Tíminn - 02.12.1956, Qupperneq 4
4
T í M I N N, sunnudaginn 2. desember 1956.
Minnzt hjónanna á ASmenningi á Vafnsnesi:
eð þrotlausu erfiði ko
frá ailsieysi til bjargá
Teitur bóndi reri margar vertíftir á Su<Surne
um, stundatSi síían sjó og búskap aí kappi á
heimaslóðum fram á elliár
Þann 26. september í haust andaðist Ingiríður Jónsdóttir
húsfreyja á Almenningi á Vatnsnesi, 89 ára að aldri. Hún var
fædd í Gautsdal í Bólstaðarhlíðarhreppi 31. dag júlímánaðar
1867. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson og Sólveig Ólafsdótt-
ir, þá vinnuhjú í Gautsdal. Ekki er mér kunnugt um dvalar-
staði þeirra Jóns og Sólveigar næstu árin, en 1875 bjuggu þau
á Vatnsnesi og var Ingiríður dóttir þeirra þar hjá þeim. Þegar
Ingiríður var um fermingaraldur fór hún að Syðstahvammi á
Vatnsnesi og var þar vinnukona fram yfir tvítugsaldur.
Ir.giríður giftist Teiti Jóhannssyni 21. okt. 1893. Voru þau
þá í húsmennsku í Gröf á Vatnsnesi. Næsta ár voru þau í Tungu
koti í sömu sveit, síðan tvö ár í Ánholti og átta ár í Ánastaða-
húsum. Árið 1905 fluttust þau að Almenningi og bjuggu þar
til 1946, en Teitur lézt 24. júní það ár.
Teitur Jóhannsson var fæddur á Geitafelli á Vatnsnesi 19.
júlí 1868, sonur Jóhanns Jóhannessonar og Guðrúnar Jóns-
dóttur. Þau voru á ýmsum stöðum á Vatnsnesi, síðast í nokk-
ur ár í húsmennsku í Ánastaðahúsum, og þar lézt Jóhann árið
1888, en Guðrún lifði til 1916 og var ávallt hjá Teiti syni sínum.
Teitur og Ingiríður eignuðust fjögur börn. Það elzta, Ólaf-
ur, dó ungt, en hin þrjú, Theódór, Hjörtur og Hólmfríður, búa
á Almenningi.
þar skrifaði hann líka árlegan hey-
feng sinn o. fl. viðkomandi búskapn
um. Aflaskýrslur Teits sýndu ná-
kvæmlega hvað hann hafði fengið
marga fiska árlega á hvern bát.
Mestur afli hans á Stíganda var
árið 1928, samtals 10030 fiskar, og
alls aflaði hann á þenn bát 96534
fiska.
Einn sunnudag í ágústmán-
uði 1940 kom ég að Almenn-
ingi og sat þar lengi á tali við
kunningja minn, Teit bónda,
og fjölskyldu hans. Það, sem
hér fer á eftir, er skráð eftir
frásögn Teits, meðan við sát-
um að góðum veitingum í bað-
stofunni á Almenningi.
Þegar Teitur var ungur maður
fór hann suður til sjóróðra á vetr-
um, eins og þá tíðkaðist. í fyrsta
sinn fór hann suður þegar hann
var á 19. ári, og síðan næstu 5
árin þar á eftir.
Gull í vindlakassa —
kopar í naufspung
Fyrstu vertíðina var hann á Sel-
tjarnarnesi. Var svangur þar. Síð-
an eina vertíð á Vatnsnesi við
Keflavík. Þar gerði hann sig sjálf-
ur út, og fékk 18 fiska yfir ver-
tíðina, en var þá einnig í grjót-
vinnu hjá Arinbirni í Keflavík. —
Tvær vertíðir var Teitur hjá Einari
hreppstjóra Jónssyni í Garðhúsum
í Grindavík. Hann taldi Einar góð
an húsbónda og þótti gott hjá hon-
um að vera. Kaupið var 60 krónur
yfir vertíðina. Á lokadaginn kall-
aði Einar vertíðarmennina inn í
stofu og galt þeim kaupið. Hann
geymdi peninga í þremur vindla-
kössum, gull í einum, silfur í öðr-
um og seðla í þeim þriðja, en kop-
ar í nautspung.
Þá var Teitur eina vertíð á Vatn
leysuströnd og aðra í Grindavík,
útgerðarmaður hjá Þorleifi „jarla-
skáldi“, húnverzkum manni.
