Tíminn - 13.01.1957, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.01.1957, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, sunnudaginn 13. janúar 19g?» „ Ötgefandl: g’ramsóknarflokkuriim. Ritstjórar: Haukur Snorrason , Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur I Edduiiúsi vlB Lindargötu. Simar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaöamenn), auglýsingar 82523, afgreiSsla 2323. PrentsmiSjan Edda bi; ------------------------ —--------- Skemmdarstarfsemi milliIiSanna ÞRÁTT FYRIR ítrekað- ar áskoranir hafa foringjar Sjálfstæðisflokksins enn ekki treyst sér til að skýra þjóð- inni frá því, hver hafi verið úrræði þeirra í aðsteðjandi vandamálum framleiðslunn- ar nú, áður en vertíð hófst. Blöð þeirra kappkosta samt að fordæma aðgerðir núver- andi stjórnar. En nú er ver- tíðin hafin, bátarnir róa og flytja afla að landi, vinnslu- stöðvar eru í gangi. Stjórnin '.hafði þegar fyrir jól leyst vanda^ sem fyrrv. stjórn sá ekki framair fyrr en í janúar lok. Nú segja foringjar Sjálf- stæðisflokksins að gerðir rík isstjórnarinnar séu óréttlát- ar, en hvað vildu þeir gera? Þessi spurning hefur dunið á þeim síðan fyrir jól, en þeir svara engu. Raunar er fyrir 'hendi vísbending um, hvað Sjálfstæðisflokkurinn hefði gert, ef hann hefði verið við völd. Það var eitt af síðustu verkum Ólafs Thors í ríkis- stjórn, að lofa síldarútvegin- um stórfelldum styrk af ríkis fé. Hann samþykkti víxil rétt fyrir kosningarnar og valdi falldag hans fyrir jól. Engar ráðstafanir voru jafnhliða gerðar til fjáröflunar. Þegar menn gefa út stórvíxla, er heppilegt að hyggja í tíma að fé til afborgunar og. vaxta. Það gerðu ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins ekki. Þeir veltu áhyggjum af því yfir á framtíðina og í hendur eftir- manna. Vitaskuld hefði Sjálf- stæðisflokkurinn skattlagt þjóðina til þess að greiða þessa víxla, og margar aðrar skuldir, ef hann hefði ráðið. Hann hefði gert það með sama hætti og undanfarin ár, hækkað álögur til hægri og vínstri, og tekið meira tillit til kaupsýslusjónarmiða og gæðinga en hagsmuna al- mennings. Milliliðirnir hefðu hiklaust fengið að velta öll- um hækkununum af sér yfir á almenning. Það fá þeir ekki nú, og þykir hart, og ganga íram í Morgunblaðinu og róg- bera ráðstafanir ríkisstjórn- arinnar sem mest þeir mega. Meðan Mbl. þegir við endur- teknum fyrirspurnum um efnahagsmálaúrræði Sjálf- stæðisflokksins, hlýtur al- menningur í landinu að líta á reynslu liðinna ára og slíka víxla Ólafs Thors, sem vís- bendingu um, að flokkurinn eigi ekkert nema hin gömlu íhaldsúrræði i handraðanum, nýjar álögur á almenning, sem innheimtar yrðu með til- liti til hagsmuna kaupahéðna og milliliða. SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR INN er í þessu máli dæmdur af líkum, sem stappa nærri fullvissu. Hins vegar þarf ekki að leiða neinar líkur að því, að flokkurinn reynir að grafa undan þeim aðgeröum, sem stjórnin er að gera, þótt það kosti í senn að blekkja þjóðina og vinna þjóðfélag- inu í heild tjón. Unnið er að því að dreifa út stórkostleg- um blekkingum og gróusög- um um verðhœkkanir á ýms- um vörutegundum. Enn sem komið er hafa aðalblöð flokks