Tíminn - 13.05.1956, Qupperneq 6

Tíminn - 13.05.1956, Qupperneq 6
6 T í M I N N, siniiHidagiim 13. maí 1956, Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur í Edduhúsi vi3 Lindargötu. Símar: 01300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. Gegn lepprákissteínnnni TjAÐ VERÐUR betur og betur ljóst, að kjós- mdur eiga í raun og veru um það að velja, hvort ísland eigi að verða leppríki í framtíðinni ■eða sjálfstætt land. Stefna kommúnista er sú, að fsland verði rússneskt leppríki. Það er stefna kommúnista hvar vetna í heiminum að gera við- komandi land að leppríki æðstu prestanna í Moskvu. Þeir fylgja þeirri stefnu hér eins og annars staðar. Þessu hefir aðalleiðtogi Alþýðubandalagsins svonefnda, Brynjólfur Bjarnason, lýst yfir opinberlega. Sannir kommúnist- ar, segir hann, marka stefnu sína fyrst og fremst’ eftir aðstöðunni til föðurlands sósíal- ismans, Sovétríkjanna, en ekki til eigins föðurlands. KOMMÚNISTAR eru ekki lengur einir um það hér á lagdi að berjast fyrir því, að ísland verði leppríki erlends stórveldis. Flokkurinn, sem kennir sig við sjálfstæði þjóðar innar, hefir nú fullkomnað þann blekkingaleik með því að taka upp hreina leppríkisstefnu Hann segir, að við eigum ekki lengur að ráða því sjálfir, hvort hér sé herlið á friðartímum, heldur eigi að fela crlendum hershöfðingjum að meta það. Hann segir jafnframt, að við eigum að afstýra atvinnuerfið- leikum og gjaldeyrisskorti með því að auka varnarvinnuna. Það sé hin öruggasta lækning á hinum efnahagslega vanda. Allir eiga að geta gert sér Ijóst, hvert það leiðir, ef við verðum atvinnulega og efnalega háðir varnarvinnunni. Við erum þá ekki efnahagslega sjálfstæð- ii . Takmarkalaiis hræsni ,,TLENZK utanríkis- mál eiga að-standa ofari við dylgjur og karp“, seg- ir Bjarni Benediktsson í Mbl. 6. þ. m. í verki hefur Bjarni hins- vegar framfylgt þessu þannig, að hann hefur látið suma fél- aga sína gefa út Flugvallar- biaðið, þar sem haldið hefur verið uppi versta níði um núv. utanríkisráðherra og hann jafn- vel talinn þjónn og erindreki OlíuskipiS |jAÐ ERU EINHVER gleðilegustu tíðindi, sem hér hafa lengi gerzt, að Samband íslenzkra samvinnufé- lagá og Olíufélagið hafa fest kaup á stóru olíuflutningaskipi, er verður afhent þeim á kom- andi hausti. Eftir það munu íslendingar geta flutt olíur og benzín til landsins á eigin skipi að mjög miklu leyti, en hingað til hafa þessar vörur eingöngu verið fluttar til landsins á er- lendum skipum. Vegna þess, að íslendingar hafa ekkert olíuskip átt, hafa erlend skipafélög getað stór- hagnazt á kostnað þeirra. Með komu hins nýja olíuskips er því raunverulega náð nýjum mikilvægum áfanga í Sjálfstæð- isbaráttu þjóðarinnar. . ÞAÐ HEFIR um nokkurt skeið verið draumur íslenzkra samvinnumanna að stíga þetta skref til að losa þjóðina við féflettingu af hálfu erlendra gróðamanna. Samvinnumenn hafa nokkrum sinnum að und- ir lengur. Efnalegt óíreisx býð ur stjórnmálalegu ófrelsi heim. Ef slíkri stefnu yrði fylgt, yrði ísland fljótt amerískt leppríki. Þótt margt megi gott um Bandaríkin segja, má enginn góður íslendingur stuðla að því, að við verðum amerískt leppríki. Stjórnarhættir Nicara- gua og Panama eru ekki lokk- andi fyrirmyndir.'Að vísu hefir auðstéttinni tekizt að hreiðra vel um sig í þessum löndum. En kjör almennings eru hin auihustu og virðing þessara þjóða á lægsta stigi. HVERT ATKVÆÐI, sem kommúnistar eða Sjálfstæðis- menn fá í næstu kosningum, hjálpar til