Á Almenningi á Vatnsnesi
Eins og áður segir, fluttist Teit-
ur með fjölskyldu sína að Almenn-
ingi árið 1905. Þar stundaði hann
ætíð sjóróðra, jafnframt búskapn-
um. Áður hafði oft verið róið á
haustin frá Hamrinum, sem er í
Almenningslandi. Þar voru sjóbúð
ir, og gerðir út 2—3 sexæringar,
með 6—7 manna áhöfn. Af for-
mönnum á Hamrinum mundi Teit-
ur m.a. eftir Sumarliða Finnboga-
syni á Sveðjustöðum og Jóhannesi
á Útibleiksstöðum, föður Björns
Líndals alþm. á Svalbarði.
Á jullunni
Teitur átti litla fleytu, sem hann
nefndi jullu. Réri hann einn á
jullu sinni þangað til drengir hans
voru orðnir svo stálpaðir, að þeir
gátu farið með honum á sjóinn.
Hann átti líka um tíma bát, sem
hann nefndi suðra. Og árið 1920
smíðaði Ólafur Guðmundsson á
Hvammstanga þriggja manna far
fyrir Teit. Var sá bátur nefndur
Stígandi. Teitur átti hann í 16 ár,
en seldi hann síðan.
Árið 1907 byrjaði Teitur að rita
í bók skýrslur um afla sinn, og
Túnið „eins og krossfiskur"
Þegar Teitur kom að Almenn-
ingi var túnið þar lítið, þýft og
grýtt, milli mýrarsunda. „Það var
eins og krossfiskur í laginu“, sagði
Teitur. Árið 1907 fengust af því
52 hestar af fóðri, en 1939 voru
þeir Teitur og synir hans búnir
að fjórfalda töðufenginn. Jarða-
bæturnar höfðu þeir nær eingöngu
unnið með handverkfærum.
Vinnusöm hjón
Teitur á Almenningi vann hlífð-
arlaust langa ævi og bar þess merki
á efri árum. Hann var viðræðu-
glaður, kjarnyrtur og hispurslaus
í tali. Minnisstæður öllum sem
kynntust honum.
Ingiríður lifði í full 10 ár eftir
að maður hennar dó, og naut góðr-
ar umhyggju barna sinna. Fyrir
nokkrum árum var byggt íbúðar-
hús á Almenningi í stað gamla bæj-
arins. Þar sat gamla konan við
vinnu sína í vistlegu og hlýju her-
bergi. Hún prjónaði mikið og var
Teitur Jóbannsson
fallegt handbragð á því, sem hún
vann. Hún hélt minni sínu og sálar
kröftum til síðustu stundar.
Frá allsleysi til bjargálna
Svo mátti heita að hjónin á AI-
menningi væru alla ævi í sömu
sveitinni. Með mikilli vinnu, reglu
semi og nægjusemi, komust þau
frá allsleysi til bjargálna og voru
fremur veitandi en þiggjandi. Þau
voru svo heiðarleg í öllum skipt-
um við samtíðarmennina, að í þeim
efnum eru ekki aðrir framar.
Um hjónin á Almenningi
geymast aðeins góðar minn-
ingar.
Sk. G.
ísafold gefur át 7 bækur við hæf i
barna og unglinga, |iar af 4 íslenzkar
ísafoldarprentsmiðja hefir sent frá sér á markaðinn fyrir
þessi jól hvorki meira né minna en sjö barna- og unglinga-
bækur, og eru sumar þeirra eftir öndvegishöfunda íslenzka,
svo sem tvö ný bindi af Nonna-bókum Jóns Sveinssonar og
nýja bók eftir Stefán Jónsson.
Síðasta Nonna-bókin nefnist
Nonni í Japan. Þetta er sagan um
ferð Nonna umhverfis jörðina, en
sú ferðasaga hófst með bindi því,
sem út kom í fyrra. Annars er
þetta 12. bindi í ritsafni Jóns
Sveinssonar, sem ísafold gefur út
! undir umsjá Freysteins Gunnars-
sonar, skólastjóra, og hann hefir
þýtt þessa bók, sem flestar hinar
fyrri. Þessi bók kom út árið 1949
eða fimm árum eftir dauða Jóns
Sveinssonar. Jón Sveinsson lézt
frá þessari bók hálfgerðri, og er
síðasta frásögn hans af komu í
keisarahöllina í Japan. Sögulokin
hefir annar maður gert eftir dag-
bókum hans.
Hin Nonna-bókin, sem nú kemur
út heitir Hvernig Nonni varð ham-
ingjusamur. Þetta er 7. bindi safns-
ins, einnig í þýðingu Freysteins.