ins farið sér hægt í aö birta slíkar sögur, þótt þau undir- búi kappsamlega jarðveginn, en úti um land er reynt að hleypa af stað kaupæði með þvi að birta rangar fregnir. Þannig segir blað Sjálfstæð- isflokksins á Akureyri frá því nú í vikunni að í Reykjavík sé „stórkostleg vöruhömstr- un“, vörur séu „rifnar út“ hjá heildsölum, fólk rífi út „inn- stæður í bönkum og spari- sjóðum“, o.s.frv. í Reykjavík segja íhaldsmenn svona sög- ur frá kaupstöðum „úti á landi“, en hafa ekki þorað að birta þær. En þannig gengur kvörnin. Þessar fregnir íhalds blaðsins nyröra eru að sjálf- sögðu hreinn uppspuni, en jafnframt dágott sýnishorn af vinnúbrögðum stjórnarand stöðunnar, sem er að reyna að koma af stað glundroða í verzlunar- og peningamálum um leið og blöðin þjóna hús- bændum sínum með því að reyna að útvega þeim mark- að fyrir gamlar vörubirgðir. Um þjóðhollustu peninga- lýðsins út á við vitna ófræg- ingarskeytin. Um ábyrgðina inn á við vitna gróusögurnar, og tilraunin til að valda þjóð inni tjóni með því að skapa glundroða á vöru- og peninga markaði. Þannig koma „hags munir okkar“ heim og saman við þjóðarhagsmuni þessa stundina. Downing Street og Kreml f TILEFNI af brottför Edens úr forsætisráðherra- stóli í Bretlandi, segir Manc- hester Guardian s. 1. fimmtu <dag: „ . . . Brottför Edens var nauðsynleg af öðrum ástæð- um jafnframt (en heilsu- leysi). Það er engum til góðs að \uðhafa tæpitungu um það Stefna hans hefur komið þjóðinni í þann mesta vanda, sem hún hefur átt við að striða síðan 1940, og á.meðan hann var í Downing Street var vonlaust að bæta tjónið. Skipti á mönnum í forsætis- xáðherrastóli var frumskil- yrði þess að þjóðin gæti byrj- að afturbatann . . . “ ATBURÐIRNIR í Bret- landi og slík ummæli í áhrifa miklu blaði minna á, hvernig umhorfs er í lýðræðisríkjum og einræðisríkjum. — í Rússlandi hafa stjórnarherr- arnir sigað hersveitum á smá þjóð og unnið hin herfileg- ustu hervirki. Samt er óhugs andi að nokkurt rússneskt blað — jafnvel nokkurt kommúnistablað, hvar sem er — birti sannleiksorð á borð við þau, sem hér að ofan eru Meðlimur í miðstjórn danska kommúnistaflokksins segir: * Ihlutun Rússa í Ungverjalandi jók verulega stríðshættuna í heiminum Inger Merete Nordentoft námsstjóri segir stiórn ; bjóðsieg morð, sé ekki sönnun þess ft i i • i r 1 L' 1 |j . A’ , ! að fasistar hafi náð tökum á al- Ilokksms hafa syiklð þa skySdu Sina, aó meta I mannahreyfingunni, heldur hafi raunhæft atburoi síliustu mána'ða jleiðtogar fólksins verið þeirrar i skoðunar, að þeir gætu sjálfir ráð Átökin í danska kommúnistaflokknum halda áfram. Fyrir ið við fasistená eftir að sigur væri dyrum stendur flokksþing, sem á að hefjast 18. þ. m. og u”n,nn; aI'?eg ems og við í Dan- í sérstökum aukaútgáfum kommúnistablaðsins fara frarn 1 k ^ hernámsárunum þóttumst umræður um atburði siðustu manaða og afstoðu rlokks pjóðverja úr landinu. gætum við stjórnarinnar, og ber mikið á harðri gagnrýni á Moskvulínu sjálf gert upp við glænahyskið, Aksels Larsens, sem hefir í blaðinu ástundað svipaða undir- sem var eins og snýkjúdýr á mót- gefni og hugsunarlaust ósjálfstæði og opinherast í ýmsum sPyrnuhreyfingunni. skrifum Þjóðviljans