Tíminn - 13.01.1957, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.01.1957, Blaðsíða 1
1 r~" Fylgizt meti tímanum og lesið TÍMANN. Áskriftarsímar 2323 og 81300. Tíminn flytur mest og fjöl- breyttast almennt lesefni. 41. árgangur. Efni f blaðinu í dag: Lífið í kringum okkur. Munir og minjar og Mál og menn- ing, bls. 5. Gamall kommúnisti ritar um íhlut un Rússa í Ungverjalandi.þls. 6. Skrifað og skrafað, bls. 7. 10. blað. versk bróðhióe í Skotlandi Það bar til á Gorbridge í Skotlandi nú nýlega að sóknarpresturinn gaf saman 10 ungversk brúðhjón. — Þetta var ailt flóttafólk og komu úr flóttamannabúðum víðsvegar á Skotlandi. Kaþólskur prestur framkvæmdi hjónavígsluna og sést hér vera að óska brúðhjónunum til hamingju að athöfninni lokinni. Afmælissýning Leikfélags Reykja- víknr í fyrrakvöld var mjög vel tekið Hússíjórn Iðnó veitir 10 þús. krónur til a§ styrkja áhugaleikara til utaníara Macmillan ieggur fram ráðherraiistann í dag Bóizt er viS miklum og óvæsitnm brey tingnm á stjórnmni i Afmælissýningu Leikfélags Reykjavíkur í íyrrakvöld var mjög vel tekið og voru leikendur kallaðir fram hvað eftir annað svo og leikstjórinn. Blóinvcndir og blómakörfur fylltu sviðið áð framan. Gunnþórunn Halldórs- dóttir, sem ein er á lífi af stofn- endum L.R., kom fram á sviðið, Brynjólfur Jóhannesson ávarpaði hana og var hún hyllt af leikhús- gestum og leikurum. Baldvin Halldórsson, formaður Félags ísl. leikara flutti L. R. kveðju félagsins og Bryndís Pét- ursdóttir flutti kveðju frá leilcur- um Þjóðleikhússins. 10 þús. kr. styrkur til utanfara Jón Árnason, forstöðumaður Iðnó tilkynnti af hálfu hússtjórn- ar að hún veitti allt að 10 þús. kr. til að stvrkja áhugaleikara til utan fara til þess að kynnast leikstarf- semi og leikstjórn og starfsaðferð um áhugamanna um leiklist. Gjöf þessi er gefin í tilefni af 60 ára afmæli L. R. og 30 ára leikafmælis Brynjólfs Jóhannessonar. Veglegt hóf í gærkveldi. _ Af hálfu leikhúsgesta talaði próf Steingrímur J. Þorsteinsson. For- maður Leikfélags Reykjavíkur, Jón Sigurbjörnsson, þakkaði lof- samleg og hvetjandi orð um félag- ið, gjafir og árnaðaróskir. í gær hafði Gylfi Þ. Gíslason menntaniálaráðherra boð inni fyr- ir leikara og fleiri gesti í tilefni af afmæli L. R. og í gærkveldi hélt félagið afmælishóf í Þjóð- leikhúskj allaranum. Fraoisókoarvist miðvikiid. 23. jan. Ráðgert er að Framsóknarvist verði að Hótel Borg miðvikudag inn 23. þ. m. á vegum Framsókn armanna. Hefir Vigfús Guðmundsson dregist á að stjórna þessari sam- komu rétt áður en hann fer al farinn úr bænum þennan vetur inn. Eins og kunnugt er hefir Vig- fús Guðmundsson stjórnað fjölda skemmtisamkoma á vegum Fram sóknarmanna hér í bæ síðustu áratugina, og þá alltaf verið hús fyllir, þó að í stærstu samkomu liúsunum hafi venjulegast verið. Þannig er sennilegt að verði nú einnig. í--------------------------- jEkkja Nansens brennur inni OSLO-NTB: Frú Sigrún Nan- sen, ekkja Friðþjófs Nansen, fórst í húsbruna nú fyrir nokkr um dögum. Frú Nansen bjó í einbýlishúsi í Askcr í Noregi og var