Tíminn - 13.01.1957, Blaðsíða 12

Tíminn - 13.01.1957, Blaðsíða 12
Hitinn: Veðrið í dag: ' Suðvestan kaldi eða stinniags- kaldi, skúrir eða él. 'n Reykjavík 1 stig, Akureyri —1 London 6, New York 1, Kaup- mannahöfn 5, Stokkhólmur —X. Sunnudagur 13. janáar 1957. ■* LögregluvörSnr um Mona Lisu Mbi. útbreiðir óhróður um ameríska sendiráðið upp úr McCarthyblaði „AthyglisvertSar hugleiíingar“ í helzta fasistariti Bandaríkjamanna að sögn MbL, SjálfstæÖisflokk- urinn talinn skárstur hér á landi, en fulltrúar Bandaríkjanna sakaftir um „óameríska starfsemi“ Hvað hefir komið fyrir MorgneklaSið Engum íslendingi „getur dottið annað í hug“ en starfs- menn ameríska sendiráðsins séu „sósíalistar og kommúnistar að öllu leyti. . “Sendiráðsstarfsmenn hafa í bókasöfnum sín- um bækur, sem eru „nákvæmlega11 eins og McCarthy sagði að þær væru og þarf ekki að fjölyrða um slíkt óamerískt hugarfar. . . .Einn fulltrúann varð að „fjarlægja úr veizlum", en þeir, sem eftir sátu, voru þó ekki „flekklausir“, langt í frá... .o. s. frv. bækur, er McCarthy hafi fordæmt „ og þarf ekki að fjölyrða um slíkt óamerískt hugarfar". Þá seg ir hann frá því, að sendiráðsmenn beri hvern annan út úr veizlum, þeir reyni að telja fólki hér trú um að McCarthy sé Hitler „endur- holdgaður" og kalla slikt ljótt og svo kenndu þeir íslendingum að „Bandaríkin væru land ómenntaðs jazzunnendaskríls, sem væri kúgað ur af ofsóknaræði, en fullur af áhuga á sósíalisma . . .“ Þannig er lopinn teygður í nærri 6 dálkum í Morgunblaðinu, sem leggur á sig kostnað og erfiði við að koma þess- um fróðleik á framfæri við íslend inga. (Framh. á 2. síðu). Framsóknaríélag Reykjavíkur ! helðor fimd næstkomandi þriðjudag Framsóknarfélag Reykjavíkur heldur fund í Tjarnar* kaffi n. k. þriðjudag 15. jan. og hefst hann kl. 8,30 s. d. Frummælandi á fundinum verSur Eysteinn Jónsson, f jármálaráðherra. Nánar verður skýrt frá dagskrá fund* arins hér í blaðinu síðar. Oóðar gæftir og ágætur afli hjá Rifshafnarbátum Frá fréttaritara Tímans á Heilissandi. Fjórir stórir vélbátar eru þegar byrjaðir róðra frá hinni nýju Rifshöfn á Snæfellsnesi, sem bætt var mikið með dýpk- aðri innsigiingu í sumar. Hafa bátar þessir aflað vel í janúar eftir því sem um er að ræða á þessum tíma árs. Bátarnir róa allir stutt, oftast ekki nema um hálfrar stundar sjó ferð á miðin og fá 6—8 lestir í róðri á fremur stutta línu. Þessir fjórir bátar, sem byrjað- ir eru róðra frá Rifi, leggja allir upp afla sinn þar og er honum ek- ið til Hellissands, þar sem hann er tekinn til vinnslu. Ráðgert er að síðar bætist tveir eða þrír bát ar við til róðra frá Rifi og eigend ur fleiri báta hafa hug á að flytja áitgerð þangað, ef höfnin gefur góða raun í vetur. Sjómönnum þykir mikill munur að nota höfn- ina og hafnarmannvirkin, eftir að dýpkvunarframkvæmdir fóru þar fram, svo nú er hægt að sigla út og inn um innsiglinguna, hvernig sem stendur á sjó. Áður þurftu bátar að sæta sjávarföllum til að komast að bryggju og olli það miklum töfum og erfiðleikum fyr ir sjómenn. Engar stórframkvæmdir eru en þar er þó ráðgert að byggja stór fiskverkunarhús, sem Jóhann es Kristjánsson útgerðarmaður í Stykkishólmi