Halldór Pétursson hefir teiknað
myndir í þessa útgáfu. Þarna er
rakinn að nokkru aðdragandi þess,
að Nonni gerðist kaþólskur. Segir
þar frá skólaárum hans í Frakk-
landi og lýkur bókinni með því, að
Manni bróðir hans kemur í heim-
sókn.
Hanna Dóra.
Svo heitir bók sú, sem ísafold
gefur nú út' eftir Stefán Jónsson.
Segir þar frá 12—13 ára Reykja-
víkurstúlku, sem verður vegalaús
við móðurmissi og verður að
bjarga sér siálf með hjálp góðsams
fólks.
| Síðan segir frá alllangri dvöl
I hennar í sveit og drífur þá margt
á dagana. Sagan er í senn skemmti
leg og vel rituð eins og aðrar
barnabækur Stefáns.
Hafdís og Heiðar.
Eina íslenzka barnabók gefur
ísafold út enn. Er það sagan Haf-
dís og Heiðar eftir Hugrúnu. Hug-
rún hefir sent frá sér margar
barnabækur. Samkvæmt frásögn á
titilblaði er þessi bók aðeins upp-
Þáttur kirkjunnar:
Lothing
Lotningin er tilfinning eða
hugarástand, sem er nokkurs
konar jarðvegur, sem hinar göf
ugustu hugðir og kenndir
mannssálar gróa í.
Fátt er fremur vanrækt í upp
eldi nútímamannsins en lotn-
ingin. Enda er ekki greitt um
vik. Henni mætti og líkja við
mjög viðkvæma jurt, sem ekki
þolir hraða né hávaða.
Lotningin getur ekki þrosk-
azt og vaxið nema í kyrrð og
þögn. En fái hún að mótast
þannig opnar hún hlið helgidóm
anna og sýn inn á lönd hinn-
ar æðstu fegurðar.
Húslestrarnir í gamla daga
voru ekki svo mjög vel fallnir,
sem margur heldur til að auka
þekkingu og skilning á írú-
fræði og siðfræði eða kristn-
um dómi yfirleitt fræðilega séð.
En vart getur betri skóla í
þjálfun lotningar en hinar
mörgu andaktarstundir í heima
húsum.
Enginn mátti hreyfa sig,
nema nauðsyn bæri til og sú
nauðsyn varð að vera brýn.
Enginn mátti tala, ekki einu
sinni hvísla, enginn mátti vinna,
ekki einu sinni prjóna. Mínút-
urnar voru helgaðar eingöngu
hinu heilaga orði Guðs. Og
kyrrðin hin strangmótaða þögn
skóp lotningu fólksins einkum
barnanna fyrir hinu heilaga,
fagra og sanna. Og þegar hvert
orð húslestranna var horfið úr
vitundinni, varð lotningin eftir,
eilíf eign tiltæk til að helga
sér það sem heilagt yrði og fag-
urt á lífsbrautinni.
Það er hörmulegt, að þessar
hljóðu lotningarstundir skuli
vera horfnar án þess að skilja
nokkuð eftir í sinn stað. Nú
eru börnum víðast gefnir stein
ar fyrir brauð, þegar rækta
skal lotningu í hugum þeirra og
hjörtum. Hvergi er ró, hvergi
friður, hvergi heilög stund, því
að kirkjur eru yfirleitt van-
ræktar, og gegna því ekki, geta
ekki gegnt þessu mikilsverða
uppeldi í menningarlífi þjóðar-
innar.
Þetta gæti endað með algjörri
upplausn, skorti, örbirgð á and
legri inneign og andlegum auði
fólksins. Helgidómar gleymast
og glatast. Þjóð, sem á enga
helgídóma, sem hún dáir, skil-
ur og ann, byggir allt sitt, alla
framtíð sína og menningu á
sandi.
Húslestrar og sálmasöngur í
heimahúsum eru glataðir íjár-
sjóðir framtíðinni, en andi
þeirra lifir og mun lifa enn
nokkrar kynslóðir. En annað
getur komið í þeirra stað. Reyn-
ið að eignast ofurlitla helgi-
stund með börnunum að morgni
og kvöldi.
Notið betur bænastundir út-
varpsins, bannið allt samtal,
allan ys meðan á þær er hlýtt
Lokið annars tækinu.
Takið börnin oft með í kirkju
og kennið þeim að sitja hljóð
og hlýða með lotningu á allt,
sem fram fer.
Bendið hinum ungu á helgi
sólarlags og sólaruppkomu. Þar
skapar náttúran sjálf sínar lotn
ingarlindir.