hún 88 ára að aldri. Eldurinn kom upp á annarri hæð og var frú Nansen þá gengin til náða á þriðju hæð í hinum enda byggingarinnar. Nágrannarn ir urðu fyrstir varir við eldinn og heyrðu að frú Nansen hrópaði á hjálp og sáu hana standa við glugga á þriðju hæð. Einn nágrann inn gat komið stiga að gluggan um en þegar hann var kominn hálfa leið upp stigann hvarf hún inn í húsið á nýjan leik. Hann reyndi þá til að komast upp stiga upp á þriðju hæð en varð að snúa við vegna reyks. Slökkviliðið tafð- ist vegna hálku á götunum en er það kom loks á vettvang tókst slökkviliðsmönnum að komast inn í herbergið þar sem frú Nansen lá og hafði greinilega kafnað af reyk. í herberginu var einnig hund ur frú Nansen og hafði hann einn ig kafnað. Olíuverð hækkar LONDON: Britisli Mexican Petr oleum Co. hefur hækkað olíu- verðið úr geymum í höfnum í Brasilíu. í Ríó hefur brennsluolía hækk- að um 26.10 dollara upp í 77.15 og í Santos um 60.05 dollara upp í 109.65. Dieselolía kostar nú 126. 70 dollara í Ríó, 121 dollara í Sant os og 118.90 dollara í Belem. LONDON. 12. jan.: Fjölmargir helztu Ieiðtogar brezka íhalds- flokksins streymdu í dag inn í forsætisráðherrabústaðinn að Downings-street 10 til viðræðna við MacMillan forsætisráðherra, sem vinur sleitulaust aS myndun hinnar nýju ríkisstjórnar. Fyrstur kom Head hermálaráð herra, síðan Sands húsnæðismála- ráðherra, Lloyd George, aðstoðar ráðherra og verkalýðsmálaráðherr ann. Skömmu síðar gengu á fund MacMillans Sir Walter Moncton og Duncan Sands húsnæðismálaráð- herra öðru sinni. Lennox-Boyd nýlendumálaráð herra fór í dag frá London flug leiðis til M-Afríku, en þar hefir yfirlýsingu, sem gefin var út í dag frá aðalbækistöðvum brezka hersins fyrir M-Aasturlönd á Kýp ur, er ásökunum Jemen-stjórnar um innrás í Jemen harðlega neit að. Þar segir, að engir brezkir Frjálsar kosningar í sjálfstæðri og sameinaíri Kóreu NEW YORK. 11. jan.: Allsherjar- þing S. þ. staðfesti í dag enn fyrri stefnu sína í Kóreumálinu Var sam þykkt ályktun þess efnis, að frjáls ar kosningar skyldu fara fram í öllu landinu, en síðan yrði landið sameinað í eitt sjálfstætt og full valda ríki. Ályktun þessi var sam- þykkt með 57 atkvæðum gegn 8, en 9 sátu hjá. Það voru fulltrúar Rússlands og leppríkja þeirra, sem greiddu atkvæði á móti ályktun þessari. Oryggislögregla Kadars fangels a'ði í dag 8 helztu leiðtoga sam- taka ungverskra háskólastúdenta sem stofnuð voru í októberbylt ingunni. Ilalda átti landsfund samtak anna í dag, en dagblöð kommún ista segja, að fundinum hafi verið „frestað“ af vissuin ástæðum. Ungverska leppstjórnin hefir nú gefið út hennar skýrslu um atburð ina við Czepel-stálbræðsluna í gær. í skýrslunni segir, að verkamenn hann verið á ferð að undanförnu, en hélt til London er fréttist um stjórnarskiptin. RÁÐHERRALISTINN BIRTUR í DAG. Elísabet Bretadrottning heldur á morgun til London frá sveita setri sínu og er þes vænzt, að MacMillan muni sftömmu eftir komu liennar leggja jáðherralista sin fyrir drottningU-til samþykk is. Búizt er við, að MacMillan muni