að færa ísland nær leppríkisstöðunni, annað hvort þeirri austrænu eða vestrænu. Allir góðir íslendingar verða að sporna gegn þeirri öfugþró- un. Það verður aðeins gert með því að efla bandalag umbóta- flokkanna, . Þeir berjast fyrir því, að hér sé ekki herseta á friðartímum. Þeir vilja eflingu atvinnulífsins í stað þess að gera þjóðina háða störfum í þágu erlends hers. Þeir berj- ast fyrir því, að þjóðin haldi fast á yfirlýstri stefnu sinni í utanríkis- og varnarmálunum. Það mun skapa henni mest traust og álit út á við. Þeir berjast gegn sérhverjum undir- lægjuskap við hvaða erlent vald sem er. í kosningunum í sumar verð- ur þjóðin að fylkja liði gegn leppríkisstefnunni — fylkja liði fyrir frjálsu íslandi. Það verð- ur aðeins gert með glæsilegum sigri bandalags umbótaflokk- anna. Rússa. Svo kemur Bjarni og segir, að þessi mál eigi að standa of- an við dylgjur og karp! Geta menn ímyndað sér meiri hræsni og óheilindi? Hver getur treyst flokki þeirra forystumanna, sem eru staðnir'að jafn hyldjúpri hræsni og Bjarni Benediktsson í fram- angreindu dæmi? Hverjum finnst,, að slíkur flokkur verð- skuldi tillrú þjóðarinnar? anförnu haft tækifæri til að stíga þetta skref. Það hefir hins vegar jafnan verið hindrað af sérhagsmunamönnum þeim, sem ráða Sjálfstæðisflokknum. Svo djúptækur er fjandskapur þeirra manna í garð samvinnu- félaganna, að ekki hefir verið horft í það, þótt þjóðin væri þannig féflett af útlendingum svo að miljónatugum skipti, vegna óhagstæðra olíuflulninga á þessum tíma og sumpart vegna hækkandi verðlags á olíu- skipum. Hér er vissulega um mál að ræða, sem samvinnumenn mega ekki gleyma. Það sýnir vel hvers samvinnuhreyfingin hefir að vænta af Sjálfstæðismönn- um, ef þeir fengju meiri völd. Þess vegna má enginn sam- vinnumaður láta lienda sig þau afglöp að veita Sjálfstæðis- flokknum stuðning. HIÐ NÝJA olíuskip er glögg sönnunu um frumkvæði og forystu samvinnumanna í framfaramálum þjóðarinnar. GLLnnar Dat rittiöfundur: á dögum Sókratesar • • Oldin kallaði á mann, sem var þess megnugur að byggja andiegu lífi nýjan grundvöii og þá gekk Sókrafes fram á sviðið. — Lokagrsin — Baksvið sögunnar. í fyrri greinum hefur verið brugðið upp nokkrum svip- myndum úr hinu veraldlega um- hverfi Sókratesar, Aþenu. En hvernig var þá sú öld, sem liann lifði á? Hvernig var hið andlega umhverfi hans og sá jarðvegur, sem hann er sprottinn úr? Spámenn og andans stórmenni. Um miðbik fyrsta árþúsunds- ins fyrir Krists burð er líkast því, sem margir hinir stórbrotn- ustu andar mannkynsins hefji samtímis eina hina mestu fram- sókn, sem um getur í sögu þess. Skömmu fyrir aldamótin 500 f. Kr. sneri Gautama Budda til Uruvelaskógar til þess að flytja heiminum boðskap sinn.Skömmu síðar reit Lao Tze bók sína um Veginn. En samtíða honum í Kína voru heimspekingarnir Konfúsíus, Mensius og Chung- tzú. í Persíu reis þá upp spá- maðurinn Zorvaster og í Judeu Isaiah, Egra og aðrir spámenn ísraels. Samtíða þessum mönn- um kemur Sókrates fram á sjónarsviðið í Grikklandi. Py- þagoras, Zenio og Anaxagoras voru nokkri eldri, en Plató og Aristóteles nokkru yngri. Pólitísk þróun. í Aþenu á dögum Sókratesar voru aðeins 350.000 íbúar og um 40 þúsundir vopnfærra manna. Þó var Aþena orðin stórveldi, sem hafði skipti við öll lönd Miðjarðarhafsins. Þar eins og í öðrum grískum borgríkjum höfðu þjöðmálin þróazt frá ættfeðrastjórn og einveldis- stjórn hinna sterkustu til höfð- ingjastjórnar hinna ríkustu. En