Tíminn - 21.12.1956, Síða 2

Tíminn - 21.12.1956, Síða 2
2 T í M I N N, föstudaginn 21. desember 19S& Bæjarstjórn gerir ályktun til stuSn- ings gistihusabyggingum í bænum Tiilaga ÞórUar Ejörnssonar hreyfíi máiinu fyrst og leiddi tii skipunar nefndar sem nú hefir skiiati ýtarlegu áliti Á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur í gær var samþykkt tillaga, sem gistihúsanefnd bæjarins lagði fram um ráðstaf- anir til að auka gistirúm í bænum. Tillagan var svohljóðandi: „Bæjarstjórn Reykjavíkur skor- ar á ríkisstjórn íslands og fjár- festingaryfirvöld að veita nú þeg- ar leyfi til að hefja byggingu 200 gistiherbergja í Reykjavík. Bæjarstjórnin beinir því til sam vinnunefndar um skipulagsmál, að ákveða nú þegar staðsetningu gisti búsa í bænum, og heitir bæjar- stjórn því að láta í té leigulóðir fyrir gistihús. Bæjarstjórnin heitir því fyrir sitt leyti að veita ábyrgð fyrir láni, er varið sé til að byggja gistihús, allt af 25% stofnkostnaðar, enda sé baktrygging til bæjarins fyrir hendi, og beinir því til Alþingis, að það veiti ríkisábyrgð fyrir láni, er nemi allt að 50% stofnkostnaðar gistihúsa í Reykjavík". Málinu hreyft. Upphaf þessa máls, nefndarskip- unar, nefndarálits og tillögu, er það, að 1. marz 1956 flutti Þórður Björnsson, bæjarfulltrúi Framsókn arflokksins eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjórn felur bæjarráði og horgarstjóra að athuga og gera til lögur um, hvað sé tiltækilegt fyrir bæjaryfirvöldin að gera til að greiða sem mest fyrir byggingu nýs gistihúss í höfuðborginni". Þessi tillaga fékk ekki nægan stuðning, aðeins 7 atkvæði. í þess stað bar borgarstjóri fram svo- hljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn ályktar að kjósa fimm manna nefnd til þess að gera tillögur um aukningu gistirúma í Reykjavík". Var hún samþykkt með öllum atkvæðum. Starf nefndarinnar. Nefndin var síðan kosin, og skip uðu hana Geir Hallgrímsson, Þórð ur Björnsson, Lúðvík Hjálmtýsson, Agnar Kofoed-Hansen, Einar Ögm undsson. Leitaði nefndin álits ýmsra manna og stofnana, skilaði síðan ýtarlegu áliti, þar sem hún telur brýna nauðsyn bera til að byggja nú þegar húsnæði fyrir 350 —400 gistirúma. Til marks um þörf ina, bendir nefndin á, að árið 1938 hafi gistirúm verið 270 í bænum, en nú, 18 árum síðar, séu þau 100 færri. Þó hafi borgin stækkað mjög og ferðalög til hennar, bæði utan af landi og frá útlöndum, margfaldast. Það kemur og í ljós, að ýmsir aðilar hafa hug á að byggja gisti- hús eða eiga hlut að því, en til þessa hefir strandað á fjárskorti og fjárfestingarleyfum. Alit nefndarinnar er hið greinar bezta ,og getur það orðið grund- völlur frekari framkvæmda eins og fram kemur í ályktun þeirri, sem bæjarstjórn gerði í gær. Hefir tillaga Þórðar Björnssonar frá 1. inarz í vor því fengið nokkru áork- að. Breytt stefna varðandi samyrkjubúskap í Póllandi VARSJÁ, 20. des. — Pólska stjórn- in tilkynnir, að framvegis verði búið betur að bændum en tíðkað- ist meðan stalinistar fóru með völd. Hér eftir skuli bændur sjálf- ráðir að því, hvort þeir vinna á samyrkjubúum eða ekki, og ekki verði efnt.til nýrra samyrkjubúa, nema með samþykki bændanna sjálfra, sem þar eiga að vinna. ALGER NÝJUNG í STJÓRNMÁLASÖGU (Framh. af 1. síðu.) um, sem eru