gera miklar breytingar á stjórn inni og segja fréttamenn, að sum ar þeirra muni koma mjög á ó- vart. hermenn hafi stigið fæti sínum inn fyrir landamæri Jemen og hvorki skriðdrekar né flugvélar hafi heldur farið inn fyrir landa mærin. í tilkynningunni segir, að brezk ar deildir úr flug- og landher hafi neyðzt til að beita valdi til a3 flæma árásarsveitir frá Jemen á brott frá Aden, en mannfall hafi ekki orðið teljandi. Fullvíst sé, segir í tilkynningunni, að þessi á- tök hafa aldrei átt sér stað innan landamæra Jemen, heldur á lands svæði Aden. Sir Pierson Dixon gefur yfirlýsingu. Aðalfulltrúi Breta hjá S. þ. Sir Pierson Dixon hefir lýst því yf ir, að ekkert sé hæft í þeim full yrðingum Jemen-stjórnar, að brezkur her hafi hafið innrás f Jemen. Sir Dixon sakaði hins vegar stjórn Jemen um sífelid ar árásir herdeilda frá Jemen inn fyrir landamæri Aden. hafi ráðist á vopnaða lögreglu og hernfenn, sem hafi neyðzt til að hefja skothríð á verkamenn. Að eins einn hafi beðið bana í átök um þessum. FIMM VERKAMENN SKOTNIR. Öðrum ber hinsvegar saman um að fimm verkamenn hafi verið skotnir til bana og að minnsta kosti 20 hafi særzt. Rússneskir skriðdrekar og stríðsvagnar eru (Framhald á 2. síðu.) Með {tögninni játar íhaldið í Reykjavík svik sín viS feorgaraua Morgunbla(Si(5 hyggst reyna aí þegja hneykslit) í útsvarsmáli SameinatSra verktaka í hel Morgunblaðið þegir sem fastast um útsvarsmál Sameinaðra verktaka, fæst vart til að segja orð um málið. Er hér um að ræða einhverja hina aumlegustu uppgjöf, sern um getur í nokkru máli. Með þessari þögn játar íhaldið á sig alia sök í þessu máli. Það játar að hafa vanrækt að leggja venjulegt útsvar og veltu- útsvar á þessi gróðasaintök og velt þeim útsvarsbyrðum, sem þau áttu að bera, yfir á borgara bæjarins. í öll þau ár, sem Sameinaðir verktakar liafa starfað, hafa þeir verið útsvarsfríir lijá bæjarstjórnaríhaldinu. Ekki er þó því tii að dreiía, að ofgnótt fjár hafi verið í bæjarfjárhirzlunni þessi ár, heldur hefir fjárskortur staðið mörgum framfaramálum fyr- ir þrifum. Hér kemur annað til. Bæjaryfirvöldin taka sér það vald að ieggja skatta sína á einn en hlífa öðrum, Slíkur skjól- stæðingur bæjarstjórnaríhaidsins hafa Sameinaðir verktakar verið þessi ár, og liversu sem að hefir verið fundið, hefir engin lagfæring fengizt. Sameinaðir verktakar skyldu vera útsvars- frjálsir. En þótt bæjaryfirvöldin hyggist breiða yfir svik sín og lineyksli með þögninni, ættu borgararnir, sem orðið hafa að greiða útsvörin fyrir þessa vini íhaldsins á síðustu árum, að Ipggja þetta vel á minnið, og þeir ættu líka að muna vel þessa sektarjátningu, sem íhaldið hefir gert með þögn sinni. Bretar vísa á bug ásök- unum um innrásí Jemen Saka hins vegar Jemen-stjórn um sífelldar árásir herdeiida frá Jemen inn yfir landamæri Aden LONDON-NICOSIA. 12. jan. Ungverska leppst jórnin lætur fangelsa 8 leiðtoga stúdenta TaliÖ aíi 5 verkamenn hafi veri(S skotnir til bana í átökunum í fyrradag LONDON-BUDAPEST. 12. jan.:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.