hér, einkum upp á síðkastið (Örvarodd- °s a,:5 mjnnsta kostl hélt almanna ur & Co.). Áður er hér í blaðinu rakið það, sem kunnur kommúnisti, Heiberg arkitekt, hafði um málin að segja; hér á eftir er aðalefni greinargerð ar frá mjög kunnum kommúnista og flokksleiðtoga, Inger Merete Nordentoft, sem á sæti í miðstjórn flokksins. Áður en frk. Nordentoft birti greinargerð sína, hafði hún lent í hörku rimmu við Aksel Lars- en á miðstjórnarfundi, og var frá þeirri sennu sagt í blöðum fyrir nokkru. Völd fengin með útlendri hjálp. í upphafi máls segir frk. Norden toft, að hún hafi aldrei efast um að við mikil vandræði væri að stríða í „alþýðulýðveldunum". — í þessum löndum fengu kommún- istaflokkarnir ekkf völd af því að þeir hefðu meirihluta fylgi, segir hún, heldur einfaldlega vegna þess, að löndin voru austan þeirrar merkjalínu, sem þeir Roosevelt, Churchill og Stalin drógu yfir Evrópu á Yaltafundinum. í viðbót við þetta er svo sú sögulega stað- reynd, að flest þessara landa hafa í aldir átt í harðvítugri baráttu við rússneskt vald. Við höfum svikið skyldu okkar. í framhaldi af þessu telur frk. Nordentoft, að danski kommúnista flokkurinn hafi „svikið þá skyldu sína, að gera upp á sjálfstæðan og raunhæfan hátt atburðarás síðustu mánaða, og síðan segir: — Að mín- um dómi hafa atburðirnir í Ung- verjalandi orðið hið alvarlegasta áfall fyrir kommúnistaflokkana í Rússlandi og Ungverjalandi, og fyrir þá tegund sósíalisma, sem þcssir tveir flokkar hafa verið að framkvæma. Ilins vegar hefur danska flokksstjórnin hingað til viljað segja, að allt sé að kenna ungverska flokknum og afturhalds öflum. Uppljóstranirnar á 20. i flokksþinginu í Moskvu sýndu ótví rætt, að bæði í Rússlandi og í Ung | verjalandi hafði málfrelsið verið kæft og réttaröryggið að engu haft. Miklar harmsögur. — Þetta ástand hefur skapað fjölmargar harmsögur. En stærst þeirra er Ungverjalandsmálið. Hér varð uppgjörið út af þeim alvar- legu mistökum, sem flokkurinn var Ingar Merete Nordentoft sekur um — sem voru í senn efna hagslegs eðlis, snertu daglegt líf verkafólks, og ruddaleg pólitísk af- hrevfingin velli eftir að búið var að fjarlægja helztu fasistísk öfl mcð tilstyrk rússnesks hers. er hann var kvaddur á vettvang I seinna sinn. I Á "illigötum. Enn segir Inger Merete Norden- toft: Almenningsverkföllin (í Ung* verjaíandi) hafa haft sterkust á* hrif á mig. Áður en þau skullu á, hafði ég vonað, að fyrsta hug- myntl mín um orsakir atburðanna gæti veri'ð á röngum forsendum reist. En nú er sá efi á brott, og þegar því er haldið fram, að hér sé stéttarbarátta, að ungverska þjóðin hafi risið upp gegn ódug- legri og ranglátri stjórn, sem hafi leití sósíalisma á villigötur, og þess vegna hafi íhlutun Sovétríkj anna verið réttmæt, tel ég að þar sé alvarleg rangtúlkun. Og þessi skoðun er styrkt af svik unum á þeim griðum, sem Nagy var heitið, og af hindrunum þeim, glöp — gerð með þeim hætti, að sem urðu á vegi fyrstu hjálpac- almenningur stillti sér upp á bak við kröfurnar um nýja stefnu. Þeg- ar kröfunum var ekki sinnt, breytt ist hæglát mótspyrnan í uppreisn. Slíkt var auðvitað hættulegt í landi, sem fyrir 12 árum hafði búið við fasistíska stjórn, og margir gamlir fasistar fengu nú tækifæri til að sýna innræti sitt, og settu þar með blett á baráttu fólksins. En þrátt fyrir þetta og allt annað, var ekki hægt að stöðva þessa skriSu, og einmitt það sann ar, hve sterk og almenn hún var. leiðangra Rauða krossins og neit- uninni að taka á móti framkvæmda stjóra Sameinuðu þjóðanna. Stefndi friðinum í hættu. Því er líka haldið fram, að íhlut- un Rússa hafi verið nauðsynleg vegna varðveizlu friðarins. Ég tel að .