alþýðan, demos, skipaðist þá um leið í undirstétt, sem tók að ve- fengja rétt þeirra, sem forráð og sérréttindi höfðu. Það ástand, sem þetta óhjákvæmilega skap- aði, notuðu ýmsir metorða- gjarnir og djarfir menn á 7. og 6. öld f. K. til að leggja undir sig öll völd og gerast einvaldir (Ty- ranar). Þegar Sókrates fæðist, hafði alþýðan brotið veldi þeirra á bak aftur og stofnað í Aþenu fyrsta lýðræðí sögunnar. Lýð- ræðið hafði leyst einræðiö af hólmi. Þeseifur er sagður hafa fyrst- ur sameinað öll ríki Attiku í eitt og gert Aþenu höfuðborg hins nýja rikis (á 8. eða 10. öld f. Kr.). Þjóðin skiptist þá í þrjár stéttir, aðal, smábændur og iðn- aðarmenn. — Þegar Þeseifur féll frá, komst valdið í hendur ríkra höfðingja aðalsins. Gekk hann mjög á rétt smábænd- anna, iðnaðarmanna og kaup- manna. Til að bæla niður upp- reisn þessara stétta fékk aðall- inn aðstoð harðstjóra frá Kor- inþu og Megara. Loks brauzt alþýðuforinginn Pisistratos til valda 561 og gerðist einvaldur. Sýnir hans Hippias og Hippar- chos erfðu völdin eftir hans dag. Hipparchos var myrtur á panaþenu-hátíöinni 514 og Hippias rekinn frá völdum 510. Viðslcipti við Persa. Eftir það var lýðveldið stofn- að. Skömmu fyrir daga Sókrates- ar reyndu Persar að'gera Grikk- land að hjáleigu austurlenzks Hún er öflug hvatning um, að samvinnuhreyfingunni sé veitt- ur sá stuðningur, að henni verði kleyft, að hafa slíka forustu á sem flestum sviðum þjóðfélags- ins. einræðiskonungs. En Grikkland undir forustu Aþenu vann loka- sigur yfir Persum í orrustunum við Salamis og Plataeu níu ár- um fyrir fæðingu Sókratesar. Hófst þá gullöld í Aþenu, öld Periklesar. Stóð hún þar til Felópsskagastríðið • (431—404) batt enda á veldi Aþenu. Þann- ig hófst í æsku Sókratesar fyrsta lýðræði heimsins, sem vann glæsilegan sigur á erlendu stór- veldi og skapaði stórsstígar fram farir á öllum sviðum þjóðlífs- ins. En þegar Sókrates er mið- aldra Hjaxfur, hefjast i Aþenu gerólíkir timar, einskonar „eftir- stríðsár“. Og á síðustu fjórtán æviárum hans breyttist stjórn- arfarið mjög ört. Var fyrst lýð- ræði, síðan auðmannastjórn, þá aftur takmarkað löðræði, síð an algert lýðræði eða múg- stjórn. Upp úr því hófst valda- tímabil hinna þrjátíu harð- stjóra, — og loks var lýðveldið endurreist. Öll þessi stjórnar- form virðast hafa átt sína ann- marka. — Hin innri véfrétt Sókratesar varaði hann jafnan við að gefa sig að stjórnmál- um. Samt varð hann að lokum eitt af fórnardýrum hinna grimmu átaka, sem urðu milli siðlítiilar einræðisstjómar og sjóndaprar múgstjórnar. Þróun fagurra mennta. Þróun bókmennta og lista er að sjálfsögðu óaðskiljanleg þess- ari þjóðfélagslegu þróun. — Á dögum Hómers er hreystin og karlmennskan hinar æðstu dyggðir og skáldið er kátt eins og víkingur, sem hyggur á strandhögg. Þá er borgríkinu stjórnað af hinum sterkasta, þeim, sem fremstur gekk í orr- ustunni. Harðstjórar 7. aldar ræna skáldið frelsi sínu og gleði sinni. Simonides og Alkalos ortu ádeilukvæði og réðust gegn harðstjórunum. 