Gjörið hljómleika og lestur
helgirita að auðsuppsprettum
til eflingar lotningunni í sálum
unga fólksins. Takið nokkrar
stundir á ári, helzt í hverjum
mánuði til að hlusta, sitja hljóð
og hlusta á sinfóníur og æðri
tónlist í útvarpi eða söngleikj-
um. Það er nákvæmlega hlið-
stætt fyrir nútímann og hús-
lestrar voru fyrir horfnar kyn-
slóðir. Skilningurinn á efninu
síast smám saman inn í vitund-
ina og auðgar sálarlífið allt. En
einkum vex lotningin, tilbeiðsla
mótast, en umframt allt lotning
fyrir æðri sviðum íilverunnar,
leyndardómum Guðs. Og lotn-
ingin opnar svo hlið himins.
himna fegurðar og fullkomnun-
ar. Hún á þá lykla, ,sem eng-
inn annar, ekkert annað í al-
heimi getur notað.
Gleymið ekki að efla lotn-
inguna í sál og framkomu barna
ykkar.
Árelíus Níelsson
1
1
|3 CíWJKWMUhí Iji'i - <**- '-' S ”-í-
NeSirú mim vafaSanst reyna aS bæta
New Dehli. 28. nóv. — Mikill fjöldi manna var á flugvellin-
um utan við New Dehli 1 dag, þegar Chou en-lai forsætis- og
utanríkisráðherra Kína sté út úr flugvél sinni, en liann er
kominn í 12 daga opinbera heimsókn til Indlands. Nehru,
forsætisráðherra Indlands, bauð Chou en-lai velkominn ásamt
stjórnendum Tíbet, Dalai og Panchet Lama, sem komnir eru
til borgarinnar til að taka þátt í minningarathöfn í tilefni
þess, að 2500 ár eru liðin frá dauða Buddha.
Chou en-lai sté brosandi út úr
flugvélinni og veifaði til mann-
fjöldans, en skólabörn, sem mætt
voru á vellinum, köstuðu yfir hann
blómum og mannfjöldinn hrópaði:
Indverjar og Kínverjar eru bræð-
ur.
haf sögu, sem væntanlega mun síð
ar og á annað bindið að heita Haf-
dís finnur hamingjuna.
Þá er að nefna þýddu barnabæk-
urnar. Ein þeirra nefnist Uglu-
spegill og er þar um gamalfrægt
þýzkt ævintýri að ræða, og segir
þar frá ærslum og strákapörum
ýmsum, er skemmt hafa mönnum
oft og lengi. Eiríkur Hreinn Finn-
bogason hefir þýtt þessa bók, sem
prýdd er allmörgum íeikningum.
Þá má nefna bókina Árni og
Berit eftir Anton Mohr í þýðingu
Stefáns Jónssonar námsstjóra.
Þetta er saga um ævintýraför
söguhetjanna frá Noregi til Hawaii
með nokkrum skemmtilegum teikn
ingum. Framhald þessarar sögu
Mikilvæg heimsókn.
Chou en-lai flutti stutt ávarp.
Kvað vináttu Indverja og Kínverja
traustari en nokkru sinni fyrr.
Þessi tvö lönd hefðu orðið fyrst
til að framkvæma hinar fimm meg-
inreglur um friðsamlega sambúð
ríkja, og væri þetta mjög þýðingar-
mikið. Kvaðst hann vona, að þessi
heimsókn yrði til þess að styrkja
vináttuböndin og þá ekki síður
friðinn í Asíu og heiminum öllum.
Stjórnmálafréttaritarar leggja á
mun væntanlegt síðar. Hér er um það áherzlu, að þessi heimsókn
að ræða barnabækur, sem náð hafa , Chou en-lais sé mjög athyglisverð
miklum vinsældum í Noregi.
Loks má nefna Draugaskipið og
fleiri ævintýri. Eru þetta nokkur
ævintýri úr safni Hauffs, sem eru
heimskunn og hafa komið út hér
á landi einu sinni áður. Minna
sum ævintýrin á Þúsund og eina
nótt. Allmargar teikningar eru í
bókinni. Er þetta einkar girnileg
barnabók. Allar þessar barnabæk-
ur ísáfoltíar eru í smekklegum
búningi við hæfi barna og ungl-
inga.
með tilliti til þess, að Nehru fer
innan skamms til Bandaríkjanna til
viðræðna við Eisenhower. Er íalið
vafalítið, að Nehru muni þar tala
máli Kína og reyna að fá því til
leiðar komið, að Bandaríkin taki
upp stjórnmálasamband við Pek-
ingstjórnina.
Auglýsið í Tímanum