Tíminn - 13.05.1956, Side 12
Skrifstofa Framsóknarflokksins er
r í Edduhúsinu, Lindargötu 9A,
III. hæð, sími 6066.
40. árg.
Raforkuverið, sem rís
Sunnudagur 13. maí 1956.
íbúð í nýju húsi fyrir 10 kr., ef
heppnin er með. Nú líður að því
að dregið verði í hinu glæsilega
happdrætti Framsóknarmanna.
lífskjör o
Það er vor í lofti á Vestfjijrð-'
i, boðar bætt
um Vestfjarða
um. Fannir renna í fjölium og StÓí 'kosflegu hagsmunaniáii fólksins hrundið í framkvæmd - Nýtt land-
grænir sprotar boða líf og komu;
sérfknSfærnafftLS n á m að hefjast í byggðum? seni iengi bafa verið afskiptar nútíma-
um og sjávarafurðir bíða útflutn j
ings í kauptúnum í vertíðarlok. j
— Blaðamaður frá Tímanum var |
nýlega á ferð í Vestur-Isaf jarðar-[
sýslu og kynntist því af eigin raun
að þar er líka vorhugitr í fólkinu,!
enda hafa þar á allra síðustu árum
verið stórstígar framfarir í at-
vinnuháttum og samgöngumálum.
Þar hefir mikið verið gert á fá-
um árum og áframlialdandi stór-
framkvæmdir á döfinni.
Raforkan hefir lengi verið fjar-
Iægur draumur í mörgum byggðum
Vestfjarða. Nú nálgast sú stund,
að óskin rætist. Með virkjun í
Mjólkurfossa fá Vestfirðingar stórt
orkuver, sem hefir miklu hlutverki
að gegna. Stórframkvæmd þessi
var undirbúin í fyrra og í sumar
verður hafizt handa um sjálfar
virkjunarframkvæmdirnar.
Þessi stórframkvæmd er mikið
hagsmunamál fyrir margar byggð-
ir Vestfjarða. Hún hefði ekki kom-
izt á, ef fjárhag ríkisins hefði ekki
verið vel stjórnað síðustu árin og
Eiríkur Þorsteinsson þingmaður
Vestur-ísfirðinga hefði ekki beitt
sér með dugnaði og hörku fyrir
framgangi málsins. — Við skulum
nú kynnast því nánar, hvernig um-
horfs er á þeim slóðum, þar sem
hið mikla raforkuver Vestfjarða
er áð rísa.
Nýir tíniar við Arnarfjörð.
Arnarfjörður hefir til skamms
tíma verið með afskekktari byggð-
um þessa lands, enda þótt þar séu
söguríkar stöðvar. Nú er kominn
þangað akvegur frá Dýrafirði yfir
Hrafnseyrarheiði. Á síðastliðnu
sumri var lagður nýr vegur með-
fram ströndinni alla leið inn í
botn Borgarfjarðar, þar sem raf-
©rkuverið á að rísa. Var þessi vega
framkvæmd ein með hinum mestu
á landinu á einu sumri, þar sem
hinn nýi vegur er um 17 km.
lagur,, breiður og burðarmikill.
Við Langanes, sem skerst fram í
Arnarfjörð milli Bíldudals og
Hrafnseyrar skiptist þessi mikli
fjörður í tvær greinar, Suðurfirði
og Norðurfirði, eða Dynjandavog
og Borgarfjörð. Frá botni Borgar
arfjarðar er skammt yfir fjöll til
Dýrafjarðar og ísafjarðardjúps.
Liggja þar troðnar slóðir löngu
genginna kynslóða.
Þarna við botn Borgarfjarðar
renna Mjólkárnar til sjávar. Kvísl-
ast þær í háum fossum ofan af
fjallinu og það er þar, sem virkj-
unin á að standa.
Nýtt landnánv að hefjast.
Leiðin meðfram Borgarfirði að
norðan inn £ botn liggur um grónar
hlíðar, sem snúa móti suðri. Víða
er kjarr og beitiland gott. Fjalla-
sýn fögur. Yfir hlíðinni eru há
hlettafjöll. Upp af botni Borgar-
fjarðar liggur dalur með víðáttu^
miklum gróðurlöndum, þar sem
hægt er að taka mikið land til
ræktunar. Skapast þar nú breyttar
aðstæður, þegar þessi afskekkta
byggð kemst í akvegasamband og
þar rís raforkuver Vestfjarða. Þær
hreytingar, sem þá eiga sér stað
jaíngilda því að nýtt landnám liefj-,
ist. '
Hófsa rerinur eftir dalnum og til
sjávar í Borgarfjörð, skammt frá
Mjólkánni. Er nú verið að byggja
brú á Hófsá og brúargerðin mikið
mannvirki út af fyrir sig.
Hvergi betri virkjunarmöguleik-
ar á Vestfjörðunv.
Mjólkurfossar eru vatnsmiklir
og vel fallnir til vatnsvirkjunar.
Hvergi á Yestf jörðum eru svipað-
þægindysn raforkunnar
Liósm.: Guðni Lórðarson
Mjólkárfossar renna niður fjallshlíðina. Stíflan verður við fossinn lengst fil vinstri og falivatnið síðan ieitt
pipum niður hlíðina að orkuverinu. — Fallhæðin er 215 metrar.
ir virkjunarmöguleikar, sem við
Arnarfjöfð og er líklegt að þar
rísi er tímar líða mikií orkuver
og stóriðja.
