta fyrir gervalt mannkyn og einkum þá, sem minni máttar eru. Að þar væri hið eina sanna lýð- ræði, alþýðulýðræði. Að Jósep Stalin væri mikilhæfasti leið- togi og mesti mannvinur vorra tíma. Að stjórnarfar hans og leiðsögn væri það, sem allar þjóðir ættu að óska sér. Og svo er það einn góðan veðurdag • staðfest í sjálfu Rússlandi að stjórnarfarið sem mest hefir verið lofsung- ið í tugi ári hafi byggst á per- sónudýrkun, ofsóknum og rétt armorðum. AÖ „leiðtoginn“ mikli og „mannvinurinn“, sem eignaðist smjaðrandi hirð- skáld hér úti á íslandi, hafi verið sálsjúkur harðstjóri, svona álíka og Hitler! Að hann hafi með vanhyggni sinni og stQrmennskuhrjálæði gefið nazistum tækifæri til að hef j a heimsstyr j öldina, en sjálfur flúið, þegar þjóð hans var í hættu. Að nú þurfi að skrifa nýja Rússlandssögu af því að hún hafi veri'ð fölsuð af stjórnarvöldunum o. s. frv. En þeir, sem verið hafa í góðri trú, eiga vitanlega sína afsökun. Sá áróður, sem rek- inn hefir veriö af Stalinistum um alla jörð, hefir verið mátt ugur. Málsnjallir menn og rit- færir, oft harðsvíraöir og ó- fyrirleitnir, hafa verið í þjón- ustu þessa áróðurs víða um lönd, einnig hér, stundum líka menn, sem hafa þá á- ráttu að yrkja lofsöngva eins og Jóhannes úr Kötlum segir um sjálfan sig. Það hendir margan að trúa því a. m. k. um stundarsakir, sem hann ætti ekki að trúa. En dreng- skapur er það, aö hafa hitt heldur, er sannara reynist, þegar þar að kemur. Vera má, að Þorbergi Þórðarsyni finn- ist það „óhugnanlegt“. Höf- undi íslendingabókar fannst það ekki, og hann vissi sínu viti, þótt aldrei færi hann til Rússa um sína daga. Missir Hanniba! hásetann? Á fundum úti um land hefir Hannibal Valdimarsson lagt sig mjög fram til að sýna fólfei fram á, að hann sé ekki einn á doríunni, sem kommúnistar hafa í drætti í kosningunum. Hann segist sem sé vera kap- teinn á doríunni og hafa þar yfir fullgildum háseta að segja, sem eigi að vera í þriðja sæti á Reykjavíkurlistanum og fara með sér inn á þingið. þessi umtalaði doríuháseti er Alfreð Gíslason læknir, sem raunar er ekki kunnur sem stjórnmálamaöur af öðru en þvi, að honum var einu sinni vikiö úr Alþýðuflokknum, af þvi að andstæðingar hans lokkuðu hann til að gera skyssu í bæjarstjórininni, sem I flokkurinn vildi ekki fyrir- gefa. Nú er það raunar ekki svo að skilja, að háseti Hannibals eigi víst þingsæti, (sem upp- bótarmaður) þótt hann yrði í þri'ðja sæti á kommalistanum. Til þess þarf kommalistinn að fá tvo menn kjörna eins og síðast, og ekki telja allir víst, a'ö svo veröi. En nú er þar að auki komiö bobb í bátinn. Síð- an kommar þóttust sjá, að þeim yrði minna liö að Hanni bal en beir höfðu hugað í fyrstu, hafa þeir gefið honum það ótvírætt í skyn, að fullvel sé við hann gert, ef hann fái sjálfur að ,vera á listanum jafnvel í efsta sæti, og að doríuhásetanum verði varpað fyrir borð, hva'ð sem kapteinn inn segi. En Hannibal vill, sem von er, ógjarnan missa sinn eina háseta, og óttast, að sjálfsbjargarviðleitni hans verði að litlu metin, ef háset- inn týnist. Utankjörstaðarkosn'mg fslendinga erlendis Utankjörstaðakosning getur farið fram á þessum stöðum er- lendis eftir 27. maí 1956: Bandaríki Ameríku: Washingtcn, D. C.: j Sendiráð íslands, 1908 23rd Street, N. W., Washington 8, D. C. Baltimore, Maryland: Ræðism.: Dr. Stefán .Einarss., 247 Forest View Avenue, Baltimore, Maryland. Chicago, Illinois: Ræðism.: Dr. Árni Helgason, 444 West Lawrence Avenue, Chicago 30, Illinois. Grand Forks, North-Dakota: Ræðismaður: Dr. Rich. Beck, 801 Lincoln Drive, Grand Forks, N.-Dakota. Minneapolis, Minnescta: Ræðism.: Björn Björnsson, 4454 Edmund Boulevard, Minneapolis, Minnesota. New York, N. York: Aðalræðismannsskrifstofa íslands, 551 Fifth Avenue, New York, N. York. Portland, Oregon: Ræðism.: Barði G. Skúlason, (Framhald á 8. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.