gerðar til að halda framleiðslunni í gangi. Ríkisbúskapurinn og stjórnarfrumvarpitS Þá vék ráðherrann að ríkisbú- ikapnum. Ríkissjóði er ætlað að iá 20% af tekjuöflun frv., eða um 100 milj. kr. Hvernig á að verja þessu fé? Ráðherrann skýrði það nánar. Það er búið að úkveða að afnema söluskatt í smásölu, og nemur hann 25 milj. kr. Hann ;aldi reynslu hafa sýnt, að breyta yrði fyrirkomulagi þessarar skatt- innheimtu, færa skattinn yfir á hieldsölu. Þá er gert ráð fyrir ið verja 25 milj. kr. til að greiða aiður landbúnaðarvörur, eins og ikveðið var að gera í haustkaup- ;íð. Þá eru eftir 50 milj. af þessu :té, og því verður ráðstafað á fjár- lögum. Um þá ráðstöfun upplýsti ráðherrann m. a. þetta um ætlun jtjórnarinnar: Atvinnuaukningarfé á fjárlög um er 5 milj. og óhugsandi að komast af með það. Mikið fé vantar í raforkuframkvæmdir um byggðir landsins. f þær framkv. einar þarf 107 milj. á næsta ári. Þótt lánsfé fáist, vqrður ríkið að taka beinan þátt í þessum framkvæmdum. Það er stefna stjórnarinnar að efla ræktun á þeim býlum í landinu, sem minnsta hafa túnastærð og auka stuðning við nýbýlastofnun. Til þess þarf fé. Þá skortir fé til að lána til íbúðabygginga og fé til ýmiss konar verklegra framkvæmda. Þarf að auka við í ýmsum grein um. T. d. þarf að endurbæta hafnir á þeim stöðum, sem verða að treysta á vaxandi út- gerð og fiskvinnslu. Er ekki vanþörf á að afla tekna til þessara mála og það hlýtur að verða hornsteinn undir stefnu stjórnarinnar að afgreiða greiðslu- liallalaus fjárlög. Við það er og miðað. Breyting skattalaga Ráðherrann ræddi síðan fyrir- hugaðar breytingar á skattalögum og sagði m. a.: ..Eftir áramót verður lagt fram frv. um breyt- ingar á tekjuskattslögunum, og fjallar um að lækka um þriðjung tekjuskatt á þeim lijónum, sem liafa 45 þús. kr. nettótekjur eða lægri, og þeim einlileypum, sem liafa 35 þús. kr. nettótekjur eða minna. Og ennfremur verður í því sama frumvarpi ný ákvæði um frá- dráttarheimild við skattframtöl til handa fiskimönnum, þar scm gert er ráð fyrir að þeir fái að draga frá ýmist meira en verið hefir til þess að mæta kostnaði sínum við að afla teknanna, og einnig nokk- ur fúlga beinlínis, með tilliti til þess, hversu þeir eru oft fjar- staddir heimilum sínum og geta minna unnið fyrir sjálfa sig en aðrir landsmenn. Loks verður lagt fram á þessu þingi frv. um stóreignaskatt eins og yfirlýsing hefir verið gerð um.... “ Merkiieg tímamót „. . . . Það standa vonir MI að þessi lausn, sem nú fæst á efnahagsmálum, geti mark að merkileg tímamót í þeim efnum, einmitt vegna þess, að hún er fengin með svo víðtæku samkomulagi, sem hér hefir verið lýst, og er alger nýjung í okkar stjórn- málasögu. Þetta er gleðileg nýjung sem getur boðað betri tíma, ef vel tekst. ..." Gullfaxi sækir flóttafólk Jólaréttir í sýningarglugga I gærmorgun átti Gullfaxi að fara til Vínarborgar að sækja þang að þá 58 flóttamenn, sem væntan- legír eru hingaö. För flugvélar- innar frestaðist vegna veðurs, en í gærkvöldi var búM við að hún færi upp úr miðnætti og er hún þá I væntanleg heim aftur á laugardag. Engin munaðarlaus börn verða í hópnum, sem hingað kemur, en 9 hjón með 9 börn sín og ein- hleypt fólk að auki. Til Vínar mun Gullfaxi flytja allmikið af