ætlar að byggja fyr- ir starfsemi sína. Byrjað er að gera grunn undir hluta af þessu húsi, sem ætlunin er að taka í notkun á þessari vertíð. Að heiman frá Sandi róa þrír trillubátar og afla þeiF ágætlega, 1—3 lestir í róðri. Aflinn er allur unninn á Sandi og mest af hon- um fryst. Frystihúsið verður stækkað, eða öllu heldur við það hyggðar auknar fiskigeymslur, sem nauðsynlegt er vegna aukinn- ar útgerðar og aflamagns, en tíð- ar afskipanir á frosnum fiski ó- vissar. ------------------------------1 Utanríkisrá'Öherra !) Líbanon rætSir vi(S brezka og franska leiðtoga LONDON 12. jan.: Utanrikisráð herra Líbanon, Charles Malik, ræddi í dag við René Coty Frakk landsforseta og síðar í dag við Guy Mollet forsætisráðherra. Mal ik heldur á morgun til London, þar sem hann mun ræða við Mac Millan forsætisráðherra áður en hann heldur af„stað vestur um haf til að sitja allsherjarþing S. þ. í New York. Drengur verður fyrir bíl f gær varð það slys á Bræðra borgarstíg, að ungur drengur hljóp fyrir bifreið og meiddist töluvert. Drengurinn heitir Þorsteinn Eyjólfsson, sex ára að aldri og á heima að Öldugötu 42. Hann meidd ist í andliti og fékk snert af heila hristing. Þetta er ekki upp úr „Ótrú- legt en satt“, eftir Ripley, held ur úr MorgunblaSinu i gær, sem nú er ekki aðeins amerísk ara en Dulles, heldur streitist við að vera amerískara en sjálfur McCarthy, og óamer- iska nefndin og skal nokkuð þurfa til. Grein úr sorpriti Blaðið birti í gær — á viðhafn- arstað — nákvæma þýðingu á sorpgrein upp úr sorpblaði, og kallar ýmislegt í greininni „athygl isverðar hugleiðingar". Heimildin er einhver G. L. Rockwell, sem virðist hafa dvalið á Keflavíkur flugvelli, en grein hans kom í al- ræmdu McCarthy-blaði, sem með nokkrum sanni má kalla aðalfaz- istatímarit Bandaríkjanna, „The Mercury". Grein þessi er fyrir nokkru komin út, og hefir vakið furðu, hvar sem til hennar hefur spurst. Birting hennar hér getur ekki haft neinn annan tilgang en útbreiða óhróður um starfslið Bandaíkjanna hér á landi, einkum starfslið, sendiráðsins. Langt seilst til lokunnar Lesendur lásu þessa furðulegu ritsmíð í gær, einu sinni, tvisvar, og spurðu sjálfa sig: Ilvað hefur komið fyrir Morgublaðið? Svarið liggur ekki á lausu, ein skýring er, að á íslandi sér McCarthyist- inn einn ljósan blett. Þar er einn flokkur „ minnst til vinstri", en eru þó allir hálfgerðir kommún- istar því að þeir hafa meira að I segja gengið inn á að „þjóðnýta læknisþjónustu" (sjúkrasamlög). En skárstir samt. Það er Sjálfstæð isflokkurinn. Til þess að koma þessu ameríska hóli um foringj- ana á framfæri, birlir Moggi nær 6 dálka lesefni, sem er í aðalat- riðum níð um utanríkisstarfsmenn Bandaríkjanna, og svo í leiðinni alls konar fáránleg ummæli um íslendinga (. . .athyglisverðar hug leiðingar . . .“ segir Mbl.) t. d. krafa um stofnun íslenzk hers. íslendingum er lýst sem hrörn- andi þjóð, hér var eitt sinn fólk með krafta í kögglum, en nú er annað upplit á þeim. Og ástæðan: „ . . .Það mun ekki koma les- enduni Mercury-tímaritsins á ó- vart að sendinienn okkar eigin utanríkisráðuneytis áttu ekki lítinn þátt í þessari furðulegu eyðileggingu á harðgerðri þjóð . . . Við sendum til ísland, sem fulltrúa okkar, þá lélegustu menn, sem hægt var að ímynda sér . . .