1 vitund þeirra urðu guðirnir einnig harðstjór- ar, sem ekki þoldu að sjá mann- lega velmegun og hamingju. Þess vegna urðu skáldin bölsýn og litu dökkum augum á tilver- una. Skáldskapur og heimspeki héldust í hendur. Skáld 6. aldar, Aesop og Pho- cylides til dæmis, halda áfram ádeilum sínum á harðstjóra og taka jafnvel að gagnrýna ýms- ar gamlar kenningar í andleg- um málum og krefjast skooana- frelsis og málfrelsis. — Loks hefst uppreisn í grískum ný- 1 lendum með stuðningi Aþenu gegn einveldi og harðstjórn Persa. Þegar Sókrates fæðist eru skáldin orðin frjáls. Aeschylos hafði þá fyrir tveimur áratug- um samið óð sinn til frelsisins og föðurlandsins, leikrit sitt, „Persarnir“. En Sófókles og Euripides voru þá unglingar. Með Sókratesi vaxa því úr grasi margir listamenn og skáld, sem allur hinn menntaði heimur þekkir enn í dag. Og bæði Sókra- tes og allir aðrir heimspekingar fornaldarinnar tömdu sér mál- far skáldsins og notuöu líking- ar úr goðsögum þeirra. Þannig héidust skáldskapur og heim- speki í hendur. Sófistar. Eðlilegt var, að á slíkum tím- um risu öldur í andlegu’ lífi Aþenu hærra en nokkru sinni fyrr í .sögu hennar. f. því öldu- róti sundlaði margan og ýmsir tóku það ráð að loka augum og eyrum fyrir öllum nýjungum og S O K R T E S halda fast við hina gömlu kjöl- festu, Hómerskvæði og trúna. Aðra ærði hið nýfengna frelsi, ný völd og auður. Þeir afneit- uðu öllu, sem áður hafði verið í heiðri haft og vildu rífa niður allt, sem fortíðin hafði byggfc upp. Þeir glötuðu trúnni og hin um siðræna grundvelli hennar og höfnuðu í auðhyggju og vonleysi. Veraldargæðin ein skiptu þá nokkru máli. Spá- menn þessa nýja lífsviðhorfs var hópur greindra mennta- manna,; sem kallaðir voru Só- Ifistar. Þeir vísuðu framgjörnum unglingum leið til valdg með , mætti þankans og orðsins. Frá | því sjónarmiði séð var öll fræðsla i þeirra hagnýt, og sjálfir högn- | uðust þeir vel á fræðslu sinni. ! Hún miðaðist öll við kröfur valdabaráttu og auðhyggju. Só- fistarnir kenndu mælskufræði og hvernig fylgja ætti máli fram til sigurs. Á þeim tima, þegar hver maður varð sjálfur að sækja og verjá mál sín fyrir dómstólum og á þingum, var mælskulistin aldrei ofmetin. Sannleikur og réttlæti urðu aukaatriði, því að Sófistarnir kenndu að slíkt væri raunar ekki til, nema hvað hverjum og einum þætti satt og rétt! Mað- urinn sjálfur er mælikvarði allra hluta og algild sannindi ekki til. Sá sterki er hamar, hinn veiki er steðji. Aflið er réttúrinn, og aflið var orðið mælskulistin. Sá, sem slunginn var í mælskulisfc og rökflækjum, gat ákveðið hvað rétt og gott var í hverju máli. Snilld hans var einmitt í því fólgin að láta það sýnast rétt, sem hagsmunir hans kröfðust að væri rétt og þaðð gott, sem honum kom vel. Til þess aðð ná þessu marki varð ræðumaður- inn, ef svo bar undir, að geta látið hið verra sýnast hið betra, hið sanna logið og hið rétta rang læti. Eiginlega heimspeki og vís- indi leiddu Sófistarnir hjá Sér j að mestu, þar sem þau voru | ekki vænleg til fjár, ekki hag- nýt. — Þannig var lífsskoðun Sófistanna í raun og veru, að- eins réttlæting á auðhyggju þeirra og uppfræðslu um, hvern- ig bezt væri að olnbogast áfram í heiminum. Kenningar þeirra leiddu til upplausnar á siðgæði, enginn vissi lengur hvað var satt og rétt. Þeir höfðu leyst úr læðingi öfl, sem þeir réðu ekki við. Nýjar ráðgátur hertóku hugi manna og hið andlega öryggis- leysi og upplausn óx eftir bví sem fræðsla þeirra varð meíri og rökræðurnar fleiri. Hin gamla kjalfesta sveik alla nema þá tregustu, en í hennar stað kom þó aðeins veraldlegur hégómi og neikvæð og hol lífsskoðun von- lausra manna. Þá kom Sókrates. Öldin kallaði á mánn. sem greint gæti hismið frá kjarn- anum, þrætt hinn gullna með- alveg og byggt andlegu lífi nýj- an gruiidvöll. — Og þá gekk Sókrates fram á sviðið. Aþenu, feb. 1955. Gunnar Dal.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.