matvæl- um. Flugstjóri verður Anton Ax- elsson og með í förinni verður einnig fréttamaður frá útvarpinu. Fyrstu vikuna eftir að flótta- fólkið kemur, mun það verða í sóttkví að Hlégarði í Mosfellssveit og dvelur því þar hin fyrstu jól sín á íslandi. Bókaupphoð Sigurðar Benediktssonar í dag Sigurður Benediktsson heldur bókauppboð í dag í litla sal Sjálf- stæðishússins kl. 5 síðd. Þar er allmikið erlendra ferðabóka um ísland, og er þar margt girnilegt fyrir safnara slíkra bóka. Þá er og þarna margt ljóðabóka, frumút- gáfur gömlu skáldanna, svo sem Kristjáns Jónssonar, Sögur og kvæði Einars Benediktssonar, Njóla og fleira. Einnig er allmargt fágætra ritlinga. Indónesía fordæmir að- farir Rússa í Ungverja- landi Jagakarta, 20. des. — Utanríkis- ráðherra Indónesíu, Abdulgani, hefir fordæmt hernaðaraðgerðir Rússa í Ungverjalandi. Sagði hann að land sitt gæti ekki þolað íhlut- un rússneskra liersveita um innan- ríkismál Ungverja og taldi ástand- ið í landinu fara stöðugt versn- andi. Kvað hann Indónesíu myndu vinna að því annað hvort beint eða í samvinnu við önnur Cólombó ríki að fá Rússa til að flytja her- sveitir sínar brott úr landinu. Nefndarkosningar á Alþingi (Framhald af 12. síðu.) Útvarpsráð. Þórarinn Þórarinsson, Sigurður Bjarnason, Benedikt Gröndal, Björn Th. Björhsson, Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Varamenn: Andrés Kristjánsson, Kristján Gunnarsson, Stefán Júlíus son, Sverrir Kristjánsson, Valdi- mar Kristinsson. Áfengisvarnarráð. Guðlaug Narfadóttir, Magnús Jónsson, Kristinn Stefánsson, Sig- urður Sigmundsson. Varamenn: Gunnar Árnason, Kjartan J. Jó- hannsson, Jóhanna Egilsdóttir, Al- freð Gíslason. Tryggingaráð. Helgi Jónasson, Gunnar Möller, Brynjólfur Bjarnason, Kjartan Ól- afsson, Kjartan J. Jóhannsson. Varamenn: Bjarni Bjarnason, Þor- valdur Garðar Kristjánsson, Krist- ján Gíslason, Stefán Jóhann Stef- ánsson, Ágúst Bjarnason. Flutti íhaldsróg sem tiilögu (P-ramh. at i. síðu.) verði. Væri slík þjónustusemi við íhaldið íágæt. Órökstutt mál. Þórður benti og á það, hve frá- leitt það væri, að bæjarstjórn sam þykkti ályktun, sem fæli í sér al- gerlega órökstuddar fullyrðingar eins og þá, að farmgjaldið væri „helmingi hærra en nauðsyn krefði11, eins og segir í tillögunni. Um það hefðu engar'ljósar heim- ildir komið fram. Hér væri aðeins byggt á órökstuddri ágizkun dag- Vegfarendur, sem leið átfu um Laugaveginn um síöustu helgi, veittu af- hygli sérstæSri giuggasýningu á matvælum í Ciausensbúð, enda var þar útstilling gerð af danskri konu, sem komin er hingað til starfa af „Strik- inu" í Kaupmannahöfn. Þóttust margir sjá danskt handbragð á þessarl gluggasýningu, en Danir eru víðfrægir fyrir smekkvísi sína varðandi mat- argerð, bæði hvað bragð og útiit snertlr. Þarna mátti sjá svínshöfuð með hvíta húfu og steikarkot og hangikjöt með margiitum skurði og pappír. Leynilögregla og fangelsanir án dóms og laga eru helztu árræSi Kadars Rússneskar hersveitir virtSast draga sig í hlé, en reynt atJ nota hinar nýju öryggissveitir Búdapest, 20. des. — InnanríkisráSherra í stjórn Kadars í Ungverjalandi skýr'ði frá því í dag, að stofnuð yrði sérstök öryggislögregla til að aðstoða ríkisvaldið við að halda uppi lögu mog reglu í landinu. Einnig hefir verið