“ Höfundur telur það að vísu að vera að bera í bakkafullan lækinn að fara að „telja upp óameríska starfsemi stjórnarerindreka okk- ar,“ en lætur þó fljóta með m. a. þessar lýsingar: „Þessir starfsmenn hafa samstöðu með sósíalisma af svo miklum „fanatisma", að „eng- um íslendingi getur dottið ann að í hug en við séum sósíalist- ar og kommúnistar að öllu leyti — nema að nafninu til . . .“ Bókasafn sendiráðsfulltrúans McCarthyistinn segir frá full- trúa við sendiráðið hér, sem eigi fhaldsblað birtir ósannar fregnir um „stórkostlega vörubömstnin” í Rvk Misheppnuð tilraun til þess aS koma af stað kaupæði og skapa glundroða í fjármálum Undanfarna daga hafa blöð I skrifstofan hér hefir sagt því að Sjálfstæðisflokksins verið að ýta undir sögusagnir, sem starfslið flokksins liefir verið að breiða út um borgina um stórkostlegar verðhækkanir á ýmsum vöruteg- undum, en hafa ekki treyst sér til að prenta þessar sögur nema undir rós. En þegar hægt er að festa hönd á söguburðinn kemur í 1 jós, að þar eru stórfelldar ýkjur á ferð, og virðist tilgangurinn að hræða fólk og ætíunin ýmist að vinna stjórninni og málstað hennar ó- gagn, eða að fá fólk til að kaupa gamlar birgðir í verzlunum, sem illa hefir gengið að selja. En til þessa mun árangurinn af iðjunni vera rýr. ÓaSgæzla íhaldsblaðs á Akureyri íhaldsblaðið íslendingur á Ak- ureyri hefir verið svo óaðgætið að fara með sögurnar sem flokks breiða út, beint í blaðið, og birtir það á föstudaginn þá rosafrétt, að í Reykjavík eigi sér stað „stór kostlegt vöruhamstur“. Segir blað ið að vörur séu „rifnar út hjá heildsölum" og að auki að mjög gangi nú á innstæður manna í bönkum og sparisjóðum. Ekki þarf að taka það fram, að hér er um stórfelldar ýkjur að ræða. Verzlun og bankaviðskipti hafa verið með eðlilegum hætti. Til- gangurinn kemur í ljós í eftirmála blaðsins: „ . . Engum dylst að liin ákafa vöruhömstrun nú stafar af því að fólk . . . reynir að kaupa sem mest áður en verðhækkanirnar, sem koma í kjölfar „bjargráða ríkisstjórnarinnar“ l'ara að segja til sín. . “ MisheppnuS stjórnarandstaða Þannig er samræmt unnið að því af foringjum og blaðakosti Sjálfstæðisflokksins, að koma aí stað kaupæði, hræða fólk og skapa með því öngþveiti í verzlun og peningamálum. Það verður að segja landsmöfinum til verðugs lofs að reynslan sýnir til þessa, að þeir hafa áttað sig á því að þarna er auvirðilegur pólitískur skrípaleikur á ferð. Hvergi hefir frétzt um að þessi blekkingariðja hafi borið neinn verulegan árang- ur. Bristol Britannia fíaug 4300 mílur á 13 klst. ! LONDON-12. jan.: Fyrsta vélin, sem smíðuð hefir verið af hinni langfleygu Bristol Britannia he£ ir nýlega farið í reynsluflug sitt. Fór vélin alls rúmar 4300 míl- ur á 13 klukkustundum. Vélin flaug frá Bristol í Bretlandi til íslands og síðan út yfir Atlanz- liaf. Á heimleiðinni fór vélin yf- ir Frakkland og Biskay-flóa. Það er brezka flugfélagið BOAC, sem liyggst taka þessa gerð í notkun í beinu flugi á milli stærstu borga Fvrópu og Norður-Ameríku.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.