Virkjun sú, sem nú er byrjað á
notar aðeins lítið af þeim virkjun
armöguleikum, er þarna eru fyrir
hendi. Á virkjunin þó aS full-
■ nægja allri raforkuþörf Vest-
fjarSa frá Patreksfirði norður til
Súðavíkur við fsaf jarðardjúp.
Mjólkáin fellur í tveimur megin
kvíslum fram af fjallinu oían við
bæinn Borg. Meðalnesfjall, sem
gengur fram í fjörðinn milli Dynj-
andivogs og Borgarfjarðar er um
400 metra hátt. Inn á fjallinu eru
gróðurlausir melar nýlega komnir
undan Glámujökli, sem ekki telst
lengur í tölu lifandi jökla. Fannir
standa jafnan sumarlangt á þessu
víðáttumikla vatnasvæði. Hallinn
temprar vatnsrennsliS og miðlar
til ánna svo að rennslið er nokkuð
jafnt. Þar sem fossarnir koma fram
af fjallsbrúnni fæst um 200 metra
fallhæð til virkjunár.
íbúðarhús og geymsluskálar, sem byggðir voru í fyrrasumar við Mjólkár-
fossa standa tiibúnir er sjálfar virkjunarframk'/æmdirnar hefjast* í sumai'.
Mynd þessi er frá botni Borgarfjarðar. Bærinn á myndinni er Borg, næsti bær við virkjunina, sem stendur á
landi Borgar.
Mjólkánni hefir verið veitt í
svokallaða Borgarhvolft og er þar
gert uppistöðulón til vatnsvirkj-
unar. Frá lóninu liggja síðan píp-
urnar til orkustöðvarinnar, sem
byggð verður ofanjarðar, eins og
algengast er með raforkuver hér
á landi. Síðar meir er hægt aS
auka vatnsmagnið eftir því sem
þurfa þykir með því að veita sam
an ám, lækjum og lónum upp á
fjallinu.
I
Framkvæmdir undirbúnar í
fyrra.
Á síðasta sumri var unnið mik-
ið að undirbúningi Mjólkárvirkj-
unar. Auk vegagerðar, sem áður er
sagt frá voru byggðir skálar fyrir
verkafólk, sem starfar að fram-
kvæmdum við sjálfa virkjunina, og
ennfremur geymsluhús. Standa
þessar byggingar nú tilbúnar, þeg
ar hafizt verður handa í sumar
af fullum krafti við sjálfar virkj-
unarframkvæmdirnar.
í vetur var unnið að teikningum
og undirbúningi byggingafram-
kvæmda og verkið síðan boðið út.
Var óskað eftir tilboðum í bygg-
ingu á stöðvarhúsi, stíflu og ufidir
stöðum pípuleiðslunnar frá stíflu
að stöðvarhúsi.
Er kostnaður við þessar fram-
kvæmdir áætlaður 10—12 milljóH'
ir króna. ÁætlaÖ er að virkjunin
geti tekið til starfa á næsta ári,
ef engar óvæntar tafir koma fyr-
ir. Orkuverið verður 2400 kvv.
Frá orkuverinu Iiggja 30 þúsund’
volta háspennulínur um byggðir
Vestfjarða og er þegar byrjað a®
leggja þær og því verki haldið
áfram í sumar.
Gamall draumur rætist.
Hinar stórvirku framkvæmdir
nútímans, sem nú eru að hefjast
í Arnarfirði marka tímamót í sögu
byggðarinnar og raforkan þaðan
á eftir að flytja birtu og yl og
aukna velmegun inn á heimili
fólks um alla Vestfirði. Þó að
draumurinn um beizlun orkunnar
þar hafi ekki orðið að veruleika
fyrr en nú, stafar það ekki af því
að mönnum hafi ekki verið hugs-
að til fossaorkunnar í Arnarfirði
fyrr. Fyrir mörgum áratugum
komu menn auga á hin frábæru
skilyrði til rafvirkjunar, sem þar
eru til staðar og um 1920 mældu
norskir verkfræðingar fyrir virkj-
un, þó ekki yrði úr framkvæmdum.
Aðstæðu allar og tækni er nú’
breytt, en það sem breytingunni
veldur og þyngst er á metunum er
það, að þeir menn, sem umboð'
liafa fyrir fólkið á löggjafarþingr
þjóðarinnar hafa beitt sér fyrir
framgangi málsins og fengið það
samþykkt. Er sú saga enn eitt
dæmið um það, að fólk verður að:
treysta á féiagsleg úrræðíi og
standa fast saman um þá menn,
sem veljast til að vinna góðunr
málum lið og duga vel í þeirri
baráttu.
Þegar vatnsaflið verður farið
að knýja gljáfægðar vélar í orku
verinu við Mjólkárfossa hefst nýtt
landnám í Arnarfirði. Raforka,
vegir og brúuð vatnsföll færa íbú-
um þessara byggða þá loks þægindi
sem of lengi hefir verið beðið
eftir og bíða þyrfti lengi eftir enn,
ef heiðarlegir umbótamenn hefðu
ekki haft áhrif á landsmálin með
hag almennings fyrir augum.
Raforkan breytir lífskjörum
fólksins.
Raforkan er eitt af sjálfsögð-
ustu nauðsynjum nútímans, sein í
mörgu tilliti hefir breytt lífs-
venjuni og skapað áður óþekkt
þægindi. En raforkaii er meira.
Hún er undirstaða framleiðslunn
(Framhald á 2. síðu).
t-