gefin út til- skipun, þar sem heimilað er að handtaka menn og halda þeim í fangelsi án málsrannsóknar eða dóms í 6 mánuði. Fréttaritarar segja, að nú beri fremur lítið á rússneskum hersveitum í Búdapest og bendi margt til þess, að hersveit- unum hafi verið fækkað í landinu og þær sem eftir eru haldi til vetrarbækistöðva. á nokkru breiðari grundvöll og gera þá breytingu um nýárið. Innanríkisráðherrann kvað gagn byltingarstarfsemi vera í rénun, en lagði þó áherzlu á, að hún væri engan vegin yfirunnin, heldur væri liún nú rekin með leynd. Kadar situr um sinn. Talsmaður Kadar-stjórnarinnar sagði, að alls konar óhróðri væri dreift út um ríkisstjórnina. T. d. ætti Kadar senn að segja af sér, en Gerö fyrrv. framkvædmarstjóri að taka við. Kvað hann Gerö aldrei myndi eiga afturkvæmt til Ung- verjalands, nema þá til að svara til saka fyrir glæpi sína. Vill stjórn in bersýnilega reyna að láta líta svo út, að Kadar-stjórnin sé allt annars eðlis. Hann kvað Kadar verða áfram forsætisráðherra að minnsta kosti fyrst um sinn. Lausa fregnir herma, að Kadar muni sennilega reyna að færa stjórn sína a jóSamessu Fólki er boðið að taka þátt í amerískri jólamessu, sem sam- kvæmt venju er haldin um jóia- leytið hvert ár. Að þessu sinni verður þessi messa haldin í Frí- kirkjunni sunnudaginn 23. desem- ber kl. 15:30. Síra Paul Roe, prestur úr þanda- ríska flughernum, mun pródika. Með aðstoð söngkórs, undir stjórn frú Edgar S. Borup, mun söfnuðurinn syngja almenna enska jólasálma. Launauppbót til lög- reglumanna ógreidd enn Eins og frá hefir verið skýrt í fréttum var gert samkomulag við lögreglumenn í bænum í sumar, þar sem þeim var heitið nokkurri launauppbót af bæjarins háifu. Síðan bjuggust lögreglumenn við því, að fá þetta greitt sem fyrst, en það hefir dregizt, og kom í Ijós á bæjarstiórnarfundi í gær, að þetta er ógreitt enn. Þórður Björnsson bar þá fyrir-- smirn fram við borgarstjóra, hvort það væri rétt, að ekki væri farið að greiða þetta enn og ef svo væri, hverju sætti það. Borgarstjóri iátaði, að svo væri, en bar því við, að svo seinlegt hefði verið að reikna þessa upp- bót út, að það hefði dregizt, en nú væri því lokið. Spurði Þórður þá, hvort ekki væri rétt að fara að ljúlca þessum greiðslum. Féllst borgarstjóri á það, og kvað reyn- andi fyrir lögreglumenn að koma og vita hvort þeir fengju þetta. blaða, og sæist á þessu, hve Bárður treysti Morgunblaðinu vel í sann- sögli og gerði þess málstað að sínum. Sagði Þórður, að full ástæða væri til, ekki sízt af þessari ástæðu, að hafa tvær umræður um málið, og lagði það til, en það var fellt. Bar hann þá fram dagskrártillögu um málið, en hún var einnig felld. Tillaga Bárðar var síðan sam- þykkt, og sá á, að íhaldinu þótti liðsaukinn góður. Brezk skip munu hreinsa Súez-skurð LONDON, 29. des. — Samkomulag hefir orðið milli brezka flotamála- ráðuneytisins og S. Þ. um, að not- uð verði 18 skip brezk, sem nú eru í Port Said við að hreinsa Súez- skurð. Verða skipin undir fána S. þ., en áliafnir brezkar. Munu skips- menn vinna þetta verk sem ó- breyttir borgarar. Er litið svo á í London, að Nasser hafi fallizt á þessa ráðstöfun, annars myndu S. þ. ekki hafa gengið frá sarnniug- um.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.