þar hafi þvert á móti friðinum verið stofnað í hættu. Að lokum leggur frk. Norden- toft áherzlu á, að hún sé andvíg „fjöldaaftökum, hengingum og því, að menn séu skotnir til bana sam- kvæmt úrskurði skyndidómstóla“ og hún leggur að lokum til að hefj- Ég tel, að sú staðreynd, að al-! ist verði handa um algera skipu- menningur snerist ekki á sveif með . lagsbreytingu og^gndurbót á komm stjórn og flokki, þrátt fyrir við-' únistaflokki Danmerkur. tilfærð. Menn geta gert sér það til gamans að setja orðin Krútsjoff og Kreml í staðinn fyrir Eden og Downing Street í greinarkorninu hér að ofan, og sjá þá í einu vettvangi, hin óskaplega mun einræðis stjórnar og bundinnar þing- stjórnar í lýðfrjálsu landi. Stalin stjórnaði Rússum með harðri hendi áratugum saman, meðan stjórnir komu og fóru um vestræn lönd. í lýðræðisríki standa menn og falla á verkum sínum. í ein- ræöisríki kommúnismans standa menn og falla með hollustu hers og leynilögreglu og annarra kúgunartækja. Um vilja hins almenna þegns er aldrei spurt. A SKOTSPONUM Senn kemur á markað smásagnasafn eftir Indriða G. Þorsteinsson.... annars er fábreytilegt á bókamarkaði fyrstu mánuði ársins. . . Arnór Sigurjónsson hefir ritað ævisögu Einars Ásmundssonar í Nesi og mun fyrri hluti koma út á þessu ári. . . .Bitlingabrask kommúnista og SjálfstæSismanna í bæjarstjórn Akureyrar vekur mikla athygli um land allt. . . .Varpar íjósi á einlægnina í kommúnistafordæmingu Morgunblaðsins . . í uppsigl- ingu er samstarf kommúnista og íhaldsmanna í Hafnar- firði. . .Hagsmunirnir sigla jafnan ofan á. .. Undir Draugahálsi stendur skáli og er allmikið mannvirki og ekki af vanefnum gert. . . .Þar er samkomusalur, eldhús og svefnloft. . .Á svefnlofti er skilti; Umgengni sýnir innri mann. . . .og er hún þarna svo neðan við aliar he!!- ur að einsdæmi mun vera á íslandi og er nokkuð sagt . . . .Á neðri hæð er stór mynd af Lenin og önnur jafn- stór af Stalín. . . .Á svefnlofti eru ekki færri en 7 mynd- ir af Stalín. .. Menn geta sér til að þarna sé hof og hafi rétttrúaðir skotizt þangað til að blóta á laun eftir að fregnir bárust um 20. flokksþingið . . Stalínsmyndir hurfu úr öðrum samkomuhúsum og mörgum heimilum í vetur er leið, eftir að Krútsjoff lýsti goðinu.... Það vekur athygli í verstöðvunum við Faxaflóa, að á aðkomu- bátunum utan af landi eru yfirleitt ekki Færeyingar.... þorpin hringinn í kring um land virðast leggja til mik- inn hluta sjómannastéttarinnar. . . .Uppi munu vera ráðagerðir á alþjóðavettvangi að leyfa aukna hleðslu skymasterflugvéla og þá er spurning, hvort Reykjavík- urflngvöllur verður hæfur til að taka á móti þeim nema lengja flugbrautir. ... .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.